Morgunblaðið - 20.02.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975
Minning:
Sigurður Grímsson
hœstaréttarlögmaður
F. 20. apríl 1896.
D. 10. febrúar 1975.
Vinur minn og samstúdent
Siguröur Grímsson hæstaréttar-
lögmaöur andaöist í Landakosts-
spítala mánudaginn 10. þ.m. eftir
stutta legu.
Við Sigurður vorum búnir að
tala um þaö okkar í milli, meira í
gamni en alvöru, að sá okkar, er
lifði hinn, skyldi skrifa nokkur
minningarorð um þann, sem á
undan færi. En nú, þegar það er
orðið hlutskipti mitt að efna þetta
loforó, sé ég, að vandinn er meiri
en ég bjóst við. Kemur það til af
tvennu: Annað er það, að i
22.—24. tbl. Lesbókar Morgun-
blaðsins s.i. ár birtist viðtal
Sigurðar við Guðrúnu Egilson,
þar sem hann lýsir á mjög
skemmtilegan en nokkuð
léttúðugan hátt lífi sinu og starfi
og vil ég forðast að mestu leyti
endurtekningar á því. Hitt er, að
ég hef mjög takmarkaða þekk-
ingu á aðal áhugamáli Sigurðar,
sem var hverskonar list og list-
sköpun, sérstaklega ritlist.
Sigurður var fæddur á lsafirði
20. apríl 1896. Voru foreldrar
hans Grímur Jónsson, cand.
theol., skólastjóri þar m.m. og k.h.
Ingveldur Guðmundsdóttir.
Grímur Jónsson var fæddur á
Krossi í Austur-Landeyjum 14.
júlí 1855, d. í Reykjavik 29. sept.
1919. Foreldrar hans voru Jón
síðast prestur á Gilsbakka f. 1.
janúar 1815, d. 25. júní 1881,
Hjartarson, prests á Gilsbakka, f.
3. april 1776, d. 2. nóv. 1843 Jóns-
sonar og f.k.h. Kristín, f. 18. jan.
1814, d. 26. marz 1869, Þorvalds-
dóttir, prests og sálmaskálds, sið-
ast í Holti undir Eyjafjöllum, f.
21. mai 1758, d. 21. nóv. 1836,
Böðvarssonar.
Móðir Sigurðar og kona Gríms
var Ingveldur Guðmundsdóttir f.
26. nóv. 1864, d. 11. marz 1935.
Foreldrar hennar voru Guðmund-
ur (Einarsson) Johnsen f. 20.
ágúst 1812, d. 28. feb. 1873, síðast
prestur í Arnarbæli, sonur Einars
stúdents og kaupmanns í Reykja-
vik, Jónssonar og k.h. Ingveldar
Jafetsdóttur, gullsmiðs Illugason-
ar, og k.h. (31. ágúst 1847)
Guðrún, f. 7. júlí 1825, dóttir
Georgs Péturs Hjaltested að
Helgavatni í Vatnsdal, Einarsson-
ar.
Grimur skólastjóri átti, áður en
hann kvæntist Ingveldi, 2. dætur:
Aslaugu f. 24. júlí 1877, sem gift-
ist norskum manni Svendsen að
nafni og bjuggu í Drammen i
Noregi og Ásthildi f. 4. apríl 1884,
gifta Magnúsi Magnússyni B.A.
Minnesota, bróðursyni Eiriks
meistara Magnússonar í Cam-
bridge. Eru þær báðar látnar.
Alsystkini Sigurðar voru: 1. Jón
Grimsson, verzlunar- og mála-
færslumaður á lsafirði, f. 17. des.
1887, sem enn er á lífi kvæntur
Ásu ■F-innsdóttur Thordarson, f.
18. mai 1892, d. 15. maí 1971. 2.
Kristrún f. 9. feb. 1890, d. 10. okt.
1895, og 3. SigFÍður f. 17. apríl
1893, d. 1. sept. 1973, ekkja
Guðmundar Ólafssonar hæsta-
réttarlogmanns, f. 5. júní 1881, d.
22. maí 1935.
