Morgunblaðið - 15.02.1975, Side 27
En þótt Guðriður væri áhuga-
söm f félagsmálum, þá voru hús-
freyjustörfin hennar aðal starfs-
vettvangur. Lengst af þurfti hún
að annast umsvifamikið heimili.
Oft var þar gestkvæmt, og bar
þrennt til. Starf manns hennar,
gisti- og greiðasala var ekki næg á
Höfn, og því oft leitað til kaup-
félagsstjórans, og ekki má gleyma
þeim þætti gestkomunnar, sem
stafaði af trausti því og vinsæld-
um, sem þau hjón áunnu sér, hvar
sem þau voru. Fjögur börn ólu
þau hjón upp, og tengdamóðir
sína og móður annaðist Guðrfður
á heimili sínu, siðustu ár þeirra,
en þær létust báðar háaldraðar.
Þau hjón voru einstaklega sam-
hent og samtaka, enda bæði slíkar
geðprýðismanneskjur að af bar.
Svo hefur sagt mér fólk, sem
þekkti þau frá fyrstu tíð, að aldrei
á þeirra löngu hjúskapartið hafi
orði heyrst halla á milli þeirra.
Ég kynntist þeim fyrir 37 árum,
varð svo gæfusamur að verða
tengdasonur þeirra. Ég hef haft
náið samband við þau og heimili
þeirra öll þessi ár og aldrei séð
skapbreytingu hjá hvorugu
þeirra, en ávallt þennan einstaka
hlýleika hvort til annars og gagn-
vart öðrum.
Sunnudaginn 2. febrúar
kvaddi Guðríður heimili sitt á
Víðimel 42, þann dag var hún
flutt á sjúkrahús. Það var fögur
kveðja og táknræn um samstill-
ingu og sambúð þeirra hjóna.
Guðrfður var mikið þjáð þennan
dag og sat í stól, þar er hún hafð-
ist betur við þannig heldur en að
liggja. Maður hennar var
sívakandi yfir að um hana færi
sem best, og þá er hann laut að
henni til að hlúa að eða hagræða
henni, brosti hún til hans, þrátt
fyrir þrautirnar, hlýju þakklætis-
brosi og strauk honum um vanga.
Það var fagurt og lærdómsrikt að
horfa á síðustu samverustundir
þeirra hjóna á heimili þeirra.
Fyrir hálfu þriðja ári lamaðist
Guðriður svo á fæti, að hún gekk
ekki óstudd eftir það. Maður
hennar leiddi hana títt um, og
gætti þess að hana vanhagaði ekki
um neitt. Þótt Jón nefndi það
aldrei, þá mun hann hafa haft
nokkrar áhyggjur af þvf, að ef
hann yrði kallaður fyrst, gæti
hann ekki lengur verið konu sinni
stoð. Eftir lát hennar sagði Jón
mér, að hann væri þakklátur
fyrir, að hún hefði farið á undan.
En — varð ekki Guðriði einnig að
ósk sinni? Guðríður var mikil hús-
móðir, sem bjó manni sínum gott
heimili, matur var alltaf tilreidd-
ur á réttum tfma og aðrir heimilis-
hættir eftir þvi. Mun ekki Guð-
ríður enn lík sjálfri sér, að hún
kynni því betur, að hafa fram-
tíðarheimilið undirbúið. Og sem
ávallt áður að standa tilbúin til að
taka á móti bónda sfnum, þá er
hann kemur heim.
Við leiðarlok kveðjum við öll
Guðriði, eiginmaður, börn og
barnabörn, með innilegu þakk-
læti fyrir góðvild hennar og um-
hyggju.
Magnús Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1975
27
Ragnheiður Kristín
Jónsdóttir
Fædd 6. nóvember 1897.
Dáin 6. febrúar 1975
1 dag er til hinstu hvíldar lögð
Ragnheiður Kristín Jónsdóttir.
Hún var fædd 6. nóvember 1897
að Kóngsbakka í Helgafellssveit.
Árið 1923 giftist hún eftirlifandi
manni sínum Valdimari Jóhanns-
syni og eignuðust þau þrjú börn:
Róbert, Elínu Dagmar og Huldu.
