Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
223. tbl. 61. árg.
ÞRIÐJUDAGUR, 12. NÓVEMBER 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Jerúsalem, Tel Aviv
11. nóvember AP — Reuter
í KVÖLD urðu enn harðar
mótmælaaðgerðir í mið-
borg Tel Aviv gegn hinum
nýju sparnaðarráðstöf-
unum ríkisstjórnarinnar,
verðhækkunum og 43%
gengisfellingu. Tugir mót-
mælenda ruddust gegnum
hindranir lögreglunnar og
æddu um miðborgina,
brjótandi rúður á sama
hátt og i mótmælaaðgerð-
Var morðið
blóðhefnd?
Berlín 11. nóvember —AP
LÖGREGLAN í Vestur-
Berlín leitaði f dag óaldar-
flokks, sem grunaður er um
að hafa myrt valdamesta
dómara borgarinnar, Giinter
von Drenkman, en kvaðst
ekki vita nákvæm deili á
neinum þeirra sjö manna,
sem viðstaddir voru morðið.
Lögreglan segir, að menn-
irnir hafi hugsanlega ætlað
að ræna dómaranum, en
skotið hann þegar hann
veitti mótspyrnu. Drenk-
mann var 64 ára að aldri.
Lögreglan hefur ekki viljað
tjá sig um það, hvort morðið
á dómaranum hafi verið
hefnd svokallaðs Baader-
Meinhofs óaldarflokksins
vegna láts eins liðsmanna
hans.
Holger Meins, 33ja ára
gamall liðsmaður flokksins,
lézt í fangelsi á laugardag
eftir næstum tveggja
mánaða langt hungurverk-
fall. Yfirvöld hafa sagt, að
Meins hafi verið gefin nær-
ing með sprautum, en ekki
viljað veita nákvæmar upp-
lýsingar um lát hans.
unum í fátækrahverfinu í
Tel Aviv í gærkvöldi, þar
sem lögreglubílar voru
einnig grýttir. Lögreglu-
menn varðir hjálmum tóku
fjölda manna fastan í
kvöld. Á meðan þetta
gerðist stóðu yfir fjögurra
klukkustunda langar um-
ræður í þinginu, Knesset, í
Jerúsalem um aðgerðir
stjórnarinnar.
ísraelskir verkalýðsforingjar
brugðust við aðgerðunum i dag
með því að hóta nýjum mótmæla-
aðgerðum verkamanna. Tjáðu
þeir Yehoshua Rabinowitz, fjár-
málaráðherra, að það yrði erfitt
að hafa hemil á verkamönnunum,
sem væru æfareiðir vegna verð-
hækkananna. Ráðstafanir stjórn-
arinnar hafa i för með sér þre-
földun sykurverðs, tvöföldun á
verði brauðs og ýmissa undir-
stöðufæðutegunda, 40% hækkun
fargjalda með strætisvögnum og
tvöföldun rafmagnsverðs. 32 voru
handteknir við mótmælaaðgerð-
irnar í gærkvöldi, þ. á m. fyrrver-
andi þingmaður, Shalon Cohen.
Yitzhak Rabin, forsætisráð-
herra, sagði í dag, að hliðarráð-
stafanir myndu fylgja i kjölfar
þessara aðgerða, sem væru „ekki
siðasta skref stjórnarinnar" í bar-
áttunni gegn rýrnandi gjaldeyris-
birgðum og vaxandi verðbólgu.
Þannig litu búðargluggar út í fátækrahverfinu í Tel Aviv í fyrrakvöld eftir
mótmælaaðgerðir gegn efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar. Aðgerðirnar
endurtóku sig í miðborg Tel Aviv í gærkvöldi.
(AP-símamynd)
Námaverkfall ógnar
efnahag U S A
Washington
11. nóv. Reuter.
KOLANAMUR um öll Bandarík-
in lokuðu í dag allmörgum
klukkustundum áður en allsherj-
arverkfall 120.000 námamanna
átti að hefjast. Verkfallið er óum-
flýjanlegt, þótt samningaviðræð-
ur standi enn yfir, þar eð það
tekur allt að hálfan mánuð að
ganga frá og fá samþykkt nýtt
samkomulag milli námueigenda
og námumannasambandsins. Nú-
gildandi samkomulag rennur út
eina mínútu yfir fimm I nótt, og
þá leggja allir námumenn niður
vinnu. Langt verkfall kolanámu-
manna gæti orðið reiðarslag fyrir
efnahag Bandarfkjanna. 54%
Miklar öryggisráðstafanir
SÞ vegna komu Arafats
allrar raforku landsins kemur frá
kolakyntum orkuverum.
Rafveitur hafa safnað um 80
daga birgðum af kolum, en komið
getur til skammtana hjá iðnfyrir-
tækjum, heimilum og skólum, og
yrðu stáliðjuver, bifreiðaverk-
smiðjur og járnbrautir fyrst fyrir
barðinu á slíkurn aðgerðum.
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir þvi,
að 3—4 vikna verkfall leiði til
þess, að tæp hálf milljón manna
bætist i hóp atvinnuleysingja,
sem nú eru um fimm og hálf
milljón.