Þau Grímur og Ingveldur
skildu árið 1910 og bjó Grímur
siðar með Kristínu f. 15. feb. 1884,
sem enn er á lífi, Eiríksdóttur b. á
Hóli í önundarfirði Kristjánsson-
ar, og áttu þau saman eftirtalin
börn: 1. Séra Grím Grímsson
skóknarprest í Asprestakalli
Reykjavik, f. 21. apríl 1912,
kvæntan (21. apríl 1939)
Guðrúnu Sigriði, f. 4. sept. 1918
Jónsdóttur stjórnarráðsfulltrúa í
Reykjavík f. 8. okt. 1890,
Gunnlaugssonar. 2. Hildur f. 21.
apríl 1912, búsett í Kaupmanna-
höfn, gift fyrr Gunnari Kaaber
lyfsala þar og síðar dr. Jens G.
Hald lyfjafræðingi þar. 3. Kristín
f. 28. sept. 1914 ekkja Áka Péturs-
sonar, deildarstjóra í Hagstof-
unni, f. 22. sept. 1913, d. 10. sept.
1970.
Um foreldra Siguróar læt ég
mér nægja að vísa til fyrrnefnds
samtals hans í Lesbókinni og
sama er að segja um fyrstu æsku-
ár hans á Isafirði og þegar hann
er sendur suður til Reykjavíkur
til skólanáms til móðursystur
sinnar Guðríðar f. 21. nóv. 1853, d.
7. jan. 1940 konu (7. sept. 1880)
Ólafs, frikirkjuprests, f. 24. sept.
1855, d. 26. nóv. 1937, Olafssonar.
Ég kynntist Sigurði fyrst haust-
ið 1914 er ég settist í 4. bekk
Menntaskólans í Reykjavik að
afloknu gagnfræðaprófi á Akur-
eyri. Er mér óhætt að segja, að
Sigurður varð strax eftirtektar-
verðastur af skólabræðrum min-
um. Ollu því óvenjulegur fríðleiki
hans og glæsimennska i fram-
komu og ekki síður hitt, að hann
var viðurkennt skólaskáld. Ekki
minnkaói það aðdáun mina þegar
ég á fyrstu skólaskemmtun okkar
það ár heyrði hann syngja ein-
sönginn í laginu „Von der
Mutter" með sinni undurfögru
söngrödd.
Tókst fljótlega góð vinátta með
okkur Sigurði, sem enginn skuggi
hefur fallið á.
Þegar ég kom fyrst suður i
Menntaskólann varð mér það
ljóst, að nokkur annar skólabrag-
ur var þar en á Akureyri. Mun
m.a. heimavistin á Akureyri hafa
sett sinn stóra svip á skólalífið
þar. Nokkuð er það, að námið var
aðalatriði okkar norðansveina
meðan við dvöldumst þar og má
það ef til vill mest þakka okkar
ógleymanlega skólameistara
Stefáni Stefánssyni.
Hér var allt miklu lausara í
reipunum. Skólasveinar voru hér
dreifðir um allan bæ og þó að
kennsla hér væri betri í sumum
greinum, sérstaklega í málunum,
varð samband nemenda ekki
nærri eins náið.
Norður á Akureyri fóru piltar
til þess að læra það, sem kennt
var. Hér í Menntaskólanum var
nokkur hópur nemenda og meðal
þeirra sumir gáfuðustu
nemendurnir, sem töldu sig svo
mikla andans menn, að óþarfi
væri að lesa kennslubækur og
nægilegt að ganga upp til prófs „á
gáfunum“, en álitu sig skáld og
spekinga og lásu „klassiskan"
skáldskap og fagrar bókmenntir í
stað námsbókanna.
Hefur það vafalaust aukið and-
legt útsýni þeirra og aukið þroska
þeirra á vissum sviðum, en ekki
Var það vænlegt til þess að taka
sæmileg próf.
Sigurður var á þessu timabili
einn af aðalforingjum þessa hóps
og við hinir, sem vorum jarð-
bundnari, dáðum þessa skóla-
bræður okkar, þó við vildum eða
gætum ekki fetað í fótspor þeirra.
Sérstaklega var sumum þessara
nemenda uppsigað við stærðfræð-
ina og Sigurður segir frá því af
mikilli frásagnargleði i fyrr-
nefndu samtali, aó sér hafi tekizt
ásamt þrem öðrum samstúdentum
okkar, sem allir hafa orðið merkir
menn, að fá 0 (núll) í stærðfræði
til stúdentsprófs.
