Morgunblaðið - 12.11.1974, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974
Snarpar umræður um ráð-
stafanir í sjávarútveginum
Fundir í báðum
þingdeildum
Fundir vóru í báðum þingdeild-
um í gær. t efri deild vóru á
dagskrá frumvarp tii breytinga á
lögum um almannatryggingar,
þ.e. um ferðakostnað sjúklinga,
er þurfa að sækja læknismeðferð
um langan veg, og frumvarp um
heimildir til að setja á fót
vinnslustöðvar í sjávarútvegi. 1
neðri deild var á dagskrá frum-
varp til staðfestingar á bráða-
birgðalögum um ráðstafanir í
sjávarútvegi.
Helgi F. Seljan (framsögu-
maður), (K), Jón Arnason (S) og
Oddur Ólafsson (S) tóku til máls í
umræðu um fyrra dagskrármál
efri deildar. Efnislegar deilur
urðu ekki um frumvarpið. Hins-
vegar kom fram, að eðlilegt hefði
verið, að flutningsmaður hefði
flutt það fyrr, þ.e. í tið vinstri
stjórnarinnar, meðan ráðherra
Alþýðubandalagsins stýrði þess-
um málaflokki.
Steingrímur Hermannsson (F)
talaði fyrir frumvarpi sínu um
vinnslustöðvar í sjávarútvegi,
sem gerir ráð fyrir því, að ekki
megi setja á fót nýjar vinnslu-
stöðvar í þeim greinum i sjávarút-
vegi, sem háðar eru aflatakmörk-
unum, nema með sérstökum
Lagðar voru fram þrjár þings-
ályktunartillögur á Alþingi f gær.
Keflavíkursjónvarp.
Albert Guðmundsson (S)
endurflytur þingsályktunartil-
lögu, er hann flutti á sumarþing-
inu og þá fékk ekki fullnaðaraf-
greiðslu. Tillagan gerir ráð fyrir
því að feia ríkisstjórninni að leyfa
hindrunarlaust útsendingu sjón-
varpsstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli, og afnema þar með tak-
mörkun á styrkleika útsendinga
og breytingar á útsendingargeisl-
um stöðvarinnar. Jafnframt að
fela ríkisstjórninni að láta fara
fram athugun á því, hvaða mögu-
leikar eru til staðar fyrir ísland
að komast í beint samband við
útsendingar erlendra sjónvarps-
stöðva, gegnum alþjóðleg fjar-
skiptakerfi, og öflun upplýsinga
um kostnað við slíkt framtak, sem
og aðrar tæknilegar framfarir i
þróun sjónvarps, er leitt geti til
meiri gagnsemi fyrir landsmenn
alla.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) o.fl. þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins flytja þingsálykumartil-
lögu um bætt skilyrði til viðtöku
hljópvarps- og sjónvarpssendinga.
Tillagan gerir ráð fyrir því, að
ríkisstjórriin, i samráði við Ríkis-
útvarpið, láti vinna kostnaðar- og
framkvæmdaáætlun í þessu efni,
þannig að sendingar geti náð sem
greiðast til landsmanna allra,
hvort sem er í byggðum landsins
eða á fiskimiðum umhverfis það.
í því sambandi sé athugað, hvort
ekki sé rétt að ákveða afnotagjöld
með tilliti til þess, að föstum
hundraðshluta þeirra sé jafnan
varið tíl dreifikerfis hljóð- og
sjónvarps.
Jafnframt sé ríkisstjórninni fal-
ið að hlutast til um, að Ríkisút-
varpið korni upp endurvarps-
stöðvum fyrir þá sveitabæi, er
njóta slæmra eða engra sjón-
varpsskilyrða. Sérstakt fjármagn
verði útvegað i þessu skyni og
stefnt verði að því að fram-
kvæmdum ljúki innan tveggja
ára.
Stefán Jónsson (K) flytur
leyfum sjávarútvegsráðuneytis.
— Að loknum umræðum var báð-
úm frumvörpunum vísað til 2.
umr. og viðkomandi þingnefnda.
Ráöstafanir
í sjávarútvegi
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, gerði í ítarlegu
máli grein fyrir frumvarpi um
ráðstafanir í sjávarútvegi, sem
flutt er til staðfestingar bráða-
birgðalögum um sama efni, sem
þingsíða Morgunblaðsins hefur
áður rakið. Frumvarp þetta felur
í sér fjögur meginatriði: 1) Há-
markshækkun á fiskverði til
ákveðins tfma, 2) tilfærslu á fjár-
munum f sjávarútvegi til stuðn-
ings þeim greinum, sem bjuggu
við verstan rekstrargrundvöll, 3)
breytingu ákvæða um verðjöfn-
unarsjóð og4) ákvæði um ráðstöf-
un á gengishagnaði afurða, sem
unnar vóru fyrir gengislækkun
en fluttar út eftir hana. Ráðherr-
ann vitnaði í niðurstöður á athug-
unum Þjóðhagsstofnunar á
rekstrarstöðu greina sjávarút-
vegs, sem umræddar ráðstafanir
vóru m.a. byggðar á.
