Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 21
21
Skútuöldin í Reykjavfk. Myndin er tekin áður en hafnargerð var hafin.
Reykjavík í 1100 ár:
Fræðimenn fjalla um sögu
Reykjavíkur fyrir nútímann
í TILEFNI þjóðhátíðarárs hefur
Sögufélagið ráðist í það f sam-
vinnu við Reykjavíkurborg að
gefa út bók um Reykjavík í 1100
ár. Kjarni þeirrar bókar eru er-
indi, sem flutt voru á Reykjavík-
urráðstefnunni, sem efnt var til á
Kjarvalsstöðum i vor, en þar
fluttu 15 fræðimenn erindi um
aðalatriði rannsókna á sögu fyrri
alda í Reykjavík, einkum síðustu
100 ára. Höfundar hafa síðan unn-
ið þessi erindi upp og aukið þau.
Er þarna að finna í stuttu máli
aðalatriði langra rannsókna, oft
áratuga rannsókna, einstakra
manna, um hið eiginlega afmælis-
barn, Reykjavík, þar sem Ingólf-
ur settist að.
— Sögufélagið hefur fyrst og
fremst talið það hlutverk sitt að
gefa út sögu síðustu tíma og því
auðvitað Reykjavíkur, sagði
Björn Þorsteinsson, forseti
Sögufélagsins, í samtali við
blaðið. Við höfum, i góðri
samvinnu við Reykjavíkur-
borg, þegar gefið út tvö rit
með heimildum um Reykjavik, og
nú þessa bók. Við vitum, að
„Reykjavík i 1100 ár“ verður svo-
íftill áfangi í Isl. sagnfræðirann-
sóknum, bæði að því leyti að þar
er um að ræða samstarf sérfræð-
inga á mörgum sviðum, en slikt
samstarf er allt of sjaldgæft hjá
Isl. hugvisindamönnum. Hér
koma ungir menn fram með nið-
urstöður af nýjum rannsóknum
síðast en ekki sist er fjallað um
sögu Islendinga, einkum siðustu
100 árin, þó hugað sé einnig að
fortiðinni, skrifað um nútíðar-
sögu fyrir nútima fólk. Það koma
eflaust mörg vel unnin verk út á
þessu ári, en við erum dálitiö
ánægðir meó bókina okkar.
I bókinni eru 60 myndir og
fjöldi þeirra hefur aldrei birst
áður. Nægir þar að benda á kápu-
myndina af bernskuheimili Jóns
bis^ups Helgasonar, hús Thor
bergs og horft vestu yfir höfn
ina. Formála skrifar Páll Lin-
dal borgarlögmaður, sem fyrir
borgina hefur haft milligöngu um
útgáfurnar á söguritunum og ráð-
stefnuna. Birt er ávarp Birgis Isl.
Gunnarsson borgarstjóra. — Við
Sögufélagsmenn kunnum þeim
báðum miklar þakkir fyrir stuðn-
ing við Reykjavíkurráðstefnuna á
sinum tima. Þar með var þó nokk-
uð afrekað í ísl. sögu á þjóðhátíð-
arárinu, segir Björn Þorsteinsson.
En hann skrifar kynningu á efni
ráðstefnunnar.
Kristján Eldjárn, forseti ts-
lands, ritar fyrstu greinina og ger-
ir þar grein fyrir elstu byggð á
Islandi eða upphafi Islandsbyggð-
ar samkvæmt fornleifafræðinni.
Þorleifur Einarsson jarðfræð-
ingur segir jarðsögu Reykjavíkur-
svæðisins og sýnir með landabréf-
um hvernig landið var þegar Ing-
ólf bar hér að landi, stærð nesj-
anna of flóann.
Þorkell Grfmsson fornleifa-
fræðingur tekur til athugunar all-
ar hugmyndir og ágiskanir um
bæjarstæði Ingólfs, þar á meðal
Brúnsbæ — við enda Aðalstrætis,
en þau hús kunna að hafa tilheyrt
hinum gamla bæ í Reykjavík.
Björn Teitsson ritar um byggð i
Seltjarnarneshreppi — en þar
getur að lesa byggðarsögu lands-
ins í hnotskurn. Helgi Þorláksson
ritar um Hólminn við Reykjavik
og skýtur stoðum undir þá sögu
Skúla Magnússonar, landfógeta,
að Hólmurinn, Grandahólmur út
af örfirisey, sé upphaflegi verzl-
unarstaðurinn við Reykjavik.
Gengt var út í Akurey þurrum
fótum á fjöru á dögum Ingólfs.
Helgi dregur í ritgerð sinni fram
lungann úr atvinnusögu 17. aldar
og varpar nýju ljósi á menn eins
og Brynjólf biskup. En Reykja-
víkursvæðið var á 17. öld að verða
miðstöð mannlifs á Islandi. Lýður
Björnsson ritar svo ágrip af sögu
Innréttinganna.