Talsmenn deiluaðila voru þó
báðir frekar vongóðir urn að
samningar væru í nánd. Helzta
samningamálið er bætt skilyrði á
vinnustað, auk kauphækkana,
veikindafrís o.fl. mála.
New York, Sameinuðu þjóð-
unum, Kairó, Sídon, Tel
Aviv 11. nóv. AP—Reuter
0 YIGAL Allon, utanrfkisráð-
herra ísraels, sagði í dag, að lsra-
elar væru nú að svipast um eftir
öðrum hugsanlegum fulltrúum
Palestínuaraba en Frelsishreyf-
Viktor Korchnoi
vann í annað sinn
Fischer fær frest til 1. apríl
Moskvu, 11. nóvember. AP.
VIKTOR Korchnoi sigraði
Anatoli Karpov í 21. og stytztu
skákinni í einvígi þeirra um rétt-
inn til að skora á heimsmeistar-
ann.
Bilið milli þeirra minnkar því
enn þar sem nú hefur Korchnoi
tvo vinninga en Karpov þrjá.
Skákirnar í einvíginu eru alls
24 og aðeins þrjár eru því eftir.
Sextán skákum hefur lyktað með
jafntefli.
20. skákinni lauk með jafntefli
á laugardaginn eftir 51. leik. Sú
| skák hafði farið í bið eftir 44
leiki.
Bobby Fischer heimsmeistari á
það á hættu að glata heirns-
meistaratitli sínum án þess að
mæta tilvonandi áskoranda. For-
seti Alþjóðaskáksambandsins, dr.
Max Euwe, tilkynnti í Amsterdam
í gær, að ef deilan vegna skilyrð-
anna, sem hann setur fyrir því að
næsta heimsmeistaraeinvigi verði
haldið, yrði ekki leyst fyrir 1.
april yrði sigurvegari áskorenda-
einvígisins — Karpov eða Kor-
chnoi — úrskurðaður heims-
meistari.
ingu Palestínu (PLO) undir for-
sæti Yasser Arafats, sem hann
sagði Israela aldrei mundu hefja
samningaviðræður við. Hann var-
aði einnig við þvf, að Israelar
myndu halda áfram sprengju-
árásum á skæruliðabúðir
Palestfnumanna. Eina sllka gerðu
ísraelar einmitt í dag í Suður-
Líbanon, og féllu tveir óbreyttir
borgarar og þrír særðust.
0 Þrátt fyrir andstöðu Ísraela
virtist þó gata Arafats greið inn á
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem gert er ráð fyrir að
hann hefji umræður um
Palestínumálið á miðvikudag.
Skýrt var frá því hjá S.Þ. I dag, að
búið væri að gefa út vegabréfs-
áritun handa Arafat, og a.m.k. 10
nefndarmönnum PLO til viðbót-
ar. t undirbúningi eru mestu
öryggisráðstafanir í sögu S.Þ.
vegna komu sendinefndar PLO,
og vildu samtökin ekki gefa upp
hvenær von væri á Arafat, né
heldur hvar hann myndi búa. A
meðan skýrt var frá þessu á blaða-
mannafundi tók lögreglan 30
unga Gyðinga fasta f.vrir utan
aðalstöðvar S.Þ. Höfðu þeir
brennt brúðu af Arafat. og hand-
járnað sig við handrið bygging-
arinnar eftir að hafa hellt
rauðuni vökva á gangstéttina, sem
átti að tákna það blóð, sem PLO
hefði úthellt. Hrópaði fólkið:
„Arafat dauður! Arafat dauður!"
Arafat er sjálfur staddur i
Kairó, þar sem talið er að hann
beri sarnan bækur sinar við
egypzka embættismenn fyrir urn-
ræðurnar í New York á miðviku-
dag.
Mikil taugaspenna hefur gripið
Framhald á bls. 39
Kissinger
til Peking
nóvember
Washington
AP—Reuter
HENRY Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, fer i opin-
bera heimsókn til Kina 25.—29.
nóvember, „til þess að halda við
góðum samskiptum" Bandaríkj-
anna og Kína. Þetta er fyrsta ferð
Kissingers til Kína í eitt ár. Kem-
ur utanríkisráðherrann til Peking
eftir að hafa fylgt Ford forseta á
ferðum hans til Japan Suður-
Kóreu og Sovétrikjanna, þar sem
forsetinn mun ræða við Leonid
Brezhnev, aðalritara sovézka
kommúnistaflokksins, i Vladivo-
stock 23. og 24. nóvember.
Arafat — hans verður vandlega
gætt.
Tito 1 A-Berlín
Austur-Berlín
11. nóv. — Reuter
TITO Júgóslavíuforseti kemur á
morgun f fyrstu heimsókn sfna til
Austur-Þýzkalands í 9 ár til \ið-
ra>ðna við Erich Honecker, leið-
toga austur-þýzka kommúnista-
flokksins. Sambúð AusturÞjóð-
verja og Júgóslava hefur verið
afar stirð í fjölda ára, en nú
virðist vera að rofa til.
Efnahagsráðstafanir ísraelsku stjórnarinnar:
Óeirðir enn
í Tel Aviv