Morgunblaðið - 14.12.1974, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.12.1974, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 RÆKJAN er veiga- mikiil hlekkur í at- vlnnulífi margra sjáv- arplássa. Hún tekur jafnvel vinnutíma stjórnenda þjóðarskút- unnar á hávertíðinni við Austurvöll. Rækjustríð í bingsölum: Tyeggja mínútna róður árækjumið ÞAÐ ER ekki rjúpan heldur rækjan, sem setti svip sinn á ræð- ur þingmanna f jólaönn sfðustu daga. Hér á eftir verður lauslega rakinn efnisþráður í máli þing- manna um rækjustríðið á Húna- flóa, á fundi f sameinuðu þingi f fyrradag. Forseti skammtaði hverjum þingmanni 2 mfnútur til að láta ljós sitt skfna á húnvetnsk rækjumið. Jón Ármann Héðinsson (A) hóf umræður með fyrirspurn utan dagskrár. Las hann upp lögfræði- lega álitsgerð hlutlauss aðila, Magnúsar Thoroddsen, borgar- dómara, þar sem dregin er í efa lagaleg heimild sjávarútvegsráðu- neytisins „til að vernda rækju- vinnslu tiltekinna sjávarplássa", þó verndunarsjónarmið og afla- takmarkanir hafi fullt lagagildi. Er vitnað til 69. greinar stjórnar- skrárinnar, þar sem segir: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna nema að almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til.“ Þetta lagaboð er hinsvegar ekki fyrir hendi. Fyrirspurn þing- mannsins var og um atvinnufrelsi Blönduósinga, skv. tilvitnaðri grein stjórnarskrárinnar. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, vitnaði til laga um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi, þar sem segir: „Ráðherra getur veitt undanþágu til þess að stunda rækjuveiðar á tilteknum svæðum. Skal binda leyfin þeim skilyrðum, sem nauðsynleg þykja. Einnig er heimilt að miða leyfis- veitingar við ákveðnar stærðir báta.“ Þá vitnaði ráðherrann til auglýsingar sjávarútvegsráðu- neytisins varðandi umsóknir um rækjuveiðileyfi, þar sem segir m.a.: „Veiðileyfi verða sem fyrr bundin þeim skilyrðum, að veiði- leyfishafi og eigandi báts hafi verið búsettir á viðkomandi svæði í amk. eitt ár og að báturinn sé þar skráður. Auk þess kann ráðu- neytið að setja sérstakar reglur um stærðarmörk báta eða aðrar reglur, sem horfa til takmörkunar á bátafjölda, ef ástæða þykir til.“ Síðan las ráðherra bréf til við- komandi aðila á Blönduósi um leyfi til rækjuveiða, þar sem skil- yrði leyfis eru rakin. Þá sagði ráðherrann: „Þessum ákvæðum hefur ekki verið breytt á einn eða annan veg frá því sem tiðkast hefur í sjávarútvegsráðuneytinu í fjöldamörg ár, bæði i tið ráðherra fyrri stjórnar og viðreisnarstjórn- ar." Ráðherrann rakti siðan sögu svonefnds Blönduóssmáls frá upphafi, út frá sínu sjónarmiði, gat þess m.a., að þegar umrætt veiðileyfi hefði verið gefið, hefði engin slík vinnslustöð verið á Blönduósi. Hinsvegar hefði hinn takmarkaði afli í Húnaflóa um langt árabil verið uppistaðan í atvinnulifi og afkomu annarra til- tekinna sjávarplássa, sem ekki hefðu á öðru að byggja, og var- hugavert væri að kippa atvinnu- stöðum undan með þeirri dreif- ingu aflans, aó engin vinnslustöð hefði rekstrargrundvöll. Jón Ármann Héinsson (Á) ræddi um lokun Faxaflóa, sem torveldað hefði útgerð ýmissa smærri báta úr höfnum hér syðra. Hann rakti sögu báts, sem fyrst var gerður útlægur úr Faxaflóa, síðan úr Breiðafirði og nú loks umræddar aðgerðir á Húnaflóa. Viðkomandi aðilar á Blönduósi væru reiðu- búnir að hlita öllum skuldbind- ingum um takmarkanir afla, magntakmarkanir og timatak- markanir, en þeir vildu fá að landa í heimahöfn og vinna afl- ann þar. Vinnslustöðin á Blöndu- ósi hefðu og öll áskilin leyfi til vinnslunnar, m.a. frá fiskmati rikisins. Hann gat þess og að ýmsir bátar hefðu landað í tveim- ur höfnum við Húnaflóa, þó svo virtist, sem þeir hefðu átt að landa á einum stað. