Morgunblaðið - 30.10.1974, Side 28
RUGIVSII1GRR
<gt*-»22480
flUGLVSIRGRR
<£l<r-w22480
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1974
Gengið til Alþingishússins að lokinni Guðsþjónustu I Dómkirkjunni. Frá vinstri: Halldóra Eldjárn
forsetafrú, séra Þórir Stephensen, Geir Haligrfmsson forsaetisráðherra, Gylfi Þ. Gfslason, forseti Sam-
einaðs Alþingis, Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra, Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra, Einar
Ágústsson utanrfkisráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Matthfas Á. Mathiesen
fjármálaráðherra. Ljósmynd Mbl. ÖL K. M.
Særún á Biönauósi:
Krefur ríkissjóð um 15
millj. kr. í skaðabætur
RÆKJUVERKSMIÐJAN Særún
h.f á Blönduósi, sem aldrei hefur
tekið til starfa, hefur nú lagt
fram skaðabótakröfu á hendur
rfkissjóði vegna aðgerða sjávarút-
vegsráðuneytisins, en það leyfði
ekki, sem kunnugt er, rækjulönd-
un á Blönduósi. Hljóðar skaða-
Áherzla lögð á að
ná Port Vale á flot
MENN frá varðskipinu Árvakri
fóru um borð f togarann Port
Vale f gær og dældu þeim sjó úr
skipinu, sem komizt hafði f það.
Mun þetta verk hafa gengið sæmi-
lega og er nú enginn sjór f þvf.
Togarinn hefur færst til um eina
300 metra á strandstaðnum og
sandur hefur aðeins hlaðist að
honum. Um helgina er stærsti
Aftur síldar-
löndun á
Hornafirði
Höfn Hornafirði, 29. okt.
FJÓRIR bátar lönduðu hér
sfld f dag: Akurey var með 112
tunnur, Steinunn með 32 tunn-
ur, Anna með 60 tunnur og
Jóhannes Gunnar með 73
tunnur. Fleiri bátar voru ekki
á veiðum f dag, en enn eru
mikil vandkvæði á veiðum
vegna ágangs höfrunga á
miðunum.
— Elfas.
straumur og mun þá að lfkindum
verða reynt að draga togarann út,
ef veður leyfir.
Geir Zoéga, umboðsmaður
brezkra togara á Islandi, sagði í
samtali við Morgunblaðið i gær,
að eftirlitsmaður frá trygginga-
félagi togarans, Burrel að nafni,
væri nú kominn til landsins.
Hann hefði tjáð sér við komuna
að mikil áherzla yrði lögð á að ná
togaranum á flot, en Port Vale er
tryggður hjá tryggingafélagi Sam-
bands brezkra togaraeigenda, en
þar eru allir brezkir togarar
tryggðir. Burrel mun fara til
Egilsstaða í dag og halda þegar á
strandstað.
Geir sagði, að það sem helzt
stæði í veginum fyrir björgun tog-
arans, væri skortur á hentugum
tækjum á Héraðssandi og eins
vantaði gott dráttarskip, en varð-
skipin kæmu þar helzt til greina.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landheigisgæziunnar sagði, að
það færi sennilega að mestu eftir
veðri, hvort tækist að draga Port
Vale á flot. Komið hefði i ljós, að
töluvert langar grynningar væru
út frá skipinu, og því væri ekki
vitað hvernig gengi að draga það
út.
bótakrafan upp á um 15 millj. kr.,
en þar af er þá reiknaður 11
millj. kr. hagnaður f 5 ár.
Morgunblaðið hafði samband
við Óttar Ingvason, lögfræðing
Særúnar, og innti frétta af skaða-
bótakröfunni og aðdraganda.
