Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 12
MORGUNBLA'ÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975
eftir JONAS
HALLGRÍMSSON
Frfmerkjasýningar, hvort
heldur þær eru alþjóðlegar eða
haldnar af félagasamtökum
vfðsvegar um heim, eru ávallt
þess valdandi, að söfnun frí-
merkja eykst að mun og má þar
minnast fyrstu íslenzku frí-
merkjasýningarinnar, sem
haldin var á vegum Félags frf-
merkjasafnara árið 1958 f
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Sýning þessi, sem var eitt af
fyrstu verkefnum félagsins
vakti verðskuldaða athygli og
hafði þau áhrif, að fjöldi
manna og kvenna fóru að fást
við söfnun frímerkja og eiga nú
margir úr þessum hópi ágætis
söfn auk þess, sem þeir hafa
tekið mikinn þátt f félagsstarfi
Félags frfmerkjasafnara hér f
borg og ekki skal látið hjá lfða,
að minnast hinnar glæsilegu
frfmerkjasýningar ISI.ANDIA
— 73, sem póst- og símamála-
stjórnin gekkst fyrir í tilefni
100 ára afmælis íslenzka frf-
merkisins og vakti aðdáun og
athygli erlendra og innlendra
sýningargesta, sem hana sóttu
og var hennar getið lofsamlega
f erlendum frfmerkjatfmarit-
um, því eflaust hefur
ISLANDIA — 73 haft hvað
mest áhrif hérlendis á frf-
merkjasöfnun.
Þegar svo minnst er á al-
þjóðafrímerkjasýninguna
STOCKHOLMIA — 74, sem
haldin var á sl. hausti, skal þess
getið, að Svfum tókst með af-
brigðum vel að skipuleggja og
framkvæma allt, sem að sýning-
unni laut og hafa fáir aðrir
betur gert, en árangurinn varð
líka áberandi, þegar þess er
gætt hve margir sóttu sýningu
þessa og að nú ekki sé talað um
aukningu á sölu sænskra frf-
merkja um heim allan. Það var
sænska frfmerkjasafnarasam-
bandið og sænska póststjórnin
sem höfðu veg og vanda af
þessari stærstu frfmerkjasýn-
ingu, sem haldin hefur verið f
Evrópu. Á sýningu þessa fóru
nokkrir félagar úr Félagi frf-
merkjasafnara og urdu þeir
margs vfsari um frímerkjasöfn-
un eftir þá för og félagar í
safnarafélagi f Stokkhólmi, er
nefnist ISLANDSSAMLARNA
tóku vel á móti þeim, sem héð-
an fóru og héldu þeim veglegt
samsæti, en þeir í ISLANDS-
SAMLARNA safna svo að segja
einvörðungu íslenzkum frf-
merkjum eins og nafn félags-
ins segir til um, auk þess að
margir þeirra hafa margsinnis
heimsótt Island og geta
þessi kynni, sem af frímerkja-
söfnun leiðir haft í för með sér
áhrifaríka landkynningu á
landi okkar eins og svo oft áður
hefur verið getið. Hópferð sem
þessi á STOCKHOLMIA — 74
varð þvf bæði til lærdóms og
ánægju fyrir alla þátttakendur
og slfkar ferðir þurfa ekki að
hafa mikinn kostnað i för með
sér, ef nægjanlega margir taka
Frímerkja-
sýningar
sig saman til hópferðar og kom-
ið hefur til tals, að fara eina
slfka á alþjóðafrfmerkjasýn-
inguna ARPHILA — 75, sem
haldin verður f Paris 6.—16.
júnf nk. og mun nánar skýrt frá
þessari fyrirætlan, ef af verður.
