Morgunblaðið - 31.12.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
plnr0iniiMa&ií»
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiRsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. slmi 10 100.
Aðalstræti 6. slmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Atímamótum reyna
menn gjarnan að horfa
á veginn og skyggnast inn í
framtíðina með það í huga
að meta þau verkefni, sem
við blasa. Hitt er þó ekki
síður mikilvægt við slíkar
aóstæður aö líta yfir farinn
veg og glöggva sig á því,
sem á undan er gengið: Að
fortíð skal hyggja, ef frum-
legt skal byggja. Einmitt
um þessi áramót er mikil-
vægt að líta til baka, til
atburða liðins árs. Þjóöin
hefur nú lifaó i fullar 11
aldir í þessu landi og þess
var minnst meó eftirminni-
legum hætti á því ári, sem
senn rennur í aldanna
skaut.
Ársins 1974 verður lengi
minnst fyrir þjóðhátióina
um land allt, ekki sízt á
Þingvelli. Á þessum helga
staó stofnuðu áarnir lög-
gjafarþing og þar hefur
þjóðin komið saman á
mestu stundum í sögu
hennar. Tugir þúsunda
komu á Þingvöll til að
minnast ellefu alda byggð-
ar á íslandi, en á bessum
fornhelga stað kom það
skýrar fram en oftast nær
áður, að það er ein þjóð,
sem byggir þetta land, þó
að menn þrefi í dagsins
önn og skipi sér í ólíkar
fylkingar eftir stjórnmála-
skoðunum.
Það er hverri þjóð
nauðsynlegt að staldra vió
stund og stund og minnast
þess, sem liðið er, og
treysta böndin við landið.
Gróðurverndaráætlunin,
sem samþykkt var á há-
tíðarfundi Alþingis á Lög-
bergi var ekki aðeins þarf-
leg, heldur bar hún vott
um þann samhug lítillar.
þjóðar, sem kom fram á
þessum merku tímamót-
um, ekki einungis á Þing-
vallahátíðinni, heldur
einnig og ekki síður á
héraöahátíðunum.
Það ár, sem nú er senn að
baki, sýndi, svo að ekki
varö um villst, að þessi
þjóð hefur einn hug og
einn vilja, þegar mikið
liggur við. Á næsta ári
blasa viö okkur mikilvæg
verkefni, sem krefjast sam-
stöðu allrar þjóðarinnar.
Eitt stærsta verkefnið, sem
ljóst er, að við þurfum að
fást við, er útfærsla fisk-
veiðilandhelginnar í 200
sjómílur.
Allt frá því aö lögin um
vísindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins voru
sett 1948 hafa íslendingar
háð þrotlausa baráttu fyrir
yfirráðum yfir fiskimiðun-
um umhverfis landið. Að
baki eru mikilvægir áfang-
ar, en á næsta ári verður
stærsta skrefið stigið. Á
hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna hefur
glöggt komið fram, að mik-
ill meirihluti þjóða heims
fylgir nú meginreglunni
um 200 sjómílna efnahags-
lögsögu. Þá hefur skýrt
komið fram, að fjölmargar
þjóðir, sem áður voru and-
vigar víðáttumikilli efna-
hagslögsögu, hafa breytt
um afstöðu í þeim efnum,
og annars staðar eru mjög
athyglisverðar breytingar
á afstöðu þjóöa til þessara
mála að eiga sér stað.
Þó að þannig sé ljóst, að
margí gangi okkur í hag-
inn, þarf engínn aö fara í
grafgötur um, að við eigum
eftir að heyja harða bar-
áttu fyrir lokasigrinum.
Enn er ekki víst, að bind-
andi samkomulag náist á
hafréttarráðstefnunni og
viö eigum enn i deilum við
Vestur-Þjóðverja vegna út-
færslunnar í 50 sjómílur.
Af þessu má þegar ráða, að
lokaáfanganum verður
ekki náð átakalaust fremur
en hinum fyrri, þó að við
stöndum í mörgum efnum
betur að vígi en áður,
þegar lögsagan hefur verið
færó út.
Ríkisstjórnin hefur lýst
yfir því, að fiskveiðilögsag-
an verói færð út í 200 sjó-
mílur á árinu 1975. Að baki
þessari ákvörðun stendur
einhuga þjóð, og á næstu
mánuðum mun þessi vilji
koma fram í verki. Engum
dylst, að árangur landhelg-
isbaráttunnar er kominn
undir einingu og samhug
fólksins. Afkoma okkar
hefur um langa tíð verið
háð fiskveiðum. En þó að
við séum nú staðráðin í að
ná endanlega lögsögu yfir
fiskimióum landgrunnsins
horfir mjög þunglega í
efnahags- og fjármálum
þjóðarinnar.
Á miðju því ári, sem nú
er að líða, var öllum ljóst í
hvert óefni var komið í
þessum efnum. Nú þegar
hafa verið gerðar umfangs-
miklar aðgerðir til þess að
endurreisa efnahags- og at-
vinnulífið. Allir eru á einu
máli um, að meginverkefn-
ið sé að tryggja fulla at-
vinnu og koma þannig í veg
fyrir það böl, sem nú hrjáir
margar nágranna- og við-
skiptaþjóðir okkar. En til
þess að unnt verði að ná
því marki þurfa allir, hvar
í stétt sem þeir standa, að
leggja nokkuð af mörkum.
Okkur hefur tekist að
halda svipuðum kaupmætti
og var um síðustu áramót.
Það er góður árangur í
þeim miklu efnahags-
þrengingum, sem nú er við
að glíma, og í sjálfu sér
ekki mikil fórn til þess að
bægja frá vofu atvinnu-
leysisins.
