Morgunblaðið - 12.11.1974, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NOVEMBER 1974
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974
21
Jón Sigurðsson skorar körfu í leik Armanns og Vals
Þegar Einar fékk fimm villur varð
eftirleikurinn auðveldur hjá KR
KR-INGAR unnu yfirburðasig-
ur gegn nýliðunum Snæfelli
um heigina. 98:72 urðu lokatöl-
ur leiksins, en það tók KR-inga
samt mjög langan tíma að
brjóta „Hólmarana" niður.
Snæfeli hafði nefnilega forust-
una lengst af f fyrri hálfleik, og
komst f 6 stiga forskot, en KR
jafnaði og komst sfðan yfir
39:38 fyrir hálfieik. Eftir að
Einar Sigfússon, „primus
motor“ Snæfells, fékk tvær vill-
ur á 5. mfn. s.h. og varð að fara
af velli með 5 villur, varð eftir-
leikurinn KR auðveldur. Þeir
sigu hægt og sfgandi fram úr og
kepptu einungis við 100 stiga
múrinn undir lokin. Litlu mun-
aði að þeir klifu hann, en
herslumuninn vantaði.
KR-ingar léku þennan leik án
þriggja landsliðsmanna, það
vantaði Þröst og Birgi í liðið en
þeir eru báðir frá vegna
meiðsla, og Hilmar Victorsson
gat ekki leikið þennan leik.
Þetta hefði sett strik í reikning-
inn hjá mörgum liðum, én KR
tefldi fram nýjum mönnum,
Árna Guðmundssyni og Gísla
Gíslasyni, og komu þeir báðir
vel frá leiknum. Þeir Kolbeinn
Pálsson og Bjarni Jóhannsson
áttu báðir góðan leik, og ekki
má gleyma Sófusi Guðjónssyni
sem lék nú sinn besta leik með
KR til þessa.
Það er greinilegt, að hinar
erfiðu ferðir til leikjanna í 1.
deild koma fram í leikjum
Snæfells. Þeir leggja af stað frá
Stykkishólmi snemma laugar-
dags, keppa i Njarðvík um eft-
irmiðdag, og síðan aftur daginn
eftir á Seltjarnarnesi áður en
þeir haida heimleiðis. En þetta
er. gert samkvæmt þeirra eigin
ósk, vegna mikils kostnaðar og
fyrirhafnar þeirra vegna fjar-
lægðarinnar.
Þeir hafa nú leikið tvær helg-
ar (4 leiki) og hafa í bæði skipt-
in sýnt mun bttri leiki á laugar-
deginum. En liðið á eftir að
gera hluti í vetur sem munu
koma á óvart. Mannskapurinn
er góður, þar eru sterkir ein-
staklingar, og yngri mennirnir
eru óðum að yfirvinna fyrsta
þröskuldinn á ferlinum —
feimnina við hina þekktu leik-
menn hinna liðanna. Davíð
Sveinsson og Bjartmar Bjarna-
son hafa t.d. sýnt miklar fram-
farir i leikjunum.
Stighætir: KR: Bjarni 23,
Sófus 21, Kolbeinn 18.
Snæfell: Kristján Ágústsson
27, Einar 20, Sigurður
Hjörleifsson 11. — gk
Þórír og Jóhannes í ham
Og Valur vann Armann 101-91
Valsmenn gerðu sér lítið fyrir
og sigruðu nýbakaða Reykja-
víkurmeistara Ármanns í fyrra-
kvöld. Eftir frammistöðu liðanna
á undanförnum vikum voru Ar-
menningar bókaðir sem hinir
öruggu sigurvegarar f þessum
leik, en Vaismenn, sem tefla nú í
fyrsta skipti á keppnistímabilinu
fram öllum sfnum sterkustu
mönnum, sýndu mjög góðan leik
og unnu nokkuð öruggan sigur
101:91.
Já það munar svo sannarlega
um það að Þórir Magnússon og
Jóhannes bróðir hans eru komnir
af stað á ný eftir veikindi. Þórir
hefur ekkert leikið með fyrr i
haust, og Jóhannes er nýbyrjaður
eftir að hann slasaðist i vinnu.
