Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974
25
Viðtal við framkvæmdastjóra FSV:
Hér birtist sföari hluti viðtals við Jón T. Bjarnason, framkvæmdastjóra Fjóðrungssambands
Vestfirðinga, um samgöngur við landsfjórðunginn og innan hans. Fyrri hluti viðtalsins fjallaði um
landsamgöngur en hér verða flug- og sjósamgöngur teknar til meðferðar. Viðtöl þessi lýsa annars
vegar samgöngum fjórðungsins eins og þær eru f dag en hins vegar er og bent á umbætur, sem
æskilegt væri að kæmust til framkvæmda f náinni framtfð. Frásögn framkvæmdastjórans verður nú
efnislegarakin.
Á VESTFJÖRÐUM eru milli 20
og 30 flugvellir, ef taldar eru
allar brautir, sem notaðar eru
til sjúkra- og neyðarflugs.
Stærstu flugvellirnir eru á
Isafirði, Þingeyri og Patreks-
firði. Eru þeir allir nægilega
stórir fyrir Fokker Friendship
flugvélar. Aðrir flugvellir, sem
hvað mest eru notaðir, eru á
Reykjanesi við Isafjarðardjúp,
Hólmavík, Gjögri, Holti í
Önundarfirði og Bíldudal.
Hafin er gerð hliðstæðra flug-
valla við Tálknafjörð og Suður-
eyri í Súgandafirði.
Margir aðrir flugvellir eru
einnig notaðir við leiguflug
með farþega, og gegna veiga-
miklu hlutverki fyrir flug i
sjúkra- og neyðartilfellum.
Flugfélag Islands h.f. hefir
sérleyfi til áætlunarflugs frá
Reykjavík til Isafjarðar, Þing-
eyrar og Patreksfjarðar. Enn-
fremur hefir félagið tvær áætl-
unarflugferðir í viku hverri
milli Isaf jarðar og Akureyrar.
S.l. sumar hafði félagið 12
vikulegar áætlunarferðir milli
Reykjavíkur og ísafjarðar,
þrjár ferðir til Patreksfjarðar
og tværtil Þingeyrar, auk þess
sem áætlunarflugvél frá ísa-
firði lenti á Þingeyri einu sinni
I viku, á leið til Reykjavíkur.
Auk þess voru flognar auka-
ferðir eftir þörfum til isa-
fjaróar.
Á komandi vetri verða 9 áætl-
unarferðir frá Reykjavík til
isafjaróar, þrjár til Patreks-
fjarðar og tvær til Þingeyrar.
Þá verða einnig áfram tvær
vikulegar flugferóir milli ísa-
fjarðar og Akureyrar.
i tengslum við áætlunarflug
Flugfélagsins eru fastar áætl-
unarferðir bifreiða til nærliggj-
andi þéttbýlisstaða, þegar færð
leyfir.
Á árinu 1973 var þjónusta
Flugfélagsins i stórum dráttum
sem hér segir: Á flugleiðinni
Reykjavik—Isfjörður—Reykja-
vík vor fluttir 24542 farþegar
og 978 tonn af vörum og pósti.
Á flugleiðinni Reykjavík—Pat-
reksfjörður—Reykjavík voru
fluttir 5445 farþegar og 272
tonnafvörum og pósti. Á flug-
leiðinni Reykjavík—Þing-
eyri—Reykjavík voru fluttir
1292 farþegar og 62 tonn af
vörum og pósti. Auk þess var
um að ræða nokkra flutninga á
farþegum og vörum milli þess-
ara þriggja staða.
Flugfélagið Vængir h.f. held-
ur uppi áætlunarflugi frá
Reykjavík til Hólmavíkur,
Gjögurs í Strandasýslu og Holts
I Önundarfirði, og rætt hefir
verið um að félagið taki upp
áætlunarflugferðir til Bíldu-
dals. Flognar hafa verið tvær
ferðir í hverri viku til Hólma-
vikur og Gjögurs en þrjár viku-
legar ferðir að Holti. Enn-
fremur hafa flugvélar félagsins
lent á öðrum flugvöllum og
tekið farþega til Reykjavíkur
og milli staða eftir atvikum. Þá
hefir félagið veitt umtalsverða
þjónustu varðandi leiguflug.
