Morgunblaðið - 31.12.1974, Side 16
X 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
um í Genf. Þó er ekki loku fyrir það
skotið, að nauðsynlegt verði að halda einn
fund á milli fundanna i Genf og Caracas,
og yrði þá lokafundur hafréttarráðstefn-
unnar væntanlega ekki haldinn fyrr en
snemma á árinu 1976. Við munum þó ekki
hvika frá útfærslu í 200 mílur á næsta ári,
þótt endanleg úrslit á hafréttarráðstefn-
unni f áist ekki fyrr en á árinu 1976.
Verður nánar um landhelgismálið
fjallað með samráði allra stjórnmála-
flokka í ársbyrjun og þá frekar frá öllum
undirbúningi skýrt.
★
Mörg viðfangsefni á sviði mennta og
lista, heilbrigðis- og tryggingamála, ein-
stakra atvinnuvega, samgangna og sam-
skipta einstaklinga, ríkis- og sveitarfélaga
væri freistandi að gera einhver skil í
yfirlitsgrein sem þessari. En skilyrði þess
að unnt sé að fást við og leysa þau við-
fangsefni er traustur efnahagur inn á við,
yfirráð yfir auðlindum landsins og óskert
sjálfstæði og öryggi landsins.
Þess vegna hefur einkum verið um þau
mál fjallað, þar sem þau hafa einnig verið
í brennidepli á liðnu ári og þróun efna-
hagsmála og landhelgismála á næsta ári
getur skipt sköpum, um það hvernig þjóð-
inni farnast I bráð og lengd.
Við lok þjóðhátíðarárs minnumst við
genginna kynslóða, baráttu þeirra, von-
brigða og sigra, sem við njótum ávaxtanna
af. Við strengjum þess heit i upphafi 12.
aldar Islandsbyggðar, að Islandssagan
verði áfram skráð, svo að við höldum reisn
okkar og komandi kynslóðir Islendinga
njóti gleði og góðs bæði af lestri sögunnar
og veruleika þess lífs, sem framtíðin ber i
skauti sinu.
Landsmönnum öllum árna ég friðar og
farsældar á komandi ári.
91 íslendingur hefur farizt
af slysförum á þessu ári
Talsvert olíumagn virðist
enn í skemmda tankinum
Á árinu 1974 fórst 91 Islending-
ur af slysförum. Er það þó 24
færra en i fyrra er samtals fórust
115 Islendingar. I sjóslysum og
drukknunum fórust nú 28 Is-
lendingar á móti 36 ■ fyrra, í
umferðarslysum fórust 20 á móti
27 í fyrra, I flugslysum fórust 4 á
móti 9 í fyrra og í ýmsum slysum
fórust 39 á móti 43 í fyrra. Þess
ber að geta að í þessum tölum eru
meðtaldir 4 Islendingar sem
fórust erlendis af slysförum á
móti sex I fyrra.
Þetta kemur fram í árlegu yfir-
liti Slysavarnafélags Islands um
slysfarir og bjarganir fyrir árið
1974. Þar kemur einnig fram, að
af þeim hópi íslendinga er fórust
i sjóslysum og drukknunum
fórust 7 með skipum, sjö féllu
útbyrðis og 7 drukknuðu í ám og
vötnum. I fyrra fórust langflestir
með skipum eða alls 16 manns. I
umferðarslysum biðu flestir bana
með þeim hætti að ekið var á '
vegfarendur eða í 6 tilfellum, 4
við árekstur bifreiða og þrír I
bifreiðaveltu. I flokknum ýmis
slys biðu flestir bana í snjóflóðum
eða 10 manns og 2ja er enn
saknað, svo sem kunnugt er.