Þeir bræður, ásamt Kára Marís-
syni og Torfa Magnussyni mynda
vírkilega sterka heild, og Valur er
nú að eignast nýja m.fl. leikmenn
þar sem þeir eru Ríkharður
Hrafnkelsson og Þorvaldur Kröy-
er. Valur hefur mjög létt leikandi
lið sem er til alls llklegt.
Ármenningar tefldu fram sínu
sterkasta liði að því undanskildu
að Birgir Birgirs var ekki með, og
kom þaó sér greinilega illa.
Valur hafði nær ávallt frum-
kvæðið í fyrri hálfleiknum. Þó
jöfnuðu Ármenningar af og til t.d.
8:8, 19:19, 40:40, og svo komst
Ármann yfir fyrir lok hálfleiksins
50:49. — í byrjun s.h. komst svo
Ármann yfir 60:54, en Valur
jafnaði. Og upp úr þessu urðu
nokkur þáttaskil í leiknum. Vals-
menn náðu sínum besta kafla og
skoruðu 20 stig gegn 2, og gerðu
þar með út um leikinn. Var leikur
liðsins á þessum tima mjög glæsi-
legur, hörkuskemmtileg vörn,
hraðaupphlaup og góð hittni úr
langskotum, og þetta var
Ármenningum of stór biti að
kyngja. Ekki bætti það svo úr
skák að flestir leikmenn Ármanns
voru komnir í villuvandræði og
fóru að tínast út af hver á fætur
öðrum undir lokin.
Það skyldi enginn vanmeta
Vlasliðið í vetur. Þeir hafa verið
kallaðir efnilegir á undanförnum
árum, en hver veit hvenær blómið
springur út? Að öðrum ólöstuðum
átti Kári Marísson bestan leik að
þessu sinni, og sýndi allar sínar
bestu hliðar. Hann hafði mjög góð
tök á Jóni Sigurðssyni í leiknum,
og við það varð Ármannsliðið sem
vængbrotið.
Annar stór hlutur sem háði
Ármanni i þessum leik var það,
hversu framherjarnir brugðust.
Þeir Hallgrímur, Haraldur og
Björn virtust allir leika undir
getu, en vel að merkja, það leikur
enginn betur en andstæðingurinn
leyfir.
Stigin: Valur: Torfi 27,
Jóhannes 23, Kári 22, Þórir 14,
Hafsteinn Guómundsson 7, Rík-
harður 5, Lárus Hólm 4.
Ármann: Sfmon Ólafsson 32,
Jón Sig. 22, Jón Björgvinsson og
Guðmundur Sigurðsson 8 hvor,
Hallgrímur Gunnarsson 7, Atli
Arason og Björn Christenssen 5
hvor, Haraldur Hauksson 4.
gk —
Úr leik KR og Snæfells. Kristinn Stefánsson er með knöttinn, en Einar
Sigfússon er til varnar.
Övæntir yfirburðir UMFN
yfir slöku liði stúdentanna
NJARÐVÍKINGAR unnu óvænt-
an yfirburðaisgur gegn t.S. á
laugardaginn þegar iiðin mættust
í Njarðvík. Fyrirfram reiknuðu
víst flestir með öruggum sigri ÍS,
og sennilega hafa engir verið viss-
ari um úrslit leiksins fyrirfram
en einmitt leikmenn ÍS. Þeir
mættu greinilega til leiksins með
þvf hugarfari að þetta væri „bara
léttur leikur sem þyrfti að spila“,
en komust fljótt á aðra skoðun.
Troðfullt hús áhorfenda fagn-
aði sínum mönnum vel þegar þeir
mættu til leiksins, og eftir að
hann hófst var ekki möguleiki á
að tala saman í húsinu fyrir hróp-
um þeirra. Þetta, ásamt mjög
ákveðnum leik UMFN strax í
byrjun, setti ÍS-liðið gjörsamlega
út af laginu, og UMFN tók strax
forustuna. ÍS skoraði að visu
fyrstu stigin en Stefán Bjarkason
svaraði með fjórum stigum. Og
hann átti svo sannarlega eftir að
hrella stúdenta í þessum leik.
