Morgunblaðið - 15.11.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974 Lúðvfk Lúðvfksson verzlunarstjóri horfir yfir verzlunina f Skeifunni. (Ljósm. Úl. K.M.) Annarri greiðslu olíustyrks að ljúka ANNARRl greiðslu olfustyrks er um það bil að Ijúka, en hún er fyrir þriggja mánaða tfmabilið júnf, júlf og ágúst. Má sfðan gera ráð fyrir, að greiðsla fyrir þriðja tímabil hefjist eftir áramót, en það er tfmabilið september, október og nóvember. Styrkurinn er nú um 1.800 krónur á mann og fá sumir hálfan annan styrk, sem er þá 2.700 krónur á mann. Tekjur vegna þessara styrkja koma inn fyrir eitt söluskattsstig. Hver útborgun hefur samtals numið um 180 milljónum króna og greiðslur annast um 220 sveitarfélög á landinu. Greiðslur koma þetta mikið eftir á vegna mikillar vinnu við greiðslu styrkj- anna. Samtals verða greiðslurnar fjórar, síðasta greiðslan fyrir mánuðina desember, janúar og febrúar. Sumsstaðar hafa talsverð brögð orðið að því, að fólk hafi ekki sótt styrki, sem það á rétt á. Sjómannsefni á þingpöllum: Mótmæla námsaðstöðu og samningum við Þjóðverja Stórverzlun Hag- Allir fá afslátt til áramóta — kaups stækkuð um helming VERZLUN Hagkaups f Skeifunni hefur nú verið stækkuð um helm- ing og mun nú vafalaust vera stærsta verzlun landsins með 3600 fermetra gólfflöt. Að sögn forráðamanna Hagkaups hefur stækkunin í för með sér stórbætta aðstöðu jafnt fyrir kaupendur sem starfsfólk, greiðari leiðir um hinar ýmsu deildir verzlunarinn- ar, skjótari afgreiðslu þar sem kössum hefur verið fjölgað veru- lega og stóraukið vöruúrval f öll- um deildum. Þá eru nú komin malbikuð bflastæði umhverfis verzlunarhúsnæðið fyrir um 291 bifreið. Þessi stækkun á aðalverzlun Hagkaups ber upp á 15 ára af- mæli fyrirtækisins. Þaðhófstarf- semi sina sem póstverzlun árið 1959. Fimm árum síðar voru um- svif fyrirtækisins orðin svo mikil að það opnaði verzlun á Lækjar- götu 6B, sem enn er starfrækt og siðar einnig búðir á Akureyri og Vestmannaeyjum en hin síðar- nefnda hefur þó ekki verið opnuð aftur frá því að þar gaus. Árið 1970 fluttist svo Hagkaup í hið nýja húsnæði í Skeifunni og eru þar aðalbækistöðvar fyrirtækis- ins. Ýmsar frekari endurbætur eru fyrirhugaðar í nýja hús- næðinu, og t.d. er fyrirhugað að opna þar kaffistofu fyrir við- skiptavini. Þrátt fyrir stóraukin umsvif á undanförnum árum gegnir póstverzlun enn veiga- miklu hlutverki í rekstri fyrir- tækisins og auk þess rekur það eigin saumastofu. Þá framleiða tvær saumastofur á Hellu og Sel- fossi einvörðungu fyrir Hagkaup. Að sögn forráðamanna Hag- kaups er geysimikið verzlað í stóru verzluninni i Skeifunni. Meðalkaup hvers viðskiptavinar í verzluninni nema um 2 þúsund krónum og miðað við meðaldag- söluna fara um 4 þúsund kaup- Framhald á bls. 22 6. þing Sambands byggingamanna SJÖTTA þing Sambands bygg- ingamanna hefst I dag klukkan 16 f Víkingasa) Hótel Loftleiða, en sambandið er landssamband iðn- sveina f byggingaiðnaði og hús- gagnagerð. Sambandið er aðili að