Morgunblaðið - 12.11.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.1974, Blaðsíða 40
nuGivsincnR <^^22480 nUGIVSinGHR ^^-»2248U ÞRIÐJUDAGUR, 12. NÓVEMBER 1974 Bifreiðin eftir slysið. Ljósm. Mbl. Heimir Stfgsson. Markaðshorfur salt- fisksins eru erfiðar Sendimenn SIF hafa kannað aðstæður í S-Ameríku og á Evrópumörkuðum SENDIMENN Sölusambands fslenzkra fiskframleiðenda hafa undanfarið verið erlendis til að kanna markaðshorfur og mögu- leika á saltfiskssölum. Er ástand- ið engan veginn bjart í þeim efn- um og hvað saltfiskverðið áhrærir „þyngist þar heldur fyrir fæti“, eins og einn af fulltrúum SlF orðaði það. Frá Noregi berast einnig þær fréttir, að þar sé sölu- tregðan á saltfiski orðin slfk, að framleiðendur séu teknir að undirbjóða hver annan. Tveir fulltrúar SÍF eru ný- komnir heim úr ferð um kara- bísku eyjarnar, Mið- og Suður- Ameríku, þar sem þeir könnuðu markaðshorfur og þreifuðu fyrir sér á nýjum mörkuðum. Sameig- inleg niðurstaða þessarar ferðar var sú, að markaðsaðstæður allar Blekktu slysavarna- menn með neyðarblysi MISNOTKUN neyðarblysa getur gert slysavarnamönnum gramt í geði, ekki sfzt þegar slfk óhæfa fylgir strax f kjölfar réttrar notk- unar neyðarblysa, þar sem björg- un tekst giftursamlega. Þannig var, að sl. laugardag um kl. 18.45 var lögreglunni í Kefla- vík tilkynnt um, að sézt hefði neyðarblys á lofti austur af Kefla- víkurhöfn. Skömmu síðar bar þar að vb. Bergþór, sem var að koma úr róðri og á leið til Njarðvíkur og hafði hann einnig séð blysið. Kom hann að litlum sportbát með bilaða vél en þrjá menn um borð. Höfðu þeir ætlað á bátnum frá Keflavík til Keykjavíkur en voru komnír skammt út úr höfninni er vélin bilaði. Bergþór dró bátinn til hafnar og varð mönnum ekkí meint af dvölinni í bátnum. Nákvæmlega sólarhring síðar og þremur mínútum betur til- kynnir varðmaður i flugturninum á Reykjavíkurflugvelli til tilkynn- ingarskyldu SVPH, að hann hafi séð rautt blys í átt að Keflavik. Um líkt leyti voru flugumferðar- stjórar á Reykjavíkurflugvelli staddír í bíl við Stapa og sáu einnig ljósið á lofti og fannst þeim það bera í Garðskaga. Til- kynntu þeir það þegar til lögregl- unnar í Reykjavík. Þegar tilkynningarskyldan haföi fengið svo samhljóða fregn- ir og í ljósi atburðarins daginn áður létu starfsmenn hennar kalla út aðvörun til skipa á nálæg- um slóðum. Þytur KE gaf sig þeg- ar fram og kvaðst skipstjóri báts- ins einnig hafa séð þetta ljós en Framhald á bls. 39 væru erfiðar og verðlag heldur á niðurleið. Að öðru leyti vörðust þeir allra frétta um ferðina, þar sem þeir hafa enn ekki gefið stjórn SÍF skýrslu sína. Aðrir sendimenn SÍF eru ný- komnir heim eftir að hafa kannað horfur á Evrópumörkuðum. Attu þeir m.a. viðræður við fulltrúa kaupenda í Portúgal og á Italíu i London, og á næstunni er jafnvel í ráði að senda mann til A-Þýzka- lands til að þreifa fyrir sér með sölur þar. Hins vegar á stjórn SÍF einnig eftir að fá skýrslu um þessa ferð og sendimenn hennar vilja því ekki fjölyrða um niður- stöður hennar að svo stöddu. Vinnuslys i GÆRDAG varð vinr.uslys i timburverzlun Árna Jónssonar. Tveir rafvirkjar voru að koma upp vinnuljósum í porti fyrirtæk- isins. Varð öðrum þeirra föta- skortur og féll hann tæpa fjóra metra og niður á jörðina. Hann var þegar fluttur á slysadeildina, og við rannsókn kom í ljós, að hryggjarliður hafði brákazt. 45 ára bóndi brann til bana í bíl sínum UM KLUKKAN 23 s.l. laugar- dagskvöld varð árekstur milli fólksbifreiðar og jeppa á Reykja- nesbraut, skammt fyrir innan Innri-Njarðvík. Áreksturinn varð mjög harður, og kom eldur upp í báðum bifreiðunum. 1 jeppanum voru tveir menn, og komust þeir báðir út úr brennandi bflnum. t fólksbílnum var einn maður. Hann mun að öllum lfkindum hafa misst meðvitund við árekst- urinn. Varð honum ekki bjargað út og brann hann til bana f bfl sfnum. Hann hét Haraldur Sæmundsson bóndi á Kletti f Gufudalssveit, AusturBarða- strandarsýslu, 45 ára gamall. Haraldur heitinn lætur eftir sig konu, 5 börn og eina stjúpdóttur. Haraldur heitinn, sem bjó í Kópavogi meðan á suðurdvöl hans stóð, hafði skroppið í heimsókn til systur sinnar, sem býr í Keflavík. Var hann á leið inn í Kópavog aftur á bil sfnum, sem er Ford Escort. Jeppinn, sem er Austin Gipsy, var á leið til Keflavíkur úr Vogum. Ökumaður jeppans segist hafa séð ljós fólksbílsins fram- undan, og hafi sér virzt sem Haraldur heitinn hafi verið búinn að missa stjórn á bíl sínum, en flughálka var á Reykjanesbraut- inni þetta kvöld. Skipti engum togum, að fólksbíllinn snerist í hálfhring