Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 39

Morgunblaðið - 12.11.1974, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. NÖVEMBER 1974 31) Hafnarfjarð- arliðin unnu 1 GÆRKVÖLDI fóru fram tveir leikir 1. deildar keppni Islands- mótsins f handknattleik. FH sigraði IR með 19:18 (11:7) og Haukar unnu Gróttu 19:16 (8:10). — Arafat Framhaid af bls. 1 um sig hjá Sameinuðu þjóðunum af ótta við hermdarverk gegn sendinefnd PLO. Vegabréfsárit- unin setur Arafat það skilyrði, að hann fari ekki út fyrir 40 km radius frá miðborg Manhattan. Skoraði John Scali, sendiherra Sameinuðu þjóðanna, á New York-búa að efna ekki til mót- mælaaðgerða á meðan á dvöl Ara- fats stendur, sem leitt gætu til ofbeldisverka. Höfðu bandarískir embættismenn reynt að telja PLO-mennina á að dveljast í her- búðum einum í borginni eða strandgæzlustöð, en þeir neituðu að verða fluttir til og frá aðal- stöðvunum í þyrlu á þeim for- sendum, að það kæmi í veg fyrir samband við stjórnmálamenn og fréttamenn. — Krufning Framhald af bls. 40 bráðabirgðaniðurstaða leiddi ekki ljós neina ákveðna dánarorsök. Lokaniðurstöðu er varla að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Hefur því enn ekkert komið fram i mál- inu, sem sýnir hver er raunveru- leg dánarorsök, né hvort Benedikt heitinn hefur látizt af völdum ryskinganna, sem hann lenti í eða ekki. Þess skal að lokum getið vegna fréttarinnar í Mbl. s.l. sunnudag, að Benedikt heitinn var látinn þegar komið var með hann á slysadeild Borgarspítalans. — Blekktu Framhald af bls. 40 ekki talið ástæðu að tilkynna það, þar sem það bæri yfir land. Að þessum upplýsingum fengnum var þegar haft samband við björgunarsveitina Stakk á Suður- nesjum og björgunarsveitarmenn beðnir að fara niður að Hólmsnes- vita og leita svara við þessum ijósagangi þar. Á meðan þessu fór fram leituðu Þytur og vb. Vatns- nes KE grunnt með Hólmsberg- inu og lýstu upp bergið. Lögreglu- menn úr Keflavík fóru hins vegar niður á svonefnda Leiru, skammt frá golfvelli þeirra Keflvíkinga og könnuðu svæðið þar. Einnig gengu björgunarsveitarmenn fjörur. Þrátt fyrir itarlega leit kom ekkert fram er skýrt gæti þennan ljósagang, en helzt hölluðust menn að því um tíma að þar gæti hafa verið um sportbát að ræða, er hrektist undan álandsvindi upp í fjörur. Þegar hins vegar aðalstjórnstöð SVFÍ og skipstjór- inn á Þyt tóku að bera betur saman bækur sínar komust þeir að þeirri niðurstöðu, að þessi neyðarljós hefðu verið yfir landi. Lögreglan í Keflavík fór þá á vett- vang og skoðaði nánar öll verks- ummerki á Leirum. Fundu þeir þar þá nýleg hjólför eftir bíl, sem staðnæmzt hafði þar í fjörunni og menn augsýnilega stigið þar út. Var þá fullvist talið, að þessir menn, hverjir sem þeir voru, hafi skotið upp merkjablysi í þvi skyni einu að blekkja samborgarana. Það tókst þeim lika, en afleiðing- arnar voru þær að hópur sjálf- boðaliða eyddi dýrmætum tima til einskis. Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnarfélags- ins, sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær, að hann skorti orðtil að lýsa athæfi af þessu tagi. Þetta vaéri ekki í fyrsta skipti, sem blys- in væru notuð til að blekkja björgunarmenn og héldi svo fram sem horfði myndi svo geta farið, að menn hættu að taka mark á neyðarblysunum. Einasta huggun Hannesar var hversu vel björgunarkerfið virkaði þó i þessu tilfelli. — Alþingi Brotizt inn hjá ein- stæðum foreldrum Framhald af bls. 14 nýjar stöðvar væru reistar. Þrátt fyrir þetta þykir nauðsynlegt að veita ráðuneytinu heimild til þess að sporna gegn því, að vinnslu- stöðvar geti haft of mikil áhrif á sóknina með óhóflegri samkeppni um hráefnið, og þess vegna er tilkomið ákvæði 1. gr. um heimild ráðuneytisins til skiptingar afla milli vinnslustöðva. Þykir eðlilegt að treysta þvi að ráðuneytið beiti heimild þessari af varfærni þann- ig, að ekki verði um óeðlilega mismunun að ræða. Sama má segja um skiptingu heildarafla milli þeirra báta, em veiðileyfi hljóta, en ráðuneytið hefur nú um nokkurt skeið talið nauðsynlegt að setja ýmsar reglur um ákveðna hámarksveiði einstakra báta, án þess að slíkt hafi sætt andmælum viðkomandi aðila. ÞEGAR starfsstúlka hjá Félagi einstæðra foreldra kom á skrif- stofu félagsins f Traðarkotssundi 6 s.l. sunnudagskvöld, varð hún þess vör, að brotizt hafði verið inn á skrifstofuna og stolið tveimur bankabókum og tveimur ávfsana- heftum úr skrifborðsskúffu. Voru strax f gærmorgun gerðar viðeig- andi ráðstafanir, þannig að þjóf- arnir geta á engan hátt gert sér mat úr feng sínum. Það bezta, sem þeir gerðu, væri að sýna ein- stæðum foreldrum þá vinsemd að skila góssinu. Það var hsin tilviljun, að starfs- stúlkan átti erindi á skrifstofuna þetta kvöld. Aðalfundur félagsins var f gærkvöldi, og ætlaði endur- skoðandi að lfta á bækurnar fyrir fundinn, og var starfsstúlkan að sækja þær. Greip hún þá f tómt en fyrir bragðið var hægt að gera fyrrnefndar ráðstafanir f tæka tíð. Liklegt er talið, að þjófarnir hafi farið' inn um skrifstofu- glugga hjá Áfengisvarnarráði á 1. hæð hússins. Brutu þeir upp tvær hurðir á leið sinni til skrifstofu einstæðra foreldra. Þar rótuðu þeir heilmikið til, m.a. fluttu þeir öll húsgögn fram á gang. Stolið frá bad- mintonleikara 1 HAIIEGINU á fimmtudaginn var stolið tæplega 30 þúsund krónum frá manni, sem var að leika badminton f Laugardals- höll. Skildi hann veskið af óvar- kárni eftir f búningsherberginu, og var búið að tæma það þegar maðurinn kom þangað að leik lok .um. Sama dag var stolið tveimur hljóðnemum af Shuregerð úr kjallaraherbergi við Kleppsveg. Er verðmæti þeirra um 46 þúsund krónur. Daginn áóur var stolið rándýrum plötuspilara úr raf- tækjavinnustofu, sem eigandi hljóðnemanna rekur f öðrum hluta borgarinnar. Er tjón hans þvi tilfinnanlegt. Loftur Júlíusson látinn Framhald af bls. 2 hann til Englands og var á ensk- um togurum um tima. Árið 1947 varð hann svo fyrsti stýrimaður á Ingólfi Arnarsyni, fyrsta nýsköp- unartogaranum, og var á honum í nokkur ár. Á sjötta áratugnum var Loftur fenginn til Noregs í eitt ár sem ráðgjafi norskrar tog- araútgerðar, sem var þá að byggja upp togaraflota sinn. Þegar hann kom aftur heim varð hann 1. stýrimaður á Marz en i kringum 1960 fór Loftur aftur til Englands og var skipstjóri á brezkum verk- smiðjutogurum um fimm ára skeið. Þá sneri hann heim og var skipstjóri