Morgunblaðið - 31.12.1974, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1974
I minningu
Jónasar Jakobs-
sonar veðurfrœðings
A þessum timum hraðans og
þeim ríkjandi tíðaranda, sem svo
mjög einkennist af kapphlaupi
við hina líðandi stund, lífsgæða-
kapphlaupið svokallaða, verður
lífið einhæft og hversdagslegt
meðan allt líður áfram áfalla-
laust. Þessi fábreytni rofnar þó
öðru hvoru skyndilega. Stundum
af gleðilegum óvæntum atburð-
um, stundum af reiðarslagi sorg-
legra viðburða. Við stöldrum við,
horfum til baka, hugsum og spyrj-
um. Hvar stend ég? Hvað get ég
gert? Hvað get ég sagt? Þannig
varð mér innanbrjósts þegar mér
barst fréttin um fráfall vinar
míns og bekkjarbróður Jónasar
Jakobssonar veðurfræðings, sem
svo skyndilega var á brott kallað-
ur mitt í önn dagsins þann 18.
desember sl.
Kynni okkar hófust á skólaár-
unum á Akureyri, en Jónas hóf
þar nám í fjórða bekk í stærð-
fræðideild haustið 1939, en gagn-
fræðaprófi lauk hann utanskóla
þá um vorið. Námsárin eru án efa
merkilegasti tími æfiskeiðsins.
Auk þess að mótast og þroskast
sem einstaklingar, tengjast menn
oft órofa böndum, sem aldreigi
bresta. Böndum, sem vara æfi-
langt þó fundum fækki og verk-
efni dagsins verði óskyld.
Menntaskólinn á Akureyri hafði í
þá tið vissa sérstöðu að þessu leyti
vegna þess að skóli og heimavist
fór saman. Hér var um stórt heim-
ili að ræða og aðkomusveinar
kynntust þannig betur í starfi og í
leik. Á þessum árum og með þess-
um hætti ófust okkar vináttu-
bönd.
Jónas Jakobsson var er hann
hóf nám i MA, þroskameiri and-
lega og líkamlega en flestir sam-
bekkinga hans. Við nám í Lauga-
skóla hafði hann þjálfast í íþrótt-
um jafnt sem i bóklegum grein-
um. Hann var rammur að afli og
þrekmaður mikill. Sem námsmað-
ur var hann frábær. 1 okkar hópi
var margt góðra nemenda, en ég
hygg að ekki sé of sterkt til orða
tekið þó Jónas sé þar talinn í
fremstu röð. Hann var alhliða
námsmaður þó hinar stærðfræði-
legu greinar námsins ættu hug
hans frekar. Hann var frábær stíl-
isti og átti auðvelt með að tjá sig á
léttan og skýran hátt og með
kersknilausu gamni. Við áttum
samleið á þessum árum. Hann var
veitandinn. Bjartur svipur hans,
heilsteypt vinarþel og hlýja er
mér ljúf minning. Við störf á
Siglufirði, og síðar, að afloknu
námi, áttum við enn samleið. Ég á
margar góðar minningar frá
heimsóknum á heimili þeirra
hjóna Jónasar og Ljótunnar. En
dagsins önn vex og vinafundum
fækkar. Engu að síður, böndin
órjúfanlegu, frá fyrri árum halda
sinni festu. Það er óvænt gleði að
hitta á förnum vegi góðan vin og
finna hlýjuna og gleðina við
endurfundina. Það er birta og
heiðríkja yfir minningunni um
þessa fundi.
Æfistarf Jónasar Jakobssonar
var unnið á Veðurstofu íslands en
þar hóf hann starf við heimkomu
frá námi í veðurfræði i Banda-
rikjunum. Um nær þrjá árautgi
hefir hann fylgst með veóri og
vindum, sól og frera og birt það
landsins börnum. Þar skiptast á
skin og skúrir. Heiðríkja í hugsun
og sál veðurfræðingsins Jónasar
Jakobssonar fá þar engu um ráð-
ið. Þar eru náttúruöflin að verki.
Skýr frásögn hans, að öðrum
ólöstuðum á þeim vettvangi, mun
þó lengi í minnum höfð. Þeir
ágætu menn, sem þann starfa
hafa, að segja fyrir veður og
vinda og skýra ástand loftlaganna
á sjónvarpsskerminum verða
næstum beinir þátttakendur í
+
JÓN RÓSINKRANZ SVEINSSON
frá
Hvilft, Önundarfirði
andaðist i St. Fransiskusspítala, Stykkishólmi 29 desember Útför
hans verður gerð frá Flateyrarkirkju.
Vandamenn.
Eiginmaður minn og faðir okkar
HALLDÓR KR. INGÓLFSSON
húsasm.,
Logalandi 7,
andaðist á Borgarspitalanum 29 des. F h aðstandenda,
Elly Ingólfsson.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir, /
JÓHANNESJÓHANNESSON,
bakari
frá Hábæ Hafnarfirði
andaðist að St. Jósefsspítala sunnudaginn 29 1 2 Fyrir hönd barna og
barnabarna
Jóna Jóhannsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar og sonur
HILMAR HARALDSSON,
Hlaðbrekku 6, Kópavogi,
lézt á Landspltalanum, aðfarar-
nótt 29 des
Margrét Þorláksdóttir og
börnin,
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Haraldur Teitsson,
tengdaforeldrar, systkini
+
JÓNASMAGNUSSON
Strandarhöfði
Vestur-Landeyjum
er andaðist I Landakotsspítala
aðfaranótt 23. des. verður jarð-
sunginn frá Breiðabólsstaðar-
kirkju Fljótshlíð 4 jan. kl. 2. e.h.