Alþýðusambandi Islands. Þing- inu lýkur á sunnudagskvöld. Á þinginu eiga sæti 60 fulltrúar frá 20 aðildarfélögum og deildum víðsvegar að af landinu. Aðalmál þingsins verða kjara- og atvinnu- mál, iðnnámið og menntunar- og fræðslumál. Gestir þingsins verða Málverk af sýningunni: Þingvellir. Steingrímur Sigurðsson opnar sýningu í Hamragörðum í DAG opnar Steingrfmur Sigurðsson listmálari málverka- sýningu f Hamragörðum, Hávalla- götu 24 (húsi Jónasar frá Hriflu) og er þetta 18. einkasýning Stein- grfms, en hann fór að stunda list- málun sem aðalstarf f desember 1966 samfara nokkurri blaða- mennsku. A sýningunni f Hamra- görðum eru 75 nýjar myndir, landslagsmyndir, abstraktmynd- ir, blómamyndir og portrett og eru flestar myndanna til sölu. 1 sambandi við sýninguna hefur forseti ASÍ, formaður Iðnnema- sambands Islands og fulltrúi frá Norræna byggingamannasam- bandinu. Samband byggingamanna varð 10 ára fyrr á þessu ári og verður afmælisins minnzt á þinginu. Nemendur úr Vélstjóra- og stýrimannaskóla fjölmenntu á þingpalla í gær, er á dagskrá var frumvarp til laga um ráðstafanir í sjávarútvegi. Jónas Árnason, al- þingismaður, las þingmönnum neðri deildar mótmæli þeirra, sem vóru þríþætt: gegn slæmum Slæmt veður í Siglufirði Siglufirði, 14. nóvember — SKUTTOGARINN Dagný landaði hér í dag 15 tonnum, en um borð eru 60 tonn af heilfrystum fiski, sem skipið mun sfðar sigla með á Bretlandsmarkað eins og það hef- ur gert undanfarið. Þá landaði Sigluvfk 20 til 25 tonnum og er hún að landa hér nú. Hér er mjög vont veður í dag og varð flugvél, sem ætlaði að lenda hér f dag, að lenda á Sauðárkróki og verða farþegar hingað sóttir þangað, ef færð leyfir. Er búizt við því, að bíll með drifi á öllum hjólum komist þessa leið, en í Fljótum, frá Hraunum og út að Skriðum, er mjög illfært. —Matthfas. aðbúnaði f viðkomandi skólum, gegn samningum við V-Þjóðverja um fiskiheimildir innan land- helgi og gegn meintri kjaraskerð- ingu sjómanna af völdum ákvæða frumvarps þess, er á dagskrá var. Klöppuðu pallgestir Jónasi lof í lófa fyrir upplesturinn. Forseti deildarinnar, Ragnhild- ur Helgadóttir, þakkaði pallgest- um komuna, og bað þá mæta sem oftast á fundi deildarinnar. Fulltrúar nemenda ræddu síð- an við menntamálaráöherra f þinghúsinu um klögumál sfn vegna aðbúnaðar í skólunum. endurkjörinn Jóhanna Kristjóns- dóttir, blaðamaður. I aóalstjórn voru kosin Þóra Stefánsdóttir, Steindór Hjartarson, Margrét Örnólfsdóttir og Ingibjörg Jónas- dóttir. I varastjórn voru kosin Egill R. Friðleifsson, Þórunn Friðriksdóttir og Stella Jóhanns- dóttir. Steingrímur gefið út sérstakt boðskort, sem unnið er og lit- greint í offsetmyndamótagerðinni Prisma í Hafnarfirði, en Hafnar- prent prentaði kortió. Innrömm- un myndanna á sýningunni var framkvæmd af innrömmun Eddu Borg í Hafnarfirði. Steingrímur Sigurðsson sagði í viðtali við Mbl. í gær að myndirn- ar væru afrakstur 3ja mánaða málaraleiðangurs, sem hann hefði tekið sér á hendur i sumar. Frá