Morgunblaðið - 15.11.1974, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. NÖVEMBER 1974
Frá borgarstjórn
¥
Aætlun um umnverfi
og útivist
DEILDASKIPULAGS-
VENNAN ER EFTIR
Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtu-
dag var visað frá tillögu borgarfull-
trúa Framsóknarflokksins um endur-
vinnslu á áætlun Reykjavíkurborgar
um umhverfi og útivist. Borgarstjóri,
Birgir ísleifur Gunnarsson, lagði
áherslu á, i umræðum um tillöguna,
að verulegs misskilnings gætti i
þeirri gagnrýni sem borin hefði verið
fram á áætlunina. Kortin, sem henni
fylgdu væru aðalskipulagskort, en
öll nánari útfærsla áætlunarinnar
yrði háð ákvörðunum um deiliskipu-
lag.
GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON
sagði, að meirihlutinn hefði lagt
fram fyrir siðustu kosningar áætlun
um umhverfi og útivist. Hún hefði
verið með þeim hætti, að minnihlut-
inn hefði ekki getað sætt sig við
hana. Skipulagsstjóri ríkisins hefði
gagnrýnt, að kortum hefði verið
dreift með áætluninna, er brytu i
bága við aðalskipulag. Stigakerfið
væri sett inn á kort. sem ekki væru í
samræmi við raunveruleikann og
ekkert samræmi væri á milli kort-
anna tveggja, sem fylgt hefðu áætl-
uninni.
BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARC-
SON, borgarstjóri, sagði, að þessi
áætlun hefði verið í smíðum í 1 '/2 ár
og hún hefði verið itarlega rædd i
ýmsum nefndum og stofnunum og
þvi hefði farið fjarri, að um kosninga-
plagg hefði verið að ræða. Hann
hefði sjálfur kosið að leggja það fram
fyrr til þess að komast hjá kosninga-
hita minnihlutafulitrúanna, sem sýnt
hefði málinu litinn áhuga og raun-
verulega fjandskap.
Síðan lagði borgarstjóri áherslu á,
að það væri misskilningur, að kortin,
sem fylgdu áætluninni, fjölluðu um
vegakerfi borgarinnar. Kortin sýndu
aðeins stigakerfið eins og það væri
ráðgert. Hér væri um að ræða gróf
aðalskipulagskort en ekki deiliskipu-
lag, er sýndi nákvæma útfærslu.
SIGURJÓN PÉTURSSON sagðist
A fundi borgarsf jórnar sl.
fimmtudag mælti Ragnar Júlfus-
son fyrir tillögu að samþykkt
fyrir veiði- og fiskiræktarráð
Reykjavíkur, sem á í umboði
borgarráðs að fara með málefni
varðandi vatna- og veiðisvæði,
sem tilheyra Reykjavíkurborg að
öllu leyti eða að hluta til. Til-
lagan var samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum.
Samkvæmt samþykktinni á
veiði- og fiskiræktarráð að vera
skipað sjö mönnum, sem borgar-
stjórn kýs. Meðal verkefna ráðs-
ins má nefna skráningu og lýs-
ingu á veiðistöðum og örnefnum á
vatnasvæðum Reykjavíkurborg-
ar. Ráðið á að safna gögnum um
vatnahverfi borgarinnar með það
í huga að auka veiðimöguleika. Þá
ber ráðinu að sjá um að gera
ráðstafanir til að tryggja, að næg
og fullkomin aðstaða sé fyrir
hendi til fiskiræktar.
Ráðið á ennfremur að skipu-
leggja i samvinnu við veiðifélög
og eigendur veiðiréttinda nýtingu
ekki geta látið hjá líða að taka undir,
að nauðsynlegt væri að endurvinna
þessa áætlun um stigakerfið.
KRISTJÁN BENEDIKTSSON
sagði, að fulltrúar minnihlutans
hefðu flutt Ftarlegar breytingartillög-
ur við áætlunina sl. vor. Það sýndi,
að þeir hefðu ekki sýnt máli þessu
fjandskap.
ELÍN PÁLMADÓTTIR minnti á, að
þessi áætlun hefði mælst mjög vel
fyrir hjá borgarbúum. Hún sagði
síðan að sér fyndist sú gagnrýni sem
fram hefði verið borin kynleg.