Þegar litið er á slys í einstökum
mánuðum vekur athygli að nú
hafa tiltölulega fá banaslys orðið
á útmánuðum, semvenjulega eru
hvað slysahæstir — í febrúar eru
nú 6 banaslys á móti 171 fyrra, 3 í
marz á móti 10 i fyrra og i apríl
urðu nú 4 banaslys á móti 7 í
fyrra. Sumarmánuðirnir koma
aftur á móti ekki eins vel út hvað
slysafjölda áhrærir — i júní urðu
nú 12 banaslys á móti 3 í fyrra og
14 banaslys urðu i ágúst á móti 12
i fyrra. Slysahæsti mánuðurinn á
þessu ári er eins og vænta mátti
desember með 17 banaslys (þar af
12 í Neskaupstað) á móti 15 bana-
slysum í sama mánuði í fyrra.
I skýrslu SVFI kemur ennfrem-
ur fram, að á árinu 1974 björguð-
ust 217 manns úr lifsháska á móti
224 i fyrra og urðu flestar bjarg-
anirnar nú í desember — alls 51
maður og þar af langflestir í snjó-
flóðunum i Siglufirði, á Seyðis-
firði og I Neskaupstað.
I flokknum um skipsskaða kem-
ur fram, að alls fórust níu skip á
árinu — Bylgjan RE-145, Gustur
ÞH 165, Óskar Jónsson RE-12,
Hafrún BA 10, Skálafell SH 240,
Vestri RE, Bára NK 11, Reynir
IS-526 og Hagbarður SF 15. Þá
urðu á árinu sjö eldsvoðar i skip-
um og i sex tilfellum sukku skipin
eða voru dæmd ónýt. Skipin voru
Sigurpáll GK 375, Oddi BA 304,
Ögurnes HU 2, Hafrún ÁR 28,
Sigurður Gisla VE 127, Hafborg
GK 99 og Ingvar Einarsson ÁR 14.
Loks kemur fram, að á árinu 1974
strönduðu 8 íslenzk skip og tvö
erlend hér við land en náðust öll á
flot aftur.
Neskaupstað, 30.12. —
frá blaðamanni Mbl.,
Elínu Pálmadóttur —
RÖSKLEGA ein milljón lftra af
svartoliu voru I tankinum sem
bögglaðist eins og blikkdós I snjó-
flóðinu ( Neskaupstað. En hvar
eru þeir nú. Unnið er að þvf nótt
og dag að reyna að bræða snjó-
mengaðar olfuleifarnar í tankin-
um. Viðbótarhitarar eru nú
komnir og hafa þeir fimm menn
frá olfufélaginu og Siglingamála-
stofnuninnt, sem að þessu vinna,
9 hitara með 4.500 wött, að þvf er
Stefán Bjarnason tjáði frétta-
manni Mbl.
1 nótt varð sprenging f einum
hitaranum niðri við botn tanksins
og brunnu allar leiðslur saman.
Ekkert slys varð þó og verður gert
við hitarann fyrir morgundaginn.
Tankurinn virðist vera rifinn, þvf
að þegar svartolfan hitnar og
bráðnar lekur hún í gegnum snjó-
inn og rennur fram í þró f Sfldar-
vinnslunni. A sfðan að dæla
henni þaðan yfir f lýsistank. Er
það verk rétt að hefjast.
I gær fór Stefán Bjarnason og
fleiri frá Siglingamálastofnun-
— Snjómaðurinn
Framhald af bls. 12
skrá öll dýr sem búa á yfirborði
jarðar, í höfnum og I loftinu.
Það mun taka kynslóðir að
ljúka þessu verkefni og þegar
því er svo er lokið, þá er ég viss
um að mörg dýr hafa orðið út-
dauð áður en okkur vitnaðist
nokkuð um tilveru þeirra.
Félagsmannfræðingar vinna
stöðugt að þvi að hljóðrita af
vörum fólks þjóðsagnir, frá-
sagnir af þjóðtrú og upplifun.
Starf eðlismannfræðingsins er
annað þar sem hann lætur sig
mestu varða bein og aðra hluti,
sem hann getur handfjatlað og
virt fyrir sér með eigin augum.
Við verðum að sannfæra
þannig vísindamenn að þeir
sem gefa sig að þjóðsögum og
þjóðtrú geta einnig talizt vís-
indalegir í rannsóknum sinum,
jafnvel þó að þjóðtrú og þjóð-
sögur geti ekki talizt til stað-
reynda.
inni á báti til þess að kanna hugs-
anlega olfu á firðinum og fjörum.