aðalfundi FEF Jóhanna Krist- jónsdóttir endur- kjörinn formaður AÐALFUNDUR Félags ein- stæðra foreldra var haldinn f Atthagasal Hótel Sögu 11. nóvem- ber. 1 ræðu formanns FEF kom fram, að um þessar mundir eru fimm ár liðin sfðan félagið var stofnað. Hefur það vaxið og dafnað sfðan og eru nú félagar f þvf hátt á þriðja þúsund. Auk þess var á starfsárinu stofnuð sér- stök Suðurnesjadeild innan sam- takanna. Formaður rifjaði upp helztu mál, sem hefðu verió á stefnuskrá við stofnun FEF og hVað áunnizt hefði. Þá var vikið að því, sem stjórn FEF hefði unnið að á liðnu starfsári og voru byggingarmál í brennidepli en unnið var að fram- gangi fjölmargra annarra mála einstæðra foreldra og barna þeirra. Auk þess hefur verið lagt kapp á að efla innanfélagsstarf og hefur það fallið í góðan jarðveg. Þá voru á aðalfundinum lögð fram endurskoðuð lög félagsins og voru þau samþykkt, svo og reikningar þess. Formaður var Tollurinn lækkar úr 15% í 3,7% t ALITI Kristjáns Ragnarsson- ar formanns LtU, um tilboð Vestur-Þjóðverja á bls. 3 f Mbl. f gær, urðu þau mistök f prentun, að sagt var, að tollar á okkar mikilvægustu fiskafurð- um til EBE-landanna lækkuðu á stuttum tima úr 15% f 7%, ef gengið yrði til samninga. Hið rétta er, að tollar eru nú af þorski, ýsu og karfa 15%. Ef samið yrði, lækkuðu þeir strax niður í 9%, niður í 5% 1. janú- ar 1975 og i 3,7% 1. janúar 1976 og yrði svo áfram. Þess tala, 3,7%, átti að standa í stað 7% 1 gær. Tollur af karfa er nú 8%, en yrði 5% strax og samið yrði, færi í 4% um næstu ára- mót og í 2% um áramótin 1975—76, og staðnæmdist þar. Leikritasafn eftir Hrafn Gunnlaugsson komið út Góð aðsókn Aðsókn að málverkasýningu Grímu að Klausturhólum við Lækjargötu hefur verið mjög góð. Nokkrar myndir hafa selzt á sýn- ingunni, sem yfirleitt hefur feng- ið góða dóma. Sýningunni lýkur á föstudag. 1 VIKUNNI kom út bók sem ber nafnið Saga af sjónum, en hér er um leikritasafn að ræða eftir Hrafn Gunnlaugsson. Nafn bók- arinnar er sótt til samnefnds sjónvarpsleikrits, sem sjónvarpið frumsýndi 1972. Bókin er gefin út af höfundi og er upplagið 200 eintök. Auk Sögu af sjónum, eru í bók- inni tvær ritgerðir um leikhús og leikritun, og framúrstefnuleikrit sem ber nafnið Þegar kinnhestur hneggjar, og er skýrgreint af höf- undi sem fallísk hetjusögn, sem klæða megi í ýmsa leikbúninga. Kinnhesturinn hefur ekki verið fluttur opinberlega. Saga af sjónum hlaut á sínum tíma heiðursviðurkenningu í leik- ritasamkeppni Leikfélags Reykja- víkur í tilefni 75 ára afmælis félagsins 1971. Leikritið hefur verið sýnt um Norðurlönd við góðar undirtektir. Hrafn Gunnlaugsson hefur skrifað fleira fyrir leiksvið, bæði sjálfstætt og í félagi við Þórð Breiðfjörð og Jónatan Rollingstón Geirfugl. Má i þvi sambandi nefna gamanleikinn Ég vil auðga mitt land, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi vorið 1974 og revíuna tslendingaspjöll, sem Leikfélag Reykjavikur frumsýndi 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.