Óhætt er að fullyrða, að þjón-
usta sú, sem félagið hefir veitt
fyrrgreindum stöðum, hefir
verió mikils virði fyrir íbúana.
Flugfélagið Ernir h.f. hefir
aðsetur á ísafjarðarflugvelli og
hefir átt tvær flugvélar lengst
af, s.l. sex ár. Þjónusta félags-
ins við Vestfirðinga og ýmsa
aóra landsmenn hefir verið
ómetanleg. Félagið hefir haldið
uppi reglubundum áætlunar-
ferðum með póst og farþega frá
Isafirði til Holts í Önundarfirði,
Þingeyrar, Bíldudals og Pat-
reksfjarðar, auk umfangsmikils
leiguflugs viðsvegar um Vest-
firði. Flestar ferðir hafa verið
Strjálbýli
sinar miklu hærra verði en i
Reykjavík. Sá aukakostnaður,
sem þannig þarf að greiða, jafn-
gildir verulegum hluta af
endurnýjunarverði flugvél-
anna, sem notaðar eru við þessa
þjónustu. Verður að gera þá
lágmarkskröfu að þessi flug- •
rekstur njóti verójöfnunar á
eldsneyti til jafns við einstakl-
inga og fyrirtæki, sem fá
annarskonar eldsneyti keypt á
jöfnu verói, hvar sem er á land-
inu.
SAMGÖNGUR A SJÓ:
Skip Skipaútgerðar ríkisins
flytja vörur til og frá Vestfjörð-
um, samkvæmt fastri áætlun.
Sá háttur er á þessum ferðum,
að annað strandferðaskipanna
siglir réttsælis en hitt rang-
sælis umhverfis landið. Með
þeim hætti á hvort þeirra um
sig viódvöl á Vestfjarðahöfnum
sem svarar á 12—13 daga fresti,
Flug- og sjósamgöngur
við Vestfirði
flognar á flugvellinum við Isa-
fjarðardjúp, einkum við
Reykjanesskóla. Hafa slíkar
flugferðir orðið yfir 400 á ári.
Síðast, en ekki sízt, hefir fé-
lagið séð fyrir mjög mikilvægri
sjúkra- og neyðarflugþjónustu
fyrir Vestfirðinga, þar sem
flutt hefir verið slasað og sjúkt
fólk til sjúkrahúsa á Vestfjörð-
um og í Reykjavík. Slíkar flug-
ferðir hafa skipt mörgum tug-
um á ári. Þar fyrir utan eru
fjölmargar flugferðir með
lækna og lyf, m.a. til að bæta úr
læknaskorti, sem hefir verið til-
finnanlegur á Vestf jörðum.
UMBÆTUR
í FLUGMALUM:
Ljóst er, að flugrekstur
þjónar nú bezt farþegaflutn-
ingum til og frá Vestfjörðum og
innan þeirra. Er því nauðsyn-
legt að flugvöllur verði við öll
þau þéttbýlissveitarfélög, þar
sem slíkar aðstæður eru fyrir
hendi, og auk þess nægilega
margir nothæfir flugvellir í
dreifbýlli sveitum, sem nægja
fyrir sjúkraflug, leiguflug og
áætlunarflug minni flugvéla.
Hafin er flugvallarferð í
Tálknafirði og við Suðureyri í
Súgandafirði. Er mikilvægt að
hægt sé að taka þá í notkun sem
allra fyrst.
Þörf er á að endurbæta til
muna margar hinar minni flug-
brautir á Vestfjörðum, einkum
til að bægja frá vatni og fá
harðara og sléttara yfirborð á
brautirnar og lengja sumar
þeirra, eins og t.d. á Hólmavik.
