Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 19
John
Richards
Sumum knattspyrnu-
mönnum er það gefið að
vera einkar lagnir við að
skora mörk. Margir þeirra
gera sér jafnvel enga grein
fyrir hversvegna þeir hafa
þennan eiginleika, og eiga
þar með erfiðara með að lag-
færa ef þeim tekst ekki að
skora nokkra leiki f röð. Eft-
ir því sem lengri tími Ifður
án þess að mörkin komi,
fyllast þeir oft örvæntingu
og ná sér ef til vill ekki á
strik það sem eftir lifir leik-
tfmabilsins.
Glöggt dæmi um knatt-
spyrnumann sem ofangreint
á við, er John Richards. Sfð-
ast liðið leiktfmabil átti
hann í miklum vandræðum
með að skora, en það átti að
vera hans hlutverk hjá
Wolves, þvf að árið þar á
undan varð hann markhæst-
ur á Englandi með 36 mörk.
John varð ungur áberandi
knattspyrnumaður. Einkum
vakti hann athygli fyrir
ákveðni upp við mark and-
stæðinganna. Framkvæmda-
stjóri Wolves kom fyrst
auga á hann þegar hann lék
með úrvalsliði drengja frá
Lancashire gegn skólalands-
liði Englands. í þeim leik
skoraði Richards öil mörk
Lancashire-liðsins, sem lykt-
aði með sigri þeirra, sex
mörkum gegn engu.
Skömmu sfðar hafði hann
gert samning við Wolves.
Leiktímabilið 71/72 hafði
Richards unnið sér fast sæti
f aðalliði (Jlfanna ásamt
félaga sfnum Ken Hibbit, en
samvinna þeirra hefir þótt
mjög skemmtileg. Þá þegar
unnu þeir félagar sér sæti f
enska landsliðinu undir 23
ára, og jók það enn á frama
þessara ungu leikmanna.
Richards byrjaði mjög vel
eftir að hann hafði unnið sér
fast sæti hjá (Jlfunum. 1
tveimur sfnum fyrstu leikj-
um skoraði hann úrslita-
mörk gegn Carl Zeiss Jena
og West Bromwich. Eftir
þessa leiki var Richards
kallaður til viðtals á skrif-
stofu framkvæmdastjórans,
McGarry, þar sem hann
bjóst við að fá hrós fyrir
frammistöðuna. En það var
nú eitthvað annað. 1 staðinn
Framhald á bls. 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974
19
Meistaraflokkur Gróttu f handknattleik, sem leikur nú f fyrsta sinn
f 1. deild, er aðalstolt félagsins. Myndin var tekin af iiðinu, eftir
sigur þess f Reykjanesmótinu á dögunum. Lengst til vinstri í aftari
röð er Stefán Ágústsson, sem verið hefur einn af forystumönnum
félagsins frá þvf það var stofnað og formaður f fimm ár. Myndin til
vinstri er af hinum unga formanni Gróttu: Benedikt Jónssyni.
Bindum vonir
við deilda-
skiptinguna
í félaginu
IÞRÓTTAFÉLAGIÐ Grótta á Sei-
tjarnarnesi er ekki gamalt að ár-
um. Þrátt fyrir það hefur félagið
náð umtalsverðum árangri á
fþróttasviðinu. Þar ber eðlilega
hæst sigur Gróttu f 2. deild Is-
landsmótsins f handknattleik f
fyrra, og því núverandi seta
félagsins f l.deildinni.
Við á Mbl. höfðum heyrt af
ötulli starfsemi félagsins, og að
ýmsar nýjungar væru á döfinni
hjá nýkjörinni stjórn Gróttu. Því
snerum við okkur til þeirra
Stefáns Ágústssonar, sem hefir
verið í broddi fylkingar Gróttu-
manna, og nýkjörins formanns,
Benedikts Jónssonar.
Aðspurðir sögðu þeir félagar
okkur, að Grótta hefði verið stofn-
uð fyrir sjö árum, nánar tiltekið,
þann 24. apríl 1967. Aðdragand-
inn að stofnun félagsins var sá, að
árið 1966 tók áhugasamur unn-
andi iþrótta, Garðar Guðmunds-
son, að þjálfa unga drengi, bú-
setta úti á Nesi, í knattspyrnu. I
framhaldi af því þótti ýmsum Sel-
tirningum sjálfsagt að stofna þar
íþróttafélag, enda stöðug fjölgun
íbúa á Nesinu.
