Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 4

Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 4 ® 22 0-22* RAUOARÁRSTÍG 31 ------——------' LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Q BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOINJEEn Útvarp og stereo kasettutaeki VELDUR,HVER 0 SAMVINNUBANKINN^ m FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, sími 81 260. Fólksbílar — stationbílar, sendibílar- hópferðabílar. , tel. 14444 * 25555 [F/Ð/fí BfLALEIGA car rental Knútur Bruunhdl. ( Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II h. Sími24940 NILFISK þegar um gæðin er að tefla.... 1974 Arið, sem er að kveðja, hafði sfnar björtu og myrku hliðar, rétt eins og önnur ár, sem til- veran hefur gefið okkur til meðhöndlunar. Þjóðhátiðarár, ár tvennra kosninga, stjórnar- skipta og gagngerðra breyt- inga, bæði á þjóðmálasviði og i afstöðu til alþjóðlegs samstarfs lýðræðisþjóða. Að þessu leyti var árið sólrikt, þrátt fyrir ýms- ar blikur á lofti í efnahags- og atvinnumálum, sem að hluta til vóru aðkomnar úr alþjóðlegum kreppuvotti á þessu sviði og að hluta til magnaðar innlendum mistökum. Ný rfkisstjórn brást við þessum vanda skjótt og vel og tókst að fyrirbyggja annars viðblasandi stöðvun helztu at- vinnuvega okkar með tilheyr- andi atvinnuleysi, sem hefur orðið hiutskipti ýmissa Evrópu- þjóða, þó að ekki þurfi að visu mikið út af að bera til að raska rekstraröryggi f útgerð og fisk- vinnslu á ný. Viðamesti og vondjarfasti dagskrárliður þjóðhátfðarárs- ins var endurreisnarstarfið f Vestmannaeyjum, sem gefið hefur góða raun og fært þjóð- inni heim sanninn um gifdi samstöðu og samátaks. Sá lær- dómur, sem þjóðin hefur aflað sér f þessu endurreisnarstarfi, er máskí hennar dýrmætasti höfuðstóll, er hún gengur á vit nýs árs og nýrra viðfangsefna. Snjóflóðin f Neskaupstað, nú f lok ársins, er nýtt sorgaráfall, en þó gömul saga, sem þjóðin hefur endurlifað mörgum sinn- um. Þjóðarfjölskyldan varð þar fyrir þungu áfalli, sem kallar á hliðstætt samátak þegnanna og gagnvart vanda Vestmanna- eyja. Andstæður landsins, eld- ur og ís, hafa margoft lagt okk- ur til efnivið f þá þjóðarsögu, sem við, þrátt fyrir allt, skrif- um sjálf, með viðbrögðum okk- ar, hvern veg við snúumst við þeim viðfangsefnum, sem eru lögð okkur upp í hendur. 1975 Sú spurning, sem áramótin færa okkur fyrsta og helzta, og við komumst ekki hjá að svara á árinu 1975, er þessi: höfum við gert okkur nægilega Ijósa grein fyrir þvf, að samhliða staðbundum áföllum, höfum við orðið fyrir áfalli, á sviði efnahags og atvinnumála, sem nær til allra byggðra bóla á landinu, sem varðar hag og af- komu hverrar einustu fjöl- skyldu f landinu? Hafi þjóðin f raun yfirsýn á aðsteðjandi vanda og skilji þann gæfumun, sem felst annarsvegar f sam- stöðu og hinsvegar f sundrungu, þegar vandanum er mætt, er engu að kvfða. Reynsl- an ein sker úr f þessu efni. Helztu viðfangsefni þjóðar- innar, þings og rfkisstjórnar á árinu 1975 verða fyrirsjáanlega tvö: að tryggja annarsvegar rekstraröryggi atvinnuveganna og atvinnuöryggi almennings og hinsvegar útfærslu fisk- veiðilögsögunnar f 200 mflur. Hvorttveggja er lífsspursmál fyrir þjóðina, forsendur fram- tfðarvelmegunar. t þessu efni þarf þjóðin að sýna þá sam- stöðu og það samátak, sem að- stæður krefjast, á sama hátt og f hinum staðbundnu viðfangs- efnum, sem varða engu að sfður þjóðarfjölskylduna alla. Islendingar hafa að sjálf- sögðu skiptar skoðanir f stjórn- málum og mismunandi afstöðu til núverandi