Bæta þarf aðflugsskilyrði við
marga hina minni flugvelli,
m.a. með radíóvitum og far-
þegaskýli vantar víðast hvar.
Á Patreksfirði vantar tals-
vert á, að farþegaskýlið sé full-
nægjandi. Talin er þörf á að
Síðari hluti
malbika flugvellina á isafirði
og Patreksfirði og væntanlega
einnig á Þingeyri, þar sem
þungar flugvélar lenda. Víðast
hvar eru ekki fyrir hendi ljós,
sem setja má á brautirnar,
þegar nauðsynlegt reynist að
lenda í myrkri vegna slysa- og
sjúkratilfella. Margskonar
annan öryggisbúnað vantar
a.m.k. á flesta hina minni flug-
velli.
Að lokum skal það undir-
strikað, að þjónusta sú, sem
minni flugfélögin veita hinum
drefðari byggðum, er ákaflega
mikils virði, einkum og sér i
lagi sú þjónusta, sem sífellt er
fyrir hendi fyrirvaralaust til að
leysa úr bráðum vanda í sjúkra-
og slysatilfellum og til að leysa
innbyrðis samgöngur milli
staða innan Vestfjarða. Jafn-
framt þurfa ráðamenn að gera
sér grein fyrir, að þeir menn,
sem leggja sig fram við að veita
þessa þjónustu, eiga við ýmsa
rekstrarerfiðleika að etja, m.a.
vegna þess, að þeir þurfa að
kaupa eldsneyti á flugvélar
annað á suðurleið, hitt á
norðurleið.
Enda þótt Skipaútgerð ríkis-
ins sé sá vöruflytjandi, sem
veitir jafnasta þjónustu árið
um kring, verður ekki framhjá
þvi litið, að þjónustan er að
ýmsu leyti lakari nú en áður,
t.d. eru ferðir nú strjálli, en það
er öfugstreymi miðað við vax-
andi kröfur um þjónustuhraða
á öllum sviðum, og fullnægir
ekki þörfum stóraukins at-
vinnurekstrar, hvað snertir
flutning á fjárfestingar- og
rekstrarvörum, t.d. byggingar-
efni, varahlutum, umbúðum
o.fl. Eru nú uppi háværar
kröfur um, að þessi þjónusta
verði aukin, svo hún fullnægi
þörfum nútíma atvinnu-
reksturs, verzlunar og neyt-
enda.
Bent hefir verið á ýmsa aðra
annmarka á þessari þjónustu,
t.d. varðandi aðstöðu til vöru-
móttöku i Reykjavík, sem er til
baka fyrir flytjendur, vöru-
sendendur og vörumóttak-
endur. Talsverð brögð eru á
því, að neitað sé að vetrarlagi
að flytja vörur, sem ekki þola
frost, sem m.a. leiðir af vanbún-
aði skipanna til að flytja slíkar
vörur. Þá er talið skorta á, að
beitt sé þeirri tækni og umbún-
aði við þessa vöruflutninga,
sem í senn tefur afgreiðslu
skipanna og eykur tjónahættu
að mun.
H.f. Eimskipafélag Íslands
annast fyrst og fremst vöru-
Vestfirðir leggja til um f jórðung freðfiskútflutningsins. Hér eru tveir Vestfjarðatogarar við bryggju á
isafirði annar f heimahöfn (nær), hinn frá Þingeyri.
flutninga frá Vestfjörðum, þ.e.
flytur framleiðsluvörur á
erlendan markað. Á árinu 1873
lestuðu skip félagsins um 19000
tonn af útflutningsvörum, fyrst
og fremst freðfiski, en vöru-
flutningar beint frá höfnum er-
lendis, án umhleðslu í Reykja-
vík, voru aðeins 1979 tonn, eða
rétt aðeins 10% miðað við út-
flutningsmagnið. Flutningur'
félagsins frá Reykjavík til Vest-
fjarðahafna er mjög litill. Helzt
er um að ræða vörur á erlend-
um farmskírteinum, sem
félagið uppskipar i Reykjavík,
og lætur síðan vörumóttak-
andann greiða, i flestum tilfell-
um uppskipunarkostnað í
Reykjavík og flutningsgjald til
viðkomandi hafnar frá Reykja-
vík. Slikum umskipunum fylgja
oft tafir á framhaldsflutningi
til baga fyrir móttakendur
vörusendinganna.
