Morgunblaðið - 31.12.1974, Page 8
g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
VIÐ
ÁRAMÓT
SVÖR FORMANNA FJÖGURRA
ST JÓRNMALAFLOKKA VIÐ
SPURNINGUM MORGUNBLAÐSINS
Morgunbladid hefur snúið sér til formanna Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks
og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og óskað
eftir svörum þeirra við nokkrum spurningum um
viðhorfin í þjóðmálum um þessi áramót. Fara
spurningar og svör hér á eftir, en að venju birtist
áramótagrein formanns Sjálfstæðisflokksins ann-
ars staðar í blaðinu.
Olafur Jóhannesson formaður
Framsóknarflokks
Um flest þau málefni, sem
spurningar Morgunblaðsins lúta
að, er fjallað, beint eða óbeint, í
áramótagrein minni í Tímanum.
Get svarað þeim hér í örstuttu
máli á þessa lund:
1) Er þörf frekari ráðstafana i
efnahagsmálum en ríkisstjórnin
hefur þegar beitt sér fyrir?
Já.
2) Teljið þér grundvöll fyrir
kjarabótum á næsta ári, og ef svo
er, með hvaða rökum?
Nei, ekki eins og nú horfir.
3) A síðustu 12 mánuðum nam
vöxtur verðbólgu 51%. Hvernig á
að draga úr þessari öru verð-
bólgu?
Ég hef ekki ráð á neinni patent-
lausn á því vandamáli. En rétt er
að hafa i huga, að hinn öri verð-
bólguvöxtur á liðnu ári á að lang-
mestu leyti rætur að rekja til
verðhækkana á innfluttum
vörum, og þá ekki hvað sízt á
olíuvörum, eins og alkunna er.
Við slikt getur engin ríkisstjórn
ráðið. Of hátt spenntar kaupkröf-
ur eiga og nokkurn þátt í hinum
öra verðbólguvexti siðustu 12
mánaða, og þá ekki hvað sízt óbil-
gjarnar kröfur þeirra stétta, sem
hafa sérstaka aðstöðu til að knýja
fram vilja sinn. Eg get einkum
bent á eftirfarandi úrræði til að
halda aftur af hinum öra verð-
bólguvexti: Hemla hækkanir á
verðlagi og þjónustu, jafnt opin-
berri sem annarri, eftir því sem
unnt er, gæta hófsemi I fram-
kvæmdum, bæði hjá því opinbera
og einkaaðilum, beita ströngu að-
haldi i peninga- og lánamálum og
sveigjanlegri vaxtapólitík, nota
verðtryggingu fjárskuldabind-
inga meir en nú er gert, lögleiða
skattfrjálsan skyldusparnað af
hærri tekjum, endurskoða vísi-
tölukerfi og reikna kaupgjalds-
vfsitölu út aðeins á 6 mánaða
fresti. En siðast en ekki sizt þarf
þá hugarfarsbreytingu, að menn
almennt vilji vinna gegn verð-
bólgu í raun og veru, þ. e. ekki
aðeins í orði heldur og á borði.
4) Hvenær teljið þér, að færa
eigi fiskveiðilögsöguna út f 200
mílur?
Ég er ekki áþessu stigi reiðubú-
inn að nefna ákveðna dagsetn-
ingu, enda hefur enn ekki verið
fjallað um það í rikisstjórn, þó að
nokkur undirbúningur sé að öðru
leyti hafinn að fyrirhugaðri út-
færslu.
5) Eigum við að leggja áherzlu
á samkomulag við Vestur-
Þjóðverja í landhelgisdeilunni?
Ég hef talið, að það ætti að gera,
en eftir því sem tfminn líður,
skiptir það æ minna máli.
6) Eigum við að semja við
Union Carbide um byggingu
málmblendiverksmiðju í Hval-
firði?
Já.
7) Hver eru heiztu viðfangsefni
f atvinnumálum, byggðamálum
og velferðarmálum á næsta ári?
1 atvinnumálum er verkefnið
fyrst og fremst það að koma í veg
fyrir stöðvun atvinnurekstrar og
tryggja fulla atvinnu. I byggða-
málum eru brýnustu verkefni, að
atvinnumálunum slepptum, orku-
mál, samgöngur og bætt heil-
brigðisþjónusta, en að sjálfsögðu
mætti þar nefna ýmislegt fleira, t.
d. á sviði skólamála og ýmiss
konar þjónustu starfsemi. Stuðn-
ingur við elli- og örorkulffeyris-
þega, sem raunverulega þurfa á
hjálp að halda til að geta lifað við
mannsæmandi lffskjör.
8) Hver teljið þér, að fram-
vinda íslenzkra stjórnmála verði f
kjölfar stjórnarskipta á árinu
1974?
