Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.02.1975, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRUAR 1975 Móðir min BENGTA K. ANDERSEN Andaðist að Elliheimilinu Grund 14. þ.m. Anna Sigurðardóttir t RAGNHEIÐUR HJALTALÍN SIGURÐSSON Flókagötu 5, andaðist 1 3. þ.m. Fyrir hönd barna hennar, Grlmur Jónsson. t Eiginmaður minn. GUÐMUNDUR JÓN ANDRESSON, Fjólugötu 4, Akureyri, andaðist að Kristneshæli 1 3. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Jónina Arnljótsdóttir. + GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR Hrauntungu 69, Kópavogi, sem lést 10 febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 1 7 febrúar, kl. 1 3:30. Elsa G. Vilmundardóttir Páimi Lárusson Vilmundur Pálmason Guðrún Lára Pálmadóttir. Sonur minn. + JÓN TEITSSON, Hraunteig 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. febrúar kl. 1.30. Jóhanna G. Kristófersdóttir. Sonur okkar + GRÉTAR ÞÓR sem lést af slysförum 7. þessa mánaðar verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 1 7. febrúar kl. 3 e.h. Egill Þorsteinsson, Elínborg Jónsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR AUÐUNSDÓTTUR Ólafur Jón Jónsson, Sveinbjörg Ingimundardóttir, Sigriður Jónsdóttir, Jón Pálsson, Ólöf Jónsdóttir, GuSmundur Pálmason og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS SVEINS HELGASONAR GuS blessi ykkur öll. Guðríður Friðriksdóttir og fjölskylda, Sólveig Kristjánsdóttir og fjölskylda. + Þökkum innilega samúð óg vinarhug við andlát og útför, ÞORLÁKS JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspitala fyrir frábæra hjúkrun Sigurveig Óladóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Guðríður Jóns- dóttir — Kveðja Frú Guðríður Jónsdóttir, Víði- mel 42 hér i borg, andaðist á Landspítalanum eftir stutta legu hinn 7. þ.m., hartnær hálfníræð að aldri. Guðríður Jónsdóttir var fædd í Reykjavík hinn 11. september 1890, dóttir hjónanna Jóns Benediktssonar frá Tröð á Alfta- nesi og Guðlaugar Halldórsdóttur frá Haukshúsum á Alftanesi. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sinum til Bíldudals, þar sem Jón faðir hennar gerðist formaður á eigin báti. Haustið 1913 hóf Guðriður nám í Kennaraskóla Islands og stund- aði þar nám tæp tvö ár, en varð þá að hverfa frá námi sökum veik- inda. Haustið 1915 gerðist hún ráðskona hjá Hjálmari Sigurðs- syni, kaupmanni og útgerðar- manni í Stykkishólmi, Hinn 11. ágúst árið 1917 giftist hún Jóni Ivarssyni Sigurðssonar bónda á Snældubeinsstöðum í Reykholts- dal og konu hans, Rósu Sigurðar- dóttur. Jón er fæddur 1. janúar 1891, löngu þjóðkunnur maður vegna fjölbreytilegra og vanda- samra opinberra trúnaðarstarfa, og á hann nú á bak að sjá eigin- konu sinni eftir nærri 58 ára sam- vistir. Þau hjón hófu búskap sinn í Borgarnesi haustið 1917, en Jón vann þá hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga. í ársbyrjun 1922 fluttust þau búferlum til Hornafjarðar, er Jón gerðist kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, og þar var heimili þeirra óslitið til vors 1943, en þá fluttust þau enn búferlum og nú til Reykjavíkur. Síðan hefur heimili þeirra verið á Víðimel 42. Þeim