Hann var mjög góður í vörninni,
og I sóknarleik sinum var hann
þannig aó Bjarni Gunnar réð
ekkert við hann. Stefán var
maðurinn bak við 8 stiga forskot
UMFN um miðjan hálfleik, en í
leikhléi höfðu stúdentar jafnaó
metin 35:35.
Síðari hálfleikurinn var hins-
vegar martröð líkastur fyrir ÍS.
Njarðvíkingarnir sýndu þá allar
sínar bestu hliðar, mjög góða bar-
áttu í vörninni.hraðaupphlaup.og
einnig skemmtilega útfærðar
sóknarlotur á annan hátt. Það tók
hinsvegar ÍS-menn nær allan
hálfleikinn að sannfærást um að
þeir gætu tapað þessum leik, og
það var ekki fyrr en undir leiks-
lok að þeir virtust skynja það og
byrja verulega að reyna að rétta
sinn hlut. En það kom fyrir ekki,
Njarðvikingarnir léku af sama
kraftinum þótt þeir væru með 20
stiga forustu og gáfu engan högg-
stað á sér. Og þegar leikurinn var
flautaður af og lokatölurnar 85:69
lágu ljósar fyrir, óskaði maður
þess helst að hafa tekið með sér
eyrnatappa, þvílikur var fögnuð-
ur áhorfenda.
Og þeir höfðu ærna ástæðu til
að gleðjast. Lið þeirra hafði sýnt
frábæran leik, allir leikmenn liðs-
ins voru mjög góðir að þessu
sinni. Stefán bar þó af og það eru
aldeilis furðulegar framfarir sem
hann sýnir. Varnarleikur hans og
barátta + stigin 37 segja allt.
Haldi liðið áfram líkt þessu verða
þeir ekki auðunnir á heimavelli,
og örugglega ekkert tilhlökkunar-
efni fyrir liðin að eiga eftir að
heimsækja þá.
Um ÍS-liðið er það að segja, að
það lék undir getu i þessum leik
og virtist sem áhorfendurnir
hefðu mikil áhrif á þá til hins
verra. Jón Héðinsson var eini
maðurinn sem hélt höfði í fyrri
hálfleik og hélt þá líðinu á floti
með góðum leik, en aðrir leik-
menn voru hálf utan við sig að því
er virtist. Stúdentar hafa örugg-
lega lært það af þessum leik að
það er ekki hægt að ganga til
neins leiks með þvi hugarfari að
hann sé unninn fyrirfram.
Stigin: UMFN: Stefán 37,
Brynjar Sigmundsson 16, Gunnar
Þorvarðarson 12, Sigurður Haf-
steinsson og Haukur Guðmunds-
son 8 hvor, Einar Guðmundsson 4.
IS: Bjarni Gunnar 20, Jón
Héóinsson 15, Ingi Stefánsson 12,
Steinn Sveinsson 8, Þórður
Óskarsson 6, Jón Indriðason og
Albert Guðmundsson 4 hvor. gk.
KR-INGAR LEIKA HEIMA
— ÞAÐ MUN nú afráðið, að KR>ing-
ar leiki heimaleik sinn í Evrópu-
keppni meistaraliða í körfuknatt-
leik hér á iandi. Samningar höfðu
nær tekist um að leika báða leikina
erlendis, og var það ekki hvað síst
vegna eindreginna óska forráða-
manna andstæðinga KR í fyrstu um-
ferðinni.
En leikmenn U.B.S.C. frá Vínar-
borg í Austurriki sem eru einmitt
andstæðingar KR voru ekki aldeilis
á þvi að samþykkja þessa máls-
meðferð. E.t.v hafa þeir heyrt sitt-
hvað um dásemdir íslandsferða, og
voru þeir ólmir í að koma hingað.
Forráðamenn liðsins gáfu eftir, og
munu því KR-ingar leika sinn
heimaleik í Laugardalshöllinni 5.
des. Fyrri leikur liðanna fer fram
ytra 28. þ.m. — Ekki er mikið vitað
um styrkleika körfuknattleiksliða
frá Austurriki, þeir eru nær óþekkt-
ir á alþjóðavettvangi og því getur
svo farið að KR hafi mikla mögu-
leika á að komast í 3. umferð keppn-
innar en þeir sátu yfir í fyrstu um-
ferð.