Lúðvfk Jósepsson (K) deildi
hart á frumvarpið að öðru en því,
að hann kvaðst sammála 3. gr.
frumvarpsins, sem fjallar um
þíngsalyktunartillögu þess efnis,
að ríkisstjórninni verði falið að
festa kaup á húsakosti einstakl-
inga í Flatey á Skjálfanda, þeirra,
sem selja vilja, og gera ráðstafan-
ir tíl þess, að þessum eignum
verði haldið við, svo að verstöðin,
eyjan með gögnum og gæðum, sé
tiltæk til fullra nytja.
LAGT var fram á Alþingi f gær
stjórnarfrumvarp um samræmda
vinnslu sjávarafla og veiðar, sem
háðar eru sérstökum leyfum.
Frumvarpið hljóðar svo:
1. gr.
Sjávarútvegsráðuneytið getur
samkvæmt lögum þessum sett al-
mennar og svæðisbundnar regl
ur, er stuðli að samræmingu milli
veiðiheimilda samkvæmt sérstök-
um leyfum ráðuneytisins til
rækju- og skeifiskveiða og
vinnslugetu þessarra gfeina fisk-
iðnaóarins, meðal annars með
skiptingir afla milli vinnslustöðva
og/eða þeirra báta, sem veiðileyfi
hljóta.
2. gr.
i þeim greinum veiða, sem
háðar eru sérstökum
leyfum samkvæmt 1. gr., skal
leita leyfis sjávarútvegsráðuneyt-
isins til að koma á fót vinnslu-
stöðvum eða til aukningar á
afkastagetu þeirra sem fyrir eru.
Ráðuneytið getur synjað um slík
leyfi, ef ekki er fyrirsjáanleg
varanleg aflaaukning á viðkom-
andi svæði né samdráttur í starf-
semí annarra vinnslustöðva á
svæðinu.
Opinberum fjárfestingarlána-
sjóðum skal tilkynnt um synjun
slíkra leyfa.
3. gr.
Ráðherra getur sett nánari fyr-
irmæli um framkvæmd þessara
laga.
verðjöfnunarsjóð. Hann mót-
mælti einkum ákvæðum um bind-
ingu fiskverðs, sem skerti starfs-
svið Verðlagsráðs sjávarútvegs-
ins, ákvæðum um tilfærslu fjár-
muna, sem hann taldi að þýddi
um 800—900 m.kr. skerðingu á
hluta sjómanna í aflaverðmæti,
og ráðstöfun á gengishagnaði,
sem væri vægast sagt mjög vara-
söm, einkum að þvi er varðar
stærri togara og síldveiðiskip í
Norðursjó. Stærri togararnir fisk-
uðu nær einvórðungu fyrir er-
lendan markað og síldveiðiskipin
væru nánast gerð út frá Dan-
mörku.
Karvel Pálmason (SFV) talaði
mjög á sama veg og Lúðvfk Jós-
epsson. Sagðist hann sizt hafa
búizt við því, að háttv. núverandi
sjávarútvegsráðherra, sem verið
hefði traustur málsvari sjómanna
í þingliði Sjálfstæðisflokksins,
flytti frumvarp, sem að sínu mati
hefði í för með sér verulega kjara-
skerðingu fyrir sjómenn.
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, svaraði þeim Lúð-
vík og Karvel fáum orðum. Vitn-
aði hann hvorttveggja í niðurstöð-
ur Þjóðhagsstofnunar um rekstr-
arstöðu einstakra greina i sjávar-
útvegi, sem og fyrri afstöðu þess-
ara þingmanna, meðan vinstri
stjórnin var og hét. Taldi ráðherr-
ann litla sæmd í þvi, af fráf^randi
sjávarútvegsráðherra, að gagn-
rýna nauðsynlegar ráðstafanir til
stuðnings sjávarútveginum, án
þess þó að benda á einhverjar
aðrar leiðir, er gert hefðu svipað
gagn, þ.e. komið í-veg fyrir rekstr-
arstöðvun, sem yfir ýmsum grein-
um sjávarútvegs hefði vofað, er
hann fór úr sjávarútvegsráðu-
neytinu.
Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði það rétt, að mikill vandi
hefði beðið í ráðuneyti Matthíasar
Bjarnasonar í málefnum sjávarút-
vegsins, vió stjórnarskiptin. Ráð-
herrann væri vissulega ekki
öfundsverður af margháttuðum
viðfangsefnum. Hinsvegar væri
sýnt, að ráðstafanir, sem umrætt
4. gr.
Hver sá, er sekur gerist um brot
á lögum þessum eða fyrirmælum
samkvæmt þeim, skal sæta sekt-
um, nema þyngri viðurlögum
varði samkvæmt öðrum lögum.
Sektir renni í rfkissjóð. Um mál
út af brotum á lögum þessum eða
fyrirmæ'lum settum samkvæmt
þeim, skal fara að hætti opinberra
mála.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Greinargerö.
I greinargerð með frumvarpinu
segir svo:
Veiðar á ýmsum tegundum
sjávaraflá eru eins og kunnugt er
háðar sérstökum leyfum sjavarút-
vegsráðuneytisins. Hefur ásókn í
slík leyfi, einkum skelfisk- og
alveg sérstaklega rækjuveiðileyfi
á mörgum vciðisvæðum, verið
mun meiri en æskilegt hefur
þótt. He/'ur ráóuneytið þvi oft
þurft að ákveða reglur til
takmörkunar bæði á afla og
sókn í þessar veiðar. Skal i
því sambandi benl á ýmis skil-
yrði, sem ráðuneytið hef-
ur sctt til þess að menn geti feng-
ið rækju- og skelfiskveiðileyfi á
ákveónum svæðum, svo sem kröf-
ur um að eigendur og skipstjóri
báts hafi verið búsettir á viðkom
andi svæði i eitt ár, báturinn sé
þar skrásettur og jafnvel að bát-
urinn megi ekki vera undir eða
yfir ákveðinni stærð. Þá hefur
þess oftast verið krafist i Ieyfis-
Matthfas Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra.
frumvarp geymdi, kæmi mjög
hart niður á sjómönnum. Vitnaði
ræðumaður bæði til blaðasamtals
við Jón Sigurðsson, forseta Sjó-
mannasambandsins, sem og sam-
þykktar þings Sjómannasam-
bands íslands, máli sinu til stuðn-
ings. Hann sagði sjómenn telja, að
1800 milljónir væru fluttar frá
þeim til útgerðarinnar. Þó deila
mætti um réttmæti þeirrar tölu,
yrðu þó sjómenn harðast úti í
gerðum efnahagsráðstöfunum.
Að loknum umræðum var mál-
inu vísað til þingnefndar og 2.
umræðu í deildinni.
Fjöldi frumvarpa var lagður fram á
Alþingi I gær, 12 talsins, átta
stjórnarfrumvörp og fjögur þing-
mannafrumvörp.
Stjórnarfrumvörpin. sem lögð voru
fram, voru þessi:
1. Frumvarp til laga um samræmda
vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar
eru sérstökum leyfum
2. Frumvarp til laga um upplýsingar-
skyldu stjórnvalda.
3. Frumvarp til laga um trúfélög
4. Frumvarp til laga um veitingu
rikisborgararéttar.
5. Frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 85, 23 júní 1936. um
meðferð einkamála í héraði.
6. Frumvarp til laga um innheimtu
ýmissa gjalda með viðauka.
7. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir
árið 1971
8. Frumvarp til laga um virkjun
Bessastaðaár í Fljótsdal.
Frumvörp, sem einstakir þingmenn
flytja, eru þessi.
bréfum til rækju- og skelfiskveiða
á ákveðnum svæðum, að afli sé
unninn í viðurkenndri vinnslu-
stöð á viðkomandi svæði. Lös eru
að finna i flestum veiðileyfum
ákvæði um einhvers konar afla-
takmarkanir til verndunar þeim
stofni, er leyfið heimilar veiðar á.
Þrátt fyrir að ráðuneytið hafi
bæði fyrr og síðar sett slíkar al-
mennar reglur bæði um veiðarnar
sjálfar og um skilyrði til þess, að
menn geti yfir höfuð fengið veiði-
leyfi, þá hefur þó reynst mjög
erfitt að halda sókn í þessar veió-
ar i skefjum. Er hér einkum um
að kenna því, að lítil -sem engin
samræming hefur verið á þessum
afla- eða sóknartakmörkunum og
byggingu vinnslustöðva á viðkom-
andi sviðum. Ljóst er að of marg-
ar eða afkastamiklar vinnslu-
stöðvar eru til þess fallnar að
auka ásókn í veiðarnar og það því
meir sem samkeppnin um hið tak-
markaða hráefni verður meiri.