Hann kvað kröfuna hljóða upp á
15 millj. kr. og væru þó ekki öll
kurl komin til grafar. Bótakröf-
una kvað hann skiptast þannig að
útlagður kostnaður væri um 5
millj. kr. áætlaður hagnaður um
11 millj. kr. á þeim 5 árum sem
leigusamningurinn á vélunum
reiknar með að þær séu nýttar og
ef ekki tekst að selja vélarnar
taldi Óttar að krafan kynni að
hækka. Sagði Óttar að áætlaður
rekstur hefði verið miðaður við
þrjá báta og öll aðstaða til rækju-
vinnslu á Blönduósi væri mjög
hagstæð, því allur búnaður utan
sjálfra rækjuvélanna væri til
Framhald af bls. 16
Þingsetning í gær
96. löggjafarþing Islendinga
var sett f gær með hefðbundnum
hætti. Þingmenn gengu til kirkju
ásamt forseta tslands og biskupn-
um yfir tslandi um kl. 13.30.
Þórir Stephensen dómkirkju-
prestur predikaði og er ræðu
hans getið sérstaklega á bls. 3 f
blaðinu f dag. Að lokinni guðs-
þjónustu hófst fundur f sam-
einuðu Alþingi. Forseti tslands,
herra Kristján Eldjárn. las for-
setabréf um samkomulag Alþing-
is og sagði 96. löggjafarþingið
sett. Hann lauk máli sfnu á þessa
leið:
„Býð ég yður öll velkomin til
þings og læt í Ijós þá ósk og von,
að þing megi takast giftursamlega
Félagsheimilið
Hlaðir brennur
Akranesi 29. okt.
(JTKALL var hjá slökkviliði
Akraness að Félagsheimilinu
Hlöðum á Hvalfjarðarströnd kl.
02,30 f nótt. Slökkviliðið fór með
einn slökkvibíl og tvær lausar
dælur. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var þak hússins fallið.
Stutt var I næsta vatnsból og
fékkst þar nægilegt vatn fyrir
slökkvitækin. Búið var að slökkva
eldinn að mestu eftir tvo tíma.
Veður var slæmt, sunnan stormur
og rigning. Veggir standa enn
lítið skemmdir, en að öðru leyti
brann allt sem brunnið gat. Veg-
farandi í bíl varð eldsins var.
Ekki er með vissu vitað um elds-
upptök, en menn gizka á að þau
hafi verið í hitunarkerfi hússins,
sem er svokallað blásturskerfi.
Húsið stendur á milli Saurbæj-
ar og Ferstiklu ekki langt frá
Hallgrfmssteini.
I Hlöðum voru haldnar ýmsar
skemmtanir, dansleikir og annað í
félagslífi fólks sem kom þarna
saman i blíðu og stríðu.
— Júlfus.
Kanna vatna-
svæðið við
Geitháls
„ÞETTA mál verður ekki afgreitt
á næstunni, því það á að fara fram
víðtæk rannsókn á vatnasvæðinu
þarna á næstu 2—3 mánuðum,"
sagði Matthías Bjarnason heil-
brigðisráðherra þegar Morgun-
blaðið innti frétta af því hvort
ráðuneytið myndi leyfa nýbygg-
ingu BP bensínstöðvarinnar við
Geitháls. Sagði ráðherra að vatns-
veitustjórinn í Reykjavfk myndi
sjá um framkvæmd þessarar
rannsóknar, en hann hefur yfir-
umsjón með þessu svæði.
og verða landi og lýð til blessun-
ar.“
Að loknu máli forsetans risu
þingmenn úr sætum og hylltu for-
seta og fósturjörð.
Aldurforseti þings, Guðlaugur
Gfslason, stýrði fundi. Flutti hann
minningarorð um Björn Ólafsson,
fyrrverandi ráðherra og þing-
mann. Birtast þau í heild hér í
blaðinu í dag.
Að lokinni athugun á kjörbréf-
um varaþingmanna og samþykkt
þeirra var þingfundi frestað til
fimmtudags, en þá verða væntan-
lega kjörnir forsetar sameinaðs
þings og þingdeilda.