... og taka þátt í móti erlendis
I. DEILDARLIÐ KR í körfubolta
mun taka þátt í miklu körfubolta-
móti sem fram fer á Irlandi i lok
þessa mánaðar. Liðið heldur utan
annan föstudag, og leikur í Dublin
um þá helgi. Þetta mót verður án
efa mjög sterkt, því meðal þátttöku-
liða eru meistaralið Skotlands, írsku
meistararnir, og 3 ensk lið. Skoska
liðið hefur eina 6 landsliðsmenn í
sínum hópi, það írska 4 og ensku
liðin eru í fremstu röð i þessu mesta
landi körfuboltans á Bretlands-
eyjum. KR-ingar hafa tekið þátt i
keppnum á Irlandi i 3 ár í röð, og er
liðið mjög vinsælt meðal áhorfenda
í Dublin. Avallt er leikió í sama
íþróttahúsinu þar, en það er braggi
sem minnir mjög mikið á gamla
Hálogalandshúsið og stemmningin
er mjög lík og þar tíðkaðist. Eftir
þessa keppni heldur KR-liðið til
Austurríkis, og leikur fyrri leik sinn
í Evrópukeppni meistaralióa gegn
U.B.S.C. frá Vínarborg. Heim koma
KR-ingarnir 1. des.
Ætlaði á handknattleiksæfingu en
körfuknattleikurinn hreif hann
— Þetta byrjaði nú heldur
slysalega allt saman. Eg og kunn-
ingi minn ætluðum á handbolta-
æfingu hjá Armanni, en þegar við
komum á æfingastaðinn var
okkur tjáð, að það ætti að vera
körfuboltaæfing. Það var fþrótt,
sem við þekktum ekki neitt, en
samt sem áður ákváðum við að slá
til. Þetta var árið 1954. Vinur
minn hélt út einn vetur f körfu-
boltanum, en ég flentist f þessu
og hef stundað körfuboltann
sfðan. —
Þannig sagðist Birgi Erni
Birgis körfuknattleiksmanni úr
Ármanni frá upphafi körfubolta-
ferils síns. Birgir er öllum körfu-
knattleiksmönnum að góðu
kunnur, enda hefur hann staðið í
fremstu vfglfnu f ísl. körfubolta í
20 ár. Mbl. hitti Birgi að máli á
dögunum, og spjallaði lftillega
við hann.
— Ég spilaði minn fyrsta leik
með 3. fl. Ármanns 1957 og við
urðum Islandsmeistarar. Flest-
allir þeir leikmenn, sem voru þá í
3. fl., voru einnig í handboltanum,
t.d. Hörður Kristinsson, Grímur
Valdimarsson, Árni Samúelsson
o.fl. og við unnum Islandsmót í
báðum greinunum 3 ár í röð.
Þetta var sérstaklega samstilltur
hópur utan vallar sem innan, og
þjálfarinn, Ásgeir Guðmundsson
(núverandi form. Fimleikasam-
bandsins). kenndi okkur allt frá
byrjun. Þegar við gengum upp
í 2. fl. fórum við í
keppnisferð til Danmerkur, og
það var sannkölluð glæsiferð.
Vegna misskilnings vorum við
látnir spila við m.fl. lið og mætt-
um fyrst Kaupmannahafnar-
meisturum SISU. Þeim leik töp-
uðum við með einu stigi. Eftir
leikinn vildu Danir breyta leikj-
um okkar og láta okkur leika gegn
2. fl. liðum, en Bogi Þorsteinsson,
sem var fararstjóri, var ekki á því
og sagði við þá: „Komið bara með
það sterkasta, sem þið hafið.“
Danir gerðu það svo sannarlega,
við spiluðum við úrval Álaborgar
og unnum, við úrval Jótlands og
unnum þá einnig, og svo kórónuð-
um við allt með því að sigra Dan-
merkurmeistarana, Efterslægten.
Þetta var glæsilegur árangur hjá
2.fl. liði. —
— Hvenær spilaðir þú þinn
fyrsta m.fl. leik?
