Morgunblaðið - 15.11.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974 19 SÝNiSHORNIÐ Ragnheiður Hermannsóttir, Bragagötu 16: Heimildarmyndin um færeyska skáldið Jörgen Jacobsen og Bar- böru hans fannst mér Ijómandi góð- ur. Ég hafði gaman af þessum þætti og líkaði hann bezt af öllu efni, sem sést hefur í sjónvarpinu að undan- förnu. Hvað er verst veit ég ekki, því ég hefi líklega alls ekki opnað sjón- varpið. Það geri ég ekki nema ég held að ég geti notið efnisins. Á útvarp hlusta ég lítið. Það litla sem ég heyri, virðist mér áheyrilegt. T.d. heyrði ég byrjunina á erindi Kristins E. Andréssonar um Matthías Jochumsson. Það var mjög hátíðlegt og í allt öðrum stíl en maður á að venjast og dálítið gaman að því. Markús Jónsson á Borgareyrum undir Eyjafjöllum: Ég er mikill útvarpsmaður, fékk útvarp 23. desember 1930, og hefi alltaf hlustað á það síðan, þegar ég hefi getað. Núna hefi ég gott tæki- færi til þess, því ég hefi tækið opið meðan ég er að vinna á söðlasmíða- vinnustofu minni. Yfirhöfuð finnst mér útvarpið gott og ég á því gott að gjalda. Það hefur aukið þekkingu mína og veitt méránægju. Ég hlusta á alla tónlist, með ólund þó á popp- ið, en vil ekki meina unglingunum að hlusta á það. Þáttum Svavars Gests, Jökuls Jakobssonar og Páls Heiðars hefi ég alltaf gaman af og þykir vænt um að Páll Heiðar skuli nú byrjaður með þátt í vetur. En einn þulinn einkum á ég erfitt með að líða, því hann talar svo vont mál, segir unmennafélag og sunkennsla o.s.frv. Það þykir mér óbrúklegt í útvarp. Mér líkar betur við útvarp en sjónvarp. En ég vil þó bæði sjá og heyra, og þá dregur sjónvarpið mig stundum frá miklu betra útvarps- efni. Óánægðastur hefi ég verið með Grindavikurþáttinn, af því sem ég hefi þannig heyrt og séð að undanförnu. Hann var verstur af því sem ég hefi lengi séð. Hvað ætli svona kosti? Sigríður Þórðardóttir Túngötu 21 ísafirði: Þar sem ég er í kvöldskóla horfi ég ekki á sjónvarp nema stöku sinnum. Mér fannst t.d. ágætur þátturinn með Julie Andrews á laugardagskvöldið, en ég er orðin leið á Lækni á lausum kili. Innlendu þættirnir Kastljós og Heimshorn finnast mér ágætir, en nýi ítalski framhaldaþátturinn finnst mér svona og svona. í útvarpinu fylgist ég mest með almennum þáttum eftir hádegið og í kvöldmatnum þegar maður er heima, en mér finnst útvarpsdag- skráin almennt hafa batnað upp á síðkastið. Það er orðið vel hlustandi á það. George Best gefur eiginhanda- áritun. I HVAÐ EB AÐ HEYRA? Erlingsdóttir islenzk þjóðlög við undirleik Kristins Gestssonar. Flytj- endur auk Óskars eru Kristín Anna Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdótt- ir og Gils Guðmundsson. Á mánudagskvöld kl 22.15 er fyrsti byggðaþáttur vetrarins i umsjá fréttamanna útvarpsins. S.l. ár var Vilhelm G. Kristinsson með þáttinn Þéttbýli — Dreifbýli. en að sögn Árna Gunnarssonar fréttamanns var lögð áherzla á að þætti i slikum dúr yrði haldið áfram. Fyrsti þátturinn mun fjalla um raforkumál á Austur- landi, en 5 fréttamenn sjá um þátt- inn. Fjallað er um Bessastaðaárvirkj- un, þingumræður um raforkumál Austurlands, viðtal við rafveitustjór- ann á Egilsstöðum, raforkumál á Höfn í Hornafirði og almennt um ástandið í raforkumálum Austur- lands Þessi þáttur verður I hálfa klukkustund og sagði Árni að reynt yrði að fara eins náið og hægt væri á þeim tima yfir þetta svið. Þátturinn verður vikulega og það sem áætlað er að flytja á næstunni er mismunur- inn á verðlagi á vörum i dreifbýli og þéttbýli, flutningskostnaður, vöruúr- val o.fl. Þá er áætlað að fjalla um hlustunarskilyrði útvarps og sendingar sjónvarps. Þá verður i einhverium næstu byggðaþátta fjallað um þjónustu Pósts og sima, en meiningin er að gera þessa þætti svolitið líflega og snarpa Á miðvikudagskvöld kl. 19.35 verður fluttur fyrri hluti erindis Jóns Hnefils Aðalsteinssonar um Upphaf mannlifs. Jón sagðist fara all langt aftur í tímann i efnisleit og rótast dálitið i Eden, en það sem erindið spannar byggist mest á þjóðsögum, goðsögum og helgisögum um upp- haf mannllfs á jörðinni. Jón Hnefill kvaðst hafa tekið sam- an sagnir úr öllum heimsálfum og gera samanburð á þeim. „Bæði er fjallað um tilurð jarðarinnar á þess- um vettvangi og þvi hvernig menn hugsuðu sér að fyrstu mennirnir hafi orðið til áður en það var almennt viðurkennt að við værum komnir af öpum", sagði Jón Hnefill. Jón kvað sagnir benda til þess að það sem