Þannig hefði verið gagnrýnt, að stíg-
arnir væru of langir, fólk gsngi ekki
5 til 10 km. Þá hefði verið að þvi
fundið að stígarnir væru of nálægt
akbrautum. En skömmu seinna hefði
verið harðlega átalið, að stígarnir
væru ekki í nægilega góðu sambandi
við strætisvaganaleiðirnar. Borgar-
fulltrúinn lagði síðan áherslu á. að
við framkvæmd einstakra þátta
áætlunarinnar yrði að taka ákvarð-
anir um nánari útfærslu.
Borgarstjórn vfsaði sl. fimmtu-
dag til borgarráðs tillögu Sigur-
jóns Péturssonar, þar sem lagt
var til, að gerð yrði áætlun um
uppbyggingu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur. Loftur Júliusson
lagði til, að útgerðarráð fengi til-
löguna til meðferðar, þar sem það
hefði þegar rætt ýmsa þá þætti,
sem fram kæmu í tillögunni og
Ijóst væri, að það myndi taka aðra
þætti hennar til meðferðar á
næstunni.
vatnasvæða borgarinnar, um-
gengni við þau og vörslu í sam-
ræmi við stefnu borgarinnar í um-
hverfis og náttúruverndarmálum.
Ráðið á að hafa náið samband við
æskulýðsráð með það í huga að
kynna ungu kynslóðinni veiði- og
fiskiræktarmál. Ennfremur er
ráðinu falið að fara með umboð
Reykjavíkurborgar í veiðifélög-
um, sem starfandi eru á vatna-
svæði borgarinnar eða þar sem
borgin á hagsmuna að gæta. Loks
ber ráðinu að tryggja í samvinnu
vió Veiðimálastofnunina að sér-
menntaðir menn annist allar þær
framkvæmdir á vegum ráðsins,
sem kröfur gera til sérþekkingar.
Veiði- og fiskiræktarráð skal í
starfi sínu leggja ríka áherslu á
að skipuleggja og nýta vatnakerfi
borgarinnar á þann veg, að sem
flestir borgarbúar, er þess óska,
fái notið þessara gæða gegn sann-
gjarnri þóknun. Að fenginni sam-
þykkt borgarráðs getur ráðið gert
tímabundna afnotasamninga um
nýtingu vatnakerfa borgarinnar.
SIGURJÓN PÉTURSSON sagSi,
að viðbrögS Elínar Pálmadóttur
byggSust á misskilningi. Eðlilegra
væri frá sínum sjónarhóli að stigarnir
væru nær ibúðarhverfunum. Strætis-
vagnarnir færu inn F hverfin en væru
siðurá hraðbrautunum.
GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON
sagði, að kortin, sem fylgdu áætlun-
inni, væru ekki eins og spurði hvort
kortið gilti.
BIRGIR fSLEIFUR GUNNARS-
SON, borgarstjóri, sagði, að annað
kortið væri nær því að vera deili-
skipulag og gilti þvi framar hinu, þar
sem þau væru ekki eins. Siðan lagði
hann áherslu á að kortin sýndu sam-
eiginlega hjólreiða og gangstiga, en
öllum ætti að vera Ijóst, að göngu-
stígar, sem nú væru fyrir hendi yrðu
ekki lagðir niður, þó að þeir væru
ekki sérstaklega sýndir á kortunum.
Nánari deiliskipulagsvinna ætti eftir
að fara fram, það hefði alltaf verið
Ijóst.
1 tillögu Sigurjóns Péturssonar
var lagt til, að athugunin beindist
að eftirfarandi þáttum:
a) Æskilegum skipastól B.Ú.R.
Stærð skipa og f jölda.
b) Búnaði skipanna, m.a.
veiðarfærabúnaði til fjölbreyttari
veiðimöguleika.
c) Uppbyggingu og nýtingu
fiskvinnslustöðva í landi.
d) Fjölbreyttari nýtingu aflans,
t.d. niðursuóu til útflutnings og
fullvinnslu matvæla á neytenda-
markað innlendan sem erlendan.
e) Auknum þætti B.U.R. i öflun
og dreifingu neyzlufisks fyrir
Reykvíkinga.