Sigurður hætti um stund námi i
Menntaskólanum í 5. bekk og
gerðist þá blaðamaður við blaðið
„Þjóðstefna“, sem Einar skáld
Benediktsson gaf út. Dáði hann
Einar mjög og hefur áreiðanlega
orðið fyrir miklum áhrifum frá
honum, en þetta seinkaði námi
hans um eitt ár og varð til þess að
við tókum stúdentspróf sama vor-
ið, báðir utanskóla.
Sigurður var eftir stúdenlspróf
óráðinn í hvað hann ætti að taka
sér fyrir hendur. Hann varð
starfsmaður hjá Sjóvátryggingar-
félagi Íslands og síðar prókúru-
hafi hjá Guðmundi Eiríkss.
heildsala, taldi sig vera og var í
raun og veru skáld, langt fram-
yfir þá, sem nú telja sig til skálda
og njóta opinberra styrkja og
vióurkenninga, og gaf árið 1922
út ljóðabókina „Við langelda",
sem þá hlaut misjafna dóma, en
myndi nú í lægðarmiðju íslenzkr-
ar skáldlistar teljast öndvegis-
verk. Hann vildi endurbæta ekki
aðeins þjóðfélagið heldur alla
heimsbyggðina og gerðist
kommúnisti og síðar Alþýðu-
flokksmaður. En í raun og veru
var hann óráðinn „boheme" og lét
hverjum degi nægja sina þján-
ingu.
Sigurður fór um þessar mundir
í lögfræðideild Háskóla Islands og
lauk þar námi 24. júní 1925 „með
einkunn, sem var nógu stór, en þó
í mesta hófi“ eins og Tómas stór-
skáld orðaði það um próf sitt.
Árið 1926—’35 stundaði Sigurð-
ur málafærslustörf í Reykjavík og
á þeim árum liggur lítið prentað
eftir hann, en 12. maí 1932 kvænt-
ist hann ágætri konu Láru Jóns-
dóttur og við það verða alger
straumhvörf í lífi hans.
Lára er fædd 11. feb. 1904 dótt-
ir Þórstinu Gunnarsdóttur, f. 5.
ágúst 1883, d. 12. jan. 1950 og
Jóns Hermannssonar úrsmiðs, f. á
Barðanesi i Norðfirði 11. nóv.
1868, d. 19. des. 1947. Foreldrar
Jóns voru Hermann, bóndi á
Brekku og Barðanesi, Vilhjálms-
son og k.h. Guðný Jónsdóttir
prests á Skorrastað og i Heydöl-
um f. 10 ágúst 1800 d. 5. marz
1881, Hávarðssonar og k.h. (26.
maí 1825) Sólveigar Benedikts-
dóttur d. 8. apríl 1870, 66 ára,
prests á Skorrastað, Þorsteinsson-
ar.
Jón var „ágætur maður“ (Ættir
Austfirðinga bls. 168) og var m.a.
frumkvöðull að stofnun Aust-
firðingamóta. Þórstína var einnig
merkiskona. Hún giftist síðar
Einari Ólafssyni matsveini og
vkm., siðar í Borgarnesi, og er
Ásgeir Ó. Einarsson dýralæknir
sonur þeirra og hálfbróóir frú
Láru.
Frú Lára er vel gerð kona, list-
feng og skapföst. Með hjónabandi
þeirra Sigurðar öðlaðist hann þá
kjölfestu í lífinu, sem hann hafði
þörf fyrir eftir rótleysi fyrri ára.
Þau stofnuðu fagurt og listrænt
heimili og voru mjög samhent í
því.
Sigurður segir í fyrrnefndu
blaðaviðtali að námið í lögfræði
hafi ekki átt hug sinn nema að
nokkru leyti, en 1935 gerðist hann
fulltrúi hjá lögmanni og siðar
borgarfógeti og hafði með hönd-
um fógetaréttarmál í útsvars- og
skattamálum. í þeirri stöðu stóð
hann með þeim ágætum, að flestir
úrskurða hans voru staðfestir í
Hæstarétti og starfstími hans var
framlengdur til 75 ára aldurs með
því aó „setja“ hann í embættið
eftir að hann var kominn yfir
lögbundið aldurshámark emb-
ættismanna.
Eins og vikið er að hér að fram-
an var Sigurður fagurkeri í víð-
tækustu merkingu þess orðs.
Hann unni öllu sem fagurt var
hvort heldur það var fagurt út-
sýni á landi, lofti og legi, fagrar
konur, fagrar bókmenntir í fögru
bandi, sem hann sjálfur batt í
frístundum, fögur málverk og
önnur listaverk, fögur föt, góður
matur, gómsæt og litfögur vín.
