Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 1
36 SIÐUR 37. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Makarios: Viður- kennum aldrei skiptingu Kýpur Nicosia, Ankara, Aþena, 14. feb. — AP, Reuter, NTB. • Ákvörðun Tyrkja um að stofna sjálfstætt tyrkneskt ríki á Kýpur hefur leitt til mótmælaaðgerða í Grikkiandi og harðorðra mót- mæla grískra yfirvalda á Kýpur. Lýsti Makarios forseti Kýpur því yfir í dag að Kýpur-Grikkir féll- ust aldrei á að eynni yrði skipt. Glafkos Clerides, fulltrúi Kýp- ur-Grikkja í viðræðunum við Kýp- ur-Tyrki að undanförnu, er kom- inn til Aþenu til viðræðna við grísk yfirvöld, og ræðir hann með- al annars möguleika á að fá Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna til að taka málið á dagskrá. Olíklegt er talið að ráðið geti tekið málið til umræðu fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudag. Fulltrúar stjórna Bretlands, Frakklands og Bandarikjanna hafa lýst því yfir að þeir harmi þessa ákvörðun Kýpur-Tyrkja, og að stjórnir landa þeirra viður- kenni áfram stjórn Makariosar forseta sem löglega stjórn allrar eyjarinnar. Þrátt fyrir ákvörðun Kýpur- Tyrkja um stofnun sjálfstæðs rik- is hafa yfirvöld i Tyrklandi skor- að á deiluaðila að halda áfram tilraunum til að komast að sam- komulagi um framtíð Kýpur. Sagði talsmaður utanríkisráðu- neytisins i dag að halda bæri við- ræðum áfram með það fyrir aug- um að stofnað yrði sambandsríki á eynni. Hann sagði að stofnun Tyrkjaríkis á Kýpur væri aðeins bráðabirgðaráðstöfun þar til end- anleg lausn væri fundin. Þar væri alls ekki um neina byltingu að ræða. Tyrkneska herstjórnin hefur lagt blessun sína yfir aðgerðirnar og sent Rauf Denktash, talsmanni Kýpur-Tyrkja, orðsendingu um að tyrkneski herinn muni vernda ör- yggi Kýpur-Tyrkja og eignir á norðurhluta eyjarinnar. Þar er enn um 30 þúsund manna tyrkn- eskur her frá því innrásin var Framhald á bls. 20 NORÐURLANDARAÐ — Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, ræðir við sendiherra Dana á Islandi (til hægri) við komuna til landsins í gær. Ljósmynd Sv. Þorm. Fjárlagafrumvarp Bandaríkjanna: 1.800 milljónum króha varið til fram- kvæmda á Keflavíkurflugvelli í ár Frá Geir H. Haarde, blm. Mbl. i Washington, 14. febrúar. BANDARlKJAÞING afgreiddi í desember sl. f járveitingar til framkvæmda á Keflavíkurflug- velli, samtals tæpar 12 milljónir dollara fyrir fjárhagsárið 1975. Er hér um að ræða fjárveitingu til byggingar 200 (búða fyrir sam- tals 9,6 milljónir, og rúmlega 2,3 milljónir til annarra fram- kvæmda. Samkomulag það, sem gert var milli ríkisstjórna tslands og Bandarfkjanna I október sl. var af hálfu Bandarfkjamanna bundið þeim fyrirvara að nægjan- legar fjárveitingar fengjust frá þinginu í Washington til þeirra framkvæmda, sem af samkomu- laginu leiddu. Fjárveitingar til framkvænda á Keflavikurflugvelli eru afgreidd- ar í sérstöku frumvaipi, sem f jall- ar um almennar fjárveitingar til verklegra framkvæmda á vegum hersins og undirbúið er af varnar- málaráðuneytinu. Því er ekki um þær fjallað í fjárlagafrumvarpi þvi, sem Ford forseti lagði fyrir þingið fyrr í þessum mánuði. Var frumvarpið fyrir fjárhags- árið 1975 lagt fram i Fulltrúa- deildinni í april i fyrra og í Öld- ungadeildinni i maí, og var þá gert ráð fyrir nokkru hærri fjár- veitingum en síðar voru sam- þykktar. Opnir umræðufundir um efni frumvarpsins voru haldnir á vegum hermálanefndar Fulitrúa- deildarinnar í júni sl., og á vegum öldungadeildarinnar