Morgunblaðið - 15.11.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1974
Umræður um fjárlagafrumvarp:
Fiárlögin spegla aðstæður
í þjóðfélaginu
fjármalaráðherra,
Matthías Á. Mathiesen, flutti
'járlagaræðu slna f sameinuðu
aingi í fyrradag. Var hún birt í
heild f Morgunblaðinu í gær. Að
’okinni ræðu ráðherra urðu
nokkrar umræður um frumvarp-
ið, sem verða lauslega raktar,
efnislega hér á eftir.
Geir Gunnarsson (K) sagði, að
fjárlagafrumvarpið sýndi breytt
bil milli f yrirheita og ef nda núver
andi fjármálaráðherra og Sjálf-
stæðisflokksins. Skammt væri sið-
an núv. fjármálaráðherra hefði
•alið vel framkvæmanlegt að
skera niður ríkisútgjöld um 3—4
milljarði. Hans fyrsta fjáriaga-
frumvarp fæli þó í sér 52.2%
hækkun frá fyrra ári. Aukin
skattheimta ríkisins í ýmsum
myndum næmi milljörðum í stað
hins lofaða niðurskurðar. Frum-
varp þetta hlyti að vera mikil
uppreisn fyrir fyrrv. fjármálaráð-
herra, er sætt hefði harðri gagn-
rýni frá Sjálfstæðisflokknum,
fyrir aukningu ríkisútgjalda sem
og skattheimtu, sem nú væri þó
gengið lengra í en nokkru sinni.
Því hefði verið heitið, að ríkis-
útgjöldum yrði haldið í skefjum,
miðað við þjóðartekjur. Ríkisút-
gjöld á yfirstandandi ári myndu
verða 28,7% af þjóðartekjum.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
myndu þau vaxa í 29.1% þjóðar-
tekna en ekki lækka. Utreikning-
ur stjórnarliða og Morgunblaðs-
ins, sem sýndi lækkun í 27,6%, i
væri byggð á vísvitandi röngum
forsendum. Sparnaður hægri
stjórnarinnar kæmi hinsvegar
fram í því, að rikisútgjöld, önnur
en þau, er að framkvæmdum lyti,
hækkuðu um 65.2%, þó verðlags-
hækkun næmi aðeins rúmum
50%. Verklegar framkvæmdir
þess opinbera væru þó verulega
skornar niður. Þær hækkuðu ekki
nema um 33% á móti 50% verð-
lagshækkun. Þáttur rikisins í
sameiginlegum framkvæmdum
með sveitarfélögum væri þó enn
frekar skorinn niður. Þar væri
hækkunin innan við 17%, sem
væri stórtækur niðurskurður mið-
að við verðlagshækkanir. Þessi
niðurskurður bitnaði fyrst og
fremst á íbúum landsbyggðar-
innar. Og niðurskurður verklegra
framkvæmda í heild væri viðsjár-
verður, atvinnulega séð, á tímum
fyrirsjáanlegs almenns samdrátt-
ar.
Stefna hægri stjórnarinnar
væri, að samfélagslegar fram-
kvæmdir ættu að víkja fyrir fram-
kvæmdum einstaklinga. Þetta
væri ekki gert til að tryggja
sjávarútveginum vinnuafl. Kjör
sjómanna hefðu verið svo rýrð, að
þangað leitaði vinnuaflið ekki.
Ríkisstjórnin hefði séð fyrir þvi.
Starfsmannahald rikisins ætti
að auka um meir en 100 manns.
Væri þó ekki gert ráð fyrir fjölg-
un í kennarastétt né starfsliði
rikisspítala, sem eðlilegast hefði
verið.
Hækkun söluskatts krefðist
stóraukins aðalds í innheimtu
hans. Ef aðeins 95% söluskatts
kæmist til skila, miðað við þá
hækkun, sem orðin væri, næmu
eftirstöðvar meir en 800 milljón-
um króna.
Ræðumaður gerði að umræðu-
efni niðurgreiðslur á land-
búnaðarafurðum, sem næmu há-
um fjárhæðum. Slíkar niður-
greiðslur á innlenda neyzlu væru
(þó verjanlegár og kæmu sér vel
fyrir þá lægst launuðu. Hinsvegar
bæri að athuga, að samkvæmt
fjárlagafrumvárpinu ætti að
greiða 716 m. kr. i uppbætur á
útfluttar landbúnaðarafurðir.
