Morgunblaðið - 30.10.1974, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
27
Jórunn Hannesdóttir
— Afmœliskveðja
Áttatíu ára er í dag frú Jórunn
Hannesdóttir Freyjugötu 15 I
Reykjavík. Hún er fædd á Skíða-
stöðum á Neðribyggð í Skagafirði
30. október 1894. Foreldrar
hennar voru hjónin Hannes
Pétursson og Ingibjörg Jóns-
dóttir, sem þá bjuggu á Skíðastöð-
um. Hannes var sonur Péturs
Pálmasonar bónda í Valadal,
síðar á Álfgeirsvöllum, og konu
hans Jórunnar Hannesdóttur, en
Ingibjörg var dóttir Jóns Eiríks-
sonar á Þóreyjarnúpi í Linakra-
dal, siðar ráðsmanns í Haganesi í
Fljótum og konu hans Sigur-
laugar Engilbertsdóttur. Að Jór-
unni standa merkar ættir í báða
liðu og tók hún í arf ýmsa beztu
kosti forfeðra sinna og mæðra.
Jórunn missti ung föður sinn og
ólst upp á Skíðastöðum hjá móður
sinni og stjúpa, Gfsla Björnssyni
frá Kolgröf. Innan fermingar-
aldurs dvaldist hún einn vetur á
Bollastöðum i Blöndudal hjá
frændfólki sínu, og milli ferm-
ingar og tvítugs var hún einn vet-
ur við nám í Reykjavík.
Vorið 1914 verða þáttaskil i lífi
hinnar ungu og glæsilegu konu.
Þá flyzt hún í Mælifell og giftist
það vor Jóni Sigfússyni (f. 15.
nóv. 1892), prests á Mælifelli
Jónssonar, og konu hans Guðríðar
Petreu Þorsteinsdóttur. Ungu
hjónin dvelja eitt ár á Mælifelli,
flytjast þaðan í Glaumbæ og búa
þar tvö ár, 1915 — 1917, flytja
siðan aftur i Mælifell og eru þar
við búskap til ársins 1919. Það
sama ár lætur séra Sigfús af em-
bætti, flytur út á Sauðárkrók og
tekur þar við stöðu framkvæmda-
stjóra Kaupfélags Skagfirðinga.
Þvi starfi gegndi hann til æviloka.
Ungu hjónin fluttust einnig bú-
ferlum til Sauðárkróks árið 1919,
keyptu húsið, sem nú er Aðalgata
13, og bjuggu þar unz Jón lézt, 28.
ágúst 1957. Eftir að Jórunn og
Jón fluttu til Sauðárkróks gerðist
hann afgreiðslumaður hjá kaup-
félaginu. Þótti hann mjög lipur í
starfinu og drengur góður, prúð-
ur og hæglátur i fasi, einstakt
glæsimenni sem kona hans. Þótti
eigi alllítill fengur fyrir kauptún-
ið að þessar fjölskyldur gerðust
borgarar þess.
Sú sem þessar linur ritar átti
því láni að fagna að kynnast all-
verulega Ingibjörgu, móður Jór-
unnar, á unglingsárum sinum, svo
að henni brá ekki siðar, er hún
kynntist Jórunni, dóttur hennar,
hér heima á Sauðárkróki, hvað
rausn og allan myndarskap varð-
aði. Og þá er ekki siðri hin hliðin,
sem við snúum ef til vill ekki
alltaf að samferðamönnunum, því
Jórunn átti svo mikið af andlegu
atgervi, að eftir henni hlaut að
verða tekið, og ég vona, að það
glatist henni ekki þótt hún bæti
einum tug ennþá við aldurinn.