Um það get ég lítið sagt. Övissu-
atriðin eru þar svo mörg. En auð-
vitað vona ég, að ríkisstjórninni
takist að ná traustari tökum á
efnahagsmálum og hafa raun-
verulega stjórn á þjóðarbúskapn-
um. Hún ætti að hafa til þess
sæmilegar forsendur, ef til þess
er vilji og samheldni hjá stjórnar-
flokkunum. En ég tel hyggilegast
að biða reynslunnar f stað þess að
vera með spádóma.
Ólafur Jóhannesson.
Benedikt Gröndal formaður
Alþýðuflokks
1) Er þörf frekari ráðstafana í
efnahagsmálum en ríkisstjórnin
hefur þegar beitt sér fyrir?
Svar: Það er fráleitt, sem felst í
spurningunni, að ríkisstjórn geti í
eitt skipti beitt sér fyrir ráðstöf-
unum í efnahagsmálum, og síðan
ekki hafst frekar að á því sviði.
Vandamálin breytast sífellt, til
hins betra eða hins verra, og ríkis-
stjórn Islands bregst hlutverki
sinu hvern þann dag, sem hún
ekki hugsar um ný úrræði til að
styrkja efnahag þjóóarbúsins og
einstaklinganna. Ef núverandi
ríkisstjórn telur sig hafa nóg að
gert í efnahagsmálum, verður
hún ekki langlíf.
2) Teljið þér grundvöll fyrir
kjarabótum á næsta ári, og ef svo
er, með hvaða rökum?
Svar: Landsmenn geta ekki all-
ir fengið kjarabætur, nema þjóð-
artekjur aukist. Enda þótt skjótt
geti skipast veður í islenskum
efnahagsmálum, hef ég því miður
ekki trú á slíkri hækkun þjóðar-
tekna á næsta ári. Hins vegar geta
einstakar stéttir eða aðilar fengið
kjarabæíur, þótt allir fái ekki, og
þá á kostnað annarra. Mér kæmi
ekki á óvart, þótt gera þyrfti á
komandi ári nýjar ráðstafanir til
að bæta kjör lágiaunafólks, ekki
sist þess, sem mest á undir al-
mannatryggingum, og verður j>á
að finna ráð til að mæta þvi. Einn-
ig er rétt að hafa i huga, aó kjara-
bætur geta verið margt annað en
kauphækkanir, og ýmislegt getur
komið til greina á því sviði.
Reynsla launþega er raunar sú, að
oft reynist slikar kjarabætur
haldbetri en aukin tala á síminnk-
andi krónum. Verkalýðshreyfing-
in hlýtur að heyja harða varnar-
baráttu á komandi ári til þess að
halda aó minnsta kosti sinum
hlut, og hún mun játa einhuga
stuðnings Alþýðuflokksins.
3) A síðustu 12 mánuðum nam
vöxtur verðbólgu 51%. Hvernig á
að draga úr þessari öru verð-
bólgu?
Svar: Hluti þessarar verðbólgu
er erlendur. Á því sviði gætu Is-
lendingar gert skipulegt átak til
að draga verulega úr notkun á
bensíni, sykri, fóðurbæti og öðr-
um vörum, sem mest hafa hækkað
á heimsmarkaði. Innanlands
hefði þurft að afgreiða fjárlög
með verulegum greiðsluafgangi,
sem ekki væri dælt aftur út f
kerfið. Ríkisstjórnin getur hert til
muna aðhald að útlánum án þess
að til atvinnuleysis komi. Ekki
ætti að taka meirí lán með vísi-
tölutryggingu en lánað er út með
sömu kjörum, og takmarka ætti
eilendar lántökur. Stórauka
mætti raunhæít verölagseftirlit og
hefja víðtæka verðlagsfræðslu
fyrir neytendur. Astunda verður
náin samráð við verkalýðshreyf-
inguna og önnur launþegasamtök
um þessi mál. Hefja mætti skipu-
lega herferð til aukinnar hagræð-
ingar i öllum atvinnurekstri.
Þetta og fjölmargt annað mætti
gera. En kjarni málsins er að út-
rýma verðbólguhugsunarhætti
landsmanna, því aJlir íbúðaeig-
endur og svo til öll fyrirtæki eru í
rauninni verðbólgubraskarar,
sem hafa hag af áframhaldandi
verðbólgu. Varanleg úrræði verða
að koma við þann kjarna.
4) Hvenær teljið þér, að færa eigi
fiskveiðilögsöguna út f 200 míl-
ur?
Svar: Sem fyrst, og júní er síst
verri en haustið. Hinu verðum við
íslendingar að gera okkur grein
fyrir, að yfirlýsing okkar um 200
mílur verður ekki þegar að veru-
leika. Fyrst þurfum við að semja
um línu milli íslands og Græn-
lands og Islands og Færeyja og
síðan að fá niðurstöóu um, hvort
Jan Mayen og Rockall fái 200
mílna efnahagslögsögu, en fari
svo, þá að semja um linu milli
Islands og eyjanna. I öðru lagi
verða aðrar þjóðir að viðurkenna
200 mílurnar í reynd, og það get-
ur tekið tíma, enda þótt hafréttar-
ráðstefnan nái betri og skjótari
árangri en nokkur þorir að vona.
