Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 3

Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 3
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 3 a; Tœpur mánuöur frá hvarfi Geirfinns: Athyglin beinist nú að bílunum tveim- ur og ökumönnum þeirra NÚ ER liðinn tæpur mánuður frá hvarfi Geir- finns Einarssonar. Hann fór til stefnumóts við óþekktan aðila ( Hafnarbúðinni í Keflavík klukkan 22.30 að kvöldi 19. nóvember. Síðan hefur ekkert til hans spurzt og ekkert það komið fram við rannsókn málsins, sem varpað gæti Ijósi á það hvar Geirfinnur er nú niðurkom- inn. Leitin að Geirfinni og þeim mönnum, sem hugsanlega gætu verið við- riðnir þetta mál, er sú um- fangsmesta, sem nokkru sinni hefur farið fram hér á landi. Rannsókn málsins hefur fyrst og fremst verið i höndum þeirra Valtýs Sigurðssonar fulltrúa bæjarfógetans i Keflavik og Hauks Guðmundssonar rannsóknar- lögreglumanns en margir aðrir hafa lagt hönd á plóginn, ekki sízt almenningur. Rannsóknin beindist fyrst að því að kanna ævi Geir- finns og allt það. sem honum við kom, svo og kanna hvað gerðist daginn, sem hann hvarf. í þvi sambandi voru mjög margir yfir- heyrðir, fjölskyldumeðlimir, vinir, vinnufélagar, afgreiðslustúlkurnar i Hafnarbúðinni og fl. og fl. Sam- kvæmt framburði vinnufélaga Geirfinns ætluðu þeir saman i bió þetta umrædda kvöld. Geirfinnur var einn heima hjá sér milli kl. 18 og 20, og á þessu timabili er talið, að hann hafi fengið simhringingu, sem breytti þessum áformum, þvi þegar vinnufélaginn kemur kl. 21, segist Geirfinnur ekki hafa tök á þvi að fara i bióið, því hann eigi stefnumót við óþekktan aðila f Hafnarbúðinni kl. 22. Kvaðst hann ekki vita hver það væri, aðeins það, að hann ætti að koma einn og fótgangandi. Eins og margsinnis hefur komið fram i fréttum ók vinnufélagi Geirfinns honum á stefnumótið. Hann hitti engan I þeirri ferð og sneri heim kl. 22.15, og er nýkominn heim þegar hann fær hringingu og segir: „Ég er búinn að koma" og stuttu siðar „ég kem" og heldur til stefnumótsins á ný, nú á sinum eigin bil. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. LEIRMYNDIN Um sama leyti og Geirfinnur fær hringinguna kemur karlmaður inn i Hafnarbúðina. gengur stutta stund um gólf en fær svo að hringja. Ef þessi maður hefur hringt i Geirfinn eins og talið er, hefur hann þekkt símanúmerið, því nafn Geirfinns er ekki að finna I símaskrá. Lögreglan fékk strax augastað á þessum manni og aug- lýsti eftir honum í fjölmiðlum. Ekki bar það árangur, og var þá Þannig lítur Fiat 600 út. Svona bílar hafa ekki verið fluttir inn síðan 1 972. Á svona bíl var maðurinn, sem kom í Hafnarbúðina kl. 1 8,30. Sá bíll var Ijós að lit og með gluggum. gerð af honum mynd að fyrirsögn sjónarvotta og siðan leirmynd, sem birt var í fjölmiðlum þriðju- daginn 26. nóvember, viku eftir hvarf Geirfinns. Jafnframt var gefin út lýsing á manni þessum. Hann var sagður rúmlega meðal- maður á hæð, Ijós yfirlitum með skollitað hár, sem náði niður fyrir eyru. Hann var klæddur Ijós- brúnum leður- eða leðurlíkisjakka, nokkuð siðum, með lausu belti og var i Ijósum tveedbuxum. Talið var, að hann væri um þrítugt. Þessa manns hefur siðan verið leitað dyrum og dyngjum, en án árangurs. Strax og leirmyndin hafði verið birt i fjölmiðlum. fóru upplýsingar að berast lögreglu- stöðvum víða um land, flestar til lögreglustöðva á höfuðborgar- svæðinu. Upphringingarnar urðu hátt á annað hundrað og um 70 nöfn voru nefnd. Markvisst hefur verið unnið að þvi að kanna þessi nöfn, en út úr þeirri rannsókn hefur enn ekkert komið fram, sem haft hefur verulega þýðingu i þessu máli, að sögn þeirra, sem stjórna rannsókninni. Lögreglu- maður var sendur upp að Sigöldu um mánaðamótin síðustu, en þar hefur Geirfinnur unnið af og til, og austur á Hérað, þar sem Geir- finnur dvaldi nokkur sumur. Lögreglumaðurinn. sem fór upp að