Jórunn hefur ríkulega þegið í
vöggugjöf dýran fjársjóð og
ávaxtað hann af trúnaði á langri
vegferð. Þar er ekki átt við hinn
veraldlega auð, sem telja mætti
að flestir sæktust eftir í lífinu, og
mun hún þó einnig þar hafa verið
betur á vegi stödd en margur
annar sökum hagsýni og dugn-
aðar. Litla heimilið hennar að
Aðalgötu 13 bar ætíð vott um
snyrtimennsku húsráðenda. Þá
ber ekki siður að minnast þess,
hvernig hún ávaxtaði andlega
hæfileika sína, frjálslyndi og
hreinskilni i hvivetna. Jórunn er
miklum gáfum gædd og fjölhæf-
um að auk, félagslynd og glöð i
góðra vina hópi, einnig trúkona i
þess orðs fyllstu merkingu og
bera bækur Kvenfélags Sauðár-
króks þvi bezt vitni, hvern hug
hún bar til kirkjunnar sinnar hér
á staðnum, en í kvenfélaginu var
hún virkur félagi og starfaði þar
öll árin, sem hún bjó hér í bæn-
um. Og ég hygg, að ég fari ekki
með fleipur, þótt ég fullyrði hér,
að hún hefur lengst félagskvenna
setið þar I forsæti.
Þau hjónin, Jórunn og Jón,
eignuðust fjögur börn, sem nú
eru öll búsett i Reykjavík. Þau
eru sem hér segir: Ástrún, fyrri
maður hennar var Sveinn Stein-
dórsson frá Hveragerði, er hún
missti eftir stutta sambúð; siðari
maður hennarer Marteinn Sívert-
sen húsasmíðameistari. Helga,
gift Sveini Þorsteinssyni múrara,
frá Stóru-Gröf í Skagafirði. Sig-
fús, rafvirkjameistari, kvæntur
Þórunni Friðfinnsdóttur úr
Reykjavik. Herdís Kolbrún, gift
Guðgeiri Magnússyni, blaða-
manni.
Eftir að Jórunn missti mann
sinn árið 1957, fluttist hún til
Reykjavikur með yngstu dóttur
sína og son hennar ungan, sem
segja má, að hún hafi verið fyrst í
stað bæði amma og móðir, þar
sem dóttirin vann utan heimilis
allmörg ár, fyrst hér á Sauðár-
króki og síðar í Reykjavík. Keypti
Jórunn hæð í húsinu Freyjugötu
15, bjó þar fyrst með dóttur sinni
og syni hennar, unz dóttirin gift-
ist og stofnaði heimili. Nú um
skeiö hefur heilsa Jórunnar ekki
verið það góð, að hún gæti haldið
eigið heimili, og eftir sjúkrahús-
vist á síðastliðnu sumri fluttist
hún heim til sonar síns og tengda-
dóttur.
Þá langar mig til þess að fara
nokkrum orðum um margvísleg
störf Jórunnar Hannesdóttur í
þágu félags og menningarmála á
Sauðárkróki. Ég hygg, að á því
sviði hafi hún verið vel hlutgeng.
En fyrstu minningarnar eru þó
frá „barnaböllunum", sem kven-
félagið, þessi fámenni hópur, er
þá var, hélt upp úr jólum ár hvert
yngstu borgurunum til handa og
veitti þeim af rausn. Hefur sá
siður verið á hafður svo Iengi sem
munað er, og helzt enn. Til
„barnaballanna" var hlakkað allt
árið. Ég sé þær í anda, konurnar,
vera að bera á borðin alls kyns
góðgæti handa þessum ungu borg-
urum og raða þeim sjálfum til
sætis. Gleðin ljómar á litlu andlit-
unum, og niðri I sal biður jólatréð
ljósum prýtt. Ekki var nóg með,
að þeim börnum einum væri boð-
ið, sem höfðu aldur til að sækja
þessi jólaboð, því ef einhvers stað-
ar leyndist „krakki í koti“, sem
farinn var að stíga fyrstu sporin,
var honum sendur aðgöngumiði
og eins móður eða ömmu til að
gæta hans. Mér er ekki grunlaust
um, að ennþá tóri neisti í brjósti
fulltiða manns frá þessum fyrri
jólaboðum kvenfélagsins. Að
sjálfsögðu var allt, sem i magann
fór, gefið af konunum, þvi ekki
mátti snerta við rýrum sjóði
félagsins í þessu skyni, hann
hafi öðru og margþættu hlut-
verki að gegna. Vonandi hneyksl-
ar það enga kvenfélagskonu, þótt
ég minnist Jórunnar þar i
fremstu röðum, hvikrar og
höfðinglegrar, að stjórna þessum
barnaboðum, er ég horfi nú aftur
til fyrstu búskaparára minna á
Sauðárkróki, enda vorum við þá
nágrannar.
