Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974 Þorsteinn r og Arni láta af störfum hjá útvarpinu STÖIHJR U-iklislarsljóra og lónlistarstjóra við Ríkisút- varpið hafa verið auglýstar lausar til umsóknar, en um na‘slu áramót iáta þeir Þor- sleinn Ö. Stephensen og Árni Krisljánsspn af þessum störf- um, sem þeir hafa báðir gegnt um árabil. Umsóknarfrestur er til 10. desember. I tilefni þess, að þessir tveir kunnu útvarpsmenn láta nú af sturlum átti Morgunblaðið stutt samtal við þá. Kyrst spurði Morgunblaðið Þorstein hversu lengi liann hefði starfað hjá Kíkisútvarpinu. „Eg varð starfsmaður á út- varpinu þegar árið 1935,“ svar- flutnings á islenzkum leikritum og það hittist þannig á, að um leið eru þetta siðustu þrír mán- uðir mínir hjá stofnuninni." Þorsteinn var að siðustu spurður að því hvort hann mundi nú draga sig algjörlega i hlé eða hvort við gætum vænzt þess að heyra áfram til hans i útvarpi eða sjá hann á sviði. „Ætli ég hvíli mig ekki fyrst í stað," svaraði Þorsleinn, en ég held, að það sé enginn vafi að eitthvað eigi eftir að spyrjast til min i l'ramtíðinni. Það er nú einu sinni eðli flestra manna, ekki si/.t leikara, að halda áfram svo lengi sem þeir standa uppi." Slörf leiklislar- og tónlistar- sljóra auglýst lausl til umsóknar aði Þorsteinn. „Kg hyrjaði þá settt aðstoðarþulur en var fljót- lega einnig falin umsjón barna- timans. Smám saman steig maður í mannvirðingu í aðalþul og þá luetti ée um tíma með hai ii.e iuiani þóað ég <etti eftir að lak. > ið homim aftnr seinna men. Ln svo var það árið 1940, að ég tók við leikþáttunum hjá útvarpinu en fyrst i stað var þetta starf laust i reipunum og hét þá ekki þessti virðulega nafni." Þorsteinn kvaðst alltaf liafa haft gaman af starfinu, þó að j>;ir hefðu skipzt á skin og skúrir eins og gengur. Ilann kveður starf sitt nieð þvi að helga siðasta ársfjórðiingiiin is- len/.kri leikritun allt frá byrjun og fram á okkardag. „Þaðer nú eiginlega tilviljun að svona hitt- ist á," sagði Þorsteinn. „Kg fór að hugsa uni það i sumar þegar allir voru í óða önn að haída upp á 11 alda afnuelið hvort ekki va-ri rétt að leiklistar- deildin legði þar eitthvað af miirkum. Það varð svo úr, að ákvoðið var að verja siðustu þremur mánuðum ársins til Arni Krn jánsson er aftur á móti búinn að starfa sem tön- iistarfulltrúi við Ríkísútvarpið sl. 15 ár eða frá 1959. „Þó að ég sé ekki enn kominn að aldurs- mörkunum hef ég þó ákveðið að lia'tta nú um áramótin," sagði Arni. „Tíminn líður öðfluga og ekki dugir að sitja hér sem fastast og gerast mosa- vaxinn. Það er kominn tími til að vikja fyrir hinu unga fólki, enda hef ég annað til að snúa mér að." Arni kvaðst jafnan hafa kuniiað vel við sig í starfínu. „Þetta er ágætt starf og skemmtilegt að vinna á þessari stofnun innan um gott fólk. Oneitanlega liafa orðið miklar breytingar hjá útvarpinu á þessum árum. Þegar ég byrjaði var útsendingartíminn varla nenia 8—9 klukkustundir á dag en þa’r eru nú um 17. Tónlistin hefur a-tið vorið veigamikill þáttur i dagskránni eða um helmingur hennar, og þegar um aðeins eina dagskrá er að ra’ða' gefur auga leið, að valið verður a> erfiðara." Jón Eyjólfs- son látinn JON Kyjólfsson. starfsniaður Þjóðleikhússins, lé/t i ga'rmorgun (>5 ára að aldri. Jón var alla sina a*vi tengdur leikhstinm og leikliúsum borgar- innar. allt frá þvi liann ungur að áriim varð semhll hjá Leikfélagi Kexkjavikur Þá vann hann einn- ig uiti tima við lilaðsölu. einn þeirra íjrstu. sem það gerði. Jón var ráðinn starfsmaður við Þjóð- loikhúsiö. þegar það var stofnað, og \ ami þar til dauöadags. Liðsmenn Slade við komuna til landsins (talið frá vinstri); Noddy Holder, Don Poweli, Dave Hill og Jimmy Lea. Ljósm. Heimir Stfgsson. SLADE: „Allt á fullu í kvöld!” „NEI, þetta verður sko engin upp- hitun, — það verður allt á fullu," sagði Noddy Holder, fyrirliði hl jómsveitarinnar SLADE við fréttamenn við komuna til Kefla- vfkurflugvallar f gær. Hljóm- Sesselja í Sól- heimum látin FRU Sesselja H. Sigmundsdóttir, forstöðukona barnaheimilisins Sólheima i Grímsnesi, andaðist i Borgarspítalanum í Reykjavik hinn 8. þ.m., 72ja ára að aldri. Sesselja fór ung utan til náms í barnasjúkdómum og nam i Þýzka- landi, Sviss