Morgunblaðið - 31.12.1974, Síða 9

Morgunblaðið - 31.12.1974, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 Magnús Torfi Ölafsson formaður Sgmtaka frjálslgndra og vinstri manna 7) Hver eru helztu viðfangsefni ( atvinnumálum, byggðamálum og velferðarmálum á næsta ári? Mest ríður á að full atvinna Þótt sumar spurningar blaðsins séu frekar tilefni langra ritgerða en stuttra andsvara, mun ég leit- ast við að hlífa lesendum við sliku og vera sem gagnorðastur. 1) Er þörf frekari ráðstafana í efnahagsmálum en rikisstjórnin hefur þegar beitt sér fyrir? Þróun verðlags og greiðslu- stöðu bendir ekki til að ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum hafi dregið að neinu marki úr jafnvægisleysi í þjóðar- búskapnum. Þessi rikisstjórn, eða önnur sem við tæki af henni, getur því ekki látið við svo búið standa. 2) Teljið þér grundvöll fyrir kjarabótum á næsta ári, og ef svo er, með hvaða rökum? Eins og nú horfir virðist ekkert svigrúm til almennra kjarabóta, 1) Er þörf frekari ráðstafana í efnahagsmálum en rikisstjórnin hefur þegar beitt sér fyrir? Fyrsta spurningin, sem Morgunblaðið setur fram, felur það sjálf í sér, að efnahagsaðgerð- irnar, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir undanfarna mánuði, m.a. stórfelld gengisfell- ing, hækkun söluskatts og gifur- leg hækkun á hvers konar opin- berri þjónustu hafi verið þarfar ráðstafanir. Það er sem sagt ekki spurt um giídi þessara aðgerða, heldur um hitt, hvort menn vilja meira af svo góðu. En kjarni málsins er sá, að stefnan i efnahagsmálum, sem núverandi ríkisstjórn fylgir, er röng og háskaleg, og þjóðin hefur sízt af öllu þörf fyrir frekari ráð- stafanir af þessu tagi. Ráðstafanir í efnahagsmálum verða fyrst og fremst að miðast við að koma i veg fyrir yfirvof- andi samdrátt og atvinnuleysi. Lífskjör fólksins i landinu hafa versnað mjög verulega seinustu mánuði, jafnhliða því sem þúsundir milljóna króna hafa ver- ið teknar með aðgerðum ríkis- stjórnarinnar af launamönnum, sjómönnum og bændum og færð- ar yfir til atvinnurekenda og fjár- málamanna. Þennan ójöfnuð verður að leiðrétta, og skal að því vikið í svari við næstu spurningu. 1 samræmi við grundvallar- stefnu sína leggur Alþýðubanda- lagið áherzlu á eðlisbreytingu efnahagslifsins. Eitt fyrsta verk- efnið er að minnka yfirbygging- una með breytingum á inn- flutningsverzlun, oliusölu og vátryggingakerfi, sem leitt gætu til einföldunar og sparnaðar. Af öðrum brýnum ráðstöfunum í efnahagsmálum vil ég nefna breytingar á skattamálum. Sýnt hefur verið fram á, að í Reykjavik einni eru ekki færri en 240 fyrir- tæki í félagsformi, sem engan tekjuskatt greiða. Aætluð árs- velta þessara fyrirtækja saman- lögð nemur yfir 10 þús. millj. kr. og þetta komast þau upp með vegna hinna fáránlegu fyrningar- reglna, sem Viðreisnarstjórnin sáluga kom inn í skattalögin fyrir fjórum árum og ekki náðist sam- staða um að leiðrétta i tíð vinstri stjórnarinnar. Með þessum ein- stæðu skattafríðindum geta fyrir- tækin velt skattabyrði, sem nem- ur þúsundum milljóna króna yfir á almenning, jafnframt því sem þessi fyrningaskollaleikur er notaður til að framkalla bókhalds- legt tap, sem á að sanna nauðsyn þess að lífskjör fólksins séu skert. 