Sigöldu, mun i rannsókn sinni hafa komizt að nokkrum athyglis- verðum punktum, sem siðan hafa verið kannaðir, án þess þó að þeir hafi leitt lögregluna á sporið, hvað sem síðar kann að verða. Miðvikudaginn 4. desember lét lögreglan auglýsa eftir tveimur mönnum vegna hvarfs Geirfinns. Annar þeirra hafði sézt á tali við Geirfinn i veitingahúsinu Klúbbn- um sunnudaginn áður en hann hvarf, en hinn hafði komið á smur- stöð á Akureyri undir kvöld þann dag, sem myndin af leirstyttunni vár birt, þ.e. 26. nóv. Var sá maður á Fíatbil með G númeri og svaraði lýsing hans til leirmyndar- innar og klæðnaðurinn var sá sami og mannsins, sem kom í Hafnar- búðina. Laugardaginn 7. desem- ber var enn auglýst eftir tveimur mönnum vegna málsins. f fyrsta lagi var um að ræða mann, sem kom i Hafnarbúðina kl. 18.30 daginn, sem Geirfinnur hvarf, og fékk að hringja. Var hann á Ijósum Mercedes Benz sendibíl. f öðru lagi var auglýst eftir manni um tvitugt, sem hafði farið úr landi daginn eftir að Geirfinnur hvarf, undir fölsku nafni. Kvaðst hann heita Jón Guðmundsson, Ketils- braut 20, Húsavik, þegar hann keypti farmiða til Kaupmanna- hafnar hjá ferðaskrifstofunni Útsýn i Reykjavik. Reyndist nafn og heimilisfang falsað. og aðrar upplýsingar, sem hann gaf, reynd- ust rangar. Enginn gefur sig fram Staðan i málinu nú. nærri mánuði eftir hvarf Geirfinns, er sú, að auglýst hefur verið eftir 5 karlmönnum, en enginn þeirra hefur gefið sig fram og er það i hæsta máta dularfullt. Telur lögreglan sig aðeins vita deili á einum þeirra, manninum, sem fór til útlanda á fölsku nafni, og er hann ekki talinn við málið riðinn. Beinist athyglin nú fyrst og fremst að mönnunum á Mercedes Benz bilnum og Fiatbílnum með G númeri, og svo að sjálfsögðu manninum, sem kom í Hafnarbúð- ina kl. 22.30 daginn, sem Geir- linnur hvarf, og talið er, að hafi aoðað Geirfinn á hið örlagarika itefnumót. Nú á allra siðustu dög- jm hafa borist gleggri upplýsingar jm mennina tvo á Mercedes Benz lílnum og Fiatbilnum. Samkvæmt >eim bendir margt til þess. að sá, ,em kom i Hafnarbúðina kl. 18,30, og sá, sem kom í þessa ömu búð kl. 22,30, sé einn og ami maðurinn. Hafi hann i fyrra kiptið hringt heim til Geirfinns, em þá var einn heima, og boðað ann á stefnumótið og síðan ringt i Geirfinn eftir að hann var búinn á koma og boðað hann aftur. Kemur þá tvennt til greina, að maðurinn hafi orðið seinn fyrir á stefnumótið kl. 22, eða þá að hann hafi viljað kanna hvort Geir- finnur fari nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum, sem honum voru gefin og hann var búinn að segja vinnufélaga sinum frá, þ.e. að koma einn og fótgangandi til stefnumótsins. Þegar hann hafði verið búinn að ganga úr skugga um að Geirfinnur fór i einu og öllu eftir fyrirmælunum, hafi hann boðað hann að nýju til stefnumóts i Hafnarbúðinni kl. 22.30. Þá gæti einkennileg framkoma mannsins á G bilnum bent til þess, að þar væri sami maður á ferð. Nýjar upplýsingar Verður nú rakið það, sem nýjast hefur komið fram i málinu, og bendir til tengsla mannanna, sem komu i Hafnarbúðina umræddan dag, 19. nóvember. Kona hefur gefið sig fram, sem beið i bil fyrir utan Hafnarbúðina um kl. 18.30. Hún sá þegar Mercedes Benz sendibillinn kom að búðinni. Út úr bilnum steig maður, sem var einn i honum, og gekk inn. Sonur kon- unnar beið eftir afgreiðslu i Hafnarbúðinni. Hann man þegar maðurinn kom inn, hringdi og gekk siðan út aftur. Verið var að afgreiða mat um þetta leyti og veittu aðrir þeir, sem i búðinni voru, manninum enga sérstaka at- hygli. Þegar maðurinn kom út fór Leirmyndin, sem mótuð var samkvæmt lýsingu á þeim, sem hringdi úr Hafnarbúð- inni kl. 22,30. Hringdi sami maður úr sömu búð kl 18,30? hann rakleitt að sendibilnum og ók brott. Nokkrum minútum siðar, þegar konan ók framhjá annarri matstofu ekki allfjarri, Þristinum við Vatnsnestorg, tók hún eftir sendibilnum