Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 13

Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974 13 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, á skrifstofu sinni í forsætisráðuneytinu. Ljósm. Ól.K.M. eftlr Gelr Hallgrlmsson forsællsrððherra A A J. M. síðustu vikum þessa þjóðhátíðarárs tietur enn verið minnt á það, hve náttúru- öflin eru okkur Islendingum harður hús- bóndi. Mannskaðar hafa varpað dimmum skugga á heilt bæjarfélag og raunar land- ið allt. Helstu landföstum atvinnutækjum Neskaupstaðar hefur í einu vetfangi verið rutt í sjó fram. Enginn nema sá, sem séð hefur, getur gert sér fyllilega grein fyrir eyðandi afli snjóflóðsins, sem féll í Norð- firði 20. desember s.l. Efnalegt tjón er svo mikið, að atvinnulif þar mun ekki bera sitt barr, ef ekki verður brugðist skjótt við til hjálpar. Um leið og syrgjendum eru fluttar samúðarkveðjur, skulu staðfest fyrirheit um aðstoð við endurreisnina í Neskaupstað. Við hljótum að gera okkur grein fyrir, að sú skuldbinding, sem gefin hefur verið í nafni alþjóðar og að hennar vilja, felur í sér þörf fjáröflunar. Enn hefur ekki verið aflað nægilegs fjár til að standa við sams- konar skuldbindingu við endurreisnina vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Fyr- ir liggja óyggjandi upplýsingar um, að nauðsynlegt er að framlengja 1% viðlaga- sjóðsgjald á söluskattsstofn um eins árs skeið í þeim tilgangi. Viðbótarf járöflun er því nauðsynleg Viðlagasjóði til handa vegna Neskaupstaðar, annað hvort með líkum hætti eða öðrum, sem samkomulag verður um á fyrstu vikum næsta árs. Eins og fjármálum og efnahagslífi landsins er nú komið, er af engum varasjóðum að taka. Tjónið verður að bæta með einum eða öðrum hætti af aflafé alls almennings á líðandi stund, og því verður ekki frestað. Endurreisnin I Vestmannaeyjum hef- ur farið fram úr öllum vonum, og þess er ekki lengi að bíða, að Vestmannaeyjar verði aftur sú lyftistöng landinu öllu sem áður var. Enn er ekki vitað, hvert heildar- tjónið er í Neskaupstað, en fljótlega ætti að fást yfirsýn yfir það, svo að unnt sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Enginn vafi er heldur á því, að fljótlega mun þá takast að koma atvinnuiífinu I samt lag aftur, þótt mannlífið þar beri um langa framtíð djúpt ör. ★ Þjóðlíf okkar þetta ár hefur borið þess merki, að minnst hefur verið, að ellefu aldir eru nú liðnar, frá því að landið byggðist. Margt hefur verið gert til hátíða- brigóa. Hefur það allt farið fram með sóma og orðið mönnum til gagns og ánægju. Ber að þakka öllum, sem mikið hafa á sig lagt til þess að svo hefur orðið. Ekki held ég, að neinum sé gert rangt til, þótt hér sé sérstaklega getið af þessu tilefni Þjóðhátíðarnefndar 1974, sem starfað hefur um árabil undir formennsku Matthíasar Johannessens, skálds, og fram- kvæmdastjórn Indriða G. Þorsteinssonar, rithöfundar. Eins og jafnan þegar í stór- virki er ráðist hafa ýmsir haft í frammi úrtölur vegna aðgerða í tilefni landnáms- afmælisins. Nú i lok hátiðaárs, eru þær raddir fallnar i gleymsku. Hátið er til heilla best og skilur eftir sig uppörvun og hvatningu, sem lands- menn munu búa að. Hringvegur, land- græðsla, útgáfa sögu íslands og bygging þjóðarbókhlöðu eru mikilsverðir minnis- varðar um áfanga í lífi þjóðarinnar. Að þeim fyrirheitum og framkvæmdum verð- ur að standa svo fullur sómi og gagn verði að. ★ Fátt er okkur nauðsynlegra en að þekkja vel sögu þjóðar okkar og er því útgáfa Sögu Islands sérstakt fagnaðar- efni, ef vel tekst til, sem ekki skal dregið í efa. Stjórnmálasagan hefur jafnan verið rituð með hliðsjón af sjálfstæðisbarátt- unni. Raunar þarf engan að undra