En við Jórunn áttum eftir að
kynnast betur. Eftir að ég gekk í
kvenfélagið var ég svo lánsöm að
vinna með henni I stjórn þess
nokkur ár, þegar hún var þar for-
maður. Hún tók starf sitt alvar-
lega og stýrði fundum af miklum
skörungsskap, lagði ætið góðum
málum lið, kannski eilitið íhalds-
söm á sjóði félagsins, nema til
gagnlegra hluta. En slikt hugar-
far telst einnig til mannkosta
hennar.
Jórunn Hannesdóttir er Iistræn
kona og ljóðelsk, enda hagmælt
vel og ber gott skyn á skáldskap. I
ætt hennar eru margir góðir hag-
yrðingar og skáld. Hún starfaði i
Leikfélagi Sauðárkróks mörg ár
og þótti þar liðtæk i betra lagi.
Hvort tveggja var, að leikmenntin
virtist henni í blóð borin og hún.
taldi ekki eftir sér að fórna
nokkru af tíma sínum við æfingar
og á sviðinu, eftir að dagsönn
húsfreyjunnar var lokið. Mun
hún einnig hafa átt þátt í að
semja „reviu" ásamt öðrum í leik-
félaginu; var hún sýnd hér i
Sæluviku og þótti vel takast.
Hér skal nú staldrað við. Þó vil
ég taka mér bessaleyfi til að
þakka afmælisbarninu öll störfin,
sem unnin voru af fórnfýsi og
dugnaöi við að styrkja góð mál-
efni, þakka fyrir hönd félaganna,
sem frú Jórunn studdi, og bæjar-
félagsins i heild. Og að lokum:
Drottinn blessi henni ævikvöldið.
Hólmfriður Jónasd'óttir.
Bátar til sölu
3—4 — 6 — 8 — 10—11 — 12 — 15 — 18 — 20 — 25 —
26 — 28 — 30 — 37 — 39—42 — 45—47 — 50 — 52 —
54 — 56 — 60 — 63 — 65 — 66 — 67 — 71 — 73 — 75 —
76 — 82 — 85 — 86 — 90 — 92 — 94 — 100 — 101 — 104
— 127 — 129 — 142 — 147 — 1 50 — 197 — 227 — 247
tonn
Fasteignamiðstöðin Hafnarstræti 11,
Sími 14120.
Fawslff
Fundur i Öldrunarfræðafé-
lagi íslands
verður haldinn fimmtudaginn 31.
október kl. 20.30 I fundarsal
Grundar.
Gengið inn frá Brávallagötu.
Fundarefni: Hjúkrunarmál.
Félagar fjölmennið. Stjónin.
Af sérstökum
ástæðum
er til sölu Bronco árgerð 1974, hálf-sport„
sérlega vel klæddur, 6 cyl., ekinn 10 þús. km.
Upplýsingar ekki gefnar í síma, aðeins í sölu-
skála.
** KR.KRISTJANSSDN H.F.
II M R I) fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA
U IYI 0 U U I U S(MAR 35300 (35301 — 35302).
GLÆPAMAÐUR
FANN HEARST
Los Angeles, 28. október. AP.
FYRRVERANDI glæpamaður,
Mickey Cohen, kveðst hafa haft
upp á Patriciu Hearst, dóttur
auðkýfingins og blaðakóngsins,
og félögum hennar úr
Symbíónesfska frelsishernum f
Cleveland I Ohio en ráðlagt
þeim að flýja þaðan.
Cohen sagði f viðtali við AP,
að ungfrú Hearst hefði komið
sér vel fyrir f blökkumanna-
hverfinu f Cleveland. Hann tel-
ur, að hún hafi búið þar ásamt
félögum sínum, William og
Emily Harris, þar til fyrir
13—14 dögum.
