Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 38

Morgunblaðið - 14.12.1974, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1974 HENTUGAR JÓLAGJAFIR Einkaumboð Skoðið gluggaútstillingu VILL EINN HLUSTA EN ANNAR EKKI ? ÍMA sigraði UMSE IMA og UMSE léku fyrsta lcikinn af þremur f undankeppni tslands mótsins f blaki 6. des. s.l. og þar sem þau eru einu liðin f norður- landsriðli leika þau þrjá leiki upp á þrjár unnar hrinur. Það lið sem sigrar fer áfram f undan- keppnina. Þessi fyrsti leikur var ákaflega fjörugur og skemmti- legur. Liðin sýndu bæði góðan leik og þó IMA öllu betri og fór svo að þeir sigruðu f þremur hrin- um, en UMSE f tvcimur, minna gat það ekki verið. Höfuðkostir IMA voru góðar uppgjafir sem voru mjög fastar og öruggar, svo og sterk hávörn, en skellin nýtt- ust ekki vegna ónákvæms upp- spils. Beztu menn IMA voru Ómar, Ólafur, Sigfús og Viðar, en tveir síðasttöldu leikm. voru með mjög góðar uppgjafir, en Ólafur bezti skellirinn. Lið UMSE með Gunnar Jónsson í broddi fylk- ingar á örugglega eftir að gera betur en þetta og með bættri boltameðferð og nákvæmari upp- stillingu við móttöku uppgjafar, sem reyndar er galli á báðum Blakaðí dag og á morgun TVEIR leikir verða f undan- keppni íslandsmótsins í blaki f dag, þá leika Vfkingur og Breiða- blik og sfðari leikurinn verður á milli IS og Þróttar. Báðir lcikirn- ir fara fram f Vogaskólanum og hefst fyrri leikurinn kl. 14:00 og sá sfðari að honum loknum. Á morgun verður einn leikur og fer hann einnig fram f Vogaskólan- um og eru það Þróttur og Breiða- blik sem leika. Sá leikur hefst kl. 19.00. liðum, er ómögulegt að segja hvaða lið fer áfram i úrslita- keppnina. Beztu m'enn þeirra voru Gunnar, Jón Steingríms og Aðalsteinn. Urslit hrinanna IMA- UMSE: 14—16, 15—7, 15—12, 12—15 og 15—7. Leiktími var 1 klst. og 23 mín. Dómari var Hall- dór Jónsson og hafði hann nóg að gera og dæmdi ágætlega. KR AÐALFUNDUR borðtennisdeild- ar KR verður haldinn í KR- heimilinu mánudaginn 16. desem-“ ber og hefst kl. 20.30. Jólamót TBR JÓLAMÓT TBR, sem er opið mót fyrir unglinga, verður haldið í Laugardalshöllinni föstudaginn 20. desember og hefst keppni kl. 17.00. Keppt verður í einliðaleik pilta og stúlkna (16—18 ára), ein- liðaleik drengja og telpna (14—16 ára) einliðaleik sveina og meyja (12—14 ára) og í einliða- leik í hnokkaflokki, en hann er skipaður ungmennum innan 12 ára aldurs. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt til Garðars Alfonssonar, sími 41595, fyrir 18. desember n.k. Haukar AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Hauka verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 14. desember og hefst kl. 13.30. Þá eigum við tæki sem hver fjölskylda þyrfti að eignast — Sennheiser heyrnartólið HD 4004, sem tengja má við sjónvarp. Tækinu fylgir snúra, sem er 7,5 m á lengd. Þetta tæki er einnig mjög hentugt fyrir heyrnardaufa og aldraða sem þurfa að hafa sjónvarpstækið óþægilega hátt stillt. Verðið er í dag aðeins kr. 2.250.-. Ennfremur fyrirliggjandi hin heimsþekktu stereo heyrnartól og hljóðnemar frá Sennheis- er. Spyrjið þá sem lesa fagtímarit um þessi tæki. Léttasta Mest Besta stereo-heyrnartól í selda heyrnartól i heyrnartólið frá Senn- heimi — kr. 3.400 heimi —,kr. 5.300 heiser — kr. 7.200 IÞROTTAFRETTIR M0RG0I\IRLAÐ8II\iS a HEIMILISTÆKI SF. Sætúni 8 simi 15655 og Hafnarstræti 3 simi 20455 Fredricia í forystu Með sigri sfnum, 18—13, yfir Eftirslægten hefur Fredricia KP’UM tekið forystuna í dönsku 1. deildar keppninni í hand- knattleik og er með 14 stig að loknum 8 leikjum. Efterslægt- en er i öðru sæti með 11 stig eftir 8 leiki, og HG er í þriðja sæti með 11 stig eftir 8 leiki. Síðan koma Helsingör með 10 stig, Arhus KFUM með 9 stig, Stadion með 7 stig, Stjernen með 7 stig, Nissum og Holte hafa 5 stig og Skovbakken er á botninum með 1 stig. Góð golf- verðlaun Bandaríkjamaðurinn Johnny Miller sigraði f opinni goif- keppni sem lauk í Miyazaki f Japan um sfðustu helgi, og hlaut hann fyrir sigur sinn 33.333 dollara verðlaun. Hafði Miller umtalsverða yfirburði yfir keppinauta sfna, lék á 274 höggum, en Lu Liang-Huan frá Formósu sem varð f öðru sæti lék á 281 höggi. Fékk Huan 19.000 dollara I verðlaun. Þriðji varð svo Ray Floyd frá Banda- rfkjunum sem lék á 283 högg- um og fékk hann 12.333 dollara f verðlaun. Shorter sigraði BANDARlSKl Olympíumeist- arinn i maraþonhlaupi, Frank Shorter, sigraði i níunda Fuku- oka-maraþonhlaupinu sem fram fór í Japan um helgina. Hljóp Shorter á 2:11:21,2 klst. Annar í hlaupinu varð Eckhard Lesse frá V-Þýzkalandi, þriðji varð Pekka Paivarinta frá Finnlandi, fjórði Terry Mann- ers frá Nýja-Sjálandi, fimmti Briton Christopher frá Bret- landi og sjötti varð japaninn Akio Usami. Lentu í sterkum riðli í körfuknatt- leikskeppninni EINS og frá hefur verið skýrt f Morgunblaðinu boðaði tsland þátttöku sína f Evrópubikar- keppni landsliða f körfuknattleik, en fyrirkomulag keppni þessarar verður á þá lund, að þátttöku- þjóðunum var skipt f þrjá riðla og leika sex f hverjum. Fer keppnin fram á einum stað, og leika þá einn við alla og allir við einn. Nú hefur verið dregið um skipan riðlanna og munu Islendingar leika f riðli með Svfum, Pólverj- um, Luxemburgurum, Albönum og Grikkjum. Keppni í riðli þessum fer fram í Vestur-Þýzkalandi og hefst 12. maí n.k. Séð er frammá mjög harða og tvísýna keppni f þessum riðli um sæti f úrslitakeppninni, en tvö efstu liðin í hverjum riðli komast f hana. Verða það Svfar, Pólverjar og Grikkir sem berjast um þessi sæti, og verður að teljast líklegt að Svíarnir verði „úti í kuldanum“, þar sem bæði Pólland og Grikkland eiga á að skipa körfuknattleiksliðum í fremstu röð f Evrópu. Hins vegar má svo búast við jafnri baráttu Islend- inga, Albana og Luxemburgara um fjórða sætið í riðlinum, og ættu Islendingar að eiga þar góða möguleika. Nú fástallar PHILIPS vörur LÍKA a<) Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.