Morgunblaðið - 12.11.1974, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974
38
Tugir farast 1
óeirðum í Angóla
Luanda 11. nóv. — Reuter.
SKOTBARDAGAR héldu áfram í
Luanda, höfuðborg portúgöisku
nýlendunnar Angóla, í dag, en I
kvöld virtist hafa heldur dregið
úr þeim. Hins vegar bárust fregn-
ir I kvöld um ný átök í Cabinda-
héraði. Skýrt var frá því, að meir
en 50 manns hefðu beðið bana f
óeirðunum í nýlendunni síðustu
tvö daga, og meir en 100 hefðu
særzt. Aðalsjúkrahúsið í höfuð-
borginni er yfirfullt af særðu
fólki, og síðla I dag var barn, sem
var undir læknismeðferð, skotið
gegnum glugga á sjúkrahúsinu.
Portúgölsk heryfirvöld höfðu
fyrirskipað, að engin farartæki í
einkaeign yrðu á ferli í úthverf-
um Luanda f kvöld.
Fréttir bárust um það í kvöld,
að blökkumenn, sem áður höfðu
tilheyrt sérstökum hersveiturh
Portúgala, hefðu tekið 39 manns í
gíslingu í vígi einu við landa-
mærin milli Cabinda og Congo-
Brazzaville. Meðal gíslanna eru
sagðir vera verzlunarmenn og
portúgalskir hermenn. Er talið,
að blökkumenn þessir styðji
Frelsishreyfingu Cabinda, sem
vill, að héraóið fái sjálfstæði frá
Angóla. Er blökkumennirnir tóku
gíslana voru tveir portúgalskir
hermenn skotnir til bana, og tveir
aðrir særðust. Cabinda er mjög
olíuauðugt hérað.
í Luanda varð umferðaröng-
þveiti vegna þess, að strætisvagn-
ar voru ekki í gangi, og einkabílai
fylltu göturnar.
Þrjár stærstu skæruliðahreyf-
ingarnar í Angóla fordæmdu i
dag óeirðirnar og firrtu sig
ábyrgð á þeim.
Solzhenitsyn á
Nóbelshátíðina
Stokkhólmi 11. nóvember —
AP
ALEXANDER Solzhenitsyn mun
konia til Svfþjóðar f næsta mán-
uði til þess að veita viðtöku
Nóbelsverðlaunum sfnum frá ár-
inu 1970, að því er Nóbelsstofnun-
in skýrði frá í Stokkhólmi f dag.
Solzhenitsyn hefur sagt forstjóra
stofnunarinnar, Stig Ramel, og
ritara sænsku akademíunnar,
Karl Ragnar Gierow, að liann ætli
að veita verðlaunaskjalinu og
Nóbelsorðunni viðtöku við
Nóbelshátíðina 10. desember, þar
sem verðlaunin fyrir þetta ár
verða afhent. Eiginkona rithöf-
undarins mun einnig verða við-
stödd.
Verðlaunaféð, 400.000 kr.
sænskar, hefur hins vegar þegar
verið lagt inn f svissneska banka
að ósk Solzhenitsyn. Hann kom
ekki til að veita verðlaununum
viðtöku i Stokkhólmi árið 1970
vegna þess, að hann óttaðist, að
honum yrði ekki leyft að snúa
aftur til Sovétrikjanna. Voru þá
gerðar margar tilraunir til að
koma verðlaununum til hans
gegnum sænsku utanrikisþjónust-
una, en þær mistókust allar. Þá
var ákveðið að hafa sérstaka verð-
launaathöfn í Moskvu, þar sem
Gierow myndi afhenda Solzhenit-
syn verðlaunin. Gierow fékk hins
vegar ekki ferðaleyfi frá
sovézkum stjórnvöldum, og málið
Solzhenitsyn — getur loks mætt f
Stokkhólmi
þar meó úr sögunni. Solzhenitsyn
var eins og kunnugt er vísað úr
landi í Sovétrikjunum í febrúar
s.l. og býr nú í Sviss.
Þessi mynd sýnir Lucan lávarð og
konu hans. Hún er tekin 1963.