Skip Sambands fsl. sam-
vinnufélaga sigla án reglu-
bundinnar áætlunar til
Vestfjarða. Flutningur þeirra
er einkum þungavörur,
þ.e. lausir farmar, svo sem
salt, sekkjaðar matvörur og
fóðurvörur og ýmsar aðrar
vörur, sem lestaðar eru i er-
lendum höfnum og fluttar
beint á innlendar hafnir. Á
árinu 1973 losuðu Sambands-
skipin samtals 2.871 tonn af
vörum á Vestfjarðahöfnum og
lestuðu 2.330 tonn til flutnings
á erlendar hafnir. Til viðbótar
flytja Sambandsskipin mikið
magn af olíurn og bensíni til
Vestf jarðahafna.
Skip Hafskips h.f. koma
nokkuð til Vestfjarða, en upp-
lýsingar hafa ekki fengizt um
flutningsmagn þeirra. Mun þar
bæði vera um að ræða nokkurt
magn af vörum, sem flutt er
erlendis frá og einnig talsvert
um að þau taki vörur til út-
flutnings.
Ýms minniháttar skipafélög
senda af og til skip sín til Vest-
f jarða, en einkum eru þau skip
að sækja útflutningsafurðir.
M.s. Fagranes er vandað og
vel búið 150 smálesta farþega-
og vöruflutningaskip, sem
heldur uppi flutningaþjónustu
við norðanverða Vestfirði.
Skipið er eign hlutafélagsins
Djúpbáturinn, en aðalhluthafar
í því félagi eru ísafjarðar-
sýslur, isafjarðarkaupstaður og
Kaupfélag ísfirðinga.
Ferðum skipsins er svo
háttað, að það fer þrjár áætl-
unarferðir frá isafirði um
Djúpið vikulega að sumarlagi,
og auk þess aukaferðir með bíla
og farþega eftir þörfum og af-
kastagetu skipsins. Yfir vetrar-
mánuðina er farnar tvær viku-
legar áætlunarferðir um isa-
f jarðardjúp, og auk þess farnar
tvær ferðir í viku hverri til
Súgandafjarðar og Önundar-
fjarðar, þegar Breiðdalsheiði
og Botnsheiði eru tepptar
vegna snjóa. Þegar Gemlufalls-
heiði teppist eru þessar ferðir
framlengdar til Dýraf jarðar.
Þjónusta m.s. Fagraness er
mjög mikilvæg. Auk farþega og
bifreiðaflutnings flytur skipið
mjólk og aðrar búsafurðir frá
framleiðendum til neytenda í
þéttbýlinu og ennfremur
rekstrar- og neyzluvörur til
bænda frá verzlunarstöðunum í
þéttbýlinu, og er auk þess
tengiliður milli byggðarlaga um
margskonar þjónustu, sem ein-
göngu er fyrir hendi á þétt-
býlisstöðunum, má m.a. nefna
heilbrigðisþjónustu.
Flóabáturinn Baldur i
Stykkishólmi heldur uppi áætl-
unarferðum milli Stykkishólms
og Brjánslækjar á Barðaströnd
með viðkomu í Breiðafjarðar-
eyjum. Að sumri til, mánuðina
júni—septembar, eru allt að
fjörar ferðir á viku hverri, en
að vetri til er ein föst áætlunar-
ferð á fyrrgreindri leið.
Veruleg ferðamannaumferð
er með Baldri að sumarlagi, og
nokkuð er um bilaflutninga
fyrir Patreksfirðinga og þeirra
nágranna, haust og vor, emðan
vegir eru ófærir í AusturBarða-
strandarsýslu.
sf.