Lengst af búskap sínum bjuggu
þau á Kljá í Helgafellssveit, en
fluttu siðan árið 1955 til Grundar-
fjarðar þar sem Ragnheiður bjó
til hinstu stundar.
Okkur barnabörnin setti hljóð
þá er við fengum fregnina um að
amma væri dáin, hin minni sögð-
ust vilja fá ömmu aftur enginn
mætti taka hana frá þeim. Sár
söknuður lagðist á okkur, að
hugsa sér amma dáin. Okkur sem
fannst hún alltaf svo ung og
hress. En samt sem áður verðum
við, eins og allir sem missa, að
sætta okkur við að maðurinn með
ljáinn höggvi skarð i okkar ást-
vinahóp, þótt sárt sé. Amma var
trúuð kona og trúði að til væri
annað lif og hugsunin um að nú sé
hún komin til betri staðar gerir
okkur kleift að horfast hugrakk-
ari í augu við dauðann.
Hversu margt eigum vió ekki
elsku ömmu okkar að þakka. Hún
bar okkur öll barnabörnin tólf á
höndum sér. Alltaf gátum við
komið til hennar ef eitthvað bját-
aði á, hún skildi okkur svo vel.
Hjá henni gátum við leikið okkur
og þar leið okkur ætið vel. Hún
lagði grundvöllinn að menntun
okkar, kenndi okkur svo margt,
Guðríður
dóttir —
Fædd 24. júlí 1883
Dáin 6. febrúar 1975.
Þegar vetrarmyrkrið óðum dvín
og dagarnir taka að lengjast, þá
hverfur amma burtu inn í Ijósið
eilífa.
Okkur þykir sárt að fá ekki
framar að koma til hennar, því að
alltaf tók hún okkur vel, og við
fundum, að við vorum velkomin.
Við hændumst að „Guddu ömmu“
eins og hún var jafnan kölluð af
okkur langömmubörnunum
hennar.
Öllum krökkum þótti gaman aó
spjalla við hana, því að hún gaf
sér tíma til þess að sinna þeim og
var létt í máli. Hún bar umhyggju
fyrir svo mörgum, skyldum og
óskyldum. Menn fundu, aó þeir
voru einhvers virði i návist
hennar. Hún talaði lika við blóm-
in í gluggunum sínum, enda þrif-
ust þau vei. Börn og blóm —
hvort tveggja þarf sína umhirðu
til þess að vaxa og dafna.
Við vitum, að hún kveið ekki
svefninum langa, hlakkaði frekar
til hans, þráði að hitta horfna
ástvini.
sem við eigum eftir að búa að alla
ævi, hjá henni lærðum við að
þekkja muninn á réttu og röngu.
Þótt sár sé okkar söknuóur, þá
er lika og ekki síður söknuðurinn
mikill hjá elsku afa og foreldrum
okkar. Afi sem sér á bak góðri og
göfugri konu, sem hann elskaði
og virti, og foreldrar okkar sem
sjá á bak móður sem þau elskuðu
og virtu. Einmanaleikinn er mik-
ill hjá afa en við barnabörnin og
ekki síst foreldrar okkar munum
gera hans ævidaga sem bezta.
I hinsta sinn viljum við af öllu
hjarta þakka elsku góóu ömmu
allt sem hún gerði fyrir okkur.
Vió þökkum guði fyrir að hafa
orðið þess aðnjótandi að eiga svo
góða og göfuga ömmu.
Hinsta kveðja frá barna
börnum.
Isaks-
Kveðja
Við þökkum hinni innilega allt
sem hún var okkur. Hún veitti
okkur gott veganesti, sem við eig-
um áreiðanlega eftir að meta
betur er árin líða. Alltaf var iær-
dómsríkt að sitja við fótskör
hennar.
Guð blessi hana og leiði inn í
ljóssins ríki.
Langömmubörnin.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
c-
Teljið þér, að ástand heimsins sé f samræmi við vilja Guðs?
Nei, eg tel ekki, að ástand heimsins, sem við lifum
í, sé eins og Guð vill, að það sé. Maðurinn á sök á
þeim glundroða, sem ríkir í heiminum, því að „Guð
er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins“ (1.
Korintubréf 14,33).