í júli. í greinargerðum, sem fylgja frumvarpinu úr hermála- og fjár- veitinganefndum beggja deilda þingsins kemur m.a. fram að auk byggingar 200 íbúða sé gert ráð fyrir framkvæmdum við tækni- búnað á flugbrautum, breyting- um á hliði og aðkeyrslu að flug- stöðinni, byggingu matsalar og Fiskiðnaðarmenn og fiskkaupmenn í Þýzkalandi: Vilja aflétta löndunarbanninu bættum aðbúnaði í vistarverum einhleypra í sendistöð nálæg' Grindavik. Fram kemur einnig að verulegar kostnaðarhækkanir af völdum verðbólgu á íslandi eru þingmönnum þyrnir i augum. í opnum umræðum fyrir her- málanefnd Öldungadeildarinnar í júlí furðaði demókratinn Stuart Symington frá Missouri sig á miklum kostnaði og spurði Fliakas, einn af fjölmörgum aö- stoðar-varnarmálaráðherrum, hvort aðeins væri hægt aó skipta við eitt verktakafyrirtæki á is- landi. Fliakas sagði svo vera, og gat þess að hernum væri skylt að semja við islenzka Aðalverktaka, sem væru að hálfu opinbert fyrir- tæki. Athyglisverð orðaskipti áttu sér Framhald á bls. 20 Tel að svo verði ekki, segir Ermt Stabel EIGI á annað borð að aflétta löndunarbanúinu á íslenzk fiski- skip í v-þýzkum höfnum, verður það að gerast strax, sögðu for- svarsmenn samtaka v-þýzka fiskiðnaðarins og fiskkaupmanna á blaðamannafundi f Bremen í sl. viku. Kom fram á fundinum, að þeir vilja fá fslenzk fiskiskip til löndunar f v-þýzkum höfnum fyrir páska meðan mest þörf er fyrir aðfenginn fisk, því að um sumartfmann anna v-þýzk fiski- skip aigjörlega eftirspurninni þar um slóðir. Fram kom á fundinum að ástand á v-þýzka fiskmarkaðnum hefur verið slæmt að undanförnu og framboð í lágmarki vegna gæftaleysis hjá úthafstogurum V- Þjóðverja. Raunar kom fram á fundinum að afnám löndunar- bannsins á Isl. fiskiskip fyrr á þessu ári hefði ekki breytt neinu um þetta ástand, þar eð íslenzkir togarar og bátar hefðu einnig átt við sömu erfiðleika að striða og fisks frá þeim hefðu ekki verið að vænta fyrr en i fyrsta lagi seinast i janúar. Nú telja samtök fisk- iðnaðarins hins vegar brýna þörf á að fá íslenzka fiskinn á markaó- inn og segja að ástandið bæði í Cuxhaven og Bremerhaven sé þannig að skammt sé þess að bíða að eins fari fyrir fiskmarkaðnum í þessum tveimur borgum og ríkir nú þegar í Hamborg og Kiel fáist ekki úrlausn hið fyrsta. Útgerðar- menn i V-Þýzkalandi hafa lýst sig algjörlegamótfallna afnámi löndunarbannsins. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Ernst Stabel, ræðismann Islands i Cux- haven, í gærkvöldi. Hann sagði að síðan þessi fundur fiskiðnaðar- og kaupmanna hefði átt sér stað, hefði verð á fiski lækkað á þýzka markaðnum. — Og ég hef ekki trú á, því miður, að löndunarbanninu verði aflétt á næstunni. Stjórn- völd sýna engan lit á þvi. Stabel sagði, að vel gæti farið svo að minna yrði um að vera á fiskmörkuðunum i Bremerhaven og Cuxhaven í framtiðinni, ekki eingöngu vegna löndunarbanns- íns, heldur einnig vegna þess að íarið yrði að flytja fiskinn land- veginn til Þýzkalands frá Frakk- landi og Hollandi. Rússar skamma skáksambandið Moskvu, 14. febr. — Reuter. MOSKVUBLAÐIÐ Trud, mál gagn sovézka verkalýðssam- bandsins, sagði í dag að Al- þjóðaskáksambandið, FIDE, hefði sýnt að það væri einskis megnugt þegar það féllst á að boða til sérstakrar ráðstefnu til að ræða kröfur heimsmeist- arans Bobby Fischers um breytingar á keppnisreglunum fyrir næsta einvfgi um titilinn. Trud segir að ákvörðunin Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.