Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 16
 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. ASalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakiS. MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974 16 Reykjavíkurborg hefur eins og önnur stærstu sveitarfélög landsins átt við talsvert mikla fjárhags- erfiðleika að etja á þessu ári vegna þeirrar óðaverð- bólgu, sem hér hefur ríkt. Allur kostnaður við fram- kvæmdir, þjónustu og rekstur borgarinnar hefur eðlilega margfaldast í réttu hlutfalli við almennar verðlags- og kaupgjalds- hækkanir. Tekjur sveitar- félaganna eru á hinn bóg- inn óbreyttar miðað við efnahagsástand og afkomu á árinu 1973. Þannig hefur verðlag hækkað um 50 til 55% á þessu ári, án þess að sveitarfélögin hafi fengið nokkrar tekjur þar á móti. Við slíkar aðstæður hljóta þau að lenda í fjárhags- erfiðleikum. Af þessum sökum réðst Reykjavíkurborg aðeins í brýnustu og mikilvægustu framkvæmdir á þessu ári og sætti raunar nokkurri gagnrýni fyrir bragðið í borgarstjórnarkosningun- um í maí sl. Nú hefur á hinn bóginn komið á dag- inn, að hér var um rétta stefnu að ræða. Hjá því varð þó ekki komist, að all- ur kostnaður við áætlaðar framkvæmdir og rekstur færi langt fram úr fjár- hagsáætlun, sem samþykkt var í desember 1973. Fyrri- hluta sumars greip Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri því til um- fangsmikilla aðhalds- og sparnaðaraðgerða í borgar- rekstrinum. Síðla sumars var síðan ákveðinn niður- skurður verklegra fram- kvæmda, sem nægði til þess að jafna framkvæmda- kostnað við upphaflega fjárhagsáætlun. Þrátt fyrir þessar að- gerðir hefur verðbólugþró- unin haft þau áhrif, að rekstrarkostnaður hefur farið 6 til 700 millj. kr. fram úr áætlun. Þegar verðbólgualda ríður yfir með þeim hætti, sem átt hefur sér stað á þessu ári, er mikilvægt að borgaryfir- völd dragi úr framkvæmd- um og gæti aðhalds í rekstri. Á hinn bóginn er eðlilegt og raunar nauðsyn- legt að brúa bilið að nokkru leyti með lántök- um. Með því móti er verð- bólguáhrifunum dreift á nokkurn tíma og komist hjá of snöggum sam- dráttaraðgerðum. Af þess- um sökum söfnuðust sam- an yfirdráttarskuldir við Landsbankann. Borgarstjóri hefur um alllangt skeið átt viðræður við bankayfirvöld um möguleika á því að breyta þessum yfirdráttarskuld- um i föst lán. Meðan ringulreiðin var sem mest í efnahagsmálunum báru þessar viðræður ekki árangur. Á hinn bóginn komst skriður á málið, eftir að stjórn efnahagsmálanna hafði verið tekin föstum tökum. I síðustu viku var svo tilkynnt, að Lands- bankinn hefði veitt Reykjavíkurborg lán að upphæð 600 millj. kr., sem endurgreiðist á þremur árum. Jafnframt var samið um hærri yfirdráttarheim- ildir miðað við 1. júní sl., þannig að vextir af yfir- dráttarskuldum verða um- reiknaðir í samræmi við þá breytingu. Með þessu móti hefur verið greitt úr hinni erfiðu greiðslustöðu borgarinnar. Það er rétt stefna af hálfu Reykjavíkurborgar að taka lán af þessu tagi til skamms tima. Þó að óhjákvæmilegt sé að mæta áföllum eins og þeim, sem nú hafa orðið af völdum verðbólgunnar, að ein- hverju leyti með lántökum, ber eðlilega að leggja áherslu