Morgunblaðið - 14.12.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974
13
Hvað er
/
í
pokanum?
ÞAÐ var eitt sinn á síðastliðnu
sumri, er ég átti sem oftar er-
indi i Verzlunarbankann, að
Björgúlfur Bachmann, aðalfé-
hiróir, fór að ræða við mig um
mynt þá, sem i.umferð er.
Einkum um hið gífurlega magn
10 eyringa. Benti Björgúlfur
mér á hve misþykkir þeir væru,
sérstaklega frá árunum 1971 og
1973 og allmikið væri um að
þeir væru ekki allt of vel
slegnir. Hafði hann gert laus-
lega könnun á þessu, en þar
sem hann vissi um áhuga minn
á mynt, rétti hann mér poka,
sem var sneisafullur af 10 eyr-
ingum. Sagði Björgúlfur að
þarna væru rúm 2500 stykki og
skyldi ég nú athuga hvað ur
pokanum kæmi og hvað ég sæi
forvitnilegt. Er ekki að orð-
lengja það að ég fór með pok-
ann heim og hefi nýlega athug-
að innihaldið. Skoðaði ég rúma
1000 peninga og raðaði eftir
ártölum og varð niðurstaðan
sem hér segir:
Frá I umferð fóru
árinu stk. upphaflega
1946 2 4.000.000 stk.
1953 3 4.000.000
1957 2 1.200.000
1958 6 500.000
1959 3 3.000.000
1960 2 1.000.000
1961 4 2.000.000
1962 5 3.000.000
1963 21 4.000.000
1965 11 2.000.000
1966 38 4.000.000
1,967 16 2.000.000
1969 73 6.400.000
1970 128 4.800.000
1971 277 11.200.000
1973 440 4.800.000
1974 6
Upplýsingar um upplag eru
enn ekki fyrir hendi.
Samtals 1037 peningar
Þaó vakti athygli mína að
ekki virtist mikill sjónarmunur
á útliti peninganna í árgöngun-
um 1970, 1971 og 1973, en þess-
ir peningar eru úr áli. Margir
peninganna frá 1970 og 1971
litu út eins og nýir. Mig furðaði
meir hve margir peninganna
frá 1973 höfðu látið á sjá, þótt
enginn þeirra virtist slitinn.
Aftur á móti voru einir 10 pen-
ingar frá 1970 slitnir og svipað-
ur fjöldi frá 1971. Og mjög voru
peningarnir misþykkir. Það
voru engar ýkjur. Það hefði
einhvern tíma orðið mikið bras
við að nota þá i sjálfsala, jafn
misþykkir og misþungir sem
þeir eru, en við skulum nú ekki
hafa áhyggjur af þvi núna.
Eldri peningarnir, frá
1946—1969, sem eru úr 75%
kopar og 25% nikkel virtust
flestir lítið slitnir. Nokkrir með
óhreinindablettum, einkum
peningar frá árunum 1953 og
1958, hvernig nú sem stendur á
því. Peningarnir frá 1946 voru
óhreinir, höfðu, að sjálfsögðu,
misst allan myntbjarma en
voru furðu litið slitnir. Annar
var með rispur, hinn ekki. Af
peningunum frá 1969 reyndust
39 stk. vera með fínriffluðum
kanti, en 34 stk.með grófriffluð-
um. 3.200.000 stykki af hvorri
gerð voru slegin. I pokanum
voru einnig 2 norskir 10 eyring-
ar. Annar frá 1960 hinn frá
1972.
Það getur verið fróðlegt og
skemmtilegt að fara í gegnum
sjóð, sem þennan úr Verzlun-
arbankanum. Ég hafði gaman
af þvi kannski sérstaklega
vegna þess, að nú fara þessir
peningar úr umferð um næstu
áramót. Astæðurnar fyrir þvi
að einungis voru 6 peningar frá
1974 í pokanum eru sjálfsagt
margar. Bæði er, að pokinn er
frá i sumar og þess vegna ekki
komið í umferð allt það magn
sem slegið hefir verið af pen-
ingum með þessu ártali, og svo
hitt að notkun 10 eyringa hefir
minnkað allmikið á árinu, enda
hafa þeir lítið að segja i óða-
verðbólgunni. Mjög virðast
samt 10 eyringarnir vera for-
gengilegir, þegar haft er í huga
hið mikla magn þeirra, sem sett
hefur verið i umferð, sérstak-
lega á siðastliðnum 5 árum.
Fundur verður í Myntsafn-
arafélagi Islands í dag klukkan
14.30 í Templarahöllinni. Þar
mun Gunnlaugur Gunnarsson
segja frá hinum ýmsu útgáfum
á mynt, minnispeningum og
merkjum hér á landi á þessu
á'ri. Mun hann koma með sýnis-
þorn eftir þvi sem tök eru ár.
