Morgunblaðið - 12.11.1974, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1974
Rækjumagn heldur
minna en í fyrra
Rækjuveiðar voru stundaðar á
þrem veiðisvæðum á Vestfjörðum
í Október, Arnarfirði, ísafjarðar-
djúpi og Húnaflóa. Hófust veiðar
í Arnarfirði og Húnaflóa 1. októ-
ber, en 8. október í Isafjarðar-
djúpi. Varð heildaraflinn í októ-
ber 906 lestir af 82 bátum, en var í
fyrra 992 lestir af 71 bát, en þá
hófust veiðar á öllum stöðunum 1.
október.
Frá BTldudal voru nú gerðir út
14 bátar, og öfluðu þeir 127 lestir,
en i fyrra var afli 11 báta frá
Bíldudal 126 lestir. Aflahæstir
voru Vísir með 15,3 lestir, Jódis
Félag sjálf-
stæðismanna í
Austurbæ og
Norðurmýri
Aðalfundur Félags sjálf-
stæðismanna í Austurbæ
og Norðurmýri var haldinn
23. okt. s.l. og flutti Geir
Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, ræðu um stjórn-
málaviðhorfið og efnahags-
málin.
í stjórn voru kosnir: Ölafur
13,6 lestir, Helgi Magnússon 13,5
lestir og Þröstur 13,4 lestir.
Frá verstöðvunum við Isa-
fjarðardjúp voru gerðir út 55 bát-
ar, sem öfluðu 646 lestir. en í
fyrra var afli 49 báta 731 lest.
Aflahæstu bátarnir eru Örn með
17,9 lestir, Húni 17,4 iestir, Dynj-
andi 16,7 lestir, Halldór Sigurðs-
son 16,6 lestir og Engilráð 16,1
lest.
Frá Hólmavík og Drangsnesi
reru 13 bátar og öfluðu þeir 133
lestir, en í fyrra öfluðu 11 bátar
135 lestir í október. Bátarnir voru
allir með 10,2 lestir í mánuðinum.
Jensson formaður, Ragnar Fjalar
Lárusson varaformaður, Jakob
Hafstein fulltrúi félagsins í stjórn
Varðar, Gústaf B. Einarsson vara-
maður hans, Hermann Bridde rit-
ari, Hermann Hermannsson
gjaldkeri og Sigríður Asgeirsdótt-
ir meðstjórnandi.
Félagið var stofnað i janúar s.l.
eins og önnur hverfafélög sjálf-
stæðismanna í borginni. Það
efndi til tveggja almennra funda í
vor sem leið um málefni, er
snerta hag íbúa hverfisins, þar
sem ýmsir embættismenn borgar-
innar fluttu stutt erindi og
svöruðu fyrirspurnum. Voru
fundir þessir fjölsóttir og tókust
mjög vel. Félagið gaf út 3 tölublöð
af Félagsblaði og voru þar greinar
eftir flesta forystumenn flokks-
ins. — Markmið félagsins er ekki
aðeins að vinna á sviði stjórn-
málanna, heldur einnig að ýmsum
félagsmálum og hagsmunamálum
íbúa hverfisins.
Islandsdeild f Chicago.
r
Islenzkar tízkuvörur:
Söluherferð í Chicago liefnr gengið mjiig vel
SÖLUHERFERÐ á íslenzkum
tízkuvörum sem fyrirtækið Car-
sons Pirie Scott & Co Chicago
gengst fyrir um þessar mundir
hefur gengið mjög vel. t lok
september kom hingað öðru sinni
innkaupastjóri fyrirtækisins og
bætti við frumpantanir sfnar þar
eða sala fyrsta hálfa mánuðinn
sýndi að endurpöntunar yrði
þörf.
Söluherferð þessi er þríþætt:
Islandsdeildir hafa verið opnaðar
í sex stærstu vöruhúsum Carsons
víðsvegar í Chicago. Sérstökum
bæklingum um islenzku ullarvör-
urnar var dreift til yfir 300 þús.
fastra viðskiptavina og vörunum
verður gefið aukið rúm í jóla-
bæklingi fyrirtækisins „Bezt of
the vvorld", sem er dreift i 500
þús. eintökum.
Á hverju ári heldur þetta fyrir-
tæki sérstaka kynningu á erlendu
vöruúrvali undir nafninu „Bezt of
the World Import Fair“. í kvöld-
verðarboði vegna opnunar þess-
arar kynningar sem haldið verður
föstudaginn 8. nóvember n.k.
mun Haraldur Kröyer sendiherra
verða heiðursgestur.
Borgarstjóri Chicago hefur lýst
yfir sérstökum íslandsdegi
fimmtudaginn 14. nóvember.
Þann dag mun íslenzkur leik-
flokkur flytja samfellda dagskrá í
móttökusal stærstu verzlunarinn-
ar en leikflokkur þessi hefur
undanfarin sumur haldið uppi
skemmtunum á Hótel Loftleiðum
undir nafninu „Light Nights“.
Stjórnandi leikflokksins er
Kristín Magnús.
Litskuggamyndir frá islandi
verða sýndar í Islandsdeildinni og
islerizkur matur verður á boðstól-
um í veitingastofu vöruhússins.
Kona vön
hreingerningum
óskast
Upplýsingar á skrifstofunni; frá kl. 2—4.
ekki í síma.
Tjarnabúð
Vonarstræti 10, (Oddfellowhúsið).
Verkamenn
Verkamenn óskast í byggingavinnu að
Höfðabakka 9.
Upplýsingar i sima 83640 og á vinnu-
stað.
Staða
tónlistarstjóra
við Ríkisútvarpið er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsóknareyðublöð erL afhent í aðal-
skrifstofu Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4,
fimmtu hæð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist útvarpsstjóra fyrir
1 0. desember n.k.
Ríkisútvarpið.
Aívinna
Verkamenn óskast til starfa í verksmiðju
okkar við Sundahöfn. Fæði á staðnum.
Upplýsingar hjá verkstjóranum í síma
81907.
Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Rafvirkjar
Fyrirtæki okkar óskar að ráða mann á
aldrinum 23—30 ára með rafvirkja-
menntun til lagerstarfa sem fyrst.
Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu, sendi
eiginhandarumsókn með upplýsingum
um aldur og fyrri störf fyrir 22. þ.m. í
pósthólf 519.
SMITH & NORLAND H/F
Verkfræðingar — Innflytjendur
Pósthólf 519 — Reykjavík.
Verkamenn
óskast
Sambandið óskar að
ráða verkamenn
í byggingarvinnu.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í
síma 28200 og verkstjóri í síma 35751 .
Samband íslenzkra samvinnufé/aga.
Blikksmiðir
Vantar blikksmiði og vana aðstoðarmenn.
Einnig vanan mann á höggpressu.
Breiðfjörðs blikksmiðja h. f.,
Sigtúni 7,
sími 35557.
Verkamenn
óskum eftir verkamönnum. Mikil vinna.
Frítt fæði.
Upplýsingar í síma 33395 á kvöldin.
Staða
leiklistarstjóra
við Ríkisútvarpið er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsóknareyðublöð eru afhent í aðalskrif-
stofu Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4,
fimmtu hæð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist útvarpsstjóra fyrir
1 0. desember n.k.
Ríkisútvarpið.