Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 12.11.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974 23 Afmælishátíð Austra UNGMENNAFÉLAGIÐ Austri á Eskifirði hélt upp á 35 ára afmæli sitt sl. laugardag f Val- höll á Eskifirði. Félagið var stofnað haustið 1939 og var félagahópurinn I fyrstu ekki stór, en hefur aukist síðan jafnt og þétt, og telur nú um 100—130 félaga. Austri leggur einkum stund á knattspyrnu, en einnig handknattleik, körfu- knattleik, blak og skíðafþróttir. í sumar sem leið náðu knatL spyrnuflokkar frá félaginu athyglisverðum árangri. Meist- araflokkur félagsins komst í úr- slit i 3. deildar keppninni og 5. flokkur þess komst í úrslit í íslandsmótinu. Fóru báðir flokkarnir til Reykjavíkur til þátttöku í úrslitakeppni og lentu þar í þriðja sæti. Fimmti flokkur félagsins í knattspyrnu vann síðan Austf jarðamót þessa aldursflokks skömmu síðar. Má af þessu ljóst vera að Austri á efnilegt iþröttafólk og getur litið björtum augum til framtiðarinnar. Á afmælishátiðinni var haldið samsæti og bárust félag- inu þá margar góðar gjafir, m.a. 35 þúsund krónur frá bæjar- stjórn Eskifjarðar. Þá var hinn kunni velgerðar- maður knattspyrnunnar á Eski- firði, Jónatan Helgason, heiðr- aður, en hann er jafnframt fyrsti heiðursfélagi Austra. Þá var og Ragnar ÞorsteinsSon kennari gerður að heiðurs- félaga, en hann er nú búsettur í Reykjavík. Við þetta sama tæki- færi færði Valtýr Guðmunds- son, sýslumaður, drengjum úr 5. flokki verðlaunapeninga sem hann gaf sjálfur. Veizlustjóri . á þessari afmælishátíð var Kristján Ing- ólfsson, námsstjóri Austur- lands, fyrrverandi formaður UlA. Núverandi stjórn UMF Austra skipa: Guðmundur Gíslason formaður, Jóhanna Hallgrimsdóttir gjaldkeri, Helgi Sigurgeirsson varafor- maður, Stefán Kristinsson rit- ari og Þórey D. Pálmadóttir meðstjórnandi. Jóhann Clausen, bæjarstjóri á Eskifirði, afhendir formanni og gjaldkera Austra, gjafir á afmælishátfðinni. (Ljósm. Vilberg Guðnason) Evrópumeistararnir töpuðu Rúmenska meistaraliðið Steaua Búkarest, vann óvæntan sigur yfir Evrópumeisturunum, 1. Maí frá Moskvu, 1 fyrri leik liðanna 1 sextán Iiða úrslitum Evrópu- bikarkeppninnar 1 handknattleik, sem fram fór 1 Moskvu á sunnu- daginn. Hafði rúmenska liðið yfir i leiknum alveg frá upphafi og sigraði 24—22, eftir að staðan hafði verið 14—13, þvf I vil f háifleik. Benda þessi úrslit til þess að rúmenska liðið sé nú geysilega sterkt, þar sem það mun heyra til algjörrar undan- tekningar að sovézka liðið tapi leik á heimavelli sfnum. Mikil harka var f leiknum í Moskvu og var sex leikmönnum vfsað af velli f tvær mínútur. Sagt var, að bæði liðin hefðu leikið mjög góðan sóknarleik, og gert falleg mörk, en varnirnar hefðu verið slakari en tftt er hjá svo sterkum liðum. Telja má öruggt að Steaua kom- ist f átta liða úrslitin. Seinni leik- ur liðanna fer fram í Rúmeníu 30. nóvember n.k. • * • ♦ V.#- Lyftinga- heims- met HINN 27 ára sovézki lyftingamað- ur David Rigert setti um sfðustu helgi þrjú ný heimsmet í lyft- ingum á móti, sem fram fór í Umdurt. Rigert keppir í milli- þungavigtarflokki og lyfti hann 175,5 kg f snörun, 215,5 f jafnhött- un og því samanlagt 390 kg. Sjálfur átti Rigert eldri metin og hafði hann sett tvö þeirra á heimsmeistaramótinu f Manila, en þar lyfti hann 215 kg f jafn- höttun og 387,5 kg samanlagt. Leiðbeinendanámskeið í íþróttum fyrir fatlaða DAGANA 11.