Verður einkum fróðlegt að sjá á
einum stað hin ýmsu sýslu- og
kaupstaðamerki, sem gerð hafa
verið nú á þjóðhátíðarárinu. A
uppboðinu, sem haldið verður,
að erindi Gunnlaugs loknu,
verða margir góðir gripir. Þar
má fyrst telja ýmsa danska
mynt frá 1875—1959. Ind-
verska klumpmynt; V* Tical frá
Siam, sleginn á 18. öld. Einnig 3
rómverskir peningar; frá dög-
.um Markúsar Aureliusar,
161—180 e. Kr.; frá dögum
Tacitusar 275—276 e. Kr. og
rómverskur denarus, úr silfri,
frá 137—134 f. Kr. Er það lik-
eftir RAGNAR
BORG
lega elzti peningur, sem enn
hefir verið borðinn upp hjá
Mynt-afnarafélaginu. Lág-
marksboð i þann pening eru
2,800 krónur. Af seðlum, sem
boðnir verða upp má nefna:
Krónuseðil frá fyrri heims-
styrjöldinni, íslenzkan, og einn-
ig verða nokkrir krónuseðlar
frá seinni heimsstyrjöld-
inni. Þar á meðal eru
nokkrir krónuseðlar, sem
aldrei hafa i umferð komið, og
fara væntanlega á mjög háu
verði, enda sjaldgæft að sjá
þessa seðla ónotaða. Einnig
verða boðnir upp: 5 krónu seð-
ill frá fyrstu útgáfu Landsbank-
ans 1928. Lágmarksboð I þann
seðil er kr. 2.500. Nokkrir brún-
ir 5 krónu seðlar úr annarri
útgáfu Landsbankans verða
boðnir upp. Lágmarksboð í þá
eru 500 og 700 krónur og fer
eftir útliti seðlanna. Þá verða
einnig á uppboðinu bláir 10
krónu seðlar, sömuleiðis önnur
útgáfa Landsbankans. Lág-
marksboð 600 og 700 krónur. Af
erlendum seðlum eru þýzk rik-
ismörk frá 1923. Þar á meðal
einn hundrað milljarða seðill
en það er áreiðanlega sá seðill,
sem borið hefir hæsta upphæð-
ina á uppboóum Myntsafnara-
félagsins hingað til. Verður
fróðlegt að sjá á hvað hann
verður sleginn. 2 minnispening-
ar Anders Nyborg 1973, Græn-
land og Heimaey verða og boðn-
ir upp.
Eins og áður hefur verið get-
ið í dálkum þessum eru pppboð
Myntsafnarafélagsins ein-
göngu fyrir félagsmenn. Er þar
verið að bjóða upp hluti, sem
fleiri en einn vilja eignast, og
eru því nánast til verðákvörð-
unar. Þeir, sem áhuga hafa á
myntsöfnun, geta gerst félags-
menn Myntsafnarafélags ís-
lands með þvi að mæta á fundi
og láta innrita sig. Utanbæjar-
menn geta skrifað félaginu og
gerst félagar. Fá þeir þá senda
uppboðsskrá með fundarboði
og geta gert skrifleg boð til
stjórnar félagsins, en það verð-
ur að gerast tímanlega fyrir
uppboðið. Pósthólf Myntsafn-
arafélagsins er nr. 5024 I
Reykjavík.
Ragnar Borg.
Deilt um hvenœr eftir-
launagreiðslur skuli byrja
Niðurstaða Hæsaréttar: Eftirlaun
greiðast ekki til þess, sem kom-
inn er yfir starfsaldur, á meðan
hann heldur áfram að gegna
starfinu.
Á síðast liðnu sumri kvað
Hæstiréttur upp dóm í máli, sem
risið hafði út af ágreiningi um
það, hvort starfsmaður Lands-
bankans sem orðinn var 70 ára, en
fékk leyfi til að gegn starfi sínu
áfram í nokkra mánuði eða til
næstu áramóta, ætti auk fastra
launa einnig rétt á greiðslum úr
eftirlaunasjóði starfsmanna bank-
ans. Eftirlaunasjóðurinn neitaði
að greiða starfsmanninum eftir-
laun á meðan hann enn væri í
starfi og á fullum launum hjá
bankanum, enda þótt hann væri
kominn yfir sjötugt. Taldi sjóður-
inn, að eftirlaunagreiðslur ættu
ekki að hefjast fyrr en maðurinn
hefði látið af störfum og launa-
greiðslum til hans frá bankanum
væri hætt. Starfsmaðurinn vildi
ekki sætta sig við þetta sjónarmið
eftirlaunasjóðsins. Höfðaði hann
því mál á hendur honum og krafð-
ist þess, að sjóðurinn greiddi
honum kr. 79.625.00 í eftirlaun
fyrir tímabilið frá 14. ágúst 1968
er hann varð sjötugur og til loka
þess árs, en þann tíma hafði hann
svo sem fyrr segir verið í starfi
hjá bankanum og haldið þar full-
um launum.