fyrir utan og sá manninn sitja að snæðingi. Bendir það til þess, að um aðkomumann sé að ræða. Konan lýsti mann- inum fyrir lögreglunni, og svarar lýsingin alveg til lýsingarinnar á manninum, sem kom i Hafnarbúð- ina seinna um kvöldið, þ.e. kl. 22,30, og klæðnaðurinn var sá sami. Þriðjudaginn 26. nóvember kom maður á Ijósrauðum Fiat 600 með G-númeri á smurstöð á Akur- eyri. Var þetta um kl. 18.20. Hann var í velktum fötum, eins og hann væri að koma úr langferð. Maðurinn spurði hvort hann gæti fengið bilinn smurðan strax, en þegar honum var tjáð, að hann þyrfti að bíða f 10—15 minútur, þakkaði hann fyrir sig og hvarf á brott. Um kvöldið birti sjónvarpið leirmyndina og lýsingu á hinum eftirlýsta. Afgreiðslumaðurinn I smurstöðinni kannaðist þegar við svipinn. og einnig var klæðnaður- inn sá sami. Gerði hann lögregl- unni viðvart og var svipazt um eftir bílnum, en án árangurs. En þegar lýst var eftir honum um daginn fengust þær viðbótarupp- lýsingar, að um svipað leyti sama dag hefði maður með þessu útliti. eins klæddur og á Fiatbíl með G-númeri, komið á Farfugla- heimilið á Akureyri og beðist gist- ingar. Sagði hann umsjónarmanni heimilisins, að hann væri á leið til Raufarhafnar. Það atriði var kannað, og kom i Ijós, að enginn slfkur bill hafði til Raufarhafnar komið. Umfangsmikil en árangurslaus Rannsókn Geirf innsmálsins hefur verið mjög umfangsmikil og timafrek, og það sem af er árangurslaus. Sem fyrr segir bein- ist athyglin nú fyrst og fremst að mönnunum á bilunum tveimur. Hefur i þvi sambandi verið grennslazt eftir bilunum, m.a. Framhald á bls. 22 1.700 milljón króna lánsút- boð ríkissjóðs í Frakklandi SAMNINGUR um opinbert láns- útboð rfkissjóðs var síðastiiðinn fimmtudag undirritaður f Frakk- landi, en lánsútboðið nemur sam- tals 12 milljónum Evrópureikn- ingseininga, en það er jafnvirði 1.700 milljóna króna. Andvirði iánsins verður varið til fjárfest- ingasjóða, virkjunarframkvæmda og vegagerðar, en Alþingi hefur með nýsamþykktum lögum heim- ilað þessa lántöku. 1 fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu, sem Mbl. barst í gær, segir að nafnvextir lánsins séu 10% og voru skuldabréfin seld á 99'/4. Er lánið til 5 til 20 ára og afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Segir i fréttatilkynningunni að lánsútboðið virðist hafa gengið vel og að skuldabréfin hafi hlotið góðar viðtökur á markaðinum. Sjö bankar önnuðust lánsútboðið undir forystu Credit Commercial de France og First Boston (Europe) Ltd., en allur undirbún- ingur lántökunnar af hálfu rikis- sjóðs hefur verið í höndum Seðla- banka íslands. Aðrir bankar, sem þátt tóku í lánsútboðinu, voru Banque de Bruxelles S.A., Banque Lambert SCA, Bruxelles, Kreditbank S.A Luxembourgeoise, Luxemburg, Kuwait International Invest- ment Company S.A.K., Kuwait, og Société Générale de Banque S.A., Bruxelles. Sölusamningurinn á skulda- bréfunum milli þessara aðila og fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs var í gær undirritaður af Jóhannesi Nordal, seðlabanka- stjóra, i umboði Matthíasar Á. Mathiesen, fjármálaráðherra. Svo sem menn rekur minni til er þetta önnur lántaka á skömm- um tíma, en fyrir nokkrum dög- um skýrði Seðlabankinn frá því, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði veitt með sérstökum dráttarréttindum 2.200 milljón króna lán, en 55% þeirrar upp- hæðar fóru þegar i að greiða oliu- skuld við Sovétrikin vegna hækk- aðs oliuverðs. Lions-klúbbur Reykjavíkur með jólasölu í dag LIONS-KLÚBBUR Reykjavik- ur aflar nú fjár til eflingar liknarsjóði sinum, en fé úr sjóðnum hefur einkum runnið til sjónverndar og til styrktar blindum. 1 dag verða klúbbfélagar með sölu á ýmiss konar sæl- gæti, jólaskrauti og jólasokk- um að Laugavegi 15, þar sem klúbburinn hefur fengið skrif- stofuhúsnæði til bráðabirgða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.