hjónum, Jóni og Guðríði, varð ekki barna auðið, en þau ólu upp að langmestu leyti þrjár syst- urdætur Jóns, Sigrúnu, Heið- veigu og Huldu Guðlaugsdætur, og að öllu leyti Jón Gunnar, son Heiðveigar. Sigrún og Jón Gunn- ar eru kjörbörn þeirra hjóna. + Systir okkar GUÐRÚN JAKOBSDÓTTIR Lést í Elliheimilinu Grund 6. þ m. Jarðarförin hefur farið fram Lass Jakobsson. Gísli Jakobsson. + Faðir okkar og fósturfaðir, HALLDÓR GUÐMUNDSSON frá Bæ í Steingrímsfirði, andaðist 13 febrúar á Landa- kotsspltala. Fyrir hönd vandamanna, Tómas K. Halldórsson, Guðmundur Halldórsson. Anna Halldórsdóttir, Jóhann G. Halldórsson, Ármann H. Halldórsson, Guðlaug Ólafsdóttir. Aðalstörf frú Guðríðar um ævina voru húsmóðurstörf, svo sem vænta má á þeim tímum. Meðan eiginmaður hennar stýrði Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga var ærið gestkvæmt á heimilinu og annir húsmóður að þvi skapi, enda var heimilið í kaupfélags- húsinu. A þessu varð eðlileg breyting, eftir að til Reykjavíkur kom, þar sem vinnustaður hús- bóndans varð þá utan heimilis og viðskipti hans við menn miklum mun ópersónulegri en verið höfðu austur þar. Auk húsmóðurstarfa hafði frú Guðríður drjúg afskipti af félags- málum. Hún var lengi virkur félagi í Tíbrá, félagi kvenna á Höfn i Hornafirði. Hér í Reykja- vik var hún meðal annars í Félagi framsóknarkvenna og var gerð að heiðursfélaga þess. Vert væri að gera þessum störfum frú Guðríð- ar nánari skil en hér er unnt, en til þess brestur mig þekkingu. Þá er ótalið það, sem ég leyfi mér að kalla þátt I ævistarfi frú Guðríðar, ijieð því að slíkt lætur sig aidrei án vitnisburðar í um- hverfi manna. Hún var bókakona mikil og sílesandi, en þó mun hún hafa gætt þess vel, að bóklestur hennar bryti aldrei i bága við svokölluð skyldustörf. Hún las jöfnum höndum skáldskap og þau fræði, sem áhugi hennar beindist að, hvort heldur á Norðurlanda- málum eða ísiensku. Sem dæmi um lestur hennar má nefna, að svo handgengin var hún ritum norsku stórskáldanna Björnsons, Bojers, Ibsens og Hamsuns, að henni hefði ekki orðið skotaskuld úr því að gera skilmerkilega grein fyrir þeim öllum, en sama má að vísu segja um verk ýmissa danskra og sænskra rithöfunda. Nátengd þessari lestrarþrá frú Guðríðar var yndi hennar af ferðalögum, en hún ferðaðist all- mikið, bæði innanlands og utan, aðallega um nokkur lönd Evrópu, en brá sér einnig í vesturveg. Svo hefur sagt mér ferðafélagi henn- ar um Frakkland, aö hann hafi undrazt þekkingu hennar á sögu Frakka. Bóklestur frú Guðríðar féll því síður en svo i grýtta jörð, þótt ekki fengi hún þaó tækifæri til að miðla af fróðleik sínum, sem kennsla hefði fært henni, ef auðna hefði leyft henni að ljúka kennaranámi, svo sem til var stofnað. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför LÚÐVÍKS KARLSSONAR Hrafnhildur Helgadóttir og synir, Svanhildur Þorsteinsdóttir, Helga Pétursdóttir, Karl Lúðviksson, Helgi Thorvaldsson, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigurður Karlsson. Ingibjörg Karlsdóttir. Svo vildi til, að ég og kona mín fluttumst að Viðimel 42 sumarið 1957. Siðan höfum við átt sambýli við Jón og Guðriði, frú Huldu fósturdóttur þeirra og börn henn- ar. Ekki hefðum við getað kosið okkur betra sambýli, og eiga allir sambýlismenn okkar þar óskilið mál. Sú fáorða lýsing á frú Guðríði, sem hér fer á eftir, er reist á kynnum þessara ára. Frú Guðríður var myndarleg á velli, nokkuð feitlagin, er líða tók á ævi, hæg í fasi og hreyfingum og bauð af sér perónulegan virðu- leik. Hún var glaðleg og alúðleg í viðmóti, en fámál, kjarkmikil og æðrulaus, á hverju sem gekk, ber- sýnilega innhverf og dul og því sein til kynna, en svo leit ég til, að ærin mundi tryggð hennar, þegar hún hafði fest hana við menn eða málefni, og aldrei heyrði ég hana hallmæla manni. Skaprík mun frú Guðríður hafa verið undir niðri og óhvikull vilji hennar, en mikið mun hafa mátt út af bera, til þess að hún léti skap sitt bitna á öðrum, og aldrei sá ég þess merki. Það átti við hana í bókstaf- legri merkingu, að hún var þétt á velli og þétt i lund. Frú Guðríður naut bæriiegrar heilsu, unz elli tók að sækja á hana. Fyrir 2!4 ári fékk hún aðkenningu af slagi og náði sér ekki upp frá því, þótt hún hefði lengstum fótavist. Banamein hennar var kransæðastífla. Með frú Guðríði Jónsdóttur er genginn traustur fulltrúi fornra dyggða. Við hjónin þökkum henni góða samfylgd og vottum eigin- manni hennar og öðrum vanda- mönnum samúð okkar. Benedikt Tómasson. FÖSTUDAGINN 7. þ.m. andaðist á Landspítalanum, Guðríður Jóns- dóttir, Víðimel 42, Reykjavík. Guðrfður var fædd í Reykjavík 11. sept. 1890 og ólst upp f for- eldrahúsum ásamt 8 systkinum; af þeim er nú aðeins eitt á lífi, Haraldur, sem á heima f Kópa- vogi. Sex ára gömul fluttist hún með foreldrum sfnum til Bíldu- dals, þar sem faðir hennar gerðist útgerðarmaður og formaður. Haustið 1913 settist Guðriður f 2. bekk Kennaraskóla Islands, og stundaði þar nám næstu tvo vetur. En vorið 1915 réðst hún sem bústýra til Hjálmars Sigurðs- sonar, kaupmanns f Stykkishólmi. Starfsmaður við verslunina var ungur Borgfirðingur, Jón Ivars- son. Þau Guðríður og Jón gengu í hjónaband sumarið 1917. Það sama ár gerðist Jón skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga í Borgarnesi, og f Borgarnesi bjuggu þau til 1922 er þau flutt- ust til Hafnar í Hornafirði, en Jón hafði þá tekið við forstöðu kaup- félagsins þar. A Höfn í Hornafirði bjuggu þau til 1943, er þau flutt- ust til Reykjavíkur. Guðríður var félagslynd. Félagsmálaáhugi hennar kom strax fram þegar hún var ungl- ingur, sem sýndi sig í störfum hennar í Góðtemplarareglunni á Bíldudal. Hún starfaði einnig í Góðtemplarareglunni f Borgar- nesi og Höfn í Hornafirði, og hafði alla tfð mikinn áhuga á bindindismáium. Guðríður starfaði í kvenfélögum bæði í Borgarnesi og á Höfn, og eftir að hún kom til Reykjavíkur, var hún mörg ár fulltrúi á fundum Banda- lags kvenfélaganna. Hún var lengi í stjórn Félags framsóknar- kvenna, og heiðursfélagi þar síð- ustu árin. Guðríður las mikið og hafði fjölþættan áhuga á ýmsum fræðum, en saga var hennar uppáhalds svið. Hún fylgdist vel með bókum og bókaútgáfu og starfaði nokkuð hjá Lestrarfélagi kvenna f Reykjavík. útfaraskreytlngar blómouol Gróðurhúsiö v/Sigtún simi 36770

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.