Morgunblaðið - 12.11.1974, Side 29

Morgunblaðið - 12.11.1974, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974 29 Frá blaðamannafundinum. Talið rá vinstri: Hjalti Pálsson, Asgeir Jóhannesson, Júlfus S. Ólafsson, Ólafur Ó. Johnson, Arni Gestsson, Hallgrímur Fr. Hallgrfmsson, Robert Merner og Gunnar Kvaran. — Ljósm.: ÓI.K.M. Kanadamenn vilja auka við- skipti sín við Islendinga OKTOBERAFLINN MEIRI EN í FYRRA VIÐSKIPTA- og iðnaðarráðu- neyti Kanada hefur sýnt sérstak- an áhuga á að auka viðskipti ts- lendinga og Kanadamanna og hefur í þvf augnamiði boðið sér- staklega ýmsum frammámönnum viðskipta á lslandi til Kanada. 7 manna sendinefnd fór utan til Kanada hinn 21. september sfð- astliðinn og kom aftur heim hinn 2. október. Dvalizt var í þremur fylkjum Kanada og ræddu fslend- ingarnir þar við f jölda aðila. Á blaðamannafundi hjá Félagi íslenzkra stórkaupmanna var ferð Jjessi gerð að sérstöku umræðu- efni. A fundinum voru flestir ferðalanganna frá Kanada, en auk þess viðskiptafulltrúi við kanadiska sendiráðið i Osló, Robert Merner, sem átt hefur við- ræður við frammámenn í við- skiptum hér i kjölfar ferðarinnar. Þeir, sem áttu sæti í islenzku sendinefndinni, sem fór til Kanada, voru: Gunnar Kvaran, forstjóri I. Brynjólfsson & Kvar an, Ólafur 0. Johnson, forstjóri O. Johnson & Kaaber h.f., Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Innkaupastofnunar ríkisins, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutningsdeildar S.Í.S., Sveinn Sveinsson, framkvæmdastjóri Völundar h.f., og Július S. Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags is- lenzkra stórkaupmanna. Kanada- stjórn greiddi fargjöld og uppi- hald á meðan á ferðinni stóð. Árna Gestssyni, forstjóra Glóbus h.f., var einnig boðið, en hann varð að fresta för sinni vegna anna, m.a. vegna starfa sinna sem formaður Félags íslenzkra stór- kaupmanna. Það kom fram á blaðamanna- fundinum í gær, að sendinefndin heimsótti ýmis fyrirtæki og stofn- anir og kynnti hún sér vörufram- boð, vörugæði og verð á þeim vör- um, sem hugsanlega mætti flytja til íslands. Flutningavandamál er veruleg milli íslands og Kanada einkum vegna -fjarlægðar, en af athugun á þeim gögnum, sem söfnuðust í ferðinni leiðir i ljós verulega samkeppnishæfni vara frá Kanada miðað við vörur frá öðrum löndum, má búast við að þörfin fyrir flutninga aukist. Eimskipafélag Islands h.f. hefur óskað þess að ef félagið eigi að taka upp reglubundnar ferðir til t.d. Halifax í Kanada, þurfi að tryggja a.m.k. 200 smálesta flutn- Islenzkur bæjar- stjóri í Gimli VIOLET Einarsson var endur- kjörin bæjarstjóri Gimlibæjar í Manitoba í Kanada 23. október. Hún hlaut 489 at- kvæði, en andstæðingur hennar Norman Valgarðsson 165. Þau eru bæði af íslenzkum ættum, en Gimli er hinn kunni landnáms- bær Islendinga við Winnipeg- vatn. Þrír Islendingar voru kjörnir f borgarráð W'innipegborgar, þeir Magnús Elíson f ltannatyne kjör- dæmi, Kobert Johannson í Cock- burn kjördæmi og Rick Nordman f St. Charles. ing frá Kanada mánaðarlega. Að öðrum kosti mun ekki svara kostnaði að halda ferðum uppi reglulega. Mikill áhugi er meðal Kanada- manna á auknum viðskiptum, en grundvöllur þeirra byggist á reglulegum skipaferðum. Skipa- ferðir geta hins vegar ekki hafizt, nema að tryggð sé ákveðin flutn- ingaþörf. Því virðist málið vera í eins konar hnút. Þó var það álit manna að þau samskipti, sem þeg- ar er til stofnað með ferð sendi- nefndarinnar til Kanada hafi auk- ið líkur á að til viðskiptasam- banda verði stofnað. Blaðamannafundinn í gær sat einnig Hallgrímur Fr. Hallgríms- son, aðalræðismaður Kanada á íslandi, en hann ásamt sendi- herra Kanada í Noregi, sem einn- ig er sendiherra á íslandi, Mcllwraith, veittu mikilvæga fyr- irgreiðslu í sambandi við ferð sendinefndarinnar. Blaðinu hefur borizt yfirlit um sjósókn og aflabrögð í Vest- firðingafjórðungi f október. Róðrar með línu hófust víðast i byrjun október, og nokkrir bátar hófu róðra strax í byrjun vertíðar, sem telst frá 16. sept. Gæftir voru mjög góðar allan mánuðinn, og var afli nokkuð sæmilegur, 5—7 lestir i róðri við Djúpið, en heldur iakari suður frá. Aftur á móti var afli togargnna sáratregur allan mánuðinn. Heildaraflinn i mánuðinum var 2.872 lestir, en var 2.770 lestir á sama tima í fyrra. Af línubátun- um var Vikingur III. frá Isafirði aflahæstur í október með 94,3 lestir i 25 róðrum. Guðbjörg frá isafirði var aflahæst af togurun- um með 249,0 lestir, en í fyrra var Páll Pálsson frá Hnífsdal afla- hæstur í október með 255,9 lestir. Nú um mánaðamótin voru 22 bátar byrjaðir róðra með linu, en í fyrra voru 26 bátar byrjaðir róðra á sama tima. Þá stunduðu 7 bátar togveiðar, eins og nú. Aflinn i einstökum verstöðvum var sem hér segir: Patreksf jörður 267 lestir (219 i fyrra), Tálknafjörður 122 (43), Bildudalur 31 (80), Þingeyri 169 (0), Flateyri 261 (266), Suðureyri 416 (289), Bolungarvik 465 (295), ísafjörður 961 (1278) og Súðavík 180 (200). Samtök prjóna- kvenna stofnuð Nokkrar konur sem hafa þann starfa að annast prjón á prjóna- vélar hafa stofnað með sér sam- tök. Var fundur þeirra haldinn á Hótel Borg, 4. nóv. síðastl. Var þar samþykkt að láta gera texta fyrir vinnu prjónakvenna, þvi i ljós hafði komið að engin þeirra kvenna sem mættar voru hafi i rauninni vitað hvað slík prjóna- vinna skuli seljast á. Það er Sigríður Norðkvist á Bolungarvík sem aðallega hefur beitt sér fyrir stofnun þessara samtaka og til hennar skal beina fyrirspurnum þetta varðandi. JHfirounþlntiHi nucivsmcnR <^-»22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.