það, því að allt stjórnmálastarf smáþjóðar hlýtur ávailt að miða að því, að tryggja sjálfstæði hennar og trausta stöðu i síbreytilegum heimi. Á þessu ári höfum við betur verið minnt á það en oft áður, hve fljótt veður geta skipast i lofti i stjórnmálunum ekki aðeins i landi okkar heldur einnig í vold- ugustu rikjum veraldar. Á árinu hafa nýir menn tekið við forystustörfum í öllum helstu löndum Vesturlanda, í Bretlandi og Frakklandi eftir almennar kosningar, en i Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjunum vegna atvika, sem sýna, að lýðræðislega kjörnir stjórnendur verða ætíð að sætta sig við, að völdin eru vallvölt, þótt þau séu fengin með stuðningi mikils meirihluta kjósenda. I tveimur Evrópulöndum hefur ein- ræði orðið að víkja fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum. Grikkir hafa fengið lýð- ræðisstjórn og i Portúgal er ætlunin að ganga til almennra þingkosninga á næsta ári. Heimsmyndin hefur að ýmsu leyti breyst á árinu 1974. Sú breyting hefur ekki orðið vegna þess, að ný landamæri hafi tekið við af gömlum, heldur hins, að valdinu yfir olíulindum og þar með orku- gjafa nútímaríkja hefur verið beitt með nýjum hætti, þannig standa menn á næsta ári frammi fyrir því að þurfa að aðiaga og jafnvel móta alþjóðlegt efnahagskerfi að nýju. Nýjar vonir um nauðsynlegar ráð- stafanir í þessu efni vöknuðu undir lok ársins, þegar forsetar Bandarikjanna og Frakklands komu sér saman um leiðir til þess að samræma annars vegar hagsmuni olíuneysluríkja og hins vegar að efna til samningaviðræðna við olíuframleiðslurík- in um þau vandamál, sem mestan svip setja á alla þróun alþjóðamála um þessar mundir. Þá hefur einnig verið haldið áfram tilraunum til að minnka spennu milli austurs og vesturs. Þótt samninga- viðræður þeirra aðila hafi ekki enn leitt til varanlegrar lausnar á djúpstæðum deilumálum, hefur þó miðað í rétta átt. Líkur benda til þess að öryggisráðstefnu Evrópu ljúki á næsta ári. Öll hljótum við að vona, að ný viðhorf i samskiptum olíu- neysluríkja og olíuframleiðsluríkja og minnkandi spenna á miíli rikjahöpa, megi verða til þess, að á ný skapist festa í alþjóðaskiptum og þjóðirnar sameinist um leiðir í því efni. Staðreyndin er sú, að þegar til lengdar lætur eru það ekki iðn- ríkin sem verst verða úti, heldur mun skýrasta afleiðing alþjóðadeilna verða sú, aó hörmungar fátæku þjóðanna munu aukast, frá því sem nú er, og þykir þó mörgum nóg komið i þvi efni. Hagsmunir ríkja eru orðnir svo sam- tvinnaðir á flestum sviðum, að úr vanda eins þeirra verður ekki greitt nema fleiri komi til. Orkukreppan svonefnda, hefur óhjákvæmilega haft alvarleg áhrif á íslenskt þjóðlíf. Raunar getum við einnig rætt um orkukreppu hér á landi, þar sem óbeisluð fallvötn bíða þess að verða nýtt öllum til hagsbóta. Mönnum rennur það sannarlega til rifja að vita af óbeisluðum orkugjöfum víðsvegar um land, þegar stöðugar fréttir berast af rafmagnsleysi í fjölmörgum byggðalögum. Innlendir orkugjafar verða hvorki nýttir aó fullu né virkjaðir á hagkvæman hátt nema til komi samvinna við erlenda aðila, sem hafa hag af þvi að kaupa raforku vegna starfsemi sinnar. Hækkun oliuverðlags hefur haft þann kost í för með sér fyrir okkur islend- inga, að verð á orku þeirri, sem vió getum látið öðrum í té, hefur stórhækkað. Jafn- framt líður nú æ nær því, að tækni leyfi mönnum bjartsýni, þegar hugað er aó nýtingu auðæfa, sem kunna að finnast á yfirráðasvæðum okkar á hafsbotninum. Sem fyrst þarf að hefja skipulega könnun þessa svæðis og leit að olíu og gasi þar. Þetta starf verður ekki unnið án sam- starfs við erlenda aðila.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.