Þér kunnið að spyrja: „Hvers vegna lætur Guð
heiminn ekki vera eins og hann vill að hann sé, ef
hann er almáttugur?“ Sá dagur kemur að hann gerir
það. En það er eitt, sem aftrar því, að þetta verði
þegar í stað: Vilji mannsins. Sjáið þér til: Guð er alls
megnugur. En það er andstætt eðli hans að beita
þessu valdi, af því að hann hefur gefiö mannkyninu
rétt til þess að velja af frjálsum vilja. Við viljum
fara okkar veg eða Guðs veg. Við viljum verða góð
eða slæm. Við getum iðrazt þrjózku okkar, en við
getum líka haldið áfram að standa í gegn Guði.
Guð er sameiningarafl alheimsins. Ef við höldum
honum utan við líf okkar, uppskerum við óhjá-
kvæmilega sundrung, flokkadrætti og ósamræmi.
Við getum verið stolt og haft Guð að engu og haldið
áfram að byggja Babelsturna sundrungarinnar. En
við getum líka beygt okkur undir hann og átt frið.
Ákvörðunin er á okkar valdi, einstaklinga og heildar.
Valgerður Ingibjörg Ás-
geirsdóttir — Kveðjuorð
Laugardaginn 1. febrúar s.l. var
til moldar borin í Reykjavík vin-
kona mfn, Valgerður Asgeirsdótt-
ir, sem lést á góðum aldri. Þar
sem ég gat ekki fylgt henni
síðasta spölinn, langar mig til að
senda henni kveðjur og þakkir
héðan frá Akureyri.
Kynni okkar Valgerðar hófust
fyrir meiraen tugára. Þábjó hún
í næsta húsi við mig i Glerárhverfi
og hét það Þyrnar: Það er tákn-
rænt, þvi að líf Valgerðar var ekki
án þyrna. Síðar fluttást hún
ásamt manni sínum Páli Gísla-
syni, og börnum þeirra tveimur,
Rannveigu og Sigurði, I annað lít-
ið hús í nágrenninu, sem hét
Garðshorn, og átti ég og dætur
mfnar margar ánægjulegar stund-
ir hjá þeim í litla húsinu. Þótt
þröngt væri inni og lágt.til lofts,
var hjartarýmið nóg, og allt svo
hreint og fágað. Valgerður vin-
kona mín var afburða þrifin og
hugsaði um þetta litla heimili
þeirra af kostgæfni og alúð.
Valgerður var myndarleg kona,
há og grönn, með fallegt hátt enni
og mjög falleg augu. Hún var vel
greind og rökræddum við oft um
gátur lffsins, einnig um guð, þvi
að Valgerður var mjög trúuð. Eg
veit, að nú er hún búin að hitta
Guð sinn, sem var henni svo oft
líkn í þraut.
Þegar Valgerður fluttist frá
Akureyri skirfuðumst við alltaf á,
þótt misjafnlega langt væri á
milli bréfa hennar. Bréfum henn-
ar lauk alltaf á sama veg: Þetta
fer nú að lagast Sigurlaug mín.
En hin sfðari ár var hún oft veik
og þurfti á sjúkrahúsvist að
halda.
Nú er þínu brauðstriti lokið,
enginn sársauki til, og þú munt
vera komin i ríki Guðs, þar sem
enga þjáningu er að finna.
Sigga, vini mium, og Rann-
veigu, svo og öðrum ástvinum
Valgerðar, sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Hvíl þú f friði, kæra vinkona,
friður Guðs þig blessi
og hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurlaug.
— Norglobal
Framhald af bls. 19
— Hvar voru þið aðallega að
veiðum?
„Mest I suðurhöfum og það get
ég sagt þér, að hvalveiðin er
spennandi og ólfk þeirri veiði,
sem sjómenn eiga almennt að
venjast. Það var hreint stórkost-
legt að elta þessar stóru skepnur.