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði vinnslustöðina á Blönduósi hafa öll sín vinnsluvottorð i lagi, sem og allar heimildir, sem hún þyrfti lögum samkvæmt að hafa. Hann vitnaði og til ’ msagnar borgar- dómara þess .fnis að löndunar- skilyrði ráði leytisins samræmd- ust ekki gi 4andi lögum. Hann sagði ennfremur: „Nú liggur það fyrir, að um þessar mundir er verið að tvöfalda vélakost rækju- verksmiðju á Djúpavik á Strönd- um. Stjórn byggðasjóðs hefur samþykkt lánveitingu til verk- smiðjunnar. Uppsetningu véla er að ljúka. Verksmiðjan telur sig nú þegar hafa hráefni úr einum bát til vinnslu og hafa vonir um viðskipti við fleiri báta. Ég spyr: Er það meiningin að beita sömu viðbrögðum gegn þessari stækkun verksmiðju á Djúpavík og beitt hefur verið á Blönduósi?" Lúðvfk Jósepsson (K) mótmælti því harðlega, að forseti hefði tak- markað ræðutíma þingmanna í þessari umræóu. Sagði hann rétt að vekja athygli á „að þetta hefði aldrei verið áður gert“. Lúðvik ræddi m.a. um, hvort rétt væri að binda saman eðlilegar veiðitak- markanir og skilyrði af hálfu ráðuneytis um, hvaða vinnslu- stöðvar eigi að vinna aflann. Hann sagði: „Ég fyrir mitt leyti er alveg á móti þessari stefnu. Ég tel hana hættulega og ranga og það eigi ekki að koma til aðrar hömlur en þær sem miða að þ,ví, að þeir, sem stýra fjárfestingarlánum, geti sett sin skilyrði fyrir lánveit- ingum. Ekki að gefa ráðherra eða starfsmönnum ráðuneytis leyfi til þess að tiltekinn afli, sem leyft er að veiða skuli vinnast hjá ákveðnu fyrirtæki.“ Asgeir Bjarnason, forseti sam- einaðs þings, mótmælti full- yrðingu Lúðvíks um takmörkun á ræðutíma þingmanna, sem hann sagði fjölmörg dæmi um. Myndi hann siðar við umræóuna nefna nýjustu dæmin þar um, en halda sér fast við fyrri úrskurð sinn. Steingrfmur Hermannsson (F) sagði Strandamenn hafa um Iangan aldur haldið uppi rækju- veiði og vinnslu. Hann sagði það álit fiskifræðinga, að rækjuveiði á Húnaflóa væri nú komin að hættumörkum og við leyfisveit- ingar bæri að taka tillit til þeirrar staðreyndar, sem og byggða- sjónarmiða og atvinnuþarfar ein- stakra byggðarlaga. Hann mót- mælti því að verið væri að tvö- falda vélakost rækjuvinnslu á Djúpavík. Þar væri verið að setja upp eina litla, danska vél til rækjupillunar, en rækja hefði þar verið handpilluð til þessa. Að síð- ustu: „finnst mér satt að segja ástæða til að vara við því, þegar fjármálamenn úr Reykjavík fara út á land til að finna peninga á þann máta, sem hér um ræðir." Ellert B. Schram (S) sagði, að það þyrfti að leggja fram mjög sterk rök fyrir slíkum takmörkunum á umsvifum manna sem hér um ræddi. Ráðherra hefur sett inn í reglugerð ákvæði þar sem segir, að það skuli vera til staðar viður- kenndar vinnslustöðvar. Hvort það hefur lagalega stoð eða ekki skal ég ekki fullyrða um. A það verður að sjálfsögðu að reyna fyr- ir dómstólum. 1 þessu efni væri rétt að hyggja aó þeirri orsök, sem m.a. fælist i því, aó smærri bátar héðan syðra væru neyddir til að sækja á önnur mið, þar sem þeir hefðu ekki aðstöðu til að sækja sín heimamið. Faxaflóinn væri lokaður þessum bátum. Ef til vill væri þar einnar frumorsakar að leita í þvi máli, sem hér um ræddi. Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra, sagðist fúslega taka undir orð sfðasta ræðumanns, varðandi vanda smærri báta hér syðra. En að stefna þeim á önnur mið, þar sem veiðitakmarkanir væru fyrir hendi, til verndar til- teknum stofnum, væri engin lausn á þeirra vanda, né hinna, sem búið hefðu að þeim miðum um langan aldur. Ráðherrann rakti atvinnusögu Hólmavíkur, Drangsness, Skagastrandar og Hvammstanga, sem ættu tilveru sína algjörlega undir þessum rækjumiðum og verndun þeirra. 1 atvinnu þessara staða væri rækjan uppistaðan, drjúgan hluta árs. Verndun miðanna, sem og tilvera þessara sjávarplássa, væri háð skynsamlegri nýtingu mið- anna og samræmingu á veiðum og vinnslu. Eggert Þorsteinsson (A) spurði m.a. hversvegna Framkvæmda- stofnun, sem sjávarútvegsráð- herra og Steingrimur Hermanns- son ættu sæti í, hefði veitt láns- fjárfyrirgreiðslu til stækkunar vinnslustöðvar á Djúpavík, ef rækjuveiðar í Húnaflóa væru komnar á hættustig, eins og Steingr. Hermannsson hefði full- yrt. Kjartan Ólafsson (K) taldi rétt og æskilegt, að samræmi væri tryggt milli veiða og vinnslu, og tryggja yrði hagsmuni sveitarfélaga, sem hefðu byggt atvinnulíf sitt á þess- um rækjuveiðum um mörg ár. Um lagalegan rétt ráóuneytisins til slíkra afskipta, sem það hefði beitt, vildi hann hinsvegar sem minnst fullyrða. Spurning væri og, hvort ráðuneytið eitt ætti að hafa það vald, sem til staðar þyrfti að vera af opinberri hálfu í þessu efni. Sverrir Hermannsson (S) benti m.a. á ákvæði i lögum um Sildar- verksmiðjur ríkisins, þar sem áskilið sé, að hver, sem reisa vilji sildarverksmiðju, þurfi til þess leyfi ríkisstjórnar. Lög þessi væru frá árinu 1938, svo hér væri ekki um nýlundu að ræða. Hann sagðist óánægður með reglur þær, sem giltu i þessu efni. Stýra þyrfti þessum málum af lipurð og sanngirni. Höfuðmarkmiðið væri að varðveita rækjustofninn til þess að hann gæti til frambúðar staðið undir atvinnu og verðmætasköpun. Pétur Sigurðsson (S) talaði mjög á sama veg og Ellert Schram. Hann ræddi um nauðsyn hinna minni báta til viðunandi starfs- grundvallar. Hann varaði og við skerðingu á skipstjórnarréttind- um, þ.e. að binda þau búsetuskil- yrðum. Þá deildi hann á ýmsar undanþáguveitingar í ábyrgðar- stöður á fiskibátum. Matthías Bjarnason (S) sagði undanþágur til skipstjórnar á vegum samgönguráðuneytis. Of langt hefði verið gengið í þeim efnum. Um mörg ár hefðu gilt ákvæði um búsetuskilyrði skip- stjóra, enda veiðileyfi við þeirra nöfn bundin. Hann taldi aðstæður allar á Djúpavík aðrar en á Blönduósi, þar sem atvinnulif þar byggðist á sjósókn, m.a. rækju- veiðum. Allmargir aðrir tóku til máls. 1 máli þeirra gætti þó allmikið endurtekninga, sem ekki er ástæða til að rekja. Forseti nefndi allnokkur dæmi frá fyrra þingi um skerðingu á ræðutima þing- manna, bæði af Gils Guðmunds- syni og Eysteini Jónssyni, sem afsönnuðu fullyrðingu Lúðviks Jósepssonar um hið gagnstæða. Albert Guðmundsson (S) sagðist meðmæltur takmörkun á ræðu- tima i málum utan dagskrár. Hann sagði góðra gjalda vert að fjármagn væri nýtt til atvinnu- uppbyggingar út um landsbyggð- ina, jafnvel þótt það kæmi frá Reykjavík. Slik fjárfesting létti bæði á því opinbera, lánsfjár- stofnunum og sveitarfélögum. Fullyrðingar þingmanna um hið gagnstæða byggðust á hæpnum forsendum. Hann sagðist treysta