Lávarðs leitað
vegna morðmáls
Dieppe, London,
11. nóv. AP — Reuter
MIKIL leit stendur nú yfir að
brezkum hefðarmanni, Lucan
lávarði, sem lögregluyfirvöld í
Brctlandi vilja spyrja spjörunum
úr vegna morðs á barnfóstru
barna hans, og tilræðis við eigin-
konu hans. Tollverðir f Dieppe í
Frakklandi kváðust í dag fullviss-
ir um, að I.ucan lávarður hefði
komið til borgarinnar í gærkvöldi
með Ermarsundsferjunni frá
Newhaven, en þar fannst bifreið
lávarðarins í gær. Hefur brezka
lögreglan leitað hans í Newhaven
en nú er taiið hugsanlegt, að hann
sé cinhvers staðar á meginland-
inu.
Leit lögreglunnar að lávarðin-
um hófst s.l. fimmtudag, eftir að
eiginkona hans, Lafði Lucan, 35
ára að aldri, fannst skjögrandi
skammt frá heimili sinu meó sár á
höfði, æpandi: „Morð, morð.“ Við
leit í húsinu fann lögreglan
sundurlaminn líkama barnfóstr-
unnar, Sandra Rivett, 29 ára aó
aldri, bundinn í poka í kjallaran-
um.
Lucan lávarður hefur ekki búið
með konu sinni frá því i fyrra.
Hann bjó ekki langt frá henni í
London, en var ekki heima þegar
lögreglumen börðu upp hjá hon-
um. Síðan hefur hans m.a. verió
leitað á ýmsum spilavítum, þar
sem hann var tíður gestur. Lög-
reglan hefur verið afar þögul um
mál þetta.
Brezkir sjómenn
heimta 200 mílur
Brixham, 11. nóv. AP.
TOGARAMENN, sem veiða við
suðvesturströnd Bretlands, hvetja
til útfærslu tólf mílna landhelg-
innar vegna vaxandi ágangs
stórra fiskiskipaflota kommún-
istarikjanna.
Sjómenn í Brixham og fleiri
hafnarbæjum á strönd Devon og
Cornwall segja, að erlendu fiski-
skipin ógni lífsafkomu þeirra og
biðja þingmenn sína að hvetja til
útfærslu landhelginnar i allt að
200 mílur.
„Þessi skip kommúnistarikj-
anna veiða geysilegt magn og
ágangur þeirra virðist aukast,“
segir John Day, togaraskipstjóri í
Brixham.
„Þau virðast halda sig næstum
því allan timann á Ermarsundi nú
orðið. Þegar maóur horfir út á haf
á nóttunni er það líkast því að sjá
fyrir sér heilan bæ þarna úti.“
Skipin eru aðallega rússnesk,
búlgörsk, austur-þýzk og pólsk og
eru allt að sjötíu talsins. Hvert
þeirra getur veitt allt aó 300 tonn
á viku. 1 fylgd með þeim eru stór
verksmiðjuskip.
— STIKUR
Framhald af bls. 16
ránni og The Waste Land eftir
T.S. Eliot, sem kom út 1922.
Elegíur Rilkeskomu út árið eft-
ir.
Árið 1910 lauk Rilke við
skáldsögu sína Malte Laurids
Brigge. Framundan var mikil
andleg barátta. Rilke var viss
um að hann gæti ekki skrifað
framar. Hann var að hugsa um
að snúa baki við skáldskapnum,
láta sálgreina sig og hefja siðan
læknanám. Gömul vinkona
hans kom honum til hjálpar.
Hún hét Marie von Thurn und
Taxis og var auðug aðalskona.
Sumarið 1911 bauð hún Rilke
að dveljast í Duínohöll. Um vet-
urinn var Rilke einn í höllinni.
1 janúarmánuði 1912 var hann
eins og oft áóur á gönguferð um
nágrennið. Honum var lítið út á
úfið hafið. Skyndilega þóttist
hann heyra rödd, sem yfir-
gnæfði storminn: Hver, ef ég
hrópaói, heyrði orð mín úr fylk-
ing engla?
Rilke skrifaði þessi orð í
minnisbók síria. Þegar hann
kom aftur til hallarinnar orti
hann fyrstu Duinoelegíuna og
rétt á eftir varð önnur til.
Þriðju elegíunni lauk Rilke í
París 1913, hin fjórða er ort
1915 i Munchen. Þá var skollin
á heimsstyrjöld eins og þessi
elegía ber með sér. Eftir strið
bjó hann i Sviss og þar iauk
hann við elegíurnar í febrúar
1922. En tími sköpunarinnar
var ekki liðinn. Rilke hafði ekki
fyrr lokið við elegíurnar en
hann fylltist nýjum krafti. A
tæprí viku orti hann Orfeus-
sonnetturnar, verk, sem hefur
verið jafnað vió Duinoelegíurn-
ar. llann tileinkaði Marie von
Thurn und Taxis elegíurnar í
þakklætisskyni fyrir uppörvun
hennar og trygglyndi. Rilke,
sem var fæddur 1875, lést 1926.