á, að slík lán séu greidd niður á sem allra skemmstum tíma, þannig að fjárhagur borgarinnar komist sem fyrst i eðlilegt horf á nýjan leik. Það er óskynsamleg fjármála- stefna að dreifa afborgun- um af skuldum, sem safn- ast vegna verðbólgu, á langan tíma, ef unnt er að kljúfa erfiðleikana með öðru móti. Ef á hinn bóg- inn er haldið á málum eins og gert hefur verið, verður framkvæmdafé borgarinn- ar óskert, þegar dregur úr spennunni í efnahagslífinu á ný. Það er því einnig mikilvægt frá þjóðhags- legu sjónarmiöi, að þannig sé tekið á erfiðleikum af þessu tagi. Sú óðaverðbólga og ringulreið, sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum, bitn- ar jafnt á heimilunum, fyr- irtækjunum og sveitar- félögunum. Það er því aug- ljóst mál, að afborganir af því láni, sem nú hefur ver- ið tekið, skerða að ein- hverju leyti framkvæmda- getu borgarinnar á næsta ári. Hér er þó ekki um að ræða meiri upphæð en svo, að hún samsvarar nokkurn veginn þeirri fjárhæð, er fæst við 11% útsvarsálag í stað 10%. Fyrr á þessu ári synjaði ríkisstjórnin um heimild til þessa aukaálags þó að þá þegar hafi verið ljóst, að sveitarfélögin myndu lenda í miklum fjárhagserfiðleikum vegna óðaverðbólgunnar. Nú hef- ur dr. Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra hins vegar lýst yfir því, að þetta leyfi verði veitt á næsta ári, ef þörf krefur. Tekjufölunarsvigrúm sveitarfélaganna var skert á sínum tíma með breyting- um á tekjustofnalögunum og þau eiga af þeim sökum erfiðara um vik með að mæta sveiflum af því tagi, sem nú hafa orðið. Ákvörð- un félagsmálaráðherra mun því auðvelda sveitar- félögunum að komast fram úr þeim erfiðleikum, sem verðbólgan og dýrtíð- arvöxturinn hafa valdið. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri hefur mætt þessum erfiðleikum með skynsamlegum og mark- vissum aðgerðum. Greitt úr greiðsluerfiðleikum Fegurð er upphaf ógnar Rainer Maria Rilke VIÐ komum til Feneyja sunnu- daginn 1. september með lest frá Ravenna. Við urðum að skipta um lest í Ferrara og eftir það var svo mikið af fólki í lestinni að við urðum að standa frammi á gangi. Ekkert sæti var að fá. Það gerði ekkert til vegna þess að ítalir eru þægi- legir ferðafélagar. Maður nokk- ur sagði við okkur: „Svona eru lestirnar alltaf á helgidögum hér á Italíu". Lestin rann inn á járn- brautarstöðina í Feneyjum. Þá var að svipast um eftir leigubil og flýta sér til hótelsins til að ná í hádegismatinn. En hvar voru allir bílarnir? Þeir sáust hvergi. i Feneyjum eru engir bilar, aðeins bátar. Það er hægt að ferðast með leigubátum, en ódýrara er að nota áætlunarbát- ana, sem eru á sífelldri ferð fram og aftur. Að koma til Feneyja er að stíga inn í heim draumsins. Það er eins og borgin sé óraunveru- leg. Að búa við Riva degli Schiavoni með útsýni út á Canale Grande er að vera áhorfandi að furðulegu leikriti, sem aldrei endar. Og ekki að- eins áhorfandi, heldur þátttak- andi líka. Fólk gengur hjá mas- andí, hlæjandi og jafnvel syngj- andi. Bátar af ýmsum gerðum sigla um þetta breiðasta sýki borgarinnar, stundum má sjá stór skip koma öslandi. Karlar dorga eftir fiski. Það er alltaf eitthvað að gerast í Feneyjum. Feneyjar