Þá skal hér getið frfmerkja-
sýninga, sem haldnar verða
vfðsvegar f Evrópu á þessu ári
og skal fyrst nefna sýningu,
sem haldin verður f Finnlandi
26. aprfl og stendur hún til 1.
maí. Sýning þessi ber nafnið
NORDIA, en búast má við að
þar komi til sýningar söfn fs-
lenzkra úrvalssafna, þvf þau
eru orðin nokkuð mörg f
fiRPHILP
75rp
ARPHILA75
EXPOadON MUNDIAL Dt FIATEUA
ESPANA |
75-
a
S
► 4-13 ABRIL1975 |
WORID STAMP EXHBITION
skandfnavfsku löndunum.
Spánverjar halda sýningu er
nefnist ESPAGNA — 75 og
opnuð verður 4. aprfl nk. og er
ein af stórsýningum ársins og
Austurrfkismenn halda sýn-
ingu f Wien f september-
mánuði nk., sem án efa mun
vekja athygli, því frfmerkja-
sýningar þær, sem haldnar
hafa verið f Austurrfki áður
fyrr hafa verið til sóma fyrir
þá, sem að þeim stóðu.
Eins og áður getur, hafa frf-
merkjasýningar mikil áhrif á
söfnun frfmerkja, þvf þar má
margt sjá og læra. Yfirleitt eru
það safnarar, sem stundað hafa
þessa vinsælu tómstundaiðju
um langt árabil, sem þátt taka f
slfkum stórsýningum og eiga
athyglisverð söfn, sem fá
margskonar viðurkenningar en
auðvitað eru einnig byrjendur f
frímerkjasöfnun þátttakendur
f slfkum sýningum og má þá
minnast unglingadeildarinnar
á STOCKHOLMIA-74 og
INTERPHILA-59 f Hamborg.
Og að sfðustu hvað varðar frf-
merkjasýningar, skal þess get-
ið, að Islandsklubben f Gauta-
borg á tíu ára afmæli 18. apríl
nk. og f tilefni afmælisins
gengst klúbburinn fyrir sýn-
ingu á íslenzkum frfmerkjum
þann 12. marz nk., þar sem
sýndir verða hlutar úr söfnum
félaga kúbbsins og á opnunar-
degi sýningarinnar verður þar
notaður sérstakur póststimpill,
sem sænska póststjórnin hefur
látið gera og sýnir stimpillinn
Heklugos, en stimpilinn teikn-
aði Lennart Angerfors. A af-
mælisdegi klúbbsins 18. aprfl
halda félagarnir veglegt hóf og
þann dag fást bréf og kort
stimpluð í aðalpósthúsi Gauta-
borgar með öðrum sérstimpli,
er sýnir fslenzkan fálka.
GÖTEBORG
ISLAND-FILATELI
POST EXPO
Sænsku sérstimplarnir.
FRlMERKJAUPPBOÐ
1 tengslum við allflestar frí-
merkjasýningar eru haldin
uppboð á frfmerkjum og eru
þau ekki sfður vinsæl en sjálfar
sýningarnar. Á uppboðum þess-
um eru til sölu frfmerki sem
kosta offjár og einnig má þar
finna ódýra hluti, sem glatt
geta safnara. Frímerkjakaup-
menn og safnarar sækja slík
uppboð og má þar oft gera hag-
kvæm kaup á einstökum merkj-
um og heilum söfnum.
Félag frímerkjasafnara f
Reykjavfk hefur um nokkuð
langt árabil haldið uppboð á
frímerkjum, sem opin hafa ver-
ið öllum er áhuga hafa á slíkum
söfnunargripum og hafa upp-
boð félagsins hlotið vinsældir
þeirra, sem þau hafa sótt en
Félag frímerkjasafnara áform-
ar næsta frímerkjauppboð um
miðjan næsta mánuð.