Duinoelegiur Rilkes hafa
ekki verið þýddar á íslensku
fremur en önnur helstu verk
nútímaljóðlistarinnar. En það
er skiljanlegt að þýðendur fær-
ist undan að glíma við þetta
torræða verk. Þvf skal aftur á
móti ekki gleymt að Wolfgang
Edelstein gerir heiðarlega til-
raun til að kynna islenskum
lesendum Duinoelegíurnar í
tímaritinu Vaka 1. hefti 1953.
Wolfgang birtir þýðingu sína á
fyrstu elegíunni ásamt grein
um Rilke. Eins og Wolfgang
bendir á felast stef og þema
allra elegíanna í þeirri fyrstu.
En að freista þess að skýra
elegíurnar er vandasamt verk
og hefur vafist fyrir mörgum.
Það er unnt að segja að Rilke
fjalli um gildi mannlegrar
reynslu og mörkin milli lífs og
dauða i ljóðinu, hin greinilegu
skil. Engillin er i senn tákn
þess, sem er ofar mönnunum og
þess, sem skelfir með nærveru
sinni. Duinoelegíurnar hefjast
á þessum orðum í þýðingu
Wolfgangs Edelsteins:
Hver, ef ég hrópaði, heyrði
orð mín úr fylking
engla? og jafnvel þótt einhver
vefði mig snögglega örmum:
ég færist fyrir
sterkari tilveru hans. Því
fegurð er aðeins
upphaf ógnar, er enn'vér
megnum að lita
og dáum svo sem hún hafnar
með hægð
að tortíma oss. Sérhver
engill er ógn.
í lok fyrstu elegíunnar er tal-
að um hve kynlegt sé að vera
ekki framar til, glata nafni sinu
eins og barn brotnu leikfangi.
Aftur minnist skáldið engl-
anna:
Englar (er sagt) viti oft ei
hvort þeir gangi
meðal lifenda ellegar dauðra.
Straumiðan eilíf
hrífur í sífellu með sér um
hvortveggju sviðin
öll aldursskeið og lætur þeim
hærra i báðum.
Þessi orð v< rða skiljanlegri
þegar það, sem á undan kemur,
er haft i huga. Skáldið hugleið-
ir skilin milli lífs og dauða:
Að vera dáinn er örðugt
og þrungið óunnu verki, svo
hægt maður taki að skynja
örlitið eilífð. En lifendur
fremja
allir þá villu að gera of greini-
leg skil.
Lífinu er ekki lokið með
líkamsdauðanum.
Þeir, sem dóu ungir, þarfnast
loks ekki okkar. Þeir venjast
því að vera ekki bundnir jörð-
inni eins og barn vex frá
brjóstum móður sinnar. En við
lifendur getum ekki verið án
þeirra. Við þurfum á leyndar-
málum að halda, úr sorg okkar
sprettur þroski og hamingja.
Dauðinn þroskar okkur og
dýpkar.
í fyrstu elegíunni yrkir Rilke
um framandleik mannsins á
jörðinni, smæð hans gagnvart
hinu ókunna, sem engillinn
táknar. Þeir, sem hafa orðið
fyrir vonbrigóum i ástum,
verða skáldinu tákn varanleika,
þess sársauka, sem bugar
manninn ekki, heldur stækkar.
Honum verður hugsað til
ítölsku skáldkonunnar Gaspara
Stampa, sem var uppi á
sautjándu öld. Hún elskaði
1 furstann af Treviso, naut ástar
hans, en siðan sneri hann við
henni baki. Sonnettur hennar
um ást sína til furstans þekkti
Rilke vel og þær urðu honum
íhugunarefni eins og fram kem-
ur í elegíunum.
Í Duinoelegíunum skírskotar
Rilke viða til myndlistar. Rilke
var vel að sér í myndlist. Hann
hafði verið ritari myndhöggvar-
ans RoH’.rts í Paris og á eilifum
ferðalögum sínum gerði hann
sér far um að kynnast myndlist.