Fjaran við kaupstaðinn er meng-
uð svartolíu og sunnan megin við
fjarðarbotninn er mengaður
blettur. Síðan sáu þeir enga olíu
fyrr en í Krossvíkum utarlega og
norðan megin fjarðar. Sáu þeir
enga olíu I firðinum eða í víkun-
um, Hellufirði eða Miðfirði. Hef-
ur sú olía, sem lenti f snjónum
líklega rekið út fjörðinn og á haf
út f óveðrinu.
Stefán kvaðst halda að miklu
minna magn hefði farið f sjóinn
af svartolíu og sé því meira af
henni f tankinum en í fyrstu var
haldið. Þar undir er um 3ja til 4ra
metra snjór. Svartolían er blönd-
uð snjónum sem mokað er upp í
tank. Þar er snjórinn bræddur og
oliunni dælt í iýsistank. Skiptir
höfuðmáli að ekki þiðni áður en
þessu verki er lokið. Er nú þvf
miður byrjað að rigna og er
komin þíða. Flotgirðingin er þar
fyrir framan og getur tekið við
nokkuð miklu olfumagni, ef veður
verður ekki vont.
Sfðdegis fór Stefán Bjarnason
til þess að kanna aðstæður eftir
að rigna fór. Var þá talsverð ofia
komin f læk, sem þarna er, en öll
sú olía fer í svæðið innan olíugirð-
ingarinnar. Var vonazt til þess að
kólna tæki í veðri og frysti.
2Hov0imMaí>ií>
margfaldar
markad vðar
Hlutverk Norðurlandanna
hjá Sameinuðu þjóðunum
ANDLIT Norðurlandanna
var fremur sviplaust á alls-
herjarþingi SÞ í haust. Öll
Norðurlöndin hafa fulla
ástæðu til sjálfsskoðunar,
álítur Rafael Paro, sem
skrifaði eftirfarandi grein
sem leiðara í Hufudstads-
bladet í Helsinki.
Eru dagar norrænnar samvinnu
í alþjóðamálum, sem ekki snerta
Norðurlöndin beint, taldir?
Það eru ýmsar ástæður fyrir
þvf, að menn hafa spurt þessarar
spurningar á liðnu ári. En svo
virðist sem 29. allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna í haust gefi
ástæðu til frekari umhugsunar
Týndi veski
ISLENDINGUR búsettur í
Svíþjóð, sem dvalið hefur hér á
landi að undanförnu, varð fyrir
þvf óhappi milli jóla og nýárs að
týna veski sínu með öllum skilríkj
um, 10—12 þúsund krónum í ís-
lenskum peningum og bankabók
á sænskan banka. Hann var að
skemmta sér á Röðli og fór þaðan
í leigubíl á Kambsveg. Þykir lík-
legast að hann hafi tapað veskinu
á síðarnefnda staðnum. Þeir sem
einhverjar upplýsingar geta gefið
eru beðnir að hafa samband við
lögregluna.
um hana. Það er staðreynd, að í
mörgum mikilvægum málum tóku
Norðurlöndin mjög mismunandi
afstöðu og spurningin er hvort
mismuninn sé ekki að rekja til
ólíkari grundvallarsjónarmiða en
áður.
Þegar þessi mál eru rædd verða
menn að gera sér fyrst ljóst hvort
það sé eftir nokkru að sækjast að
Norðurlöndin samræmi stefnur
sínar og greiði sameiginlega at-
kvæði í SÞ, eins oft og þvf verði
við komið. Á þessu hafa menn
mismunandi skoðanir og allar
eiga þær sína pólitísku og hug-
myndafræðilegu kjölfestu í
hverju Norðurlandanna.
Samstaða samstöðunnar vegna
virðist ekki lengur nægja sem
ástæða þar sem sí fleiri gáttir
hafa opnast utanaðkomandi áhrif-
um á hina norrænu samheldni.