ríkisstjórnar. En þegar þjóðarsómi og þjóðarvel- ferð býður, þurfum við að geta staðið saman, sem órofa heild, minnug þess, að það er fleira, sem bindur okkur saman en á milli ber. Takist að skapa slfka þjóðarsamstöðu færum við hvort öðru gleðilegt nýtt ár — I verki, raun og sannleika. ar3 5 / ffkv# Eg stökk hœð mína í loft upp af gleði ” sagði verðlaunahafinn í teiknisam- kennni MbL Truaavi Þórhallsson SIGRÍÐUR Guðmarsdóttir seg- ist eiginlega bara hafa verið að endursegja draum í sögunni sinni um litla sólálfinn sem tryggði henni fyrstu verðlaunin í sagnakeppni Morgunblaðsins núna undir jólin. Það hlýtur að hafa verið merkilegur og spennandi draumur því að í verðlaunasögu Sigríðar litlu gerist furðanlega margt og efn- ið inniheldur að auki fallegan boðskap. Sigríður segist að vísu hafa orðið að stytta drauminn sinn dálítið og svo að víkja atburð- unum svolítið til, því að jafnvel verðlaunadraumar vilja verða ögn ruglingslegir, eins og skáld- konan benti okkur vinsamleg- ast á, þegar hún ieit inn á rit- stjórn Morgunblaðsins að taka við verðlaununum. Henni finnst gaman að skrifa sagði hún okkur líka, og eina sögu á hún víst í fórum sinum sem heitir „j himnaríki", svo að í henni gerast varla ómerkari hlutir en í sólálfasögunní. Sigríður hnýtti snotrustu englamynd í endann á sólálfa- sögunni, svona til prýði. Hún frétti ekki hvernig farið hafði fyrr en nokkrum dögum eftir að úrslitin voru birt í Morgun- blaðinu: hún og fólkið hennar höfðu öðrum hnöppum að hneppa um jólin en að liggja yfir blöðunum. Enginn á heim- ilinu hafði því hugmynd um upphefð Sigríðar fyrr en kunn- ingjafólk hringdi að óska til hamingju. Þá var litli rithöf- undurinn í bæjarferð að skipta bókum sem hún hafði fengið um jólin, en náðí þó að komast til okkar fyrir lokun á föstudag að taka við verólaunabókinni, sem hún sést vera að glugga í á meðfylgjandi mynd. Sigríður er níu ára og á heima að Barðaströnd 23 á Sel- tjarnarnesi. Við biðjum hana hér með að fyrirgefa að hún var rangfeðruð á listanum yfir sig- urvegarana. Foreldrar hennar eru Ragna G. Bjarnadóttir og Guðmar E. Magnússon. Verðlaunasaga Sigríðar var byggð á draumi TRYGGVI Þórhallsson, tólf ára, vann teiknisamkeppnina og kom á ritstjórn Mbl. að vitja verðlauna sinna, sem var Ljóða- safn Tómasar Guðmundssonar með eiginhandaráritun skálds- ins. Tryggvi sendi allmargar teikningar og skreytingar í keppnina en sagðist ekki hafa þorað að láta sér detta í hug að hann myndi vinna. „Ég hef haft mest gaman af því að teikna skopteikningar síðasta hálfa árið,“ sagði hann. „Eiginlega fékk ég innblástur frá systur minni í upphafi, hún hefur gaman af því að teikna slíkar myndir. Ég nota rotring- penna við þessar teikningar, en annars nota ég oft blýant. Ég ver flestum mínum fristundum í að teikna og eftir áramótin fer ég á námskeið í Handíða- og myndlistarskólanum. Ég er í tólf ára bekk í Melaskólanum og reyni eftir beztu getu að vera duglegur og fá hátt í náms- greinum, þótt mér finnist allra skemmtilegast að teikna.“ „Ég var ekki búinn að lesa Morgunblaðið á aðfangadag, þegar vinur minn kom í heim- sókn og fór að óska mér til hamingju. Þá kom ég alveg af fjöllum, en hann sagði: „Nú, þú vannst í teiknisamkeppninni" og ég varð svo glaður, aó ég stökk ábyggilega hæð mina i loft upp ... Það var mamma, sem stakk upp á að ég sendi myndir og ég hugsaði með mér að það sakaði ekki að reyna, en að ég ynni fyrstu verð- laun ... það hvarflaði ekki að mér.“ STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.