Til dæmis er fimmta elegían ort
út frá málverki Picassos af fim-
leikamönnunum, Les Saltima-
banques.
Þess var getið að Rilke hefði
eftir að hann lauk við Malte
Laurids Brigge haft hug á að
láta sálgreina sig. Hann var
kenningum Freuds kunnugur.
Lou Andreas-Salomé, sem á sin-
um tima naut hylli Nietzshes og
var uppáhaldsnemandi Freuds,
var góð vinkona Rilkes. Bréfin,
sem hann skrifaði henni, eru
glöggur vitnisburður um skáld-
ið, sem eitt sinn hugðist losna
við ásókn djöfla með hjálp sál-
greiningar en breytti þessum
djöflum í skáldskap. Bilið getur
verið stutt milli djöfuls og eng-
ils.
Þriðja elegía er innblásin af
kenningum Freuds, en Rilke
var mjög á báðum áttum um
þessar kenningar. Hann hreifst
af þeim og hann fann þeim
ýmislegt til foráttu. Aðrar
kenningar höfðu töluverð áhrif
á Rilke: heimspeki Danans
Sörens Kierkegaards.
Þýðing Wolfgangs Edelsteins
í fyrstu Duinoelegíunni er
helsta viðleitnin til að kynna
ljóð Rilkes fyrir íslenskum les-
endum. En geta má þess að i
bók Helga Hálfdanarsonar Á
hnotskógi (1955) eruþrjárþýó-
ingar á ljóðum eftir Rilke.
Nokkrar aðrar þýðingar á ljóð-
um Rilkes hafa birtst í bókum
og timaritum. Sögur af himna-
föður (1959) þýddi Hannes
Pétursson.
Meiri tíðindum sætir að tvö
fslensk skáld hafa ort um Rilke,
þeir Sigfús Daðason og Hannes
Pétursson. 1 ljóði sínu Rilke,
sem birtist í Ljóðum
1947—1951 (1951), leggur Sig-
fús Daðason út af leit skáldsins,
þar sem ekkert var sjálfsagt
eða ódýrt:
Vegurinn — leitin um
ókönnuðlönd
ókunnar nætur hluti
og menn —
endalaus leit aó hætti
að lifa
óþrotleg bið og spurning.
Lýsir ei dæmi þitt lengra en
vió játum/lengra en við þorum
að játa, spyr Sigfús Daðason.
Hannes Pétursson yrkir lika
um hina löngu leit í ljóði sínu
Rilke, sem birtist í Kvæðabók
(1955). Hannes lýsir þvi hvern-
ig þau ljóð, sem best var unnað,
fölna og veróa grunn í saman-
burði vió ljóð Rilkes. Upphaf
ljóðsins gefur hugmynd um
hrifningu Hannesar:
Skáld; hvílík feginsgjöf
að geta loksins
með glöðum huga tekið
sér i munn
svo fallegt orð og finna að
ekki rýrnar
hin fulla merking, heldur
dýpkar, vex.
Ljóð sitt um Rilke hefur
Hannes Pétursson ekki tekið
með í nýrri og endurskoðaðri
útgáfu Kvæðabókar (1967). En
i Stundum og stöðum (1962) er
ljóð, sem nefnist Við gröf
Rilkes. Ljóðinu lýkur á þessari
játningu:
Þú
sem gerðir mér steinana
byggilega.
Duino er lítið og vinalegt
þorp. Eins og víða á þessum
slóðum setur baðstrandarlif
svip sinn á allt. Ég gekk undir
háum trjám fram á bratta
klettahamra. Hitinn var mikill
og framundan var blátt Adria-
hafið með einni lystisnekkju og
stóru skipi í fjarska. Duinohöll
blasti við. Hún var tilkomumik-
il þarna á bjargbrúninni og alls
ekki fráleitt að innan veggja
hennar hefði verið ort stórbrot-
ið ljóð. Á gangstígnum, þar sem
andinn hefur ef til vill komið
yfir Rilke forðum, varð mér
hugsað til engilsins, sem Rilke
orti um. Inn i svona umhverfi
getur engill auðveldlega fallið.
Hann verður ekki óraunveru-
legur á þessum stað. Ég hlust-
aði eftir rödd. En það heyrðist
ekkert annað en hin ljúfu
hljóð sumardagsins. Kannski
vantaði storminn til að hreinsa
hugann.
Fegurð er aðeins upphaf ógn-
ar.