2) Teljið þér grundvöll fyrir kjarabótum á næsta ári, og ef svo er, með hvaða rökum? Ég tel, að þau lifskjör, sem lág- launafólk bjó við á miÓju þessu ári, þegar stjórnarskiptin urðu, eigi að haldast, og að þau geti heldizt, ef efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar sé skynsam- lega stjórnað. Vegna geysilegra verðlagshækkana, og þar sem en brýnt er að hlutur þeirra sem lægst eru launaðir verði réttur. 3) A síðustu 12 mánuðum nam vöxtur verðbólgu 51%. Hvernig á að draga úr þessari öru verð- bólgu? Ráðið til að draga úr verðbólgu- vextinum er að feta brautina til bærilegs jafnvægis i þjóóarbú- skapnum. Sníða verður af verð- bótakerfum launþega og fram- leiðenda agnúana sem hafa gert þau að sjálfvirkri verðbólgu- kvörn. Verðtryggja ber sparifé og fjárskuldbindingar til langs tima. Fjármagna ber framkvæmdir i rikari mæli en gert hefur verið með innlendum sparnaði. 4) Hvenær teljið þér, að færa eigi fiskveiðilögsöguna út ( 200 m(lur? Jafnskjótt og lokið er nauðsyn- kaupgjaldsvisitala hefur verið bundin með lögum, hafa lífskjör mjög versnað seinustu mánuði. Engin rök verða færð fyrir því, að þessi mikla kjaraskerðing sé þjóð- hagslega nauðsynleg. Þjóðarfram- leiðslan hefur vaxið um 10% á seinustu tveimur árum og þjóðar- tekjur á mann um 6%. Við stjórnarskiptin á miðju sumri var kaupmáttur launa eitthvað innan við 10% hærri en hann var að meðaltali árið 1972, sem að vísu er kannski heldur minna en verkalýðshreyfingin gerði sér vonir um að fá út úr samningun- um á s.l. vetri. En þessu kaup- máttarstigi átti og mátti viðhalda, einkum hvað snertir lægri launin, og við það voru tillögur Alþýðu- bandalagsins miðaðar í viðræðum um stjórnarmyndun í sumar. Nú er kaupmáttur launa hins vegar orðinn talsvert lakari en hann var að meðaltali á árinu 1972 og nálgast óðfluga ársmeðal- tal 1971. Kjör bænda hafa versnað að sama skapi og þá ekki siður kjör sjómanna, sem hafa orðið að þola, að samningsbundin hluta- kjör þeirra væru skert með lög- um. Launaþegasamtökin hafa sýnt mikla biðlund á undanförnum mánuðum og gefið nýrri ríkis- stjórn góðan tima til viðræóna við aðila vinnumarkaðarins. En kjaraskerðingin er löngu orðin óbærileg, og samtök launamanna hljóta þvi að snúast til varnar á næstu mánuðum. 3) A síðustu 12 mánuðum nam vöxtur verðbólgu 51%. Hvernig á að draga úr þessari öru verð- bólgu? Meginástæða þessarar gífur- legu dýrtíðar er hin alþjóðlega verðbólga, sem kemur fram í inn- lendu verðlagi bæði beint og óbeint. Samkvæmt skýrslum þjóð- hagsstofnunar var meðalverð á innflutningsvörum landsmanna að meðaltali 85% hærra árið 1974 en 1972, en þessar innfluttu verð- hækkanir hafa óvenjulega mikil áhrif á islenzka verðþróun, vegna þess að Islendingar eru háðari innfluttum vörum en flestar aðr- ar þjóðir. Verðhækkun á inn- flutningsvörum hefur að sjálf- sögðu hækkað launin að sama skapi. Hins vegar hafa út- flutningsatvinnuvegirnir ekki átt i vandkvæðum með að standa undir þessum miklu launahækk- unum, þvi að verð á útflutningsaf- urðum okkar hefur hækkað um 92% frá árs meðaltali 1972—1974. En þessi hækkun hefur einnig stuðlað að innlendri verðbólgu. Nú er útlit fyrir, að verulega dragi úr hækkunum á innfluttum og útfluttum vörum og hefur það mikil áhrif til að draga úr inn- lendri verðbólgu. Hins vegar er efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar ekki fallin til þess sama, og með gerðum sinum hefur stjórnin bæði komið af stað miklu verð- hækkanaflóði og valdið því, að safnazt hafa fyrir veróhækkana- legasta undirbúningi undir gæslu stækkaðrar landhelgi og öflun viðurkenningar á henni. 