á Narfa um skeið eða allt þar til hann hætti sjó- mennsku. Eftir að Loftur kom í land helg- aði hann félags- og hagsmunamál- um sjómanna krafta sína og var nú siðustu árin formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar. Loftur var alla tíð ötull baráttumaður þess, að Islending- ar hæfu útgerð skuttogara og átti sæti í skuttogaranefnd. Þá átti Loftur sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins við síðustu borg- arstjórnarkosningar og var vara- borgarfulltrúi. Loftur lætur eftir sig konu og tvö uppkomin börn. — SLADE Framhald af bls. 2 undirtektir eru góðar. „Við viljum, að_allir áheyrendur taki þátt f fjörinu og skemmti sér," sagði Noddy. — Þeir félagar kváðu hljómíist sína ekki breytast ört, en hægt og sfgandi. Þeir væru þó að reyna að víkka út áheyr- endahóp sinn, reyndu að ná til eldra fólks líka. „Á hljómleikum i Evrópu fáum við áheyrendur frá 10 ára og upp í fertugt," sagði Noddy, „foreldrar koma með börnum sínum — og standa uppi á stólbökunum alveg eins og krakkarnir!" Að lokum var spurt, hvort Slade væri bezta hljómsveit heims. Noddy sagði hátt og ákveðið: „JÁ!“ og Dave Hill, gítarleikari, hló og sagði: „En sú spurning!" — Gosbrunnur Framhald af bls. 3 sagði, að staðsetning gosbrunnsins, sem Replogle sendiherra Bandaríkj- anna hefði viljað gefa Reykjavikur- borg, hefði aldrei komið til af- greiðslu I náttúruverndarnefnd eða umhverfismálaráði borgarinnar af þeirri einföldu ástæðu, að þegar sendiherrann kom hér i fyrrasumar og gengið var frá staðsetningunni I Tjörninni, hefðu verið kosningar Náttúruverndarnefnd fyrra kjörtíma- bils hefði verið orðin umboðslaus, en umhverfismálaráð samkvæmt nýrri tilhögun hefði ekki verið tekið við Siðan sagði Elin „Þegar ég hafði veður af því, að Sigurður Þór- arinsson hefði rætt þetta í Nátt — Ráðstefna Franthald af bls. 3 En ég vil einkum vekjá athygli á einum þætti matvælaeftirlits, sem er algjörlega vanræktur og það er reglubundið eftirlit með matvæl- um. Matareitranir eru augljóst dæmi um nauðsyn gerlaeftirlits. Hinsvegar er ekki jafnljóst af hverju efnaeftirlit er orðið mjög nauðsynlegt. Á siðustu áratugum hefur mat- vælaiðnaðurinn i vaxandi mæli notfært sér tækninýjungar í efna- fræði og efnaverkfræði. Jafnhliða vex fjöldi varhugaverðra efna, sem notuð eru i ýmsar tegundir matvæla. Sumt af þessum efnum eru aukaefni, eins og litarefni, rotvarnarefni og næringarsnauð fylliefni, en önnur eru aðskota- efni eins og skordýraeitur og úr- gangsefni af lífrænum og ólífræn- um uppruna, og valda skaða, oft á löngum tíma. Áhyggjum veldur einnig þungamálmsmengun i mat- vælum, þ.e. blý, kvikasilfur, kadmium o.fl. Sigmundur sagði síðan, að i nánasta umhverfi okkar væru oft eiturefni, sem yllu sjúkdómum, t.d. krabbameini, en við værum treg til að taka þessi efni alvar- lega. Við neyttum þessara eitur- efna árum saman þar til að likam- anum væri ofboðið og vanlíóan og veikindi kæmu i ljós. Matvæla- rannsóknir og eftirlit ieituðust við að koma í veg fyrir eða minnka hættuna af völdum óæski- legra eða skaðlegra efna i fæð- unni. Og æskilegt væri að stiga skrefið lengra og mæla magn nær- ingarefna í íslenzkri fæðu, þar sem rétt