hefði fyrst og fremst vafist fyrir mönnum í þessu efni væri það hvernig fyrsti einstaklingurinn varð til og hvernig hann gat þann næsta. Menn hafa lefyst það vandamál með ýmsum kenningum og verður fjallað um þær m.a. i erindi þessu, sem Jón kvaðst ætla að gæti orðið til nokkurrar „menningarneyzlu". Á laugardagskvöld kl 19.35 hef- ur nýr skemmtiþáttur göngu sina Höfundurinn, Ólafur Haraldsson, er kunnur af þáttagerð sinni um Jónas og fjölskyldu í biltúrum vitt og breitt um land, en þessi þáttur, sem hafði ekki hlotið nafn þegar þetta var skrifað fjallar um nýja fjölskyldu, þau Hálfdán og Stellu og allt sem spinnst i kring um þau Ólafur sagði að I þessum þáttum ætti að bregða upp mynd af venjulegri Islenzkri fjölskyldu, sem á við sln vandamál að glima bæði utan og innan veggja heimilisins og óvinurinn utan dyra væri að sjálfsögðu kerfið. Ólafur sagði að ekki væri allt raunverulegt sem til væri tekið, en sumt magnað upp i raunveruleikann Tekið er fyrir það ástand þar sem aldrei er friður fyrir kerfinu, samt vilja menn vart vera án þess þegar á reynir. Ólafur kvaðst aðeins búinn að semja þenn- an fyrsta þátt og stefnan i honum væri þvi óljós, nema það að Hálfdán og Stella væru fædd og rúmlega það. Siðan verður hlaðið eftir þvi sem tilefni gefst til utan á og í kring, börn og Bóbó vinnufélagi á skrifstof- unni er til staðar Þennan fyrsta þátt kvað Ólafur fjalla um slæmar draumfarir Hálfdáns og þess vegna tók hann sér frí i vinnunni til þess að vera heima I rólegheitum og láta heimilið vernda sig. En það reynist enginn friður þegar á reynir og sýn- ist litið þýða að grúfa sig undir sæng, þvi maður er alltaf með f kerfisleiknum Ákveðið er að þessir þættir verði hálfsmánaðarlega fram að áramótum a.m.k., en hver þáttur er sjálfstæður þótt þeir séu i ein- hverju samhengi. Rúrik Haraldsson leikur Hálfdán og Guðrún Ásmundsdóttir leikur Stellu. Aðrir leikarar í fyrsta þættin- um eru m a Geirlaug Þorvaldsdótt- ir, Jón Múli Árnason og Jón B Gunnlaugsson. Á laugardagskvöld er ný smásaga eftir Jónas Jónasson og nefnist hún „Minning undir malbiki'' Söguna skrifaði Jónas í Munaðarnesi um páskana i fyrra i indælu veðri og umhverfi Hann var búinn að ganga lengi með þessa sögu og drauminn kvað hann hafa verið að gera úr efninu almennilega skáldsögu, en ekki kvaðst hann hafa treyst sér til þess að sinni vegna þess að hann kynni ekki nóg til þess ennþá Skáldsöguna hvað hann að broti til byggða á sönnum persónum, en bak við þetta brot væri mikil lifs- reynsla, sem væri svo sönn að reyndar væri ekki hægt að skrifa um hana í þessari smásögu kvaðst Jónas tipla grynningar á annars- stóru og djúpu vatni. Þá er að geta þess að á laugar- dagskvöld kl. 20 verður bein lýsing á leik FH og St. Otmar í St. Gallen i Sviss í upptöku á nýja þættinum um Hálfdán og Stellu. Frá vinstri: GuSrún Ásmundsdóttir (Stella), Rúrik Haraldsson (Hálfdán) Olafur Haraldsson höfundur þáttarins og Geirlaug Þorvaldsdóttir. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Jón Hnefill Aðalsteinsson. Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20 1 5 er bókmenntadagskráin. „Komstu skáld I krappan þar" í umsjón Óskars Halldórssonar. Þetta er ann- ar þátturinn af þremur i þessum dagskrárflokki og fjallar hann um lífsbaráttu þjóðarinnar fyrr og siðar, bæði til lands og sjávar. Óskar kvað dagskrána byggjast á lifsbaráttunni eins og hún væri túlkuð í skáldskap og öðrum bókmenntum. Fremur væri þó farið orðum um örðugleik- ana, hið striða fremur en hið bliða. Fjallað er um mannlífið, erfiðleika í samgöngum, óbliða veðráttu, hættu við sjósókn og fleira, en efnið er sótt til ýmissa skálda auk þess að sótt er á mið fornritanna. Mest er þó tekið úr síðari tima bókmenntum allt fram á okkar kynslóð. Þá syngur Elísabet TÓNHORNIÐ ---------------------/ Klukkan 9.15 á sunnudagsinorgun er á dagskrá fyrir þá árrisulu Messa fyrir sólo, kór og hljómsveit eftir ítalann Giacomo Puceini. Þessi messa er í hefðbundnu formi, ítölskum stíl, en forvitnileg fyrir þær sakir að lítið er þekkt af tónverkum eftir Puccini nema hans frægu óperur eins og t.d. Butterfly og La Boheme. Umrædd messa er ekki þekkt verk, en tónlistarunn- endum finnst ugglaust forvitnilegt að heyra hvernig þetta óperuskáld býr messu úr garði. Frægasta óperuskáld ítala, Verdi, samdi einnig kirkjulegt.verk, en það var sálumessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.