Pállna Stefánsdóttir
og börn.
+ Móðir okkar SIGURLAUG EINARSDÓTTIR frá Akranesi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, laugardaginn 4 janúar 1 975, kl. 1 0.30 fyrir hádegi Margrét Ásmundsdóttir Áslaug Ásmundsdóttir Ingveldur Ásmundsdóttir Jón Óskar Ásmundsson GIsli Ásmundsson + Faðir minn HAUKUR EYJÓLFSSON, Horni Skorradal, verður jarðsettur frá Reykholti laugardaginn 4. janúar kl. 2 e.h. Ingólfur Hauksson.
+ FRIÐBJÖRN TRAUSTASON, Hólum f Hjaltadal sem andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 23. desember s.l. verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 1 4.00. Fyrir hönd ættingja og vina. Ingimar Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, MARÍU HRÓMUNDSDÓTTUR AALEN og virðingu sýnda minningu hennar. Fyrir hönd aðstandenda. Albert B. Aalen.
+ Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 1 3.30 Adda Bára Sigfúsdóttir Hulda Sigfúsdóttir Flosi Hrafn Sigurðsson Stefán H. Sigfússon Sigrún Júliusdóttir og barnabörn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, FRIOJÓNS JÓNSSONAR, kaupmanns, Ytri Njarðvik. Fyrir hönd aðstandenda Jóhanna Stefánsdóttir.
+
Móðir okkar,
ELLEN SVEINSSON.
Suðurgötu 1 3,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 3 janúar kl 2
síðdegis
Jarðað verður I gamla kirkjugarðinum
Vilji einhver minnast hennar, skal bent á blindrafélögin eða aðrar
líknarstofnanir og félög
Hörður Þórðarson, Úlfar Þórðarson,
Sveinn Þórðarson, Nlna Þórðardóttir,
Agnar Þórðarson, Gunnlaugur Þórðarson,
Sverrir Þórðarson.
+
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför systur minnar, fóstursystur, móður, ömmu og lang-
ömmu
ÞÓRUNNAR F. ÞORSTEINSDÓTTUR
Maria Þorsteinsdóttir,
Gyða Tómasdóttir,
Hafdls Þórólfsdóttir,
Þorbjörg Ottósdóttir,
Sigrún Simonardóttir,
Ingólfur Hannesson,
Bjarni Magnússon,
börn og bamabörn.
daglegu lífi okkar, sem heyrum
og sjáum þessar skýringar. Þeir
verða heimilismenn eða a.m.k.
aufúsugestir hjá þúsundum
fjölskyldna um landið allt. Við
söknum þeirra, sem hverfa. Við
söknum Jónasar Jakvobssonar úr
þeim glæsta hópi.
Stúdentahópurinn frá MA 1941
hefir á þessu ári átt á bak að sjá,
úr sinum hópi, þremur ágætis-
mönnum. Eigi má sköpum renna.
Æfisporin, lengri eða skemmri,
verða aldrei annað en áfangi á
langri leið. Samfylgdin var ljúf
meðan hún varði. 1 vorum hópi
eru nú skörð fyrir skildi. Eigin-
konu Jónasar, dætrum, barna-
börnum, tengdasonum og ættingj-
um öllum bið ég guðsblessunar.
Ég þakka kærum vini samfylgd-
ina.
Jóhann Jakobsson.
Jónas Jakobsson er látinn, langt
fyrir aldur fram. Ég ætla ekki að
rekja hér ætt hans eða uppruna,
það gera sjálfsagt aðrir, er betur
til þekkja.
Kynni okkar hófust, er hann
ásamt öðrum veðurfræðingum
kenndi veðurfræði við islenska
flugskóla, þegar sú kennsla var
tekin upp hér á landi.
Jónas var mjög góður og vel
liðinn kennari. Þegar ég hóf flug-
nám í bóklegum fræðum, bjóst ég
frekar við að tímar i veðurfræði
yrðu þurrir, mest yfirferð yfir
veðurskeyti og annað er því til-
heyrir.
En Jónas var sérstaklega laginn
i að vekja áhuga nemenda sinna á
námsefninu, svo að við drukkum i
okkur þann fróðleik, er veður-
fræðin býður upp á.
Þeir er starfað hafa við flug-
samgöngur hér á landi, hafa átt
mörg sporin til veðurfræðinganna
á veðurstofunni i leit að upplýs-
ingum um veður og veðurútlit.
Störf þessara manna hafa ekki
ailtaf verið metin að verðleikum,
en það er ekki alltaf auðvelt verk
að spá um veður á Islandi og
nágrenni landsins, við erfiðar að-
stæður, t.d. vegna of langra vega-
lengda milli veðurathugunar-
stöðva á hafinu umhverfis landið.
Jónas var einn þeirra manna, er
alltaf reyndi að veita greið svör
við spurningum okkar. Oft man
ég eftir að hann sagði við mig:
hringdu til mín þegar þú ert
lentur. Ræddum við þá saman, af
hverju veðrið var svona, en ekki á
þann veginn er við höfðum búist
við.
Það er skemmtilegt að hafa
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
NÍELS HAFSTEINN
JÓNSSON
sem andaðist 22. desember,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 3. janúar kl. 3
e.h.
Hrefna Níelsdóttir
Sigrfður Nlelsdóttir
Maren Nielsdóttir
Stanley Kiernan
börn og barnabörn.
S. Helgason hf. STEINIDJA
tlnhoid 4 Slmar 7M7 og 14254