eru engri borg lík- ar. Um fáar eða engar borgir hafa fegurri orð verið látin falla. Hið einkennilega er að þau hafa flest við rök að styðj- ast. Byron lávarður, sem kom fyrst til Feneyja árið 1816 og dvaídist þar í þrjú ár, er einn þeirra, sem hvað mest hrifust af borginni. Þetta eirðarlausa skáld, sem hvergi fann ró, sagði að hann vildi helst aldrei fara frá Feneyjum. i Feneyjum byrjaði hann á einu kunnasta verki sínu Don Juan, en af bréf- um hans má ráða að kvenfólk- ið í Feneyjum hafi ekki verið honum veigaminna áhugamál en skáldskapurinn. Byron var það lagið að gera líf sitt að ljóði. Richard Wagner var ekki eins heppinn í ástum og Byron. Það kom sér vel fyrir tónlistina. Sagt er að hann hafi samið ann- an þátt Tristan og Isolde i ör- væntingu sinni vegna svikullar ástar. Þá var Wagner staddur í Feneyjum. Hann lést í Palazzo Giustinian við Canale Grande. Ein kunnasta skáldsaga Thomasar Manns er Dauðinn í Feneyjum, sem er að nokkru byggð á ævi tónskáldsins Gustavs Mahlers. 1 nýútkomn- um endurminningum eftir konu Manns, þar sem m.a. er fjallað um ferð þeirra hjóna til Feneyja, er frá því skýrt að Mann hafi fengið hugmyndina að skáldsögunni i þessari ferð og lýsingar hans á ýmsum at- vikum og fólki i Feneyjum styðjist við hans eigin reynslu. Annar nútimahöfundur, Ernest Hemingway, komst þannig að orði um Feneyjar að hann hefði aldrei gengið þar um götur án þess að skemmta sér. Hemingway stundaði þó ekki eingöngu gönguferðir í Feneyjum. Hann kunni best við sig yfir glasi á Harrys bar eins og hann hefur sjálfur lýst. Stutt dvöl i Feneyjum gefur ekki tækifæri til annars en njóta þess andrúmslofts, sem daglegt líf í borginni hefur upp á að bjóða. Fjölskyldan lætur mynda sig á Markúsartorginu í félagsskap vel alinna dúfna og með Markúsarkirkjuna í bak- sýn. Siðan er náttúrlega farið í gondól. Ræðarinn syngur ekki, heldur kallar hann fyrir horn til að forðast árekstur. Þótt borgin sé fögur langar engan til að lenda í sýkjunum. Þau eru grænleit og öðru hvoru gýs upp úr þeim þessi einkennilega lykt, sem Thomas Mann kenndi við rotnun i Dauðanum í Fen- eyjum. Þótt ítölum þyki vænt um vínin sin og þau séu yfirleitt betri en önnur vín, til dæmis Chiantivínin, rekst maður sjaldan á drukkið fólk á Italiu. En í Feneyjum voru margir hreifir af víni, sumir þétt- kenndir. Feneyjalistin verður að víkja fyrir því ævintýri, sem það er að reika um borgina. Feneyjar hafa átt marga frábæra lista- menn. J -copo Bellini og synir hans, þeir Gentile og Giovanni, skulu nefndir ásamt málurun- um Carpaccio, Tizian, Tintoretto, Giorgione og Veronese. Þessi nöfn ættu að nægja, en listinn yrði iangur, ef hann ætti að vera tæmandi. Dag nokkurn eru Feneyjar að baki og það er haldið inn i nýjan draum: hina bláu veröld Adríahafsins. 1 Duino, litlu þorpi skammt frá Trieste, stendur gömul höll fremst á bjargbrún. i þessari höll orti austurríska skáldið Rainer Maria Rikle fyrstu Duinoelegíurnar í samnefndu verki. Duinoelegíurnar eru tíu, ortar á árunum 1912—1922 og taldar meðal mestu afreks- verka í ljóðlist aldarinnar. Þær eru oft nefndar í sömu and- Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.