Þannig varð áhugasemi Garðars
Guðmundssonar kveikjan að
íþróttafélagi, íþróttafélagi sem
hefir náð ágætis árangri á þeim
stutta tima sem það hefir starfað.
Lengst af hefir Stefán Ágústs-
son gegnt formennsku Gróttu, eöa
alls fimm ár. Nú er hann for-
maður handknattleiksdeildar-
innar nýstofnuðu.
Ætlun nýkjörinnar stjórnar
Gróttu er að auka deildaskiptingu
innan félagsins, en það mál hefir
reyndar verið í deiglunni
nokkurn tíma.
Fyrir u.þ.b. þremur vikum var
fyrsta skrefið í þá átt stigið með
stofnun handknattleiksdeildar,
en í handknattleiknum hefir
Grótta náð beztum árangri þeirra
íþróttagreina sem félagið leggur
stund á. Á laugardaginn kemur
verður næsta skrefið stigið, en þá
verður stofnuð knattspyrnudeild.
I Iþróttafélaginu Gróttu eru nú
liðlega 300 f élagar. Félagið leggur
höfuðáherzlu á handknattleiks-
og knattspyrnuiðkan. Einnig er
stundað borðtennis og skák á veg-
um Gróttu.
Við spurðum Stefán og Bene-
dikt hvort félagar í Gróttu hygðu
ekki á að gefa fólki kost á að
stunda fleiri íþróttir.
Stefán: „Jú vissulega væri það
ánægjulegt, en þvi miður er þess
tæpast nokkur kostur eins og er.
Við erum illa settir hvað aðstöðu
viðvíkur, en höfum miklar vonir
um að úr því máli rætist á allra
næstu árum. Knattspyrnuvöllur-
inn hérna á Nesinu var eingöngu
byggður til bráðabirgða. Nú hefir
verið ákveðinn staður undir fram-
tíðarvöllinn, en hann á að rísa hér
vestur undan íþrótta- og féiags-
heimilinu. Þar mun verða um
hina fullkomnustu aóstöðu að
ræða. Þvi höfum við enga ástæðu
til annars en að líta björtum aug-
um til framtíðarinnar."
í framhaldi af þessu spjalli
spruttu umræður um fjárhag
félagsins, en eins og þeim er
kunnugt sem vilja vita, búa flest
íþróttafélaganna við ákaflega
þröngan fjárhag. Um þau málefni
sagði Benedikt:
„Að talsvert miklu leyti höfum
við byggt útgjöld okkar á
styrktarfélagi. Við höfum leitað
bréflega á náðir foreldra félag-
anna. Við væntum þess að fólk
taki beiðnum okkar vel, eins og
það hefir raunar gert hingað til.
Þá hefur bæjarfélagið styrkt okk-
ur myndarlega, og einnig hefir
Prjónastofan Iðunn verið okkur
mjög innan handar, en hand-
knattleiksmenn okkar bera aug-
lýsingar fyrirtækisins. í fyrra var
fólki boðið að heita á handknatt-
leiksmenn okkar fyrir hvern unn-
inn leik, og gaf það okkur tals-
verða upphæð. Við hyggjum á það
sama nú í ár. Einnig eru félags- og
æfingagjöld greidd, en auðvitað
duga þau skammt.“
Segja má að andlit Gróttu út á.
við sé 1. deildar-lið félagsins í
handknattleik. Liðið á sér marga
áhangendur, einkum íbúa Sel-
tjarnarness. I fyrra sigraði það í
2. deild, eftir að hafa verið þar í
fimm ár. Þessi fimrn ár var liðið
ávallt meðal þeirra efstu.
Margir hafa orðið til þess að spá
því að Grótta falli þegar á þessu
ári niður úr fyrstu deild. Þó hafa
spár manna heidur breytzt eftir
að Grótta sigraði í Reykjanesmót-
inu á dögunum, þar sem þeir
lögðu ekki ómerkari andstæðinga
en F.H. og Hauka.
Stefán sagði það enga launung
að Grótta stefndi fyrst og fremst
að því að halda sæti sínu I deild-
inni og að allt benti til að það ætti
að takast. Andinn meðal liðs-
manna væri mjög góður og mikil
ánægja ríkti með þjálfara liðsins,
Gunnar Kjartansson. Því kvaðst
hann bjartsýnn á komandi-vetur.