—16. des n.k. verður efnt til leiðbeinendanámskeiðs I (þróttum fyrir fatlaða. Fer námskeið- ið fram i Álftamýrarskólanum, en Fræðsluráð Reykjavíkur hefur sýnt þá vinsemd að leggja til húsnæði. íþróttasamband fslands efnir til námskeiðsins i samstarfi við íþrótta- kennarafélag íslands og Félag íslenzkra sjúkraþjálfara, en stjórnandi og aðal- kennari verður Magnús H Ólafsson, íþróttakennari. Magnús er ráðunautur ÍSÍ i þessum efnum og dvaldi m.a. sl. vor á Norðurlöndum og í Englandi til að kynna sér íþróttir fatlaðra Honum til aðstoðar verða Guðmundur Þórarinsson, íþróttakennari og Erla Kolbrún Kristinsdóttir, sjúkraþjálfari Kennslan verður bæði verkleg og bókleg. Læknar munu flytja erindi og jafnframt verður kynning á félagslegri aðstöðu fatlaðra. Lögð verður áherzla á kynningu og æfingu ýmissa íþróttagreina, sem henta vel fötluðu fólki. Námskeiðið er einkum ætlað Iþrótta- kennurum og sjúkraþjálfurum, en auk þess áhugafólki um þessi mál, ef aðstaða leyfir Kennslan fer fram dag- lega kl. 9—5 og þátttökugjald er kr. 1.500.00 Væntanlegir þátttakendur þurfa að láta skrá sig og senda þátttökugjald til skrifstöfu ÍSl í Laugardal fyrir 1. desember n.k. og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning frá fSÍ). Góð nýting Þórarins 1 leiknum á sunnudaginn áttu FH-ingar samtals 27 skot aó marki St. Otmar, sem annaöhvort uróu mörk, eða að Svisslendingar náðu knettinum eftir þau. Viðar Símonarson átti flest skot, 9 tals- ins og skoraði hann úr 7 þeirra. Geir Hallsteinsson átti 6 skot og 4 mörk, Gunnar Einarsson 4 skot og 1 mark, Jón Gestur 2 skot og 1 mark, Þórarinn Ragnarson 6 skot og 6 mörk (Glæsileg útkoma það.) Svissneski markvörðurinn varði sex skot, þannig að lið hans fékk knöttinn eftir þau. Geir átti tvö þessara skota, Viöar 1, Gunn- ar 2 og Jón Gestur 1. Tvö skot FH-inga lentu i stöng. Þau áttu Gunnar og Viðar. Fjögur vftaköst fengu FH-ingar í leiknum sem öll heppnuðust. Þrjú þessara vftakasta voru dæmd á brot sem framin voru á Arna Guðjónssyni og eitt á Geir Hallsteinssyni. Að lokum: Það svartasta f leik FH-inga. Þeir töpuðu knettinum eigi sjaldnar en 12 sinnum til Svisslendinga fyrir klaufaskap. Þarna áttu hlut að máli: Viðar Sfmonarson 5 sinnum, Geir Hall- steinsson 3 sinnum, og Jón Gest- ur, Kristján, Örn og Arni í sitt skiptið hver. Samtals vörðu svo markverðir FH, 11 skot, þannig að FH fékk knöttinn. Birgir varði 9 þessara skota, enda f marki lengst af, en Hjalti varði 2. Húsið var til reiðu 1 tilefni fréttar f Morgunblað- inu á laugardaginn, um að ekki hefði verið unnt fyrir FH-inga að fresta leik sfnum við St. Otmar til sunnudags, þar sem þá hefði Laugardalshöllin ekki verið til reiðu, óskuðu forráðamenn Hallarinnar eftir því að það kæmi fram, að allt hefði verið gert til þess að greiða fyrir þvf að FHing- ar fengju húsið. Hefði það verið upprunalega ósk frá þeim sjálf- um að leikurinn færi fram kl. 19.30 á laugardagskvöld, en þegar Svisslendingarnir komust ekki til landsins f tæka tíð, var þegar tek- ið til