Ræðumaður taldi ýmsa út-
gjaldaliði frumvarpsins óraun-
hæfa og hlytu þeir að taka breyt-
ingum til hækkunar í meðförum
Alþingis. Nefndi hann ýmis dæmi
þar um, m.a. á sviði opinberra
framkvæmda og til lánasjóðs
námsmanna. Hann vék og að
skattlagningu umferðarinnar,
sem hann taldi fara i of ríkum
mæli í bein útgjöld ríkissjóðs, en í
of litlum mæli til vegafram-
kvæmda. Engin breyting hefði á
orðið í þessu efni, þrátt fyrir fyrri
gagnrýni núv. fjármálaráðherra í
þessu efni.
Jón Ármann Héðinsson (A)
sagði, að sú stefnuboðun fjár-
málaráðherra um heftun þensl-
unnar og þaksetningu á ríkisút-
gjöld hefði naumast komið fram í
fjárlagafrumvarpinu. Engu væri
líkara en ketilsprenging hefði
orðið í kerfinu og þakið hefði
lyfzt í hæðir. Þó væri það sín
skoðun, að i frumvarpinu væri
gert ráð fyrir of lítilli þenslu og
verðbólguvexti á árinu 1975, svo
allmargir gjaldaliðir væru óraun-
hæfir I áætlun: Erlend þensla og
verðlagsþróun myndi óhjákvæmi-
lega setja svip sinn i ríkara mæli
á rauntölur ársins 1975 en ráð
væri fyrir gert í frumvarpinu.
Það yrði þvi annað tveggja að
koma til: ennfrekari samdráttur i
rikiskerfinu, rekstri og fram-
kvæmdum, eða ný skattheimta, til
að standa undir verðlagshækkun-
inni. í þessu efni væri óhjá-
kvæmilegt að staldra við niður-
greiðslur landbúnaðarafurða.
Hann taldi óhjákvæmilegt, að
frumvarpió tæki nokkrum breyt-
ingum í meðferð Alþingis. Ræddi
hann þar m.a. um námslánasjóð.
Hinsvegar taldi ræðumaður rétt
og óhjákvæmilegt að verðtryggja
lán til námsmanna, þann veg, að
endurgreiðslur til sjóðsins, sem á
sínum tima yrðu framlánaðar
þeirra tíma námsfólki, héldu
raungildi sínu, a.m.k. að hluta til.
Þá ræddi hann um refsivexti
ríkissjóðs og Viðlagasjóðs til
Seðlabankans, sem hann taldi
óverjandi við ríkjandi aðstæður.
Krafðist hann upplýsinga um
þessa dráttarvexti.
Ræddi hann siðan um ýmsa
samneyzluþætti, sem þyrftu
nánari íhugunar við, kostnað
ríkissjóðs varðandi landbúnað og
landbúnaðarafurðir,' tolltekjur,
sem væru miðaðar við óeðlilega
mikinn innflutning o.fl. Hann
sagði að síóustu: Hvar er hin
raunverulega stefna ríkisstjórn-
arinnar i fjárlagafrumvarpinu?
Hvar er þakið á rikisútgjöldun-
um?
Karvel Pálmason (SFV) ræddi
m.a. hækkun í fjárlagagerð á við-
reisnarárum og vinstristjórnar.
Kom þar m.a. fram að hækkun á
fjárlögum 1968—69 hefði verið
12.5%, árið eftir 17% en hefði
komizt hæst í 44% hjá vinstri-
stjórninni. Nú væri hækkunin
yfir50%.
Sagði ræóumaður, að hækkun
fjárlagaframlags til Byggðasjóðs
úr 153 milljónum á síðasta ári
vinstri stjórnar i 887 milljónir nú,
sýndi ekki rétta mynd, þar að
álframlagið væri innifalið í síðari
tölunni. Þessi skrautfjöður væri
því ekki sú, sem sumir vildu vera
láta. Þar við bættist, að fjárlaga-
framlög til margháttaðra fram-
kvæmda, sem einkum kæmi
landsbyggðinni til góða, væru nú
störlega minnkuð, svo stórum
fjárhæðum næmi. Nefndi hann í
því sambandi sérstaklega framlög
til hafnargerðar.