Að lokum ræddi Benedikt Jóns-
son, formaður Gróttu, um þau
verkefni sem framundan eru.
„Núna þegar deildaskipting er
að verða staðreynd, hefir stjórnin
meiri möguleika á að snúa sér
einhuga aðfjármálunum. Einnig
vonumst við til að þannig dreifist
störfin á fleiri hendur. Meiningin
hjá okkur er, að reyna að byggja
knattspyrnuna frá grunni, og
mun starfssemin aukast að mun
þegar nýi íþróttavöllurinn kemst í
gagnið. Eg er sannfærður um að
Grótta á mikla framtíð fyrir sér,
nægur er áhuginn."
Mbl. þakkar Stefání og
Benedikt spjallið og óskar Gróttu
góðs gengis á komandi árum.
Sigb.G.
Rœtt við forystumenn Gróttu
Ragnar
Gunnarsson
SÁ HANDKNATTLEIKS-
MAÐUR sem hvað mesta at-
hygli vakti s.I. vetur, var
Ragnar Gunnarsson, mark-
vörður Ármenninga. 1 út-
nefningu íþróttafrétta-
manna Mbl. á bezta leik-
manni mótsins, hafnaði
Ragnar ( fjórða sæti. 1 sam-
tölum manna á meðal kom
það fram, að flestir töldu
hann einn okkar bezta mark-
vörð, og ekki brást Ragnar
vonum manna f fyrsta leik
sfnum i nýbyrjuðu íslands-
móti, gegn Fram fyrir tæpri
viku. Þar sannaði hann enn
ágæti sitt sem markvarðar.
Ragnar hóf ungur að iðka
handknattleik. Hann lék
með Fram, byrjaði í 4. fl. og
var með Fram allt til þess að
hann varð tuttugu og
tveggja ára, að hann gekk f
Ármann. Um ástæðurnar
fyrir þvf að hann gekk í Ar-
mann sagði Ragnar: — Það
lá nokkuð beint við að skipta
um félag. Eg var búinn að
vera á meistaraflokksaldri f
þrjú ár þegar af þvf varð. Ég
þótti ekki nógu góður til að
leika með m.fl. Fram, fékk
að spila svona einn leik af
hverjum tfu. Nú ég hafði
meiri framagirni enn það að
æfa bara og fá iftið af leikj-
um, svo að ég gekk yfir f
Ármann, og hefi ekki séð
eftir þvf. —
Eins og fyrr getur, átti
Ragnar af burðaleiki f marki
Ármanns í fyrravetur, og
undruðust menn að hann
skyldi ekki vinna sér sæti f
landsliðinu. Það sem af er
handknattieikstfmabilinu
hefir lítið sézt af góðri
markvörzlu nema helzt hjá
Ragnari, og má reikna með
hann verði valinn til leiks
gegn A-Þýzkalandi um
næstu helgi. Þegar blm. bar
þetta undir Ragnar sagði
hann: — Jú, ég var vissulega
leiður yfir að fá ekki lands-
leik í fyrra. Þó ég segi sjálf-
ur frá var í mjög góðu formi.
Það er vissulega æðsta ósk
hvers fþróttamanns að fá að
leika fyrir land sitt, og ef
mér byðist slfkt, mundi ég
taka því fegins hendi. —
Framfarir Ragnars hafa
orðið örar hin síðari ár, og
það bezta, sem hann hefir
sýnt kom fram s.l. vetur,
eins og fyrr getur. Ragnar
kveðst fyrst og fremst þakka
Pétri Bjarnasyni þjálfara
gengi sitt, svo og góðri vörn
Ármannsliðsins.
Ragnar kveðst bjartsýnn á
gengi Ármannsliðsins f vet-
ur, andinn innan liðsins
væri góður og mikil ánægja
rfkjandi meðal leikmanna
og forystu.
Aðspurður sagðist Ragnar
eiga mörg ár eftir f hand-
knattleiknum, allavega ef
Armann gæti haft gagn af
sér.
Og vfst er það, að Ragnar
Gunnarsson á stóran þátt f
frama Armanns f handknatt-
leik, og einnig það, að hann
gæti efalaust orðið sterkur
hlekkur f landsliði okkar ls-
lendinga.