Var smekkur hans fyrir hinu
fagra alþekktur og metinn að
verðleikum, t.d. með því að gera
hann að dómara í fegurðarsam-
keppni kvenna. Leiklistargagn-
rýnandi Morgunblaðsins var hann
um 20 ára skeið og kvikmynda-
gagnrýnandi sama blaðs um 10 ár.
Hann skrifaði fjölda ritdóma og
sat um skeið i stjórn og sem for-
maður Rithöfundafélags Islands.
En um leið og Sigurður gagn-
rýndi aðra listamenn óx sjálfs-
gagnrýni hans. Hann taldi sig nú
ekki lengur hafa þá skáldagáfu,
sem hann áður hugði og gaf ekki
út fleiri ljóðabækur.
Þó lagði hann ekki skáldskap-
inn alveg á hilluna og birtust eftir
hann i blöðum og tímaritum ágæt
kvæði, sem flestir aðrir hefðu
safnað saman i bók. Bendi ég t.d.
á eftirmæli hans eftir skáldin
Einar Benediktsson og Þórberg
Þórðarson, sem birtust i Lesbók
Morgunblaðsins.
Hjónaband þeirra Láru og
Sigurðar var óvenjulega ástúðlegt
af beggja hálfu. Því miður
eignuðust þau ekki börn saman,
en tóku sem fósturdóttur og síðar
sem kjördóttúr Asu Finnsdóttur
f. 23. nóv. 1944. Hún giftist
Jóhannesi Arnasyni Long, heil-
brigðisfulltrúa Reykjavíkurborg-
ar og eiga þau tvær dætur.
1 næði hins fagra heimilis
þeirra hjóna gerðist Sigurður, að
loknum embættisönnum, afkasta-
mikill þýðandi og rithöfundur.
Einkum þýddi hann leikrit eftir
fræga erlenda höfunda, sem leik-
in hafa verið i Þjóðleikhúsinu og
kann ég ekki tölu á þeim, en í
„Islenzkir samtímamenn” sem
miða við árið 1963 eru talin upp 8
leikrit. Auk þess þýddi hann bók-
ina Kristín Svíadrottning, bók
Ivring Stone: Lífsþorsti í tveimur
bindum og fjölda annarra bóka,
ljóða og sagna, sem ég kann ekki
að greina frá. Yfirleitt má segja,
að Sigurður Grímsson hafi verið
meðal afkastamestu og vandvirk-
ustu rithöfunda okkar og þarf þá
ekki að miða við, að flest ritverk
hans eru unnin í fristundavinnu.
Mér er vel ljóst, að þessi orð eru
harla ófullkomin til þess að
kveðja minn glaðværa og góða vin
Sigurð Grimsson, sem var bæði
drengur góður og merkur maður,
en við það verður að sitja.
Eg og kona mín vottum ekkju
hans, kjördóttur og öðrum að-
standendum innilega samúð i
sorg þeirra út af fráfalli hans og
biðjum honum sjálfum góðrar
ferðar og indællar heimkomu.
Lárus Jóhannesson.
Nú er Sigurður vinur minn
Grímsson látinn. Það er erfitt að
átta sig á því að þessi dásamlegi
nágra.ini með hlýja brosið og
faðminn breiða sé farinn og komi
aldrei aftur.
Ég sá hann næstum daglega allt
mitt líf, og margt kemur í huga
manns þegar litið er til baka. Til
dæmis þegar hann kenndi okkur
Ásu að þéra, og ég æfði mig í
marga daga. Og hvað hann hló
dátt, þegar ég heilsaði næst, kom-
ið þér sælir, Þiguðu Gðímþon, —
ég hætti nefnilega að vanda mig,
þegar kom að þvi, sem ég kunni
fyrir. — Ég minnist þess líka þeg-
ar hann tók ofan fyrir mér á götu
í fyrsta skipti, ég roðnaði af monti
og fannst ég verða fullorðin á
augabragði.
Sambandið milli heimilannavar
náið og með afbrigðum gott.
Aldrei sáumst við svo að ekki
væri veifað og brosað, og rifs-
berjarunnarnir milli garðanna
bera þess merki, aðþrír ættliðir
hafi skotist á milli öðru hverju á
góðviðrisdögum til þess að drekka
saman kaffisopa og rabba saman í
bliðunni. Þá fann maður ekki
mikið fyrir áratuga aldursmun.
