Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 11

Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 11 tekið hafði að sér ábyrgðar- tryggingu jeppans, greiddi eig- anda Moskvitch-bifreiðarinnar verð hennar út og var það kr. 105.000,00. Síðan seldi félagið flakið fyrir kr. 20.000,00. Þá þurfti félagið að greiða flutning bilsins af áreksturs- stað og annað þvi um líkt og nam sú upphæð kr. 960,00. Greiðslur vátryggingafélagsins, vegna þessa tjóns námu því kr. 85.960,00, þegar söluverð Moskvitch-bifreiðarinnar eftir áreksturinn kr. 20.000,00, hafði verið dregið frá. Vátryggingafélagið sendi nú nefnd þeirri, sem fjallar um endurkröfur á hendur tjón- valda, og sem getið er um hér að framan, gögn málsins til meðferðar. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að rétt væri að endurkrefja eiganda jeppa- bifreiðarinnar um tjón- greiðslur, en heimilaði niður- færslu endurkröfunar með tilliti til atvika. hafa ekið þennan sama veg tveimur klukkustundum áður en áreksturinn varð, þá á leið til Reykjavíkur, og hafi vegurinn þá verið með öllu auður og ísingarlaus. Hafi hann þvl ekki gert ráð fyrir svo mikilli hálku þarna, þegar hann kom til baka og þurfti að beita heimlunum, vegna bíls- ins, sem á undan ók. Þá taldi hann sig hafa ekið undir lög- leyfðum hámarkshraða. Til vara krafðist ökumaður jeppans þess, að endurkrafa vátryggingafélagsins yrði lækkuð. Benti hann á I þvi sam- bandi meðal annars, að beiting hemla i hálku hefði jafnan nokkra hættu I för með sér og að bifreiðar gætu runnið og snúizt til, jafnvel þótt þær væru búnar snjókeðjum og snjóhjól- börðim. Ennfremur, að hann hafi sjálfur orðið fyrir veru- legu tjóni, þar sem bill hans hafi skemmst við áreksturinn. tryggmgafélags á hend- na tjóns við árekstur I áframhaldi af þeirri niður- stöðu krafði vátryggirigafélagið eiganda og ökumann jeppans um greiðslu á kr. 85.960,00, eða þeim kostnaði, sem fallið hafði á félagið, vegna þessa máls. Hann taldi sér hinsvegar ekki bera að greiða félaginu þessa upphæð og höfðaði það þvi mál á hendur honum til inheimtu hennar. Sjónarmid og rökstudningur málsaðila Vátryggingafélagið byggði endurgreiðslukröfu sína á því, að ökumaður jeppans hefði valdið árekstrinum með ber- sýnilega stórkostlega gálausum akstri. Taldi það jeppa- bifreiðina hafa verið alveg van- búna til aksturs í hálku, en sýnilegt að mikil hálka hafi veri á veginum á þessum tima. Með þessu hafi ökumaðurinn brotið gegn ákvæðum 5. greinar umferðarlaga, þar sem meðal annars er svo fyrir mælt, að sé hált, skuli hafa snjókeðjur á hjólum eða annan búnað, sem bifreiðaeftirlit ríkisins viður- kenni. Afleiðing þessa hafi orðið sú, að ökumaður jeppans hafi ekkert vald haft yfir bíln- um á veginum og hafi hann þvi runnið eftir að hemlað var langa vegalengd, án þess að ökumaðurinn fengi við nokkuð ráðið. Hér hafi því verið um stórkostlega gálauslegan akstur að ræða og því skilyrði fyrir hendi til að endurkrefja öku- mann jeppans um tjónið, sam- kvæmt ákvæðum umferðarlaga, sem áður er að vikið. Ökumaður jeppans taldi hins vegar að ekki væru hér skilyrði fyrir endurkröfu á hendur sér, eftir ákvæðum umferðarlaga, og krafðist því sýknu. Taldi hann sig hvorki hafa valdið tjóninu af ásetningi né stór- kostlegu gáleysi. Hann kvaðst Loks benti hann á, að endan- legar tjónbætur væru aðeins litið brot af upphæð ábyrgðar- tryggingar bílsins, sem honum, eins og öðrum bifreiðareigend- um væri lögskylt að kaupa, en ábyrgðartrygging var kr. 2 milljónir á þessum tima. Lyktir málsins Þann 28. júni 1973 var kveðinn upp dómur i málinu á bæjarþingi Reykjavíkur. 