Morgunblaðið - 12.11.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974
3
Kollabúðir < Kolabúðir
Odáðahraun < Ordauðahraun
— frá fyrirlestri Þórhalls Vilmundarsonar
S.l. sunnudag flutti Þórhallur Vilniundarson prófessor fyrirlest-
ur á Sögusýningunni á Kjarvalsstöðum, en fyrirlesturinn nefndi
hann „Af sængurkonum og landnámsmönnum".
Fjölmenni var viðstatt fyrirlesturinn, cnda hafa kenningar Þór-
halls um þetta efni vakið athygii og orðið tilefni skoðanaskipta frá
því þær komu fyrst fram.
1 fyrirlestrinum f jallaði Þörhallur um f jölda torskilinna örnefna,
— ekki sízt örnefni, sem talin hafa verið dregin af nöfnum
landnámsmanna og annarra fyrstu ábúenda, og varpað fram nýjum
skýringum á nöfnunum með hliðsjón af náttúrufari eða búskapar-
háttum.
Sem dæmi nefndi hann, að
sennilega væru Hauksstaðir á
Jökuldal í rauninni Haugsstað-
ir (af haugum eða jökulruðn-
ingi), Finnsstaðir i Kinn og í
Eiðaþinghá Fensstaðir (af
mýrarfeni), Mýlaugsstaðir
Mýlastaðir (af mýlum, þ.e.a.s.
kúlumynduðum gervigígum),
Hugljótsstaðir væru Huglar-
staðir (af hugl i merkingunni
hóll).
Þá taldi hann, að Údáðahraun
hefði sennilega heitið Ördauða-
hraun (í merkingunni úrdauða-
hraun þ.e. steindauðahraun,
vegna gróðurleysis), Goðdalir
hefðu heitið Góðdalir (vegna
góðrar beitar og/eða góðra
veðurskilyrða) og KoIIabúðir í
Þorskafirði Kolabúðir (bæki-
stöð kolagerðarmanna).
Meðal þeirra dæma, sem Þór-
hallur tók, var Sængurfoss i
Mjóafirði, sem nú er á dagskrá,
vegna þess, að þar standa yfir
virkjunarframkvæmdir á veg-
um Jóns Fannbergs. Sú sögn
hefur fylgt því nafni, að eitt
sinn hafi bóndi nokkur, sem
leið átti hjá fossinum á ferð
vestur yfir Glámu, misst
sængurföt sin i fossinn, og foss-
inn eftir það verið nefndur
Sængurfoss. Þórhallur taldi þá
skýringu tortryggilega og benti
á, að í islenzku var fyrrum til
sögnin að sangra, sem einnig er
til i norsku og sænsku. Að
sangra merkir að syngja eða
söngla, en alþekkt er, að fossa-
Nýjar skýringar
á örnefnum
— ný þekkingar
atriði í sögu
þjóðarinnar
nöfn eru oft dregin af foss-
hljóðinu, sbr. Dynjandi og
Glymur, og i Noregi er til
Þórhallur Vilmundarson
prófessor
Sangfossen. Þess vegna taldi
Þórhallur sennilegt, að
Sængurfoss hefði upphaflega
heitið Sangurfoss.
Þórhallur sagðist í lokin vilja
bera það af sér, að hann væri
með þessum rannsóknum að
drepa landnámsmenn. Þeir
væru allir hver á sínum stað.
Aðeins væri um það að ræða,
hvaó þeir hefðu heitið. Hann
spurði, hvort miklu væri tapað,
þótt við yrðum að láta af þeirri
trú, að Kolli hefði numið Kolla
vík eða Dýri Dýrafjörð, og
hvort það væri ekki meiri
ávinningur, ef menn kæmust að
þeirri niðurstöðu, að Kollabúð-
ir hefðu heitið Kolabúðir,
vegna þess að þar hefði verið
bækistöð kolagerðarmanna að
fornu. Það yrði þá nýtt þekk-
ingaratriði í atvinnusögu þjóó-
arinnar.
Vígdís Jónsdóttir skólastjóri flytur erindi um mataræði tslendinga og
almenningsfræðslu á sviði matvæla- og næringarfræði. Nær eru
f undarstjórinn. Baldur Johnsen, og ritari, Pálmi Stefánsson.