5) Eigum við að leggja áherzlu á samkomulag við Vestur- Þjóðverja i landhelgisdeilunni? Viðunandi samkomulag við Vestur-Þjóðverja væri síst þýð- ingarminna en bráðabirgðasam- komulagið við Breta. 6) Eigum við að semja við Union Carbide um byggingu málmblendiverksmiðju í Hval- firði? Samningsgerð við Union Car- bide eða hvern annan aðila um stofnun sameignarfyrirtækis veltur fyrst og fremst á því, hver nýting raforku er hagkvæmust þjóðarbúskapnum og hraðar mest frekari virkjunum. tilefni sem koma fram i verð- bólgustraumi næsta árs. Beztu ráðin til að draga úr verð- bólgu eru öflugt verðlagseftirlit, vinnufriður og góð samvinna við samtök launamanna ásamt ströngu aðhaldi að opinberum rekstri og einkarekstri til að tryggja itrasta sparnað og hag- kvæmni í þágu þjóðarheildarinn- ar. 4) Hvenær teljið þér, að færa eigi fiskveiðilögsöguna út ( 200 m(lur? A árinu 1975. Aðalatriðið er, að um raunverulega útfærslu verði að ræða, sem nái til allra erlendra þjóða, þó með hugsanlegri undan- tekningu hvað snertir Færeyinga, en samningurinn vió Breta verði ekki framlengdur. Sá samningur rennur út 13. nóv. á næsta ári og verður þvi ekki um raunverulega útfærslu landhelginnar að ræða fyrr en þá, þótt útfærslan verði dagsett fyrr. 5) Eigum við að leggja áherzlu á samkomulag við Vestur- Þjóðverja I landhelgisdeilunni? Nei, við eigum ekki að semja við Vestur-Þjóðverja um veiði- heimildir innan íslenzkrar land- helgi. 6) Eigum við að semja við Union Carbide um byggingu málmblendiverksmiðju ( Hval- firði? Nei. Eitt mikilvægasta verkefni okkar er að koma upp varma- veitum, hvarvetna þar sem heitt vatn er fáanlegt með hagkvæmum hætti, en jafnframt að tengja sam- an orkuveitusvæðin með stofnlán- um og byggja öflugt dreifikerfi, sem flutt geti raforku til húsahit- unar, þar sem heitt vatn er ekki fáanlegt. 1 þessu skyni höfum við þörf fyrir allt það fjármagn, sem vió getum aflað til stórfram- kvæmda á næstu árum, en auk þess erum vió að byggja tvær mjög dýrar virkjanir við Sigöldu og Kröflu. Orka þessara virkjana nýtist til fulls og nýtist bezt til húsahitunar, og við erum þvi ekki heldur aflögufærir um orku á næstu árum. Bygging málm- blendiverksmiðju í Hvalfirði i samvinnu vió Union Carbide virð- ist óskynsamleg fyrirætlun af ýmsum öðrum ástæðum, en þyngst vegur, að þessi fram- haldist. Brýnt er að unnið sé skipulega að þvi að tryggja öllum landshlutum næga og ódýra raf- orku. Fjárframlög til byggðaþró- unar nýtast ekki sem skyldi fyrr en landinu hefur verið skipt í þróunarsvæði að undangenginni könnun á byggóavandanum. Byggðaáætlanir verður að gera með fullri þátttöku heimamanna. í velferðarmálum er aðkallandi að tekjutrygging bótaþega fylgi verðlagsþróun og að lífeyrisþegar sitji allir við sama borð. Samteng- ing skattheimtu og almannatrygg- inga i tekjutryggingarkerfi væri mikið framfaraspor. 8) Hver teljið þér, að fram- vinda (slenzkra stjórnmála verði ( kjölfar stjórnarskipta á árinu 1974? Myndun hægri stjórnar með ( yfirgnæfandi þingmeirihluta að kvæmd er ekki skynsamleg frá efnahagslegu sjónarmiði. 