Þá kemur að útgerðinni. Berg-
steinn Jónsson skrifar um skútu-
tímabilið í sögu Reykjavikur og
gefur glöggt yfirlit yfir mikið
mál, fyrsta stóra vaxtarskeið
Reykjavíkur — handverksstigið
og skútuöldina, Heimir Þorleifs-
son skrifar svo um togaraútgerð,
og umskiptin á öllum sviðum.
Ólafur Einarsson ritar um
’bernsku reykviskrar verkalýðs-
hreyfingar. I 1000 ár bjuggu ísl.
við einveldi jarðeigenda og land-
búnaður var eini sjálfstæði at-
vinnuvegur þjóðarinnar langt
fram á daga Skúla Magnússonar.
Það er fyrst seint á 19. öld að
nýjar stéttir vinna sér fullan
þegnrétt i hinu mjög staðnaða,
frumstæða og íhaldssama íslenzka
þjóðfélagi. Skúli Þórðarson skrif-
ar um fátækramál Reykjavikur,
þar sem í rauninni er sögð sagan
um það, hvernig bærinn segir
skilið við hreppinn. Vilhjálmur
Þ. Gislason skrifar um upphaf
sérverzlana i Reykjavík, þegar
kaupstaðurinn tók á sig borgar-
snið með breyttri þjónustu. Er sú
saga því sögð af manni, sem man
umskiptin og segir vel frá þessum
menningarhvörfum í sögu borgar-
innar.
Ólafur Ragnar Grfmsson tekur
fyrir miðstöð stjómmálakerfisins
í Reykjavík, þegar Reykjavík
verður stjórnsýslu- og stjórnmála-
miðstöð. Helgi Skúli Kjartansson
fjallar um fólksflutninga til
Reykjavikur 1850—1930 og ber á
góma Amerikuferðir, Reykjavík-
urferðir, togaraútgerð, erfiðleika
i sveitum og margt fleira, en mál-
ið er ekki eins einfalt og mönnum
hefur virst. Fátækt fólk komst af
betur en áður. Sveinn Einarsson
ritar um leiklist og hvernig hún
festir rætur, en hér hefur verið
leikið lengur og meira en menn
hafa yfirleitt gert sér grein fyrir.
Og Sveinn Skorri Höskuldsson —
tekur fyrir Reykjavik i skáldsög-
um, en Reykjavík hefur ætíð i
sögum rithöfunda verið neikvæð
og mesta Sódóma, utan hjá Tóm-
asi Guðmundssyni og Jakobínu
Sigurðardóttur á seinni árum.
Verið er að ganga frá þessari
bók, sem verður að lesmáli 238
bls. og mjög vönduð, og kemur
hún út nú um miðjan mánuðinn.
Mynd af Reykjavfkurhöfn frá 1912. Fremst sjást húsin milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu (O Johnson
& Kaaber), sem enn eru til.
Bók um upphaf
siðmenningar
tJT ER komin bókin Upphaf sið-
menningar eftir Harald Jóhanns-
son og er hún i bókaflokknum
Pappfrskiljur Máls og menn-
ingar.
Meginhluta bókarinnar skrifaði
Haraldur á Malaja á árunum
1967—68, en fyrsti kaflinn er
saman tekinn í London í árslok
1971 og endurskrifaður í Reykja-
vik á næsta ári. I formála segir
höfundur: I bók þessari er reynt
að rekja þróun samfélagshátta á
lokaskeiðum forsögunnar, ný-
steinöld og frummálmöld, í ná-
lægum Austurlöndum, þar sem
tvö af þremur fyrstu siðmenn-
ingarríkjunum risu upp á grund-
velli áveituræktunar og ríkistrú-
arbragða. Kveðst höfundur
fremur vitna til en umskrifa orð
helztu fræðimanna, sem um þessi
efni hafa fjallað og við er stuðzt,
til að frásögn þeirra og viðhorf
upplituðust sem minnst i endur-
sögn.
Kaflaskipti I bókinni gefa hug-
mynd um efnið: Forsaga Afríku,
Upphaf landbúnaðar, Siðmenn-
ingin í Sumer, Nýsteinöld i
Egyptalandi, Siðmenningin I
Egyptalandi. I bókinni eru margir
fróðlegir og ágætir uppdrættir til
skýringar.
Haraldur Jóhannsson.
Hrunamenn æfa leikrit-
ið „Húsfreyjan í Hruna”
Hrunamannahreppi, des.
UM þessar mundir standa yfir
æfingar á leikritinu „Húsfreyjan
i Hruna“ eftir Gunnar Benedikts-
son rithöfund. Hugmynd leikrits-
ins er sótt i sögu liðinna alda eða
til ársins 1196.