og barst yfir á öfugan vegarhelming. Skall hægri aftur- helmingur fólksbílsins framan á jeppann vinstra megin og varð áreksturinn mjög harður. Við áreksturinn varð sprenging, lik- lega i bensíntank fólksbílsins, sem einmitt var hægra megin að aftan. Kom strax upp eldur í báð- um bifreiðunum. Ökumaður jepp- ans slapp ómeiddur, en farþegi skall með höfuð í gegnum fram- rúðu og skarst nokkuð á höfði. Ökumaðurinn hljóp þegar að fólksbílnum, sem kastazt hafi útaf veginum. Var billinn alelda, en maðurinn reyndi þó að opna dyr hans, en án árangurs. Brenndist hann við þessar björgunartilraun- ir. Sá hann ekkert lífsmark með Haraldi. Slökkvilið frá Keflavík og frá Keflavíkurflugvelli komu brátt á vettvang, og var eldurinn slökktur í báðum bílunum. Var Haraldur þá látinn. Báðir bílarnir eru taldir gerónýtir, að sögn lög- reglunnar í Keflavík, sem hafði rannsókn þessa máls með hönd- um. Átökin við Þórscafé: Krufning leiddi ekki í ljós ákveðna dánarorsök STÖÐUGAR yfirheyrslur hafa farið fram hjá rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík vegna dauða mannsins fyrir framan Þórscafé aðfararnótt s.l. laugardags, en eins og fram hefur komið í Mbl. lézt hann eftir ryskingar við um- rætt veitingahús. Maðurinn hét Benedikt Jónsson, til heimilis að Stóru-Ávík í Árneshreppi í Strandasýslu. Hann var fæddur 8. september 1954, og þvi tvítugur Álitshnekkur íslandsloðnunnar á Japansmarkaði: Verður mætt með auknu gæða- eftirliti á kostnað magnsins T\ Ö helztu sölusamtök frystrar loðnu á Japansmarkaði — sjávar- afurðadeild SlS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna — búa sig nú undir stóraukið gæðacftirlit með meðferð frystrar loðnu á næstu loðnuvertíð á kostnað fram- leiðslumagnsins. Koma slíkar ráðstafanir í kjölfar skaðabóta- krafna og kvartana af hálfu kaupenda í Japan um léleg gæði Islandsloðnunnar, sem Morgun- blaðið skýrði frá sl. sunnudag. Innan beggja samlakanna verður nú á næstunni þingað sérs<aklega um þetta mál til að tryggja betri gæði vörunnar eftirleiðis. Hins vegar tókst Morgunblaðinu ekki að afla upplýsinga um hversu háar skaðabótakröfur japönsku kaupend?una eru en þær munu aðeins ná til annars þessara fyrir- tækja — Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem jafnframt er langstærsti útflytjandi frystrar loðnu á Japansmarkað. Að því er Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar SÍS, tjáði Morgunblaðinu í gær, hefur deildin ekki fengið á sig neinar skaðabótakröfur en hins vegar hefur borizt kvörtun frá einum kaupenda af þremur, sem selt var til í ár. Hann sagði hins vegar, að málið væri á því stigi að hvorki væri hægt að upp- lýsa um hversu mikið magn væri hér að ræóa né verðmæti. Kvört- unin stafaði hins vegar aðallega af rangri flokkun loðnunnar. „Okkur finnst Iiggja í loftinu,“ sagði Guðjón, „að Japanir muni nú mjög herða gæðakröfur sínar og stórhert gæðaeftirlit hlýtur að koma niður á framleiðslumagn- inu. Við erum nú dottnir niður i annað sætið hvað gæði loónunnar snertir, norska loðnan líkar nú bezt á Japansmarkaói. Við verð- um að bregðast eins við og Noró- mennirnir i fyrra. Þeir gerðu þá átak til að bæta gæði loðnunnar, sem þýddi, að mikill samdráttur Framhald á bls. 39 að aldri. Benedikt vann við tré- smíðar í Reykjavik, og bjó hjá bróður sfnum. Við yfirheyrslur hefur 18 ára piltur viðurkennt, að hafa lent í ryskingum við Benedikt heitinn fyrir utan Þórscafé um nóttina, en segist ekki hafa slegið hann. Pilturinn hefur verið úrskurðað- ur í 20 daga gæzluvarðhald. Hann var ölvaður nöttina, sem atburð- urinn gerðist. Þá hefur vitni skýrt frá því, að það hafi séð mann slá hinn látna föstu höggi í magann, en kveðst ekki muna gjörla hvernig sá hafi litið út. Seint í gær gaf sig fram maður, sem varð samferða hinum látna frá Röðli niður aó Þórscafé um klukkan 1,15 um nóttina. Hann segist muna eftir því, að hafa einnig lent í ryskingum þá um nóttina, ekki þó við sömu aðila og Benedikt. Að öðru leytí man hann lítið. Margir þeir, sem staddir voru við Þórscafé umrædda nótt, og lögreglan hefur rætt við, hafa borið við ölvun, og hefur rann- sókn málsins því verið mjög erfið. Það er trú rannsóknarlögreglunn- ar, að enn fleiri hafi verið fyrir utan veitingastaðinn þegar at- burðurinn gerðist en þeir, sem þegar hafa verið yfirheyrðir og eru það eindregin tilmæli rann- sóknarlögreglunnar, að þeir gefi sig fram hið allra fyrsta. Eins og fram kom í Mbl., voru engir áverkar sjáanlegir á likinu. Krufning fór fram í gær, og Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.