Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974 Sýning Grímu 1 Klausturhólum Klausturhólar heitir nýr sýningarstaður í hjarta borgar- innar, á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Þar er nú haldin önnur málverkasýning á þessu hausti, og var það franskur málari, sem reið á vaðið. Nú er þar sýning á verkum Ólafar Grimeu Þorláksdóttur (Gríma). Þetta sýningarhús- næði er ekki sérlega gott, hvað lýsingu snertir, en er að öðru leyti vistlegt óg vinalegt, vel búið húsgögnum, og minni myndir geta farið þar vel á veggjum, en stór málverk held ég að njóti sín ekki í þessu húsnæði. Enda held ég, að sýn- ing Frakkans hafi sannað það, vegna þess að stærðir málverka hans báru húsnæðið gersam lega ofurliði. Þetta er fyrsta sýning Ólafa: Grimeu, en hún byrjaði að máb fyrir einum tíu árum, þá komin fast að sjötugu. Því var forvitni legt að sjá hvað hér var á seyði Þessi verk er hún sýnir ber i það með sér, að hún hefur notio tilsagnar og er því ekki hægt a S setja hana í flokk með algerum naivistum, eins og svo margt fólk verður, sem ekki nýtur til- sagnar og byrjar að stunda myndgerð á efri árum, eins og t.d. ísleifur heitinn Konráðs- son, svo að nærtækt dæmi sé tekið. Gríma hefur vissulega sér- staka litameóferð í verkum sír- um, sem stundum verður séi- lega trúverðugur þeim hug- myndaheimi, sem henni er eðli- legur og sannur. Næmt auga og mikið hugmyndaflug. Heimi, sem er byggður upp af blómum og fólki, sem hún vinnur inn í myndbyggingu sína á sérstæð- an og persónulegan hátt. En því er heldur ekki að leyna, að stundum mætti myndbygging hennar vera svolíti ákveðnari og myndrænni. Sérstakt fyrir- bæri er einnig sjáanlegt í þess- um verkum, en það eru austur- lensk áhrif, sem skýrast verða fyrir sjónum manns í meðferð hennar með sjálfa línuna. Eða réttara sagt i teikningu hennar, og ég man ekki eftir að hafa séð slíkt í myndlist Islendinga. Það eru að sjálfsögðu nokkuð mis- jöfn verk á þessari sýningu, en þegar best lætur, er þetta skemmtileg sýning, sem hefur eitthvað elskulegt og mannlegt við sig, sem er að verða raritet í myndlist nútímans. Það mætti segja mér, aó þarna væri skáld á ferð, sem setur ljóð sín saman f litum á léreft. Ég hafði skemmtun af að sjá þessa sýningu, og hún kom mér svolítið á óvart: ég bjóst sem sagt ekki við að sjá þá myndlist, sem raun bar vitni. Frábrugðin myndlist því, sem maður er vanur aó sjá á sýningum hér í borg, og óhætt er að segja, að þessi sýning er eftirtektarverð. Hún er ekki ein af þessum fyrirbærum, sem hrúgað er upp án nokkurrar reynslu og þekk- ingar, það er auðséð, að Gríma Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON vinnur af alúð og þörf fyrir að tjá þann heim, er henni stendur svo nærri í myndlist. Sá heimur er ekki bölsýnn og þrúgandi, heldur fullur ástar á jörðinni, gróðrinum og manneskjunni. Þetta er ef til vill persónulegur óður til fagurs umhverfis og mannlifs á komandi tímum, eða þakklæti fyrir sólríka lífdaga? Ég veit það ekki, en mig grunar það. Þorsteinn skáld Valdi- marsson hefur gert ljóð, sem hann kallar Myndveður og er prentað í sýningarskrá Grímu. Finnst mér það falla sérlega vel að myndlist Grímu og fyrsta erindið er þannig: Mjallkollar, gullkollar mild er tíðin í málverkunum ykkar, — og hvorki frostið né fjármannahríðin. Mynd No. 13. Kinverskt Ijóð. Hvers konar slys? Loftur Guðmundsson. ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND. VI. 160 bls. Örn og Örl. 1974. LOFTUR Guðmundsson segir í formála þessarar bókar: „Þess var farið á leit við mig, að ég reyndi að brúa bilið, á meðan yfir stæði söfnun efnis í nýtt bindi sjóslysasagna. Virð- ist þá nærtækast að gera helztu forystumönnum slysavarna hér á landi fyllri skil, en áður hefur verið gert, og var horfið að því ráði." Forystumenn þeir sem höf- undur leitast síðan við að gera ski! eru Séra Oddur V. Gísla- son, Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti og Jón E. Berg- sveinsson. En formála sinn, svo aftur sé vikið að honum, endar höf- undurá þessum orðum: „Loks skal fram tekið, að þar sem til þess var ætlast að eink- um yrði fjallað um starf þessara manna sem brautryðjenda á sviði slysavarna og björgunar- starfsemi, er lítið eða ekki minnst á ýmis önnur mSI, sem þeir létu til sín taka, eöa ævi- atriði, sem ekki snertu fyrrnefnt brautryðjendastarf þeirra, þótt vert mundi að gera slíku skil á öðrum vettvangi og rýmri." eftir ERLEND JÓNSSON Þessi orð gefa Ijómandi fyrir- heit. Auðvitað á „björgunar- og sjóslysasaga" að fjalla um bjarganir og sjóslys fyrst og fremst. Gallinn er aðeins sá að orð formálans segja alrangt frá efni bókarinnar að svo miklu leyti sem hægt er að segja að hún fjalli um tiltekið efni. Til dæmis er svo nákvæmlega skýrt frá brúðarráni séra Odds að ekki mun gerr frá öðru sagt í bókinni. Er þó vant að sjá að það „snerti fyrrnefnt braut- ryðjandastarf" séra Odds nema telja skyldi að hann flutti brúði sína sjóleiðis alllanga leið, en þó slysalaust sem betur fer. Fylliríissaga mikil er sögð frá Stað á Reykjanesi sem ekki snertir sjóslys og bjarganir fremur en brúðarránssagan að öðru leyti en því að þjórað var sjórekið koníak. Brúðarrán og fyllirí getur að vísu verið prýðisefni í bók út af fyrir sig, það verður að játa. En jafnvel slík æsiefni verða furðu- lítið spennandi í meðhöndlun höfundar- það er eitthvert hik og vandræðagangur í frásögn hans, einhver linka sem veldur því að nauðalitið verður úr ævi- sögum þessara merku braut- ryðjenda. Hvað er Loftur til að mynda að fara í þessari klausu: „Það er gömul saga, að mönnum fyrirgefist því aðeins að vera á undan samtíð sinni, að samtíðin geti kallað þá óraunsæja draumóramenn, skýjaglópa og þar fram eftir götunum; séu þeir að auki svo sérkennilegir og utan við sig, eins og á sér stað á stundum, að samtíðinni þyki þeir hlægi- legir, geta þeir jafnvel orðið vinsælir." Hér er annað sýnishorn: „Fyrst eftir að síra Oddur settist að á Stað, gerðist hann ölkær svo orð var á gert, enda mun hann ekki hafa farið í launkofa með það, fremur en annað sem hann fékkst við." Þetta er klúður þó skiljist. Einnig þetta um Sigurð frá Arnarholti: „Bæði var það, að hann bar vín flestum betur, og ofurölvun særði fegurðarskyn hans og stórlæti, og hélst hvoru tveggja meðan hann var og hét." „Séra Oddur" er nefndur svo í fyrirsögn, slðan alltaf „síra Oddur". Z ritar höfundur stöku sinnum, en virðist þó nær nýju reglunni með hliðsjón af notk- un þess bókstafs. Sums staðar virðist efnis- þurrð knýja höfund til mála- lenginga. T.d. tilfærir hann hluta úr bréfi, skrifuðu af séra Oddi, en tekur síðan til við að útlista sama bréf með þarf- lausum athugasemdum frá eig- in brjósti. Loftur Guðmundsson. Staðhæfing höfundar að betur hefði mátt gera „ef tími hefði verið nægur" má taka trúanlega. En hví er maður að semja bók ef hann hefur ekki tíma til þess? Sárafátt nýtt kemur fram í þessari bók. Staðreyndir þær, sem Loftur hefur dregið saman, eru víða tiltækar, og er brúðarrán síra Odds, sem bókin byrjar á, engin undantekning frá því. Sama má segja um útlistanir og ályktanir höfundar, þær gegna ekki mikilvægara hlutverki en að lengja texta bókarinnar. Verst er þó að heiti bókarinnar er fullkomið rangnefni (undirtitill hennar er: Björgunar- og sjó- slysasaga íslands) og gefur því villandi upplýsingar um inni- hald hennar. Er leitt til þess að vita með hliðsjón af að verk þetta hefur hingað til gengið slysa- og áfallalaust, en öll fimm bindin sem áður voru komin ritaði Steinar J. Lúðvíks- son blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.