I Sturlungasögu er þess getið,
að Þorvaldur Gissurarson, prest-
ur I Hruna, hafi gengið að eiga
Jóru laundóttur Klængs Þor-
steinssonar, biskups i Skálholti,
en siðar hafi þeim verið varnað
samvista af kennimönnum. Utan
um þennan fáorða kjarna er svo
leikritið ofið. Bakvið þessa stuttu
frásögn hefur gerst örlagarik
saga. Með hugkvæmni sinni og
innri sýn leiðir svo höfundur
fram þá sögu, sem ímyndunarafl
hans skapar. Verður ekki annað
sagt en honum takist vel að lýsa
viðhorfi persónanna til síns sam-
tíma, en einkum þó hvað réttur
Laugardalshöllin:
Kaupstefna
í ágúst 75
KAUPSTEFNAN á íslandi hef-
ur ákveðið að efna til almennr-
ar kaupstefnu og vörusýningar
á tækni- og neyzluvörum í
Laugardalshöllinni dagana 22.
ág. — 7. sept. 1975. Auk þess
er áætlað að kynna sérsvið
svo sem heimilistæki og búnað,
matvæli og skylda neyzluvöru,
snyrti- og hreinlætisvörur og
fl., en á útisvæði verður sérsýn-
ing i sumarhúsum, vinnuvéium
o.fl.
Siðasta alþjóðlega vörusýn-
ingin, sem Kaupstefnan —
Reykjavík hf. stóð fyrir, var
haldin um svipað leyti árið 1971
og sóttu þá sýningu um 65 þús.
gestir, eða tæplega 30% lands-
manna. Aðrar sýningar Kaup-
stefnunnar hafa að meðaltali
verið sóttar af um fjórðungi
þjóðarinnar.
Jólaóratóría Bachs
í Dómkirkjunni
SUNNUDAGINN 29. desember
n.k. flytur Oratóriukór Dóm-
kirkjunnar, ásamt einsöngvur-
um og hljóðfæraleikurum úr
Sinfoníuhljómsveit Islands,
Jólaóratóríuna eftir J.S. Bach.
Verður verkið flutt i Dómkirkj-
unni kl. 5 siðdegis. Æfingar
kórsins hafa staðið frá 18. sept-
ember.
Einsöngvarar með kórnum
verða allir íslenskir, en þeir eru
konunnar er litill og fyrir börð
borinn. Mál, orðaval og setningar-
skipan frá löngu liðnum timum er
mikið vandaverk svo að nútíma-
fólk geti notið þess. En hér tel ég
að höfundi hafi tekizt mjög vel að
þræða hinn gullna meðalveg.
Hann reynir eins og auðið er að
leggja persónunum í munn tungu-
tak síns tíma, en sniður þó af því
svo, að hvergi verður það tyrfið
eða fyrnt um of. Leikritið gerist i
Hruna og á alþingi 1196. Þetta
verður að nægja um efnið, en
sýningin leiðir i ljós hvaða gildi
það hefur.
Leikritið var tekið til sýningar
fyrir tilstilli þjóðhátiðarnefndar í
tilefni þjóðhátíðarárs. Æfingar
hófust í október og hugmyndin er
að frumsýna um miðjan desem-
ber. Leikendur eru 13. Leikstjóri
er Jón Sigurbjörnsson.
Síg. Sigurmundsson.
Elísabet Erlingsdóttir, Ólöf
Harðardóttir, Sigriður E.
Magnúsdóttir, Sólveig Björling,
Halldór Vilhelmsson, Hjálmar
Kjartansson og Gestur Guó-
mundsson, sem syngur Guð-
spjallamanninn. Stjórnandi
verður Ragnar Björnsson dóm-
organisti, en Ragnar hefur ver-
ið stjórnandi kórsins frá upp-
hafi. Meðal fyrri verkefna kórs-
ins má nefna „Stabat Mater“
eftir Dvorak og „Hátíðaljóð“
eftir Emil Thoroddsen, sem
hvort tveggja var flutt með
Sinfoníuhljómsveit Islands.
Eins og að framan greinir
verða tónleikarnir haldnir i
Dómkirkjunni og fást aðgöngu-
miðar i kirkjunni hjá kirkju-
verði og einnig i Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar. Kór-
inn vill að endingu þakka öllum
þeim einstaklingum og fyrir-
tækjum sem styrkt hafa starf
kórsins til þessa og stuðlað.
þannig að því að flytja hin
stærri kirkjulegu tónverk inn
fyrir veggi kirkjunnar.
Eyjar fá aftur sitt
gamla svæðisnúmer
SJÁLFVIRKA simstöðin i Vest-
mannaeyjum var stækkuð i
1000 númer fimmtudaginn 12.
desember kl. 16.30.
Eftir stækkunina fær Vest-
mannaeyjastöðin aftur svæðis-
númerið 98 og taka þá gildi
merktu símanúmerin i síma-
skránni.
Simnotendur i Vestmanna-
eyjum þurfa fyrst um sinn að
velja simanúmerið 1022 fyrir
langlínuafgreiðslu.