Dætur mínar voru heldur ekki
ýkja hávaxnar þegar þær fóru að
laumast yfir til að spjalla við Sig-
urð og Láru, og alltaf var þeim vel
tekið, að minnsta kosti eru ferð-
irnar orðnar margar.
Okkur á Snorrabraut 79 þótti
innilega vænt um þennan mann,
og víst er að við eigum eftir að
sakna hans mikið.
Jóhanna Arnadóttir.
„Upp hef ég augu mfn,
alvaldi Guð, til þfn.
Náð þinni er Ijúft að lýsa,
lofa þitt nafn og prfsa.
Allt er að þakka þúr
það gott, sem hljótum vér
um allar aldaraðir,
eilífi Ijóssins faðir.“
Við þökkum Guði fyrir allar
góðar gjafir hans, við þökkum
honum fyrir samferðamanninn
Sigurð Grimsson, hann mikla
heiðursmann, sem nú er farinn
burt frá okkur til æðri heima,
hefur lokið hlutverki sínu hér
á jörðu. Þar er mikið skarð fyrir
skildi, en dauðinn hlífir engum,
og tími Sigurðar var kominn, það
vissum við, sem þekktum hann
best.
Við, sem vorum svo lánsöm að
fá að njóta vináttu hans og þeirr-
ar gleði, sem setti svo mjög svip á
allt umhverfi hans, fáum þrátt
fyrir brottför hans hér úr heimi
geymt með okkur mynd hans og
dýrmætar minningar. Því að Sig-
urður Grimsson var gleðinnar
maður, og allir, sem voru i návist
hans, hlutu að njóta hennar með
honum.
Slíkir menn sem hann eru okk-
ur ómetanlega dýrmætir, þvi að
svo sannarlega þurfum við á glað-
værðinni að halda í öllu okkar lifi,
og hann var einn af þeim, sem
kunni að njóta augnabliksins og
láta aðra njóta með sér.
Ég kom fyrst í hús hans fyrir 37
árum. og siðan höfum við átt vin-
áttu hvor annars, og þar hallaðist
ekki á.
Fáa menn hef ég þekkt um æv-
ina, sem mér hefur þótt jafn gam-
an að ræða við um menn og mál-
efni, og það eins hvort við vorum
á sömu skoðun eða ekki. Sigurður
var fjölhæfur maður, hann var
skáld og rithöfundur, og sérlega
vandvirkur á allt, sem hann lét
frá sér fara. Hann ritaði fágað ís-
lenskt mál, enda elskaði hann feg-
urðina í lífinu og hafði næmt
auga fyrir henni. Hann unni tón-
list, fögrum bókmenntum og leik-
list, en meðalmennskan í þeim
efnum var honum fjarri skapi.
Sigurður var hamingjubarn.
Hann talaði oft um það, hversu
„heppinn” hann hefði verió i líf-
inu, og var þakklátur fyrir það.
Hann hafði lengst af góða
heilsu, átti fallegt heimili, góða
vini, elskulega fósturdóttur og
tengdason, sem hann mat mikils,
og hann hafði mikið yndi af litlu
börnunum þeirra. „En mesta
gæfa mín í lifinu var, þegar ég
eignaðist Láru konuna mína,“
sagði hann oftar en einu sinni.
Þau bjuggu saman í 42 ár og þess-
ar ljóðlínur til hennar tala sinu
máli:
1/11 1972 Til Láru minnar
Sérhver stund, sem á ég einn meó þér,
er indælt blóm i minninganna krans.
Þú varst mér hlý, en hlýjust eru mér,
er halla tekur degi gamals manns.
19/11 1974 Til Láru minnar.
Konan min góða, bljúgur þakka ég þér
það sem þú ert og verið hefur mér.
Ekki síst nú, er svifur hausti að
og svalir vindar næða um strá og blað.
Sigurður orti mikið, sérstaklega
á yngri árum, og við sum þeirra
ljóða samdi hann lög, sem hann
söng fyrir nánustu vini sína. Þau
hafa ekki verið gefin út, svo að
fáir kunna.
Ég ætla mér ekki að gera hér
lifsstarfi Sigurðar nein skil, veit
ég, að þaó munu aðrir gera.
Framhald á bls. 23