Björgvin Guðmundsson lagði
áherslu á, að hraðað yrði af-
greiðslu á tillögum hans og
Alberts Guðmundssonar um kaup
á nýjum skuttogara, byggingu nýs
frystihúss og skelísframleiðslu-
stöóvar.
Guðmundur G. Þórarinsson
sagði, íhaldinu hefði tekist að
halda Bæjarútgerðinni sem vand-
ræðafyrirtæki í mörg ár og meiri-
hlutinn vildi helst leggja fyrir-
tækið niður.
Albert Guðmundsson sagði, að
aldrei hefði komið til tals að
leggja Bæjarútgeróina niður og
sagöist ekki skilja hvaða tilgangi
það þjónaði að halda fram stað-
hæfingum, sem enginn fótur væri
fyrir. Bæjarútgerðina þyrfti að
byggjaupp.
Birgir ísleifur Gunnarsson
sagði m.a. varðandi byggingu nýs
frystihúss, að það mál væri ekki
nægilega vel undirbúið. M.a.
hefði framkvæmdastoínun ríkis-
ins lagst gegn byggingu nýs
frystihúss í Reykjavík og sú af-
staða hefði hindrað lánamögu-
leika til slikra framkvæmda.
Málið væri flóknara en svo, að
unnt væri að afgreiða það með
einni fundarsamþykkt.
Veiði- og fiskirækt-
arráði komið á fót
Uppbygging bæjar-
útgerðarinnar
Athugun á Félagsmálastofnun
Borgarstjórn vfsaði sl. fimmtu-
dag til annarrar umræðu tillögu
Björgvins Guðmundssonar um
athugun á rekstri félagsmála-
stofnunarinnar. Samkvæmt til-
lögunni á athugunin að miðast að
því að gera Félagsmálastofnunina
að betri og hagkvæmari stofnun,
er veitt gæti aðstoð þeim skjól-
stæðingum slnum, sem raunveru-
lega þyrftu á aðstoð að haida.
Samkvæmt tillögunni skal
athugunin beinast að eftirtöldum
þáttum:
1. Uppbyggingu og þróun
Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar. Athugað skal, hvort
starfsmannafjöldi stofnunarinnar
er eðlilegur miðað við verkefni
hennar, og hvort ráðstöfunarfé
stofnunarinnar er í samræmi við
eðlilegar þarfir hennar. Þróun
beggja þessara þátta undanfarin
ár skal sérstaklega athuguð.
2. Félagsmálaaðstoð Félags-
málastofnunarinnar. Athuga skal,
hvort unnt er að nýta betur ráð-
stöfunarfé borgarinnar á þessu
sviði, og hvort einhverjir hópar
fólks, er aðstoðar þurfa við, eru
afskiptir. Allir taxtar fjárhagsað-
stoðar skulu endurskoðaóir.
3. Öðrum þáttum stofnunar-
innar, sem nefndin telur ástæðu
til þess að athuga.
Tillagan verður nánar rædd og
afgreidd á næsta fundi borgar-
stjórnar.
lslenzki sölubásinn f Luxemborg f fyrra.
Taka þátt í al-
þjóðlegum basar
í Luxemburg
Rætt við Sólrúnu Jónsdóttur
1 Luxemborg býr margt Is-
lendinga og eru þeir flestir
starfsmenn hjá flugfélaginu
Cargolux. Þar er starfandi ls-
lendingafélag og innan þess
eru 75 konur, sem hafa látið að
sér kveða í góðgerðarstarfsemi
f Luxemborg.
Formaður basarnefndar fs-
lenzku kvennanna f Luxem-
borg, Sólrún Jónsdóttir, var hér
f heimsókn nýlega, og kom Mbl.
að máli við hana og spurði
fregna af þessu starfi.