Rökstuðningur
starfsmannsins
Starfsmaðurinn byggði kröfu
sína á því, að samkvæmt 3. grein
reglugerðar um Eftirlaunasjóð
starfsmanna Landsbankans skuli
allir fastráðnir starfsmenn bank-
ans vera sjóðsfélagar og greiða
iógjöld til sjóðsins á meðan þeir
starfi í bankanum. Samkvæmt 6.
grein reglugerðarinnar sé starfs-
manni heimilt að láta af störfum
með rétti til eftirlauna, hvenær
sem er eftir 65 ára aldur, en skylt
sé honum að láta af störfum, er
hann hefur náð 70 ára aldri,
samanber og lög nr. 38/1954 um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna. Ef starfsmaður
hinsvegar vinni áfram eftir að
hann hefur náð 70 ára aldri, geti
hann ekki skoðast fastráðinn sam-
kvæmt áðurnefndri 3. grein
reglugerðarinnar, heldur lausráð-
inn, og breyti þar engu um, þótt
starsmaðurinn hafi haldið fullum
launum
Þá hélt starfsmaðurinn þvi
fram, að starfsmannastjóri bank-
ans hefði boðið sér að vinna i
bankanum til ársloka 1968 og
hafði hann tekið því boði. Ekkert
hafi þá verið minnzt á eftirlaun
eða önnur kjör starfsmannsins.
Taldi hann sig eiga rétt á fullum
eftirlaunum frá 14. águst 1968 til
ársloka, enda skipti engu máli,
þótt hann ynni á þessum tima
áfram hjá Landsbankanum, því ef
hann hefði ráóið sig til vinnu hjá
öðrum aðila á þessum tíma, hefði
eftirlaunasjóðurinn skilyrðislaust
orðið að greiða honum eftirlaun.
Þá mótmælti starfsmaðurinn sér-
staklega úrskurói bankaráðs
Landsbankans, sem taldi, að skil-
yrði fyrir því, að starfsmanni
skyldi greidd eftirlaun væru, að
hann hefði látið af störfum.
Rökstuðningur
eftirlaunasjóðsins
Eftirlaunasjóðurinn byggði
sýknukröfu sina á því, að hugtak-
ið „eftirlaun" þýði greiðsla á
launum eftir að maður hefur látið
af störfum. Starfsmaðurinn hafi
ekki fullnægt reglum sjóðsins um
rétt til eftirlauna fyrr en hann lét
af störfum. Þá hafi það verið að
eigin ósk starfsmannsins, sem
hann fékk að halda áfram störf-
um við bankann, eftir að hann
náði 70 ára aldri. Þá hélt eftir-
launasjóðurinn þvi fram, að það
væri viðtekin regla sambærilegra
lífeyris- og eftirlaunasjóða, að
geiða ekki eftirlaun fyrr en
starfsmaður léti af störfum. Enn-
fremur var bent á, að samkvæmt
8. grein reglugerðar sjóðsins, geti
enginn fengið örorkulífeyri á
meðan hann haldi fullum laun-
um, þrátt fyrir örorkuna. Loks
hélt eftirlaunasjóðurinn því fram,
að starfsmaðurinn hefði ekki
borið fram kröfu um greiðslu
eftirlauna fyrr en eftir að hann
lét af starfi. Mætti fullyrða, að
Landsbankinn hefði ekki leyft
manninum að starfa eftir að hann
Frá Hæslarétti
eftir ÁRNA
GRÉTAR FINNSSON
var orðinn sjötugur á fullum
launum, ef fyrirsvarsmenn hans
hefðu haft hugboð um, að hann
mundi auk launa krefja sjóðinn
um full eftirlaun.
Dómur
undirréttar
Þann 21. mái 1973 var í borgar-
dómi Reykjavíkur kveóinn upp
dómur í málinu. t honum segir
meðal annars svo:
„1 7. grein greindrar reglugerð-
ar segir m.a. svo: „Hver sjóðs-
félagi, sem lætur af starfi og
greitt hefir iðgjald til sjóðsins i 10
ár eða lengur og orðinn er 65 ára
að aldri, á rétt á árlegum eftir-
launum úr sjóðnum."
