Morgunblaðið - 31.12.1974, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
eftir JÓN Þ. ÞOR
Frá Skákþingi
Sovétríkjanna
1975
NÚ stendur yfir austur í
Rússlandi keppni í 1 . deild
skákþings Sovétríkjanna,
þar sem keppt er um titilinn
Skákmeistari Sovétríkjanna
1975 Að vanda er þetta
einhver bezt skipaða keppni
sem fram fer á árinu, en þó
standa ýmsir af öflugustu
stórmeisturum Sovétríkj-
anna utan hennar. Karpov
og Kortsnoj eru vafalítið
búnir að fá nóg af skák í bili,
en af öðrum stórmeisturum,
sem ekki eru á meðal þátt-
takenda má nefna þá
Spassky, Petrosjan, Geller
og Smyslov. Alls taka 16
meistarar og stórmeistarar
þátt í keppninni og má þar
nefna Tal, Taimanov,
Polugajevsky, Kuzmin,
Savon, Vaganjan og
Vasjukov. Ekki er mér kunn-
ugt um, hvernig einstökum
keppendum iiefur gengið,
en þó virðist af þeim óljósu
fregnum, sem borizt hafa,
að þeir Tal, Polugajevsky og
Kuzmin séu í forystusveit.
Við skulum nú líta á eina
skák frá 8. umferð keppn-
innar, en þar á stórmeistar-
inn Mark Taimanov í höggi
við ungan og lítt þekktan
meistara.
Hvítt: K. Grigorjan
Svart: M. Taimanov
Nimzoindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6,
3. Rc3 — Bb4, 4. Dc2
(Þetta gamla afbrigði er
nú orðið heldur fágætt en
heldur þó fyllilega gildi
sínu).
4. — c5,
(Hér komu margir góðir
leikir til greina, t.d. 4 —
d5, 4. — 0-0, og 4. —
Rc6)
5. dxc5 — Bxc5, 6. Rf3
— d5, 7 Bf4 — dxc4, 8.
e3 — Rd5,
(Vegna hótunarinnar Rd5
— b4 — d3+ verður hvít-
ur nú að láta biskupinn á f4
af höndum Það veldur hon-
um þó engum erfiðleikum).
9 Hdl — Da5, 10. Bxc4
— Rxf4, 11. exf4 — Bb4,
12 0-0 — Bxc3,
(Svartur ákveður að láta
biskupinn af hendi, en það á
eftir að koma honum í koll).
13 bxc3 — 0-0, 14. Rg5!
(Nú neyðist svartur tíl að
veikja svörtu reitina í kóngs-
stöðu sinní og það verður
honum að falli Athyglisvert
er að svarta drottningin
stendur hjá sem áhorfandi
það sem eftir er af skákinni)
14. — g6, 15. Dd3 —
Rc6, 16. Hfel
(Kemur í veg fyrir að
svartur geti losað um sig
með e5)
16. — Kg7, 17. Re4 —
a6,
(Eða 17 — Hd8, 18
Rd6 — Dc7, 19 f5 —
gxf5, 20. Dg3+ — Kf8,
21 Hd3 með vinnings-
stöðu)
18 Bb3 — Hd8, 19 Dg3
— Ha7, 20. Dh4
Framhald á hls. 21.
þAKKA þ&R
FyftlR VIÐVÖK
L/mHA. DeSUtRRA
EN þElR HAFA
ALDREI UPF’A
STyTTUNNI AF
xorucAu
HJ'A Mét?-
X-B
smAfúlk
Við óskum ykkur öllum gleöi-
legs nýs árs!
(andvarp)
KÖTTURINN FELIX
FEROIIVIAIMD