Morgunblaðið - 30.10.1974, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
Svona urðu
beltisdýrin til
„Þú verður slyngur sundkappi,“ sagði skjald-
bakan. „Ég vil ekki standa þér að baki. Reyndu að
losa svolítið um skelina að aftan og svo sjáum við
til.“
Broddgölturinn losaði um skel skjaldbökunnar að
aftan og skjaldbakan reyndi allt hvað af tók að skjóta
út broddum og hringa sig í einn kút um leið eins og
broddgölturinn gerir.
„Gott!“ sagði broddgölturinn. „Reyndu ekki meira
á þig strax. Þú blánar í framan. Komdu með mér að
fljótinu og ég ætla að æfa þessi sundtök, sem þú
segir að séu svo auðveld."
HÖGGNI HREKKVÍSI
Hann náði háa c-inu!
Smásaga eftir
Rudyard Kipling.
Þýðandi
Ingibjörg Jónsdóttir
„Glæsilegt!" sagði skjaldbakan. „Æfingin skapar
meistarann. Þú verður fyrirmyndar skjaldbaka.
Viltu ekki annars losa um skelina að framan og ég
ætla að reyna að skjóta upp kryppu eins og þú. Þá
held ég, að hlébarðinn verði hissa!“
„Mjög gott!“ sagði broddgölturinn rennandi votur.
„Þú minnir á einn ættingja minn. Næst reyni ég að
fara i kaf. Svei mér, ef þú ert annars ekki farinn að
geta sett fæturnar fyrir aftan hnakka. Svo eru
skelplöturnar allar að losna í sundur af áreynsl-
unni.“
„Og broddarnir á þér eru að mýkjast af vatninu,“
sagði skjaldbakan. „Þú ert ekki nærri því jafnlíkur
þyrnirunna og áður.“
„Er það satt?“ sagði broddgölturinn. „Nú held ég,
að hlébarðinn verði hissa!“
Þeir héldu æfingunum áfram og aðstoðuðu hvor
annan til morguns. Þeir hvíldu sig ekki fyrr en sól
var komin hátt á loft, en þá sáu þeir, að báðir höfðu
breytzt.
„Ég er ekkert líkur því sem ég var í gær,“ sagði
skjaldbakan eftir morgunverð. „Nú stríði ég hlé-
barðanum.“
„Mér þykja skeljar fallegri en broddar,“ sagði
broddgölturinn, „og svo er gaman að kunna að
synda. Hlébarðinn verður hlessa á tiðinni! Stríðum
honum nú!“
Hlébarðinn var enn að sleikja aumu loppuna.
Hann varð svo undrandi, þegar hann sá þá, að hann
datt á rassinn.
„Hvernig hefur móðir þín það í dag?“ spurði
broddgölturinn.
„Ágætt,“ sagði hlébarðinn. „Fyrirgefðu, en ég
man ekki, hvað þú heitir.“
„Jæja,“ sagði broddgölturinn, „þú reyndir þó að
taka kjötið úr skelinni á mér í gær.“
„Þú varst ekki með skel heldur brodda,“ sagði
hlébarðinn. „Sko, loppuna á mér.“
ANNA FRA STÓRUBORO — SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD
eftir
Jón
Trausta
mannlega, en sjálfur drakk hann ekki svo, að honum sljóvg-
aðist sýn. Mitt í drykkjuháreystinni stóð hann með blá-
hvítar, samanbitnar varir og steinharðan svip og horfði og
hlustaði. Ekkert orð fór fram hjá eyrum hans, enga minnstu
hreyfingu sást honum yfir.
— Einn maður var að minnsta kosti á þessu þingi, sem
ekki var glaður að jafnaði, og það var Páll Vigfússon lög-
maður.
Honum hafði gengið margt mótdrægt hin síðari árin.
Hann hafði verið rægðxnr og affluttur, nærri því ofsóttur opin-
berlega. Það hafði tekið þungt á skap hans fyrir fám árum
að þurfa að smala saman eiðmönnum með sér, að boði höf-
uðsmannsins, og sverja tylftareið fyrir meira en tuttugu ára
gamalt morðmál. Honrnn hafði verið gefið það að sök, að
hann hefði, þegar hann var sveinn ögmundar biskups, riðið
á spjótskaft Eyjólfs Kolgrímssonar, sem líka var biskups-
sveinn, og orðið honum að bana. Þegar Páll hafði hreinsað
sig af þessu með eiði, játaði prestur nokkur að hafa logiS
upp sögunni. Páll' vissi vel, að hann hafði gert þetta að
undirlagi óvina hans og öfundarmanna, og hann vissi líka,
að þeir voru ekki af baki dottnir, þrátt fyrir þennan átakan-
lega ósigur. Þeir mundu fitja upp á nýjum rógi.
Stöðu sinnar vegna varð hann að stíga drykkjudansinn með
hinrnn stórmennunum kringum höfuðsmanninn og hinn lög-
manninn. Hann varð auk heldur að hafa boð inni sjálfur
og bjóða til sín mönnum, sem hann hataði og fyrirleit, og
veita þeim ríkulega; þaS verða állir höfðingjar áS gera.
Hann varð að horfa upp á allt skottadinglið og fleðulætin
og Júdasarkossana og standa mitt í róginum og baknaginu,
svikráðunum og hrekkjabrugginu. Hann varð i einu orði
sagt að lifa lífi, sem hann hafði andstyggð á, vegna þess að
hann var lögmaður sunnan- og austanlands og vildi ekki af
því láta að svo komnu. Hann varð að heiðra skálkana, svo
að þeir skemmdu hann ekki, vitandi það, að þeir skemmdu
hann samt. Hann varð að þola dylgjur og slettur með þögn
og þolinmæði og sitja á skapi sínu eins og hann framast gat.
Hann vissi vel, að hann var svarti sauðurinn í þessum stór-
mennahóp og að ekki mátti mikið út af bera til að steypa
honum í ónáð og óvirðingu.
Ofan á þetta bættist sú sorg og raun, sem hann hafði
af önnu systur sinni og gat ekki talað um við neinn mann
á þessu þingi. Það var ekki sparað að nota dylgjurnar um
framferði hennar fyrir keyri á hann. Menn vissu, að undan
þeim svipuhöggunum sveið bonum mest. Nú var nýmæli mik-
ið fyrir á þinginu. Nú átti svo sem almennilega að ganga milli
bols og höfuðs á siðleysinu og lauslætinu í landinu. Nú átti
að skríða til skara. Höfuðsmaður hafði nefnt tuttugu og
fjóra menn í dóm til að dæma um siðferðisbrot og einkum
blóðsifjar, og fengið dómsmönnum í hendur frumvarp, sem
samið kvað vera úti í Danmörku og síðan snarað á íslenzku.
Höfuðsmaður þóttist gera þetta eftir alíra hæstu undirlagi
konungsins. Fjölda manna á þinginu stóð ógn og skelfing af
þessum dómi, en framgangur málsins var fyrirfram tryggður
með skipun dómsmannanna.
Hver ykkar er það,
sem lagði olfugeymi hér
fyrir utan.
Þú ert miklu klárari í
spænsku en ég bjóst við,
Siggi.
PQLIUX
Ég leyfi mér að kvarta
yfir því, að flugan í súp-
unni var köld.
Gefið honum stærri
skammt.