Ráðstefna um matvælaeftirlit:
Eiturefni í mat æ
tíðari. Þungamálms-
mengun áhyggjuefni
HÉR á landi er áburðareftirlit,
fræ- og fóðureftirlit, en algjör-
lega ófullnægjandi matvælaeftir-
lit og er slíkt furðulegt ástand,
sagði dr. Sigmundur Guðbjarna-
son, prófessor, í setningarávarpi
sír.u á ráðstefnu um matvæla-
eftirlit á lslandi, sem hófst í gær
á vegum efnafræðideildar V'erk-
fræðingafélags islands og Efna-
fræðistofu Raunvfsindadeildar
H.I. Tilgangur hennar er að gera
úttekt á matvælaeftirliti á Ís-
landi, þ.e. kanna ástandið eins og
það er í dag og ræða nauðsynlegar
breytingar á tilhögun matvæla-
eftirlits. i þeim tilgangi var boðin
þátttaka flestum þeim aðilum, er
hafa hagsmuna að gæta, stjórn-
völdum, sérfræðingum, er stunda
matvælarannsóknir eóa eftirlit,
fulltrúum framleiðenda og neyt-
enda og fuiltrúum heilbrigðis
eftirlitso.fi.
— Þeir þættir matvælaeftirlits,
sem unnt hefur verið að sinna,
þ.e. eftirlit dýralækna með slátur-
og mjólkurafurðum og eftirlit
gerlafræðinga með gerlamengun
og sóðaskap eru ómetanlegir,
sagði Sigmundur í ávarpi sínu. En
betur má ef duga skal. Aðstaða og
afkastageta gerlarannsókna eru
ófullnægjandi og skortur á aó
niðurstöður þeirra sé veitt verð-
skulduó athygli. Enn þann dag i
dag verður t.d. stór hluti ísl. þjóð-
arinnar að sætta sig við gerla-
mengað vatn, en tært er vatnið.
Framhald á bls. 39
A að setja
gosbrunn
í Tjörnina?
TJÖRNIN í Reykjavík er að dómi
Reykvíkinga augasteinn borgar-
innar. Menn muna allt það fjaðra
fok og undirskriftir, er ákveðið var
að reisa ráðhús f norðurenda
Tjarnarinnar. Nú eru sumir þeirrar
skoðunar að setja skuli niður á
þeim stað, sem fyrirhugað var að
reisa ráðhús, gosbrunn, sem Luth-
er I. Replogle seridiherra Banda-
ríkjanna á íslandi á árunum 1969
til '72, gaf Reykvíkingum.
Morgunblaðið ræddi við nokkra
Reykvíkinga um staðarval gos-
brunnsins og sýndist sitt hverjum
eins og eftirfarandi gefur til
kynna:
Birgir ísleifur Gunnarsson,
borgarstjóri, sagði, að staðsetning
gosbrunnsins væri ekki endanleg og
ekki væri um frambúðarstaðsetn-
ingu að ræða Ráðgert hafði verið að
setja gosbrunninn niður síðla
hausts, en afhending tækja í hann
dróst þannig að ekki gat orðið af
því. Því yrði ekkert af uppsetningu
fyrr en væntanlega næsta vor. Birgir
sagði, að gosbrunnurinn væri
hugsaður sem mannvirki á eins kon-
ar fleka, sem stungið væri niður
með staurum í botn Tjarnarinnar, en
tekinn upp á veturna Því yrði aðeins
um sumarbrunn að ræða, þar til lóð
Norræna hússins hefði verið skipu-
lögð endanlega en Birgir kvað
áhuga hafa verið á að setja gos-
brunninn niður þar. Hann kvað enga
endanlega ákvörðun hafa verið
tekna um framtíðarstað brunnsins
Aðspurður um ráðhússbygginguna
við norðurenda Tjarnarinnar sagði
Birgir ísleifur: ,,Það má segja, að
samþykktin um staðsetningu ráð
hússins hafi ekki formlega verið
felld úr gildi Hún mun nú verða
tekin til endurskoðunar í sambandi
við endurskoðun skipulagsins, en ég
held, að í raun séu menn horfnir frá
henni.”
Sigurður Þórarinsson, jarðfræð-
ingur birti í Morgunblaðinu á
laugardag bréf, sem hann hefur rit-
að borgarráði. Þar mótmælir hann
eindregið staðsetningu gosbrunns-
ins og segir, að forða verði umhverfi
Tjarnarinnar frá ,,hvers kyns billegu
prjáli, sem stingur í stúf við núver-
andi smekklegt látleysi þess ”
Vigdís Finnbogadóttir, leikhús-
stjóri Leikfélags Reykjavíkur, sagði,
að sú hugmynd að setja gosbrunn í
Tjörnina ylli sér talsverðum sárs-
auka. ,,Ég er Reykvíkingur og hef
mikið hugsað um Reykjavík, en ég á
ákaflega bágt með að hugsa mér
gosbrunn á þessum stað Mér finnst
hann fara illa þarna og ég vil geta
séð Tjarnargötuhúsin og Iðnó í sínu
náttúrulega umhverfi en ekki í gegn-
um upplýstan gosbrunn. Þætti mér
því vænt um ef þetta mál yrði endur-
skoðað og hann ekki settur þarna
niður.''