J. Hallgr.
Frá aðalfundi Myntsafnara-
félags íslands og fleira
Aðalfundur Myntsafnara-
félags Islands var haldinn í
Norræna húsinu hinn 2. febrú-
ar sfðastliðinn. Kom það fram f
skýrslu stjórnarinnar, að hagur
félagsins er góður og hafði
batnað all verulega á sfðast-
liðnu ári. Félagið annast sam-
eiginleg innkaup fyrir félagana
á mynt og minnispeningum,
innlendum og erlendum. Á
starfsárinu höfðu verið haldnir
14 fundir, þar af voru fjórir
fræðslufundir þar sem haldin
voru erindi og/eða sýningar á
mynt, minnispeningum eða
merkjum. Stjórnin var að
mestu endurkjörin, en hana
skipa: Ragnar Borg, formaður,
Freyr Jóhanesson, ritari, Björn
Benediktsson, ritari, Gunnar
Torfason, erlendur bréfritari.
Áðrir í stjórn eru: Gunnlaugur
Gunnarsson, Hjálmar Hafliða-
son og Anton Holt. Næsti
félagsfundur verður haldinn
hinn 22. þ.m., sem er laugar-
dagur. Verður sá fundur f
Templarahöllinni og hefst
klukkan hálf þrjú. Margir nýir
félagar hafa gengið í Mynt-
safnarafélagið á undanförnum
mánuðum og eru félagar nú
hátt á þriðja hundrað. Þeir,
sem óska að gánga f félagið
geta gert það á fundum. Á
fundinum á laugardaginn kem-
ur verður uppboð. Er þar um
nokkra góða gripi að ræða.
Meðal annars einn af fyrstu
vörupeningunum, sem notaðir
voru hér á landi af C. F. Siem-
sen kaupmanni í Reykjavfk.
Einnig verður boðið upp sett,
10 eyringur og 25 eyringur úr
zinki frá árinu 1942. Eru þessir
peningar f flokki O, þ.e. eins og
þeir voru er þeir komu frá
myndsláttunni. Eg hefi ekki
áður séð þessa peninga svona
ónotaða og hélt meira að segja
að þeir væru alls ekki til.
Verður fróðlegt að sjá á hvað
þeir fara.
Eins og við mátti búast vakti
greinin um 50 króna peninginn
frá 1973 mikla athygli. Hafa
menn greinilega haft augun
hjá sér sfðan því ég hefi frétt af
mörgum, sem komist hafa yfir
þessa peninga. Sumir hafa náð
einu stykki. Hjá einu stórfyrir-
tæki hér f Reykjavfk veit ég að
meira en 100 stykki hafa komið
fram á einni viku. Þetta sýnir
bara það, að peningurinn er
enn f umferð og þvf er óþarfi að
slappa af f leitinni að honum.
Það hefir nánast verið ös f
símanum hjá mér og spurt hver
kaupi nú peninginn á 1000 eða
2000 krónur. Þvf er til að svara
að enginn hefir enn gefið sig
fram, sem það gerir. Enda
ekki við þvf að búast, þvf
enn er von til þess að fá pen-
inginn á 50 krónur. Ég geri ráð
fyrir að verðið fari upp nú I vor
eða sumar. Finnst mér Ifklegt
að þegar fréttist af þvf erlendis
hve sjaldgæfur þessi peningur
er, muni skapast eftirspurn
eftir honum, en á Norðurlönd-
um t.d. eru þúsundir manna,
sem safna íslenzkri mynt, og
þeir þurfa einmitt þennan pen-
ing f safnið sitt. Það hefir verið
ös af strákum á kontórnum hjá
mér og spurt hefir verið hvort
hér sé ekki góði maðurinn, sem
kaupi 50 kallinn á þúsund
krónur. Því er semsagt til að
svara, að það er ekki komið að
því enn, en geti orðið í ekki of
fjárlægri framtíð.
Ég hefi nú nýverið séð spjald
með myntum þjóðhátíðarárs-
ins. Fylgir mynd af þessu
spjaldi greininni. Það, sem er
merkilegra við spjaldið, er að
frfmerki hefir verið sett á það
i
-
0103