Efnahagsmálin verða
þung í skauti á næsta ári,
en margt bendir til þess, ef
allir leggjast á eitt og ytri
aðstæður verða okkur ekki
óhagstæðar, að við sjáum
fram úr erfiðleikunum við
lok næsta árs. Með sam-
stilltu átaki er unnt að ná
þessu markmiði og þá kem-
ur betri tíð.
Morgunblaðið óskar
landsmönnum farsældar á
komandi ári.
Mikilvæg
verkefni með nýju ári
Um snjómanninn hræðilega
og önnur þjóðtrúarfyrirbæri
— eftir dr. S
Dillon Ripley
Dr. Dillon Ripley er ritari Smithsonian-
stofnunarinnar í Bandarfkjunum og hef-
ur farið vfða um heiminn f rannsóknar-
leiðangra.
1 gegnum aldirnar hefur
mannskepnan sýnt þörf á að
trúa á vlsindalega ósannanlega
hluti, til þess að styrkja trú
sína á annað. Slfk þjóðtrú
hefur orðið hluti af menningu
yngri og eldri samféiaga, þegar
fólk hefur reynt að skýra
ákveðnar athafnir, trú eða lang-
eða skammlff fyrirbrigði.
Hvað er staðreynd? Hvað er
hugarburður? Visindalegar að-
ferðir má oft nota til að komast
að sannleikanum. Trú kemur
vísindunum þó oft i opna
skjöldu með fornum sögnum
um dýr, sem vísindamenn geta
ekki komizt upp með að ganga
fram hjá.
Eitt af skemmtilegustu,
áhugaverðustu og verðugustu
verkefnunum sem hinn mikli
fjöldi vísindamanna og menn-
ingarsagnfræðinga Smithson-
ian-stofnunarinnar fást við er
að sanna hvort ýmsar „stað-
reyndir" sem athygli okkar hef-
ur verið vakin á eru í raun
staðreyndir.
Gott dæmi um athuganir okk-
ar er hinn frægi Kensington-
steinn. Þessi steinn fannst í
Minnesota og var höggvinn rún-
um. Það vakti grun manna um
aó víkingar hefðu farið djúpt
inn á meginland Norður-
Ameríku þegar á 14. öld.
Við eyddum löngum tíma til
rannsóknar á steininum og
komumst loks að þeirri niður-
stöðu að hann væri falsaður.
I gegnum árin höfum við oft
staðið frammi fyrir spurning-
um um hvort ákveðin dýr séu
hluti af okkar heimi eða hvort
aðeins sé um sögusagnir eða
falsanir að ræða. I eitt skipti
reyndust sögur, sem í fyrstu
þóttu í meira lagi ósennilegar,
sannar. Það voru sögur um
coelacanth, sem er fiskur, sem
talinn var útdauður fyrir 60
milljón árum, en fannst svo
sprelliifandi 1 Indlandshafi
nærri Suður-Afríku.
Ein saga, sem ég hef haft
sérstakan áhuga á, er sagan um
snjómanninn hræðilega. 1 mörg
ár hef ég ferðast um Himalaya-
fjöll á mörkum Norður-
Indlands, Pakistan og Tibet til
að gera skrá yfir fugla, sem
halda til á þessum slóðum. En
ég hef einnig gefið spendýrum
gaum, ekki sízt þeim sem um-
leikin eru ævintýraljóma orð-
róms og sögusagna innfæddra
og ferðalanga og þar á ég við
furðuveruna, sem á að halda til
þarna í fjöllunum, nefnilega
snjómanninn.
Engar beinar sannanir eru
fyrir tilveru þessa fyrirbrigðis.
Ég hef rannsakað höfuðskeljar,
sem sagðar voru af þessari
veru, en hár sem á þeim voru
reyndust vera af fjallageit en
ekki af apamanni.
Sú vísindalega aðferð, sem
við hjá Smithsoniari notum er
að tína til staðreyndir og beinar
sannanir, eins og hauskúpur,
hár, bein, meltingarúrgang eða
aðra fasta hluti, sem fræði-
menn geta stuðst við til að
komast að ákveðinni niður-
stöðu.
Tökum hár sem dæmi. Snjó-
maðurinn, sem sagður er líkjast
manni og apa, hlýtur að hafa
loðinn pels til að halda hita í
köldum veðrum. Vísindamenn
geta með því að athuga frum-
byggingu hára ákvarðað hvort
þau eru af svini, birni eoa
mannapa. Hár mannapans hafa
enn ekki fundizt.
Fótspor, sem fundizt hafa og
hafa jafnvel verið ljósmynduð
eru mjög vafasamar sannanir
því í snjó geta þau stækkað eða
minnkað með þýðu og frost
hringnum í háfjöllum. Það er
ekkert, sem gerir vísindamanni
kleift að fullyrða hvort sporin
séu eftir mannapa, mann eða
gibbonapa.
Auðvitað er fjarlægur mögu-
leiki á þvi að þarna í fjöllunum
séu dýr, sem við þekkjum ekki,
þó að sögur innfæddra séu oft í
meira lagi ótrúlegar. En ég get
ómögulega útilokað það, þvi
viðáttan er svo geysileg og ill
yfirferðar að maðurinn á mjög
erfitt með að komast um þetta
hálenda svæði.
Þetta dýr, ef það á annað
borð er til annars staðar en i
þjóðtrú, á allt annað skilið en
að vera kallað snjómaðurinn
hræðilegi eða skrímsli. Ef það
er eins og ég get ímyndað mér,
einhvers konar þróaður gibbon,
þá er það allt annað en hræði-
legt. Það er aðeins venjuleg
dýrategund að vísu óþekkt.
Við á Smithsonian-
stofnuninni vinnum að því að
Framhald á bls. 16
Eitt vinsælasta og frægasta skrímslið er Loch Ness skrímslið.