Þá ræddi hann m.a. um orku-
mál Vestfjarða, sem væri van-
þróaðasti landshlutinn í þeim efn-
um. Orkustofnun hefði lagt til, að
varið yrði 9.8 m. kr. í athuganir og
rannsóknir á virkjunarmögu-
leikum vestra. Þetta hefði verið
alltof lágt. Engu að síður hefði
upphæðin verið komin niður i 3.2
m. kr. í sjálfu fjárlagafrumvarp-
inu. Þannig væri byggðastefna
ríkisstjórnarinnar önnur á borði
en í orði.
Hann taldi útgjaldaliði fjárlaga-
frumvarpsins til íþrótta-, menn-
ingar- og líknarmála alltof lágt
áætlað, sérstaklega til áhuga-
mannafélaga, er störfuðu á þess-
um vettvangi. ,•
Halldór E. Sigurðsson (F)
landbúnaðarráðherra, sagði fjár
lagaafgreiðslú merkilegasta við-
fangsefni Alþingis hverju sinni.
Fjárlagafrumvarpið, eins og það
væri nú lagt fram, væri að megin-
stofni verk samvizkusamra
embættismanna, en mótaði ekki í
þeim mæli sem síðar yrði stefnu
stjórnarinnar i fjármálum ríkis-
ins. — Hann sagðist nú i fyrsta
sinn feiminn i þingsölum — því
ylli siðbúið hól i sinn garð, frá
núverandi stjórnarandstæðing-
um, varðandi fyrri fjárlög. Karvel
Pálmason gréti nú fyrri stjórn,
sem hann hefði þó vegið að áður,
en betra væri seint en aldrei að
sjá hlutina í réttu ljósi og sam-
hengi.
Hann ságði ýmsa þætti f járlaga,
þ.á m. þá, sem stjórnarandstæð-
ingar hefðu fjallað mest um í
þessum umræðum, þurfa frekari
endurskoðunar í fjárveitinga-
nefnd. Það væri þvi engan veginn
tímabært að ræða um endanlega
afstöðu stjórnarinnar í sambandi
við einstaka málaflokka, sem ættu
eftir að fá þinglega meðferð við
afgreiðslu frumvarpsins.
Landbúnaðarráðherra leiðrétti
máflutning J.Á.H. varðandi
sektarvexti ríkissjóðs til
Seðlabankans. Yfirdráttarvextir
á árinu 1973 hefðu numið
33 m.kr. (6—8%) og vextir
af skuldabréfi 80 m.kr. (8%).
Hinsvegar sagði ráðherrann
að hann gæti fallist á það
Framhaldá bls. 27.
Framleiðendur
við óskum eftir að komast í samband við
gæruframleiðendur fyrir einn af viðskiptavinum
okkar.
Skrifið til:
Mittets Reklamebyrá A/S,
Boks 556 — 7001 Trondheim,
Norge.
Ungur maður óskast
til útkeyrslu og lagerstarfa strax. Upplýsingar í
síma 14975.
Byggingarfélag verkamanna,
Reykjavík.
Til sölu
tvær 3ja herbergja íbúðir í 10. byggingarflokki
við Stigahlíð. Umsóknum skuldlausra félags-
manna sé skilað til skrifstofu félagsins að
Stórholti 1 6 fyrir kl. 1 2 á hádegi fimmtudaginn
21. nóvember n.k.
Félagsstjórnin.
Fossvogur
Höfum í einkasölu mjög vandaða 4ra herb.
endaíbúð á 2. hæð við Markland um 100 fm.
Stórar suðursvalir. Þvottahús og búr á sömu
hæð. Ibúðin er með harðviðarinnréttingum.
Teppalögð. Útb. 4 millj., sem má skiptast.
Samningar og fasteignir,
Austurstræti W A, 5. hæd,
sími 24850,
heimasími 3 72 72.
MARGOT
NYSTRÖM
frá Svíþjóð heldur píanótónleika í Norræna
húsinu laugardaginn 1 6. nóvember kl. 16:00.
Hún leikur verk eftir Haydn, Schubert, Rosen-
berg, Petrassi og Karkoff.
Aðgöngumiðar við innganginn.
NORRTNA HÖSIO POHjOLAN TALO NORDENS HUS
Matthfas A. Mathfesen, fjármála-
ráðherra.
Halldór E. Sigurðsson, land-
búnaðarráðherra.
Jón Armann Héðinsson, alþingis-
maður.
Karvel Pálmason, alþingismaður.
Geir Gunnarsson, alþingismaður.