næringarefnasamsetning væri mikilvægur þáttur i heil- brigði mannsins, hefði áhrif á andlegan og líkamlegan þroská ungbarna og lyfjanotkun, t.d. notkun getnaðarvarnarpillu, gæti aukið hættuna á vissum vítamins- skorti og þannig haft óheppilegar afleiðingar f.vrir afkvaunið, sem síðar kynni að fæðast. En það væru ekki aðeins börn og ungl- ingar, sem væru næm fyrir nær- ingarskorti af viildum rangrar fæðusamsetningar. Fullorðnir og þá einkum eldra fólk þjáðist af skorti næringarefna. Að setningaira'ðu Sigmunds lokinni hófst flutningur eriiula, sem stóð i allan gaudag og voru flutt 13 erindi um ýmsa þauti málsins og umræður á milli. Fundarstjóri fyrir hádegi var Baldur Johnsen heilbrigðisfull- trúi og ritari I’álmi Stefánsson, en eftir hádegi stýrði Björn Dag- bjartsson fundi og ritari var Hiirð- ur Þormar, en þeir I’álmi og Hörður skipuðu auk Jóns Óttars Ragnarssonar undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. 1 dag verður fundi fram haldið i Kristalssal Hótel Loftleiða og þá fiutt 6 erindi fyrir hádegi. úruverndarráði og verið óhress, bjóst ég við, að ráðið myndi kannski senda okkur erindi um þetta, sem ekki varð Ég sagði nefndarmönnum þó frá þessu á fundi utan dagskrár, en þeir töldu ekki ástæðu til að hafa frumkvæði að því að skipta sér af málinu, enda borgarráð búið að samþykkja staðsetninguna Töldu þeir jafnvel, að það gæti orðið borgarbúum til ánægju að horfa á upplýsta vatnsbunu á þessum stað Þarna væri ekki um nein náttúru- spjöll að ræða Ekkert var bókað eða samþykkt um þetta Þess vegna svara ég þessari spurningu persónulega — og lýsi minni eigin skoðun á gosbrunninum og staðsetningu hans Ég er þv! sammála, að ekki sé um nein náttúruspjöll að ræða Gosbrunnur samanstendur af leiðslum og stútum ofan I vatninu, sem að sjálfsögðu eru færanlegir og á að hreyfa Ég held, að þeir geti ekki skemmt Tjörn- ina — miklu fremur að Tjörnin geti skemmt þá. því að þarna er mikil leðja, sem liklega stiflar þá æði ört -— auk þess sem rokið mun iðulega leggja bununa á hliðina, nema á góðviðrisdögum. En þá kem ég að gosbrunninum sem slikum Mér finnst köld vatns- buna eiga ákaflega illa við hér á íslandi, hvað þá ef köldu vatni er pusað upp úr köldu vatni I minum huga eru gosbrunnar skemmtileg útlend uppáfinning frá fyrri öldbm, einkum til nota í heitum löndum, þar sem vatnsniðurinn og úðinn gefa til kynna svala. Þessir gos- brunnar voru áður fyrr mikið tizku og eru orðnir hefð i heitari löndum Mér finnst lika notalegt að setjast á torg eða i skemmtigarð við niðandi vatn i hitanum i útlöndum. En frekar finnst mér köld vatnsbuna hrollvek] andi á voru Isa kalda landi, einkum þar sem hún á enga hefð Heitir hverir eru miklu fremur islenzkt fyr- irbrigði, sem hér á heima i islenzku landslagi En þetta er bara mín eigin tilfinning og' einkaskoðun á köldum gosbrunnum á íslandi — hvar sem er — Og ég geri mór Itka grein fyrir, að ég á ekki marga liðsmenn þar Það hefi ég heyrt, er ég ræði málið og ég virði að sjálf- sögðu skoðanir annarra, þeg- ar um smekk er að ræða Því það tel ég vera þarna Ég skil líka, að útiendur maður skuli finna til þess að við (slendingar eigum engan gosbrunn og