Vigdís sagði ennfremur að margir
aðrir staðir kæmu til greina Hún
benti t.d. á, að verið væri að skipu-
leggja nýjan miðbæ. Þar yrði torg
og fannst henni vel til fundið að hafa
slíkan gosbrunn á torgi, sem gert
væri af mannahöndum, en hún
sagði, að ekki mætti taka fram fyrir
hendurnar á náttúrunni Þá sýndist
henni ekki unnt að leysa vandamálið
með gosbrunn í Reykjavík, þar sem
oftast væri rok
Gestur Ólafsson, arkitekt og
skipulagsfræðingur, sagði í viðtali
við Mbl., að þótt gosbrunnar væru
yfirleitt notaðir í suðrænum löndum
til þess að kæla loftið, þá hefðu
gosbrunnar a.m.k. tvenns konar
annað hlutverk, það að skapa hreyf-
ingu, þeir hafa ákveðið form eða
skulptur og gefa frá sér hljóð.
Gestur sagði: ,,Þess vegna finnst
mér þeir eiga fullan rétt á sér t d. í
borg eins og Reykjavík. Ég hef heyrt
grófar hugmyndir um staðsetningu
hans, en mér finnst staðsetningin
mjög koma til álita og þá einnig
hvernig honum verður komið upp "
Gestur sagði, að gosbrunnur í Tjörn-
inni gæti verið mjög jákvæður ef
tekið væri tillit til aðstæðna við gerð
hans.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, formaður
Reykvíkingafélagsins, sagði, að
þessi hugmynd hefði fyrir allmörg-
um árum komið upp innan félags-
ins. Hefði þá verið rætt um norður-
enda Tjarnarinnar. Um þennan
ákveðna stað sagðist Vilhjálmur ekki
vera viss, en fljótt á litið sagði Vil-
hjálmur, að sér fyndist eins gott ef
ekki betra að hafa hann við enda
Lækjargötunnar. Þar hefðu hug-
myndir innan félagsins gert ráð fyrir
staðsetningu gosbrunnsins. Ef hann
yrði þar sæist hann mun víðar að en
í víkinni við Iðnó
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar sagðist persónu-
lega vera mjög mikið á móti gos-
brunninum og hann kvaðst alla tíð
hafa verið það Hins vegar sagðist
hann ekki hafa verið spurður álits á
uppsetningu gosbrunna í mörg ár
Hafliði sagði: ,,Ég tel. að þessi gos-
brunnahugmynd eigi ekki rétt á sér
hér á landi Gosbrunnar eru
kælingartæki fyrir þá, sem sunnar
búa í álfunni Ástæðan fyrir, að fólk
vill gosbrunna, er, að því þykir gam-
an að láta sprauta upp í loftið, en
mjög óskemmtilegt yrði að fá gos-
brunn í Tjörnina."
Hafliði gat þess, að aðeins yrði
unnt að hafa gosbrunninn í gangi
yfir hásumarið því að erfitt yrði sjálf-
sagt að verja viðkvæm tæki gos-
brunnsins fyrir t d klaka. Þá gat
Hafliði þess, að sér fyndist miklu
nær að láta setja upp í borgarland-
inu lækjarsprænur eða fossa Af slfk-
um fyrirbærum væri ekkert í borgar-
landinu, en hann kvað Reykvíkinga
vera ákaflega vel setta í borgarland-
inu. Það væri lifandi og það
skemmtilegt og þar þyrfti ekkert
gervi. Hafliði sagði jafnframt, að
erfitt væri að hafna góðum gjöfum
og vel meintum Því kvaðst hann
ekki hafa viljað snúast gegn þessu
Hörður Ágústsson, listmálari,
sagðist ekki hafa hugleitt staðsetn-
ingu gosbrunnsins neitt að ráði, en
ef tilfinningarnar réðu afstöðu hans
sagðist hann vera algjörlega á móti
staðsetningunni Hörður sagði, að
þessu máli svipaði mjög til vand-
ræða, sem væru með kirkjur lands-
ins. ..Það er alltaf verið að gefa
kirkjum og aldrei spurt að því, hvort
gjafirnar passi í þær Þetta spillir
þeim oft mjög mikið, en er auðvitað
gert af góðum hug Þvi er oft erfitt
fyrir sóknarnefndirnar og í
þessu tilfelli kannski fyrir borg-
ina að neita að taka við
slikum gjöfum En fara verður mjög
varlega í slíkt sem þetta ' Hörður
sagði, að á meðan ekki væri full-
gengið frá friðunartillögum hans og
Þorsteins Gunnarssonar, arkitekts
um verndun Tjarnarinnar. væri í
raun ekki-hægt að taka ákvörðun
sem þessa Gosbrunnur í Tjörninni
sagði Hörður að væri hálftilgerðar-
legt tiltæki
Elfn Pálmadóttir, formaður um-
hverfismálaráðs Reykjavíkurborgar
Framhald á bls. 39