sjávarútvegsráðherra til að hafa forystu um að finna sáttaleið i málinu, sem allir málsaðilar gætu sætt sig við. Breyting á útvarpslögum Á FUNDl efri deildar Alþingis í gær var frumvarp um breytingar á útvarpslögum til annarrar um- ræðu. Frumvarpinu var að lokn- um umræðum vísað til þriðju um- ræðu með 9 atkvæðum gegn 5. Axel Jónsson mælti fyrir áliti meirihluta menntamálanefndar deildarinnar, sem lagði til, að frumvarpið yrði samþykkt. Axel Jónsson sagði, að látið hefði verið að því liggja við fyrstu umræðu, að i frumvarpinu fælist pólitískt ofríki og siðleysi. Reynsl- an hefði á hinn bóginn sýnt, að menn hefðu jafnan leitað eftir ólíkum leiðum til þess að kjósa útvarpsráð og kjöri ráðsins hefði verið hagað með ýmsum hætti. Sami háttur væri nú á kosningu í menntamálaráð og lagt væri til að yrði á hafður við kjör i útvarps- ráð. Eðlilegt væri að útvarpsráð væri spegilmynd af vilja kjósenda eins og hann kæmi fram eftir hverjar alþingiskosningar. Þing- maðurinn sagðist síðan vísa á bug sem markleysu öllum málflutn- ingi um pólitískt ofriki. Ragnar Arnalds sagði, að frum- varpið væri flutt til þess að losna við óþæga einstaklinga úr út- varpsráði, sem kjörnir hefðu ver- ið til fjögurra ára. Þá væri það einkennandi fyrir þetta frum- varp, að flutningsmönnum þess virtist liggja meira en litið á að koma því i gegn. Þingmaðurinn sagðist síðan hafa óskað eftir því að menntamálanefnd frestaði af- greiðslu málsins til þess m.a. að fá umsögn Blaðamannafélagsins um það. Leikreglum hefði verið koll- varpað og neitað um frest að báð- um fulltrúum stjórnarandstöð- unnar fjarstöddum. Helgi Seljan sagði að málefnið væri ekkert og hvernig ættu þá umræður um það að geta verið málefnalegar. öll önnur mál hyrfu í skuggann fyrir þessu máli, sem nú ætti að hespa af í einum hvelli. Stefán Jönsson sagði, að nefnd- in hefði enga vinnu lagt i frum- varpið. Með þessu frumvarpi væri aðeins verið að klóra yfir innan- flokks skyssur í flokki mennta- málaráðherrans. Hér væri að hefjast timabil Moggaþjónustu Timaklikunnar í samræmi við hlaupkennda stefnu Framsóknar- flokksins. Þá taldi þingmaðurinn, að koma sendiherra Suður- Vietnam hingað til lands nýlega stæði í sambandi við flutning þessa frumvarps af þvi að núver- andi útvarpsráð hefói afhjúpað hervirki Bandarikjamanna i Víetnam. Axel Jónsson sagði, að til fund- ar i menntamálanefnd hefði verið boðað með venjulegum og eðlileg- um hætti. Þá sagði hann, að áður hefði ekki verið leitað umsagnar aðila utan þings, þegar slikar breytingar hefðu verið gerðar á útvarpslögunum. Þetta væri ákvörðunaratriði Alþingis og menn gætu krafizt þess að vísa þvi til umsagnar blaðamanna- félagsins, ef þeir vildu halda uppi gamanmálum, en slikar kröfur væri ekki unnt að bera upp i fullri alvöru. Þá gagnrýndi þing- maðurinn ómálefnalegar umræð- ur andstæðinga frumvarpsins. Helgi Seljan svaraði gagnrýni Axels Jónssonar og sagði, að þing- menn hefðu af eðlilegum ástæð- um farið út fyrir efni málsins i umræðunum. Jón Ármann Héðinsson spurði, hvort nýtt útvarpsráð hefði nú verið skipað, ef vinstri stjórnin hefði setið við völd. Fróðlegt væri að fá svar við þeirri spurningu. Af þessum sökum væru það ann- arleg sjónarmið, sem að baki þessu frumvarpi lægju. Utvarp og sjónvarp ættu að vera sjálfstæðar og óháðar pólitiskum sveiflum i landinu. Þetta væri skref aftur á bak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.