Mismunandi lausnir Norður-
landanna á öryggismálum — að-
ild Danmerkur, tslands og Noregs
að Atlantshafsbandalaginu og
hlutleysi Svfþjóðar og Finnlands
— getur vart skipt meira máli nú
en á undanförnum árum. Ekki má
heldur gera of mikið úr sérstöðu
Danmerkur, sem aðila að Efna-
hagsbandalaginu.
Þegar t.d. Finnland og Svfþjóð
greiddu atkvæði með yfirlýsing-
unni um efnahagsleg réttindi og
skyldur ríkja, Noregur sat hjá en
Danmörk greiddi atkvæði á móti,
setti EBE-aðildin Dönum varla
úrslitakosti. Þrfr EBE aðilar,
Frakkland, Holland og Italía kusu
að sitja hjá.
Atkvæðagreiðsla Noregs og Is-
lands gegn hinni almennu Palest-
inuályktun — á meðan önnur
Norðurlönd sátu hjá — var held-
ur ekki á nokkurn hátt eftir ein-
hverri línu frá EBE eða NATO.
Það er ekki ólfklegt að afstaðan
til ályktana SÞ stjórnist æ meir af
nýjum þáttum. Hjá því verður
ekki litið að sífellt fleiri lönd hafa
tekið upp hreina hentistefnu í
atkvæðagreiðslum sínum hjá SÞ.
Hin mikla blokk vanþróaðra
ríkja, ríkja utan bandalaga og
sósfalistiskra ríkja hefur sigið
áfram eins og valtari. Viljinn til
gagnrýnnar en einnig málefna-
legrar afstöðu hefur veikst ugg-
vænlega frammi fyrir þessum
sterka og sigurvissa meirihluta.
Innan SÞ diplómatiunnar hefur
alltaf þótt mikilvægt að íhuga
ekki aðeins málefnin, sem um er
að ræða, heldur einnig f hvers
konar pólitískum félagsskap
maður lendir við atkvæða-
greiðslu. Þetta hefur undanfarin
ár leitt til stöðugt hroðvirknis-
legri afgreiðslu grundvallarmála.
I stað þess að greiða atkvæði gegn
illa framsettum, vanhugsuðum
ályktunartillögum, sem forsvars-
menn þriðja heimsins hafa lagt
fram, kjósa stöðugt fleiri ríki að
greiða atkvæði með til að losna
við að verða stimpluð fjandsam-
leg þróunarríkjunum. Hjáseta er
einnig túlkuð sem neikvæð af-
staða.
Meðal þeirra Afrfku- og Araba-
ríkja sem mest hafa sig í frammi
kunna menn vel að leika sér að
ýmiskonar orðalagi til að ná
annað hvort samhljóða ákvörðun
eða meirihluta af mismunandi
stærð. I sumum tilfellum reikna
þau með því að svo til öll iðnríki
greiði atkvæði gegn, en í öðrum
tilfellum bjóða þau upp á orðalag,
sem leiðir til þess að t.d. EBE
löndin klofna í afstöðu sinni.
1 þessum leik gegndu Norður-
löndin áður mikilvægu hlutverki
með hinu tiltölulega heilsteypta
og sameiginlega andliti, sem þau
sýndu. Norræni hópurinn var oft
æfingavöllur og mikilvægur sam-
bandsaðili í samningum fyrir
ályktanasmiði þriðja heimsins.
Þetta hlutverk var illa leikið nú
í haust. Það var lítill svipur á
hinu samnorræna andliti. Það er
full ástæða til sjálfskoðunar í öll-
um norrænum höfuðborgum, ekki
sfst hér í Helsinki.
Til eru öfl í stjórnmálalífi
okkar, sem líta á það sem framför
í hvert sinn, sem Finnland snýr
bakinu við hinum Norðurlöndun-
um og fer sfnar eigin götur. En
við ættum að gera okkur betur
ljóst en hingað til hvert þessar
götur liggja — og hvert við viljum
að þær liggi.