7) Hver eru helztu viðfangsefn- in í atvinnumálum, byggðamálum og velferðarmálum á næsta ári? Eins og fram kom í svari við seinustu spurningu er nýting inn- lendra orkugjafa eitt mikil- vægasta viðfangsefnið okkar. Fljótlega þarf að taka ákvarðanir um næstu stórvirkjun eftir Sigöldu og Kröfluvirkjun, og hlýt- ur ný virkjun á Norðurlandi að koma sérstaklega til álita vegna nálægðar við húsahitunarmarkað á Vestf jörðum og Norðurlandi. Verðtryggður lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn er mjög brýnt mál. Einu verðtryggðu lífeyrisréttindin eru lífeyrir opin- berra starfsmanna, en fyrir aðra starfshópa er með öllu óviðun- andi að horfa upp á verðbólguna eyða þeim litlu réttindum til lif- eyris, sem áunnizt hafa. I menntamálum er brýnast, að verknám og iðnfræðsla verði endurskipulögð. A árinu 1973 urðu augljós straumhvorf i byggóamálum eins og auðveldlega má ráða af skýrsl- um um fólksflutninga innanlands og búsetuþróun. Þetta var einn merkasti ávinningurinn af störf- um vinstri stjórnarinnar, og þess- ari sókn verður að halda áfram. Sérstök ástæða er til að leggja áherzlu á samgöngumálin og var- anlega gatnagerð í þéttbýli. Ut- vega verður sérstakt fjármagn, vafalaust þúsundir milljóna króna, til að gera traustan og öruggan hringveg um landið, og hlýtur nú að verða lögð áherzla á leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur. Væntanlega yrði um að ræða einhvers konar lánsfé, en 9 baki er prófsteinn á stjórnhæfni þeirra sem þar eiga hlut að máli, en jafnframt reynir á getu vinstri afla til að ná samstöðu i stjórnar- andstöðunni. En vanhagi Morgun- blaðið um spádóma um óorðna stjórnmálaviðburði væri þvi nær að ráða sér spákonu en snúa sér til mín. Magnús Torfi Ölafsson. athuga þarf vandlega, hvort vega- sjóður getur ekki fengið hag- kvæmari lán en vísitölulán, sem eru margfalt óhagkvæmari en önnur lán og geta orðið sjóónum ískyggileg byrði í framtíðinni. 8) Hver teljið þér, að fram- vinda islenzkra stjórnmála verði i kjölfar stjórnarskipta á árinu 1974? Staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið öflugri en nú. Hins vegar hafa komið upp ýmis vandamál í efnahagsmálum á þessu ári, sem þurft hefur að leysa án þess að vinnufriði og atvinnuástandi væri stefnt i hættu. En núverandi ríkisstjórn hefur hagnýtt þessi vandamál til að knýja fram veru- lega breytta tekjuskiptingu milli atvinnurekenda annars vegar og hins vegar launamanna, sjó- manna og bænda. Minnkandi kaupmáttur fólksins er þegar farinn að gera vart við sig á ýms- um sviðum. í byggingariðnaði er samdrátturinn mestur, og hefur þegar orðið vart við atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna eftir lang- varandi skort á vinnuafli. Hættan er sú, að um verði að ræða keðju- verkandi samdrátt í íslenzku at- vinnulífi á næsta ári í líkingu við það, sem gerðist eftir gengisfell- inguna 1968, þótt hægar fari. Ég hef orðið var við, að margir stuóningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins eru lítið hrifnir af þessari nýju ríkis- stjórn, og sérstaklega á þetta við um Framsóknarmennina. Ég spái því, að fólkinu í landinu muni sakna hinnar fyrri stjórnar þeim mun meir, sem þessi situr lengur. Ragnar Arnalds. + Hjartkær móðir okkar SIGRÍÐUR KRISTlN SIGURÐARDÓTTIR Suðurgötu 100 Akranesi andaðist að kvöldi föstudagsins 27. desember fh. ættingja og vina Sveinn Jóhannsson Rlkharður Jóhannsson FLUQ£LmALfi í VESTURBÆNUM Margar gerðir af flugeldum. Fjölskyldupokar. Jókerblys. iRómönsk blys. Bengalblys. Stjörnublys. Fallhlífarblys. Stjörnuljós. Bengaleldspítur ofl. Dunhagi 23, sími 28510 * Ragnar Arnalds formaður A Iþýðubandalags

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.