1 dómsforsendum segir meðal annars svo: „Þótt það sé þekkt fyrirbæri að hálka vegna ísingar geti myndazt á tiltölulega stuttum tima, þá verður eigi fallizt á það sjónarmið stefnda, að hálka sú, sem var á veginum, er umrædd- ur atburður varð, hafi myndazt svo skyndilega að stefndi (öku- maður jeppans) hafi ekki getað tekið tillit til hennar við akstur bifreiar sinnar. Það verður að telja ljóst, að aðstæður hafi verið slikar, að stefndi hafi þurft að sýna mikla varkárni við akstur bifreiðar sinnar, sem ekki var búin snjókeðjum, og þá m.a. stilla hraða hennar í hóf. Þvi hefur eigi verið haldið fram að stefndi hafi ekið yfir lögleyfðum hámarkshraða, en með hliðsjón af hemlaförum eftir bifreiðina, sem mældust rúmir 40 metrar, hafi stefndi ekið of hratt miðað við að- stæður, hver svo sem hraðinn raunverulega var, og að hann hafi misst stjórn á bifreiðinni, er rann svo yfir á syðri vegar- helming i veg fyrir R-17998 (Moskvitch bifreiðina) sem á móti kom. Samkvæmt þvi er ljóst, að orsök árekstursins verður rakin til gáleysis stefnda, en eigi þykir nægilega fram komið, að stefndi hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í skilningi 73. greinar umferðar- laga. Samkvæmt þessu verður niðurstaða málsins sú, að stefndi verður sýknaður af kröfum stefnanda (vátryggingafélagsins).“ Vátryggingafélagið undi ekki niðurstöðu héraðsdómsins og áfrýjaði honum því til Hæsta- réttar. Þar urðu lyktir málsins þær, að Hæstaréttur staðfesti héraðsdóminn með skirskotun til forsenda hans. Héraðsdómurinn var kveðinn upp af Guðmundi Jónssyni, borgardómara. Fyrir Hæsta- rétti flutti Gunnar M. Guð- mundsson hæstaréttarlög- maður málið af hálfu vátrygg- ingafélagins en Þorvaldur Þórarinsson, hæstaréttarlög- maður, fyrir hönd ökumanns og eiganda jeppabifreiðarinnar. MATSEÐILL VIKUNNAR Umsjón: Hanna Guttormsdóttir MÁNUDAGUR Ýsa með spaghetti og osti (sjá uppskrift), hvítkálssúpa. ÞRIÐJUDAGUR Pylsuréttur (sjá uppskrift), mysuostsúpa. MIÐVIKUDAGUR kjöt í káli, kakósúpa með tvibökum. FIMMTUDAGUR soðinn fiskur, hrogn, lifur, gulrófusalat, sitrónusúpa. FÖSTUDAGUR Góðbúaglás (sjá uppskrift), súrmjólk með kornflexi. LAUGARDAGUR Fiskflök með majonesi (sjá uppskrift), hrísmjölssúpa. SUNNUDAGUR Þorramatur, Rúllutertuábætir (sjá uppskrift). ÝSA MEÐ SPAGHETTI 700 g ýsuflök * salt, pipar, karrý * 4 msk. tómatsósa * 3 dl rifinn ostur * % pk. spaghetti * smjör * brauðmylsna Sjóðið spaghetti í léttsöltu vatni og kælió. Roðflettið ýsuflökin og raðið í smurt, eld- fast mót. Kryddið með salti, pipar, karrý og tómatsósu. Raðið spaghetti yfir fiskinn, síðan osti og brauðmylsnu. Setjið nokkra smjörbita ofan á. Bakið við 200—220°C í 30—40 mín. PYLSURÉTTUR Reykt pylsa (medisterpylsa) * 1 laukur ★ 2 kartöflur * smjöliki * Brúnið þetta á pönnu. Þeytið síðan saman 2 egg, Vi msk hveiti, og 1 dl mjólk og hellið yfir á brúnuðu pylsurnar á pönnunni. Látið stífna við vægan hita, og þá má líka setja lok á pönnuna. Skreytið með stein- selju. Berið réttinn gjarnan fram á pönn- unni. góðbUaglás 1 laukur * 75 g smjörlíki * um 400 g folalda-, nauta-, eða kindahakk * 300 g gulrætur ★ 2 dl vatn * 1 dl tómatkraftur * 1 tsk. salt * 'á tsk. pipar * Skerið laukinn i sneiðar, brúnið hann, og setjið á disk. Brúnió kjötið, rífið gulræt- urnar á grófu rifjárni, og látið þær saman við kjötið ásamt brúnaða lauknum. Látið vatn, tómatkraft og krydd saman við, og sjóðið um 20 min., sé það nauta- eða fol- aldahakk, en skemmri tíma, sé það kinda- hakk. FISKFLÖK MEÐ MAJONESI 500 g fiskflök * V4 sítróna * 1 tsk salt * 50 g majones ★ 2 tsk. smátt saxaður laukur * 2 tsk. tómatkraftur eða ensk sósa * 1 eggjahvita * Skerið flökin úr roðinu og skerið þau í bita. Leggið þá í smurt eldfast mót. Stráið salti yfir fiskinn, og hellið sítrónusafa yfir. Hrærið lauk og tómatkrafti saman við majonesinn. Þeytið eggjahvítuna og blandið henni saman við. Hellió majones- inum yfir fiskinn. Bökunartími um 30 mín., ofnhiti um 200°. rUllutertuábætir 1 rúlluterta ★ 'A dl rjómi * 75 g sykur * V4 tsk. vaniljudropar * 5 blöð matarlim * Skerið rúllutertuna í fremur þunnar sneiðar. Raðið þeim i 'skál. Ef svolítið sherry er til er gott að setja 2—3 tsk á rúllutertusneiðarnar. Þeytið rjómann og sykurinn og bætið vaniljunni út í. Takið dálitinn rjóma frá til að skreyta með. Bræðið matarlímið yfir gufu og hrærið i þvi svo að það kólni aðeins. Hrærið matar- líminu saman við rjómann. Látið í skálina þar sem rúllutertusneiðarnar eru. Jafnið í skálinni. Kælið. Þegar búðingurinn er orð- inn vel kaldur má hvolfa honum yfir á fat. • ° ■ •,rt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.