við að koma málum þannig fyrir að leikurinn gæti farið fram á sunnudag, en til þess varð að fresta leikjum f Reykjavfkurmót- inu f handknattleik. Forráðamenn FH-liðsins óskuðu einnig eftir því að þakk- læti yrði komið á framfæri til handknattleiksforystunnar f Reykjavík fyrir það hversu vel hún hefði brugðist við í vandræð- um þeim er af því hlutust að Svisslendingarnir komust ekki til landsins á þeim tíma sem ætlaður var. — John Richards Framhald af bls. 19 fyrir hrósyrðin sagði McGarry: „Þú getur leikið helmingi betur en þú hefir gert til þessa.“ Ef til vill átti þetta að hafa sálfræðileg áhrif á Richards, og ef svo var, þá verkaði bragðið vel. Hann var settur í varaliðið um sinn. Þegar hann fékk aftur sæti f aðalliðinu, var fyrsti leikurinn gegn Derby. Hann var ákveðinn f að sýna getu sína, og gerði það eft’> minnilega. Úlfarnir sigruðu með 2—1 og Richards skoraði bæði mörkin. A þessu leiktímabili stefn- ir Richards að því að vinna aftur það sjálfstraust sem hann tapaði f fyrra þegar allt gekk honum f óhag. Og betri byrjun hefur hann vart getað fengið. Þegar í fyrsta leik sfnum í haust skoraði hann áður en 5 mín. voru liðnar. Það var f leik gegn Burnley sem Ulfarnir sigruðu með tveimur mörk- um gegn einu. A s.I. ári vonaðist Richard til að vinna sér fast sæti f enska landsliðinu, en hann hefir þegar leikið nokkra leiki fyrir Englands hönd. En sætið varð ekki hans, einkum vegna þess hversu örðuglega honum gekk fyrir framan mark andstæðing- anna. Þórarinn Ragnarsson átti mjög góðan leik með FH-liðinu, bæði f sókn og vörn. Þarna fer hann inn úr horninu og skorar eitt marka sinna. (Ljósm. Mbl. Friðþjófur) — FH sigraði Framhald af bls. 17 St. Otmar ytra, og að þeir eigi erindi lengra í þessari Evrópu- keppni. Hingað til hefur liðið ekki náð að sýna það sem maður átti von á að það sýndi, en það hlýtur að vera aðeins spurning um tíma, hvenær það springur út. Gallarnir í leik liðsins eru ekki það stórvægilegir aó það ætti ekki að taka langan tíma að lagfæra þá. 1 STUTTU MÁLl: EVRÓPUBIKARKEPPNIN I HANDKNATTLEIK: Laugardalshöll 10. nóvember. URSLIT: FH — ST. OTMAR 19—14 (12—5) Gangur leiksins: Mín. FH ST. OTMAR 1. Geir 1:0 2. Vidar 2:0 3. 2:1 Berger 8. 2:2 Stahlberger 9. Gunnar(v) 3:2 10. Vidar(v) 4:2 14. 4:3 Winistörfer 14. Geir 5:3 15. Geir 6:3 20. 6:4 Notter 20. Þórarinn 7:4 21. Þórarinn (v) 8:4 24. Þórarinn 9:4 25. 9:5 Jehle 26. Viðar 10:5 28. Viðar 11:5 30. Viðar Hálfleikur 12:5 36. 12:6 Stahlbergei 38. 12:7 Notter (v) 41. Viðar 13:7 42. Geir 14:7 42. 14:8 Thaler 43. Viðar 15:8 45. 15:9 Jehle 46. 15:10 Notter 46. Jón 16:10 47. 16:11 Jehle 50. 16:12 Stahlberger 51. 16:13 Notter 52. Þórarinn 17:13 56. Þórarinn 18:13 60. Þórarinn (v) 19:13 60. 19:14 Jehle Mörk FH: Viðar Símonarson 17, Þórarinn Ragnarsson 6, Geir Hall- steinsson 4., Gunnar Einarsson 1, Jón Gestur Viggósson 1. Mörk St. Otmar: Peter Notter 4, Herbert Thaler 3, Urs Stahlberg- er 3, Robert Jehle 3, Urs Wini- störfer 1. Brottvfsanir af velli: Örn Sigurðsson og Gils Stefánsson FH í 2 min. Misheppnuð vítaköst: Engin. Dómarar: Nilsson og Ohlsson frá Svíþjóð og dærndu þeir nær algjörlega óáófinnanlega. stjl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.