Getur þetta komið illa niður á
rækju- og skelfiskstofnunum.
Þá má auðveldlega kippa
rekstrargrundvellinum undan at-
vinnurekstri á ákveðnum svæðum
með of mörgum slíkum fyrirtækj-
um á svæðinu og gæti það haft
hinar alvarlegustu afleiðingar.
Þegar aflamagn á viðkomandi
svæði er nokkuð stöðugt frá árrtil
árs, virðist óeðlilegt, að nýjum
vinnslustöóvum sé komið á fót á
svæðinu, ef afkastageta annarra
stöðva er næg fyrir, með þeim
afleiðingum að dregið er úr starf-
semi þeirra. Einnig er óeðlilegt,
Fyrir-
spurnir
Ingólfur Jónsson (S) ber fram
fyrirspurn til viðskiptaráðherra,
hvort ríkisstjórnin muni nota
heimild í lögum til þess að jafna
flutningskostnað á sementi á
þann hátt, að svipað verð verði á
þeirri vöru um Iand allt.
Helgi F. Seljan (K) spyr
menntamálaráðherra: 1) hve
margar smærri endurvarpsstöðv-
ar sjónvarps fyrir einstök
byggðarlög á Austurlandi séu i
umsjá og eigu heimaaðila, 2)
hvenær sjónvarpið ráðgeri að
fullkomna þessar stöðvar og yfir-
taka rekstur þeirra að fullu.
niÞinGi
1. Frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 71 frá 6. maí 1966, um
verðtryggingu fjárskuldbindinga
Flutningsmaður Ellert B. Schram (S).
2. Frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 75, 13. maí 1966, um
Fiskveiðasjóð íslands Flutningsmenn:
Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Jón
Árnason (S) og Oddur Ólafsson (S)
3. Frumvarp til laga um breytingu á
lögum um söluskatt, nr. 10 frá 22.
marz 1960. Flutningsmenn Ólafur
Ragnar Grímsson (SFV) og Karvel
Pálmason (SFV).
4. Frumvarp til laga um breytingu á
lögum nr. 93 frá 24 des. 1971, um
Framkvæmdastofnun ríkisins. Flutn-
ingsmenn Ólafur Ragnar Grlmsson
(SFV) og Karvel Pálmason (SFV).
Þingsíða Morgunblaðsins mun gera
grein fyrir þessum frumvörpum á
næstunni, eftir því sem rúm blaðsins
leyfir.
að settar séu á stofn á sköRiinum
tíma margar stöðvar á svæði með
mun meiri vinnslugetu, en þörf er
fyrir. Er dæmi þess, að komið hafi
verið á fót mörgum rækjuvinnslu-
stöðvum á takmörkuðu svæði með
margfaldri vinnslugetu miðað vió
aflamagn á svæðinu með þeirri
afleiðingu, að ekki var grundvöll-
ur fyrir starfsemi þeirra og urðu
margir aðilar fyrir miklu tjóni af
þeim sökum. Þykir rétt, að reynt
verði að sporna vió að slíkt endur-
taki sig og að sá aðili, sem ákveð-
ur aflamagnið á viðkomandi
svæði, hafi hönd í bagga með því
að afstýra slikri þróun. Þá liggja
og sömu rök til þess, að á þeim
sviðum, sem sjávarútvegsráðu-
neytið getur takmarkað veiðarnar
með útgáfu sérstakra leyfa eða
synjun á útgáfu þeirra, þá skuli
það sama ráðuneyti einnig hafa
heimild til takmörkunar á aukn-
ingu á afkastagetu vinnslustöðva
fyrir sömu afurðir. Eins og áður
segir, er mikil þörf á samræm-
ingu veiðiheimilda og vinnslu-
getu viðkomandi greina þar sem
afla- og sóknartakmarkanir hljóta
að hafa bein áhrif á eðlilega
vinnslugetu í landi.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir
þvi að leita skuli leyfis sjávarút-
vegsráðuneytisins til þess að
koma á fót vinnslustöðvum fyrir
rækju og skelfisk. Einnig er gert
ráó fyrir sams konar leyfi, ef
stækka á þær vinnslustöðvar,
sem fyrir eru, enda gætu slikar
stækkanir haft sömu áhrif og ef
Framhald á bls. 39
Þingsályktunartillögur:
Um sjónvarp og
Flatey á Skjálfanda
Frumvarp til laga:
Samræmd vinnsla sjávarafla og veið-
ar, sem háðar eru sérstökum leyfum
TÓLF NÝ LAGA-
FRUMVÖRP FLUTT