Ók á 2 bíla og
stakk svo af
UM klukkan 3,15 aðfararnótt
sunnudagsins 20. október s.I. ók
bifreið á 2 bfla á Framnesvegi.
Ekki sá bílstjórinn ástæðu til að
stöðva bfl sinn, heldur ók hið
snarasta á brott. Hefur rann-
sóknarlögreglan hug á að ná tali
af manninum.
LeigubíH ók suður Framnesveg.
Á móts við Öldugötu mætti hann
bíl með háum Ijósum, og skipti
engum togum, að hann ók rakleitt
á leigubílinn og strax á eftir á
mannlausan bfl við Framnesveg
12. Urðu töluverðar skemmdir á
báðum bílunum. Ökumaður leigu-
bifreiðarinnar heldur því fram,
að þetta hafi verið blár amerískur
fólksbíll með svörtum vinyl-toppi.
Er hann að öllum lfkindum illa
útleikinn vinstra megin að fram-
an. Þeir sem geta einhverjar upp-
Framhald af bls. 16
NTB-mál-
ið leyst
„Okkur barst skeyti frá
Noregi f dag þar sem beðið var
um að við staðfestum vilja til
þess að sendir NTB færi aftur
f gang og við sendum jákvætt
svarskeyti um hæl,“ sagði
Birgir Thorlacius ráðneytis-
stjóri f menntamálaráðuneyt-
inu f gær þegar við leituðum
frétta af NTB málinu.
Rfkisstjórn Noregs mun þá
hafa fallið frá að sett yrði
trygging fyrir greiðslum, en
samkvæmt upplýsingum frá
fréttaritara Mbl. f Osló, Agúst
Jónssyni, vissi rfkisst jórnin
ekki af stöðunni f þessu máli
fyrr en stórþingsmaðurinn
Tönnes M. Andersen reifaði
þetta mál f norska stórþinginu
fyrir nokkrum dögum. NTB
ætti þvf að fara f gang f dag,
þ.e. ef fleiri hnútar myndast
ekki f embættismannakerfinu.
Aukin aðsókn í leikhús og bíó
Er skýringin lokun Keflavíkursjónvarps-
ins eða lélegt íslenzkt sjónvarp?
MJÖG góð aðsókn hefur verið að
leikhúsum og kvikmyndahúsum
borgarinnar nú f haust og fyrir-
sjáanleg aukning miðað við sama
tfma f fyrra. Forráðamenn þess-
ara húsa hafa leitt hugann að þvf
hvað valdi og telja sumir að þetta
eigi rót sfna að rekja til lokunar
hermannasjónvarpsins á Kefla-
vfkurflugvelli, aðrir til þess
hversu lélegt fslenzka sjónvarpið
hafi verið, auk þess sem ætla
megi að verkefna- og myndaval
húsanna f haust ráði hér ein-
hverju um.
„Ég man varla eftir öðru eins,
það er alltaf fullt hjá okkur bæði
uppi I aðalsal og niðri í kjallara,"
sagði Klemenz Jónsson hjá Þjóð-
leikhúsinu, er Morgunblaðið bar
þetta undir hann. Halldór Orms-
son, sem er yfir aðgöngumiðasölu
Þjóðleikhússins staðfesti þetta og
taldi ekki fráleitt að setja mætti
aukna aðsókn í sambandi við
lokun hermannasjónvarpsins, þvi
áður hefði verið komið fram i
aðsókninni að íslenzka sjónvarpið
hefði verið hætt að hafa þar áhrif
á. Halldór kvaðst einnig verða
greinilega var við aukna aðsókn
fólks úr bæjum og þorpum í ná-
grenni Reykjavíkur — bæði af
Suðurnesjum og fyrir austan
Fjall — sem hefðu þó verið innan
þess svæðis er hermannasjón-
varpið náði til og að það hleypti
Framhald af bls. 16