og víðar. Að námi loknu hóf hún rekstur barna- heimilis að Sólheimum árið 1930. Þau börn gengu fyrir um vist á heimilinu, sem voru vangefin, veikluð eða vanrækt og síðustu áratugina var heimilið eingöngu helgað vangefnu fólki. Siðustu árin hafa vistmenn verið frá 40 til 45 talsins. sveitin var þá að koma frá London til að leika á hljómleik- um, sem verða I Laugardalshöll- inni f kvöld og hefjast kl. 20:30. Þessir hljómleikar eru upphafið að fimm vikna hljómleikaferð Frú Sesselja var brautryðjandi í málefnum vangefinna hér á landi og helgaði þeim allt æví- starf sitt. Slade um Vestur-Evrópu og eru jafnframt fyrstu hljómleikar hljómsveitarinnar um þriggja mánaða skeið. Hefur hljómsveit- in að undanförnu unnið að gerð kvikmyndar, sem ber nafnið FLAME. — Hvað datt ykkur fyrst i hug, þegar ykkur bauðst ferðin til Is- lands, spurðu blaðamenn, og Jimmy Lea, bassaleikari, sagði eitt orð: „Kalt." Noddy bætti um betur og sagði: „Við vissum ekk- ert hvað við áttum að halda, vissum ekki hverjar vinsældir hljómsveitarinnar eru hér. En við höfum talað við ýmsar hljóm- sveitir, sem hér hafa leikið, þær hafa borið ykkur vel söguna og við hlökkum til að spila hér.“ Hljómsveitin hefur æft í heila viku fyrir hljómleikaferðina og mun flytja bæði ný og gömul lög á hljómleikunum i kvöld. „Fólk vill heyra gömlu, vinsælu lögin okkar," sagði Jimmy Lea, „og hvaó ættum við þá að spila annað?" Hljómsveitin mun leika í eina klukkustund — og lengur, ef Framhald á bls. 39 Sögusýningin: Gunnar Hannes- son með nýja litmyndasyrpu GUNNAR Hannesson Ijósmynd- ari hefur sýnl litskuggamyndir sínar í nokkur skipti á Sögusýn- ingunni á Kjarvalsstöðum, við miklar vinsældir. 1 þessari viku mun hann sýna þrjú kvöld og skýra myndirnar. Auk þess verður hann með nýja dagskrá þessi þrjú kvöld um Vatnajökul og eldgos. Er ekki að efa, að þar verður að finna margar stórglæsi- legar myndir. Fyrsta myndasýningin verður í kvöld, þriðjudag. Klukkan 21 sýnir Gunnar og skýrir mynda- syrpuna, seni hann hefur áður sýnt, en ' lukkan 22 sýnir hann og skýrir myndirnar frá Vatnajökli og af eldgosum. Á miðvikudags- og fimmtudagskvöld verða mynd- irnar einnig sýndar á sömu tímum. Gunnar Hannesson er löngu þjóðkunnur fyrir myndir sínar úr islenzkri náttúru, sem hann hefur tekið vitt og breitt um landið. Hann hefur farið óteljandi ferðir um hálendi tslands, þar af nokkr- ar á Vatnajökul. Geta menn séð afraksturinn af ferðum Gunnars á Sögusýningunni i kvöld og tvö næstu kvöld. Loftur Júlíusson, skipstjóri, látinn LOFTUR Júlíusson, skipstjóri, andaðist á heimili sínu sl. laugar- dagskvöld. Banamein hans var hjartaslag. Loftur fæddist í Reykjavik árið 1919, sonur hjónanna Júlíusar Kr. Ölafssonar, vélstjóra, og konu hans Elinborgar Kristjánsdóttur og því bróðir Kristjáns Júlíusson- ar, loftskeytamanns hjá Land- helgisgæzlunni, er lézt fyrir um þremur mánuðum. Loftur fór ungur til sjós, en lauk prófi frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavik árið 1942. Hann réðst strax að námi loknu á togara FISKIÞING — hið 33ja I röðinni var sett í gær 1 húsi Fiskifélags Islands i Reykjavík. Már Elís- son, fiskimálastjóri, setti þingið og minntist í upphafi Finnboga Guðmundssonar, útgerðarmanns frá Gerðum, sem lézt hinn 4. október sl. en Finnbogi átti sæti á Fiskiþingi um nokkurra ára skeið. Þá minntist fiskimálastjóri sjómanna, er látizt höfðu við skyldustörf sín. Forseti þingsins var kjörinn Hilmar Bjarnason, Eskifirði, og varaforseti Maríus Þ. Guðmunds- son, Isafirði. Ritari þingsins var kjörinn Margeir Jónsson i Kefla- vík. og var í siglingum öll stríðsárin en fljótlega eftír stríðslok fór Framhald á bls. 39 Þingið sækja 33 fulltrúar fjórðungssambanda og samtaka í sjávarútvegi. í gær ávörpuðu þingið Davíð Olafsson, seðla- bankastjóri, sem ræddi um stöðu Fiskveiðasjóðs islands og Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, sem ræddi um starfsemi þeirrar stofnunar i þágu sjávarútvegsins. Auk þess var i gær rætt um tækni- mál sjávarútvegsins og öryggis- mál. 1 dag verður þingstörfum hald- ið áfram og þá mun Matthias Bjarnason ávarpa þingið. Frá setningu Fiskiþings [ gær Fiskiþing hófst í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.