telji, að okkur vanti hann mest af öllu og hafi þvi endilega viljað gefa okkur þetta leikfang Það hefur verið þegið og þakkað En náttúruspjöll get ég ekki talið stúta á fleka, sem lagður er undir vatnsborð í Tjörnina á sjmrin — ekki frekar en haustsýninguna á Austurvelli " r — Alitshnekkir Framhald af bls. 40 varð í framleiðslumagninu en núna eru þeir sem sagt komnir upp fyrir okkur, sem fram að þvi vorum taldir hafa beztu loðnuna." Guðjón var spuröur af þvi, hver myndi þurfa að greiða skaðabæt- ur, ef krafa um slfkt kærni frant — sjávarafurðadeildin sjálf eða framleiðslufyrirtækin á hennar vegum. Guðjón benti þá á, að SlS væri hér aðeins umboðssali og skaðabótakröfur hlytu að beinast að frandeiðendunum. Guðjón taldi, að málið myndi skýrast á næstu dögum og kvað hugsanlegt að sjávarafurðadeildin sendi skoðunarmann til Japans til að kynna sér alla málavexti. 1 lok næstu viku væri svo ráðgert að halda fund með framleiðendun- um, og vonandi yröu lagðar lín- urnar hvernig við þessu máli yrði brugðizt. I samtali viö Morgunblaðið sagði Guðmundur 11.Garðarsson, blaðafulltrúi Söiumiðstöövar hraðfrystihúsanna, að ekki væri enn tímabært að slá neinu föstu um endanlega kröfu af hálfu Jap- ana en málið væri nú í itarlegri EITITIVAD er að rofa til hjá is- lenzku bridgesveitinni, sent spilar á Evrópumótínu í Tel Aviv um þessar ntundir. I 10. umferð spil- uðu þeir við Norðmenn, sem berj- ast um efstu sætin, og töpuðu fyrir þeim 8—12. 1 11. untferð unnu þeir Hollendinga 12—8. athugun innan stjörnar Sll. Varð- andi þá spurningu hver kæmi til með að þurfa að greiða þessa skaðabótakröfu — heildarsamtiik- in sjálf eða einstakir framleiðend- ur innan þeirra sagði Guðmund- ur, að það væri mál, sem stjórn SH hlyti að taka afstiiðu til þegar endanleg niðurstaða lægi fyrir um stærð og untfang þessa máls. Varðandi afleiðingar þessa máls á frantvindu loðnufrystingar hérlendis sagði Guömundur, að þessi reynsla hlyli að hafa i för með sér sams konar viðbriigð og hjá Norðmönnum 1973 — „við verðum að gera enn harðari kriif- ur til sjálfra okkar um vandaöa framleiðslu og við þaðgetur fram leiðsluhraðinn ekki orðið oins ntikill, framleiðslan hlýtur að minnka samfara þvi sem gæði vörunnar eru betur tryggð," sagði Guðntundur. Guðmundur lagði áherzlu á, að islendingar va-ru nú að fara yfir reynslutimabil hvað snerti fryst- ingu loðnu, „og þess er að vænta að héðan af mogi trevsta á fram- leiðslu okkar," sagði hunn. llann upplýsti, að sölumiðstöðin yrði með fundi fyrir verkstjóra i frystihúsum i dag og á morgun. þar somfjallað yrðialmennt um framleiðsluna i frystihúsum, og á fimmtudag yrði sérstakur fundui nteð fulltrúum hraófrystihúsa innan SII er framleiddu loðnu. þar sem sérstaklega yrði fjallað um allt það helzta. er iyti að meðferð og frystingu loðnu og með sérstiiku tilliti til fenginnai reynslu. Tiipuðu naumlega fyrir Júgó- slövum 9—11 og í 14. umforö kom svo langþráður góður sigur gegn Irlandi, 16—4. Kftir 14 umferðir voru NonV menn efstir, þá Frakkar, Sviar og fyrrverandi Kvrópumeistarar. ítalir, voru-i 4. saúi. EM í bridge: NORÐMENN EFSTIR — ÍTALIR í 4. SÆTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.