— Það var strax og ég hafði
aldur til. Ég varð 16 ára 1958 og
lék þann vetur með m.fl. Árin á
eftir var Ármann ekki með m.fl.
en 1961 sendum við aftur lið og
ávallt síðan. Ég hef ávallt verið
með, og ekki misst úr nema örfáa
leiki. —
Og sfðan eru það landsleikirnir.
Hvað varst þú gamall þegar þú
lékst þinn fyrsta landsleik?
— Ég spilaði minn fyrsta lands-
leik 16 ára gamall og hann var
gegn Dönum. Við Þorsteinn Hall-
grímsson erum sennilega þeir
yngstu, sem höfum leikið i lands-
liði I flokkaíþrótt fyrir Island. Ég
var síðan með í öllum landsleikj-
um allt fram til 1970 og lék minn
siðasta landsleik á Polar Cup í
Osló gegn Dönum. Minnisstæðasti
leikurinn? Sennilega sá fyrsti, og
einnig leikurinn gegn Svfum 1959
þegar við töpuðum með aðeins 8
stigum og vorum óheppnir.
Þrátt fyrir, að Birgir hafi keppt
svo lengi, fer lítið fyrir verð-
launasafni hans. Margir, sem
aðeins hafa stundað körfuboltann
f stuttan tíma, eiga mun fleiri
verðlaun.
— Já, það fer lítið fyrir verð-
launapeningunum og styttunum.
Við höfum tvívegis orðið Reykja-
víkurmeistarar, 1971 og 1974, og
urðum í 2. sæti í Islandsmótinu í
fyrra, svo verðlaunapeningarnir
eru nú aðeins þrír. —
Við rákum augun f styttu, sem
stendur á hillu f stofunni hjá
Birgi, og spyrjum um hvernig á
henni standi.
— Þetta er eina verðlaunastytt-
an, sem ég hef eignazt. Hana fékk
ég 1968. Þá gaf Bandaríkjamaður,
David Zinkoff, hana, og vildi, að
hún yrði veitt þeim leikmanni,
sem þætti mikilvægastur liði sínu
í Islandsmótinu. Leikmennirnir
kusu sfðan, og hér er hún. En
þetta með verðlaunin stendur allt
til bóta. Nú hrúgast þau inn f
vetur og ég er búinn að koma mér
upp hillu til að vera við öllu bú-
inn. Og nú glotti Birgir mikið.
En f fyrra munaði litlu, að Birg-
ir yrði lslandsmeistari f fyrsta
skipti. Það voru tvö misheppnuð
vftaskot, sem komu f veg fyrir
það.
— Maður er nú orðinn ýmsu
vanur eftir öll þessi ár, en þvf er
ekki að neita, að spennan var mik-
il meðan vítaskotin voru tekin, og
óneitanlega hefði verið gaman að
hljóta Islandsmeistaratitil eftir
allt puðið í öll þessi ár.
SlÐASTI VETURINN
— Þetta verður örugglega
síðasta árið mitt f m.fl. Tíminn,
sem í þetta fer, er mikill, og væri
raunar ekki hægt fyrir fjölskyldu-
mann nema hann ætti skilnings-
ríka eiginkonu eins og ég á.
Maður hefur oft æft á hverju
kvöldi vikum saman, og rétt
komið heim til sín til að sofa. Það
er kominn timi til að snúa sér að
fjölskyldunni.
Þó geri ég mér grein fyrir þvf,
að það verður erfitt að hætta
alveg, ætli maður snúi sér ekki
bara að þjálfun eitthvað, til að
slíta ekki alveg öll tengsl við
körfuboltann. gk.
Boltanum er fylgt vel eftir, og hér hangir Birgir f körfuhringnum 305
sm frá gólfi. Bræðurnir Sveinn og Björn Christenssen fylgjast vel með
öllu.
SNÆFELL VANN HSK í FRAMLENGINGU
ÞAU LIÐ sem af allflestum eru
orðuð við botnbaráttuna f körfu-
boltanum í vetur, Snæfell og HSK
léku fyrri leik sinn um helgina.
Eftir mjög jafnan og spennandi
leik sem lauk með jafntefli 54:54
tókst Snæfelli að merja sigur á
sfðustu sek. framlengingar og
sigra með einu stigi 65:64. Þórður
Njálsson tók tvö vítaskot fyrir
Snæfell á lokasek. framlengingar-
innar og hitti í þeim báðum.