— Þetta byrjaði allt með því
að á árinu 1973 óskaði yfir-
stjórn kirkjusamtaka enskra
mótmælenda í Luxemborg eftir
því að íslenzkar konur tækju
þátt í fjáröflunarstarfsemi sam-
takanna, en s.l. 14 ár hefur
verið haldinn alþjóðlegur basar
á vegum þeirra. Þar taka þátt
konur frá mjög mörgum lönd-
um, og hefur hvert land sér-
stakan sölubás, þar sem eru á
boóstólum munir frá viðkom-
andi landi. Basarinn er haldinn
1. desember ár hvert, en fyrir-
fram er ákveðið til hvaða mál-
efna ágóðinn rennur.
Við vorum strax reiðubúnar
til að reyna þetta, kusum okkur
basarnefnd og hófumst handa
við undirbúninginn. Við gerð-
um ýmislegt til fjáröflunar til
að geta keypt vörur til að hafa á
basarnum sjálfum, auk þess
sem við unnum marga muni
sjálfar. Við keyptum auðvitað
vörurnar hér heima, og var þar
aðallega um að ræða ullarvör-
ur, leirmuni, silfurmuni og
minjagripi. Vmsir aðilar voru
okkur einstaklega hjálplegir,
— t.d. lánaði Álafoss okkur
vörur, sem við greiddum svo
eftir á. Okkur var úthlutað
ákveðnu svæði I söluskálanum,
og þá var eftir að útbúa básinn
sjálfan. Það tóku þeir Edward
Finnsson og Björn Sveínsson að
sér og gerðu þeir eftirlíkingu
að íslenzkum sveitabæ.
— Hvernig gekk salan?
— Sveitabærinn vakti mjög
mikla athygli á basarnum og
sama er að segja um vörurnar,
sem voru að verulegu leyti frá-
brugðnar öðru, sem þarna var
selt. Allt seldist upp og við loka-
uppgjör kom I ljós, að við gát-
um gefið 40.000 franka til
líknarmála. Við vorum auðvitað
ákaflega hreyknar af þessum
árangri, en hin Norðurlöndin
voru með sameiginlegan bás, og
til samanburðar má geta þess
að þau báru úr býtum 35.000
franka.
— Hvernig er þessu fé varið?
— Eins og ég sagði áðan er
ákveóið á hverju ári hvernig
hagnaði skuli varið. Nú í ár
fara 40% til heimilis fyrir van-
gefnar stúlkur í Luxembourg,
40% fara til barnaþorps í
Eþíópíu og 20% fara til ein-
staklinga eða hópa, og verður
tekin afstaða til þeirrar
styrktarstarfsemi jafnóðum. Á
síðasta ári var heildarágóði af
þessum alþjóðlega basar um
tvær milljónir franka, þannig
að hér er um verulega f jármuni
að ræða, sagði Sólrún að lokum.
í basarnefnd íslenzku kvenn-
anna í Luxemborg eiga nú sæti
Sólrún Jónsdóttir, sem er for-
maður, Unnur Jónasdóttir,
Guðrún Freysteinsdóttir,
Katrin Þórðardóttir, Jórunn
Jónsdóttir og Matthildur Skúla-
dóttir.
Flóamarkaður Ljósmæðra-
félagsins um næstu helgi
Ljósmæðrafélag Reykjavíkur
vill vekja athygli á, að flóa-
markaður veróur á vegum félags-
ins þann 16. og 17. þ.m. á Hverfis-
götu 4—6 á neðstu hæð.
Ljósmæórafélagið hefir undan-
farin ár stutt margskonar góö-
gerðarstarfsemi. Fyrsta gjöfin til
fæðingardeildarinnar var frá
Ljósmæðráfélagi Reykjavíkur.
Síðan hefir félagið gefið árlega til
fæðingardeildarinnar kr.
50.000.00 — krónur fimmtíuþús-
und — frá undirritaðri, sem vinir
hennar gáfu I afmælissjóð í
staðinn fyrir blómagjafir,
30.000.00 — krónur þrjátíu
þúsund —, ágóði af merkjasölu.
Barnaheimili Hveragerðis
krónur 5.000.00 — fimm þúsund
— og sjónvarpstæki til fæðingar-
heimilis Reykjavíkurborgar.
Við treystum fólki til að gefa
okkur muni á flóamarkaðinn. Það
verður tekið á móti gjöfum á
Hverfisgötu 4—6 á fimmtudag kl.
2—6.
Virðingarfyllst,
Helga M. Nfelsdóttir.