„1 13. grein laga nr. 38/1954 um
réttindi og skyldur starfsmanna
rikisins segir meðal annars svo:
„starfsmanni skal veita lausn,
þegar hann er fullra 70 ára að
aldri,“ Samkvæmt þessu getur
maður ekki gegnt starfi sem skip-
aður, settur eða ráðinn venjulegri
ráðningu samkvæmt lögum
þessum eftir að hann hefur náð
70 ára aldri. Verðu því að líta svo
á, að stefnandi (starfsmaðurinn)
hafi starfað hjá stefnda (eftir
launasjóðnum) sem lausráðinn
starfsmaður samkvæmt sér-
stökum samningi eftir 14. águst
1968 og eigi þvi rétt á eftirlaunum
úr hendi stefnda fyrir hið um-
deilda tímabil. Er og á það að líta,
að fram er komið, að stjórn
stefnda hefur ekki afskipti af því,
hvort starfsmenn, sem hættir eru
störfum i þjónustu bankans og
taka eftirlaun, taki að sér launuð
störf fyrir aðra, enda hafa slikar
launagreiðslur ekki áhrif á
greiðslur eftirlauna. Verður eigi
talið i ljós leitt, að fyrir hendi sé
venjuhelguð réttarregla, er
hnekki þessari niðurstöðu.
Verður eigi heldur fallizt á það,
að stefnandi hafi fyrirgert rétti til
eftirlauna greint timabil, þótt
hann héfði ekki uppi kröfu um
eftirlaunin fyrr en raun varð.“
Með skirskotun til þessara for-
sendna dæmdi undirréttur eftir-
launasjóðinn til þess að greiða
starfsmanninum eftirlaun fyrir
hið umdeilda timabil, það er frá
því hann varð 70 ára og til þess
tima, er hann lét af störfum um
áramótin næstu á eftir.
Dómur
Hæstaréttar
Eftirlaunasjóðurinn undi ekki
niðurstöðu undirréttar og skaut
því málinu til Hæstaréttar. Þar
var málið dæmt á síðast liðnu
sumri og segir svo meðal annars i
forsendum dóms Hæstaréttar:
„1 yfirlýsingu fjármálaráðu-
neytis frá 4. febrúar 1972 segir
meðal annars svo: „Samkvæmt
ákvæði 13. greinar laga nr.
38/1954 skal veita starfsmanni
lausn, þegar hann er fullra 70 ára
að aldri. Um árabil hafa laga-
ákvæði þessi verið framkvæmd á
þann veg, að hafi starfsmaður
sjálfur ekki leitaó eftir lausn úr
stöðu, hefur hann gegnt stöðunni
til loka þess almanaksárs, er hann
varð 70 ára á. Eftirlaunagreiðslur
úr lífeyrissjóði hefjast ekki fyrr
en stjórn lifeyrissjóðs hefur
borizt staðfesting þess efnis, að
væntanlegur lifeyrisþegi sé hætt-
ur að taka föst laun.“ Samkvæmt
þessu er leitt í ljós, að eftir gildis-
töku laga nr. 38/1954 hefur verið
fylgt sömu reglu um lausn starfs-
manna ríkisins fyrir aldurs sakir
og sett var með 1. málsgrein 2.
greinar laga nr. 27/1935. Að þvi
er sérstaklega varðar starfsmenn
Landsbanka Islands, þá verður
það ennfremur ráðið af vætti Ein-
varðs Hallvarðssonar (starfs-
mannastjóra Landsbankans), sem
rakið er i héraðsdómi, að fram-
kvæmdin hefur þar verið hin
sama."
Ennfremur segir svo i dómi
Hæstaréttar: „Stefndi (starfs-
maðurinn) gegndi stöðu sinni frá
því að hann náði sjötugsaldri til
ársloka sama ár án nokkurra
breytinga á starfsskyldum svo að
séð verði og án sérstakrar
lausnarveitingar frá starfi eða
endurráðningar hans sem laus-
ráðins starfsmanns. Var þetta
gert með fullu samkomulagi
stefnda og starfsmannastjóra
Landsbanka. I 7. grein reglugerð-
ar fyrir Eftirlaunasjóð starfs-
manna Landsbanka Islands er
það skilyrði sett fyrir rétti starfs-
manns til eftirlauna úr sjóðnum,
að sjóðfélagi hafi látið af starfi.
Stefndi lét samkvæmt framan-
sögðu af starfi I árslok 1968 og
öðlaðist því ekki rétt til eftirlauna
frá fyrri tíma að telja. Ber því að
sýkna áfrýjanda (eftirlaunasjóð-
inn) af kröfum stefnda í málinu."
Niðurstöðu undirréttardómsins
var því algjörlega snúið við í
hæstarétti.
Fyrir Hæstarétti fluttu málið
hæstaréttarlögmennirnir Guð-
mundur Pétursson af hálfu eftir-
launasjóðsins og Magnús Thor-
lacius fyrir hönd starfsmannsins.