Ég á mér þá ósk heitasta að kom-
ast að þessu Sinni f námunda við
Reykjavík, því þar þekki ég fólk,
sem ég hef áhuga á að heim-
sækja.“
Loðnuverksmiðjan í Norglobal
er á fjórum hæðum f skipinu, efst
uppi á aðalþilfari standa þrir
þurrkarar, þar fyrir neðan eru
sjóðarar og mallarar, þá koma
pressur og þar fyrir neðan alls-
konar vélar og tæki. Verksmiðjan
er þannig byggð að um er að ræða
þrjár sjálfstæðar vinnslueiningar,
og þótt ein eða tvær b.i stöðvast
verksmiðjan aldrei. Hver vinnslu-
eining á að geta brætt 800 lestir á
sólarhring. Að vísu er allt nokkuð
þröngt í verksmiðjunni, en
þrifnaðurinn er mjög mikill og
allt haft úr rústfriu stáli, sem
hægt er. — „Þvf miður getum við
ekki gufuþurrkað mjölið, því ekki
var nægjanlegt rými til að koma
fyrir kælikerfi, sem er nauðsyn-
legt þar sem gufuþurrkun er,“
sagði Harald Aamodt, verk-
smiðjustjóri, þegar við ræddum
við hann.
6 tíma vaktir
Hann sagði, að gengnar væru
tvískiptar vaktir og væri unnið 6
tíma og síðan kæmi 6 tfma fri.
Menn þyrftu þvf ekki mikið að
hugsa um frístundavandamál. Á
hvorri vakt væru 11 manns að
rafvirkja meðtöldum. Og væri
verksmiðjan öll mjög sjálfvirk en
i henni eru þrjú stjórnborð.
— Hver er ástæða fyrir þvi, að
þið framleiðið mjölið ósekkjað?
„Fyrst og fremst sú, að með
þessu móti getum við losað okkur
við mjölið á þægilegan hátt, en
við blásum þvi yfir í flutninga-
skip við skipshlið. Til þess að
koma f veg fyrir sjálfsíkveikju i
mjölinu, þá búum við sfvalninga,
sem sfðan hrökkva f sundur
(svipað og hænsnakögglar eru
nú). Með þessu móti myndast
nokkurt loftrúm í mjölinu og þar
af leiðandi sáralitill hiti. Við höf-
um hér sérstaka vél til að gera
þessa hluti.“
— Hvernig hefur bræðslan
gengið þessa tvo sólarhringa, sem
þið hafið brætt?
„Agætlega, en reyndar er
no^kuð erfitt að bræða á meðan
mikil fita er i loðnunni, en meðan
tækin eru svona ný gengur okkur
sæmilega að bræða nokkuð nýtt
hráefni."
— Hvernig gengur að vinna
hráefnið í slæmu veðri?
Aldrei þurft að
stöðva framleiðsluna
vegna veðurs
„Það getur þá verið nokkuð
erfitt að vinna í verksmiðjunni,
en við höfum aldrei þurft að
stöðva framleiðsluna vegna veð-
urs, en oft er bræla við Ný-
fundnaland. Nú ef eitthvað kem-
ur fyrir, þá eru þrír viðgerðar-
menn um borð, og við höfum yfir-
leitt gnægð varahluta. Ef vara-
hlut vantar þá reynum við að
smiða hann sjálfir.“
— Hefur aldrei komið fyrir, að
kviknað hafi I þurrkara?
„Jú, það hefur nokkrum sinn-
um komið fyrir, en við höfum
fullkomin slökkvitæki, þannig að
við erum fljótir að slökkva eldinn,
en til þess notum við vatn og
guf u.“
„Eru til fleiri verksmiðjuskip,
svipuð Norglobal?
„Rússar eiga tvö ný bræðslu-
skip, sem byggð voru i Noregi og
afkasta þau 1000 lestum á sólar-
hring. Eftir þvf sem ég bezt veit
þá er Norglobal heimsins stærsta
bræðsluskip, og 10 stórir bátar
fiska venjulega i það.“
180 lestir af vatni
á sólarhring
— Nú þurfið þið mikið vatn til
notkunar I bræðslunni, hvernig
er náð í það?
„Vatnið er framleitt um borð,
en hér eru eimingartæki, sem
framleiða 180 lestir á sólarhring,
af þessu magni notar áhöfnin 25
tonn.“
— Að lokum spurðum við
Aamodt hvort hann teldi gufu-
þurrkað mjöl betra en eld-
þurrkað. „Það er það vafalaust og
margar verksmiðjur í Noregi
framleiða nú gufuþurrkað mjöl. I
nýjum verksmiðjum er glapræði
að eldþurrka mjölið, það er gömul
aðferð og að verða úrelt að vissu
leyti." —Þ. O.