Við skulum halda áfram að
standa saman í landhelgismálinu,
en vera ávallt raunsæ.
5) Eigum við að leggja áherslu á
samkomulag við Vestur-
Þjóðverja f landhelgisdeilunni?
Svar: Með aðild að Sameinuðu
þjóðunum höfum við skuldbundið
okkur til að reyna að leysa milli-
ríkjadeilur á friðsamlegan hátt,
og það er raunar í eóli okkar. Ég
tel, að við hefðum átt að leggja
ríka áherslu á að semja við Vest-
ur-Þjóðverja alllöngu áður en
samið var við Breta. Þá var rætt
um samninga, sem hefðu getað
stutt málstað okkar verulega. Nú
virðist málið öllu erfiðara. Við
getum ekki látið undan varðandi
verksmiðju- og frystitogara, af þvi
að Island er allt eins og risa stór
verksmiðjutogari, sem liggur við
festar hér norður í hafsauga. Við
getum ekki fórnað þessari sér-
stöðu, sem heldur i okkur lífinu.
6) Eigum við að semja við Union
Carbide um byggingu málm-
blendiverksmiðju í Hvalfirði?
Svar: Alþýðuflokkurinn hefur
siðan í fyrravetur verið hlynntur
byggingu verksmiðjunnar, en hef-
ur áskilið sér allan rétt varðandi
einstök atriði samninga við Union
Carbide, enda hafa upplýsingar
um þau verið af skornum
skammti. Þar á meðal má nefna
mengun, áhrif verksmiðjunnar á
aðra lánamöguleika, orkuverð og
orkuflutning, höfnina og nokkur
fleiri atriði.
7) Hver eru helztu viðfangsefni f
atvinnumálum, byggðamálum og
velferðarmálum á næsta ári?
Svar: 1 atvinnumálum tel ég, að
auk uppbyggingar í Neskaupstað
og á Seyðisfirði sé brýnast að
fylgjast vel með atvinnuástandi
og gera fljótt ráðstafanir, ef bólar
á atvinnuleysi. Jöfn nýting fiski-
flotans er nauðsyn, og þar verða
að vera kjör, sem tryggja öllum
skipum mannskap. Annars á inn-
lend orkuframleiðsla að ganga
fyrir öllu. Iðnaðinn verður að
efla, en byggingariðnaðurinn —
einn okkar stærsti — er nátengd-
ur vandamálum húsnæðislána-
kerfisins, sem kalla á úrlausn.
I byggðamálum er nauðsyn að
gera nákvæmari skilgreiningu á
því, hvaða byggðir eigi að aðstoða
og hvers vegna, en síðan að vinna
mun skipulegra starf við aðstoð-
ina. Hyggja þarf að húsnæðismál-
um, þ.ám. leiguhúsnæði, því að
íbúðaskortur er oft hindrun þess,
að ungt fólk setjist að úti á landi.
öryggisleysi í raforkumálum og
mótttöku fjölmiðla er þáttur í
hinu sama, þótt vegir teppist, sem
sjaldan er lengi i einu.
1 velferðarmálum er sameining
fjölskyldubóta og tekjuskatts í
eitt tekjujöfnunarkerfi bæði rétt-
lætis- og sparnaðarmál. Gera verð-
ur athugun á meintri misnotkun
velferðarkerfisins og leiðrétta, ef
rétt reynist. Þá verður að minnast
þess, að aukió jafnrétti þegnanna,
lýðræði á vinnustað og í hinu dag-
lega lifi, baráttan gegn áfengi og
afbrotum, eirðarleysi unga fólks-
ins, störf kirkjunnar og félagsráð-
gjafanna og margt fleira af þessu
tagi eru allt mikilsverðir þættir
velferðar. Velferðarrikið er ekki
aðeins krónur og aurar, þótt bar-
áttan við fátækt og skort hafi ein-
kennt það í upphafi.
8) Hver teljið þér, að verði fram-
vinda fslenskra stjórnmála í
kjölfar stjórnarskipta á árinu
1974?
Svar: Það var ekki fyrr en 1916,
að fyrst voru stofnaðir islenskir
stjórnmálaflokkar, sem byggðust
á hugmyndum um innri byggingu
þjóðfélags okkar, en ekki barátt-
unni við Dani. Það var ekki fyrr
en 1934, aó ný kynslóð, sem ekki
var að verulegu leyti mótuð af
sjálfstæðisbaráttunni, tók völdin í
landinu. Þá voru ráðherrarnir 28,
Framhald á hls. 10