Foreldrar ungfrú Hearst
báðu Cohen að finna stúlkuna
fyrr í þessum mánuði en þótt
hann segist hafa gert þeim
þann greiða hafi hann ráðlagt
henni að fela sig aftur tii þess
að komast hjá þvi að lenda I
fangelsi.
Aðspurður hvort hann vissi
hvar hún væri núna niðurkom-
in sagði Cohen, að hann hefði
alls enga hugmynd um það og
hefði ekki áhuga á að vita það.
Cohen kveðst hafa aflað sér
vitneskju um dvalarstað ung-
frú Hearst gegnum sambönd,
sem hann hafi f undirheimun-
um. Glæpamenn hafa fengið
áhuga á hvarfi hennar vegna
50.000 dollara verðlauna, sem
hefur verið heitið fyrir upplýs-
ingar um hana.
Athugasemd
vegna umbúða-
samkeppni
Þar sem birzt hafa að undan-
förnu í fjölmiðlum fréttir um úr-
slit í umbúðasamkeppni Félags
fslenzkra iðnrekenda vil ég sem
formaður Félags grafískra teikn-
ara (sem er samningsaðili við
þrjár stærstu auglýsingastofur
hér I borg) leiðrétta og koma á
framfæri réttum höfundum
þeirra umbúða sem verðlaun
hlutu, en ekki var getið af hálfu
auglýsingastofanna.
í 5. grein i samningi Félags
grafiskra teiknara og auglýsinga-
stof anna segir orðrétt:
„Auglýsingastofurnar skulu
gæta þess að höfunda sé ávallt
getið um leið og nafn fyrirtækis-
ins er nefnt, þegar tilkynningar
koma á verkum stofanna í fjöl-
miðlum og víðar.“
1. Höfundur ostaumbúða, sem
verðlaun hlutu, er Friðrika Geirs-
dóttir teiknari F.I.T., Auglýsinga-
stofa Kristínar.
2. Höfundur möppu fyrir Ice-
land Review, sem verðlaun fékk,
er Þóra Baldursdóttir, Teiknari
F.I.T., Auglýsingastofan h.f.
3. Höfundar að útliti á áburðar-
pokum, sem verðlaun hlaut, eru
Sigurþór Jakobsson, teiknari
F.I.T. ogGisli B. Björnsson, teikn-
ari F.I.T., Auglýsingastofan h.f.
Þetta er tekið fram vegna þess
misskilnings sem gætir i rikum
mæli hjá þorra fólks og fyrir-
tækja, sem skiljanlegur er, þvi
þegar verðlaun hafa verið veitt,
bæði fyrir merki og umbúðir,
undanfarin ár, hefur oftast verið
eingöngu getið viðkomandi aug-
lýsingastofu, en ekki höfunda
verksins. Því hefur oft mátt ætla
að verkið sé unnið af öðrum aðila
en raunverulegum höfundi þess.
F.h. Félags grafískra teiknara,
Sigurþór Jakobsson.
^ |Kor0iinl)Iðbib
f^mnRCFMDnR
I mnRHno vohr
Vió álítum aó okkar bíll
sé betri en þinn
Simca 1100
Special
SIMCA
SIMCA 1100 hefur náS verulegum vinsældum hér á landi, sem og I
flest öllum öSrum löndum í fjórum heimsálfum.
SIMCA 1100 SPECIAL er glæsilegur 5 manna bfll f sérflokki. —
SIMCA 1100 er vandaSur, traustur, spameytinn, lipur og sérstaklega
styrktur fyrir fslenzka vegi og veSurfar. — SIMCA 1100 er traust
ökutæki fyrir vegi og vegleysur. — SIMCA 1100 SPECIAL er
fáanlegur 2ja eSa 4ra dyra, meS fimmtu hurSina aS aftan, þ.e.a.s.
einskonar station-bfll.
TryggiS ykkur SIMCA 1100 strax f dag.
Ifökull hf.
ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK Sími 84366.