Staðan breyttist því út 64:63 fyrir
HSK f 65:64 fyrir Snæfell, og hin
dýrmætu stig þessa leiks féllu
„Hólmurunum“ í skaut. Ekki
voru þó allir ánægðir með þessi
málalok, margir vildu meina að
HSK maður hefði átt a.m.k. rétt á
vftaskotum um leið og leikurinn
var flautaður af, en dómarar
leiksins voru á öðru máli og töldu
að leiktfminn hefði verið útrunn-
inn þegar brotið var á HSK mann-
inum.
Annars leit ekki svo illa út fyrir
HSK, þeir voru 12 stig yfir um
miðjan fyrri hálfleik 24:12, en
þeir Kristján Ágústsson og Eirík-
ur Jónsson löguðu stöðuna fyrir
Snæfell þannig að í hálfleik var
hún 26:20 fyrir HSK. — Snæfell
jafnaði síðan fljótlega í byrjun
s.h. og eftir það var allt í járnum.
Það var svo „kapteinninn" Einar
Sigfússon sem jafnaði fyrir Snæ-
fell á síðustu sek. leiksins og gaf
þar með tóninn fyrir liðsmenn
sína í framlenginguna. Þar
komust þeir strax yfir 63:60 en
HSK jafnaði og konist yfir 64:63.
Og svo kom Þórður Njálsson inn á
í leikslok og skaut hinum dýr-
mætu stigum leiksins til Stykkis-
hólms með tveim örugglega tekn-
um vitaskotum á lokasek. leiks-
ins.
Stigin: Snæfell: Eiríkur Jóns-
son 20, Kristján Agústsson 19,
Einar Sigfússon 14, Bjartmar
Bjarnason 6, Sigurður Hjörleifs-
son 4, Þórður Njálsson 2. — HSK:
Birkir Þorkelsson 17, Gunnar Jóa-
kimsson 15, Stefán Hallgrímsson
10, Guðmundur Svavarsson og
Bjarni Þorkelsson 8 hvor, Gunnar
Arnason 4, Gunnar Bjarnason 2.
gk.
KR-INGAR UNNU VALSMENN 94-81
íslandsmeistarar KR
hófu vörn titilsins med
leik gegn Val um helgina.
Eftir skemmtilega viður-
eign, og jafna framan af
tókst KR að sigra í leikn-
um með 94 stigum gegn 81.
KR-ingar komu mjög
skemmtilega frá þessum
leik, það var mikil og góð
barátta í liðinu, og þrátt
fyrir góðan ieik Vals-
manna tókst þeim ekki að
sjá við Vesturbæjarliðinu.
KR tók strax forustuna í leikn-
um, og urn miðjan fyrri hálfleik
var staðan 24:17. Stuttu síðar var
staðan 30:25, en í hálfleik munaði
8 stigum, 44:36 fyrir KR.
Það var ntikil barátta í Valslið-
inu í seinni hálfleik, en þrátt fyrir
það tókst þeim ekki að minnka
bilið nema i 7 stiga mun. KR-ingar
voru mjög friskir, hraðaupphlaup
þeirra voru oft á tiðum rnjög
skemmtileg, og maður gegn
manni í vörninni kom vel út.
Það fór því svo að undir lok
leiksins bættu KR-ingarnir held-
ur við forskotið, og leiknum lauk
meó góðum sigri þeirra 94:81.
Kolbeinn Pálsson átti ntjög góð-
an leik aó þessu sinni, var iðinn
við að „stela" boltanum í vörn-
inni, hann var allt í öllu í hraða-
upphlaupunum, og svo skoraði
hann 30 stig. Kristinn Stefánsson
var einnig góður, sömuleiðis
Bjarni Jóhannesson. Þórir
Magnússon lék þarna sinn fyrsta
leik á keppnistímabilinu og kont
út með 30 stig. Hann virðist litlu
hafa gleymt.
Stigahæstir: KR: Kolbeinn 30,
Kristinn og Bjarni 17 hvor, Bragi
Jónsson 14.
Valur: Þórir 30, Jóhannes
Magnússon 23, Kári Marísson 12.