Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBROAR 1975
Það er dansað í „Kerfinu'
Það er spilað i „Kerfinu" .
NEMENDAMÓT Verzlunarskólans
var haldið í gærkvöldi. Meðal
skemmtiatriða voru leikritið
„Kerfið" eftir Peter Oheyevich,
jassballett um verðbólguna og
flutningur nemendamótskórsins á
nokkrum lögum eftir Brian Wil-
son.
„Kerfið" er nýlegt verk og höf-
undur þess er landflótta Pólverji.
Þýðandi verksins og leikstjóri er
Hrafn Gunnlaugsson, en hann
þekkir höfundinn og fékk leyfi hjá
honum til að staðfæra verkið í
þýðingu yfir á íslenzku. Tildrög
þess, að nemendur V.í. taka
„Kerfið" til sýninga, voru þau, að
leitað var til Hrafns um að taka að
sér leikstjórn fyrir nemendamótið
og hann jafnframt beðinn að koma
með tillögur að verki til flutnings.
Minnugur þátttöku sinnar í Herra-
nótt M.R á skólaárum sínum þar
og þeirra góðu undirtekta sem fár-
anleikverk eins og Bubbi kóngur
höfðu hlotið hjá nemendum þar,
stakk Hrafn upp á Kerfinu, ekki
sízt vegna þess, að verkið byði
lagslegt öryggi", að farið sé að
svipta þegnana frelsinu í nafni
verndarinnar?"
Hrafn bendir á, að þetta verk sé
þess eðlis, að sáralitlar líkur séu á
verki í leiklistarlífinu. Þeir geta
kynnt á sinn hátt það sérstæða í
leikrituninni á hverjum tfma."
Búningateikningar fyrir „Kerf-
ið" gerði danska konan Else
„Kerfið sýntár
nemendamóti V.í.
Það er sungið i „Kerfinu"
upp A endalausa möguleika í túlk-
un allri.
Verkið fjallar um viðureign
heimilisföðurs nokkurs við „kerf-
ið". eftir að óargadýr hefur setzt
að i baðherberginu heima hjá hon-
um.
Verkið er afar myndrænt og
óhugsandi að flytja það i hljóð-
varpi. „Sá heimur, sem opnast
áhorfandanum, er afar framandi i
fyrstu, en smám saman viður-
kennir áhorfandinn hann," segir
Hrafn. „Það er alltaf verið að tala
um að leiklistin eigi að vera raun
sæ. sýna raunveruleikann, en ég
tel, að leiklistin eigí ekki að lýsa
raunveruleikanum beint, heldur
að gegnumlýsa hann. sýna hvað i
honum býr. Þess vegna verður
leikhúsið að búa til sinn eigin
veruleika og hafna lögmálum
hversdagslífsins. Annars gætu
menn bara setzt við glugga og
horft á raunveruleikann úti fyrir
og sleppt öllum leikhúsferðum."
Meginínntak „Kerfisins" er að
sögn Hrafns spurningin um „of-
verndun" þjóðfélagsþegnanna —
„hvenær þýðir hugtakið „þjóðfé-
þvi, að leikhúsin tækju það til
sýningar. „Þau verða að hugsa
um reksturinn — og verkiðerauk
þess of stutt i sýningu, um 50
minútur. Áhorfendur vilja fá heila
kvöldstund fyrir peningana sína.
Þess vegna tel ég, að skólarnir
geti gegnt þýðingarmiklu hlut-
Duch, sem teiknaði búningana i
Kaupmanninn i Feneyjum i Þjóð-
leikhúsinu. „Hún er geysilega fær
listamaður," segir Hrafn, „og það
var mikið happ fyrir okkur að fá
hana til samstarfs." Else hefur
einnig gert búninga fyrir jassball-
ettinn, sem nokkrar stúlkur sýna á
nemendamótinu, undir stjórn Iben
Sonne. Ballettinn fjallar um verð-
bólguna og er skreyttur verð-
bólgutáknum. eins og peningum,
vixlum og fleiru.
Eitt vinsælasta atriði hvers
nemendamóts er söngur nem-
endamótskórsins og að þessu
sinni flytur kórinn lög eftir banda
riska tónskáldið Brian Wilson,
undir stjórn Magnúsar Kjartans-
sonar. Brian hefur verið maðurinn
á bak við velgengni bandarisku
hljómsveitarinnar Beach Boys og
var raunar liðsmaður hennar
fyrstu árin. Hann hefur samið
ýmsar af perlum popptónlistarinn-
ar og eru verk hans afar vel fallin
til kórsöngs, þvi að hann hefur
jafnan útsett þau fyrir mikla rödd-
un, sem er sérgrein Beach Boys.
Sem fyrrsagði var nemendamót
ið sjálft í gærkvöldi. en fyrirhugað
er að efna til tveggja sýninga fyrir
almenning á skemmtiatriðum
mótsins og verða þær i Austurbæj-
arbíói á föstudagskvöld og sunnu-
dag.
—sh.
Nemendamótskórinn syngur lög Beacn Boys undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar.
(Ljosmyndir: E B.B.)
Gróska í leiklistinni
í framhaldsskólunum
LEIKHÚSIN tvö i Reykjavik hafa
nú fengið þrjá nýja keppinauta —
en þó aðeins um sinn. Eru það
nemendur þriggja framhaldsskóla,
sem hafa fært upp leiksýningar,
bæði fyrir skólasystkini sin og al
menning. Nemendur Menntaskól-
ans við Hamrahlið urðu fyrstir til
að ýta úr vör á þessari skólaleikja-
vertíð með sýningu á hinu kunna
verki Brendans Behans, „Gisl",
en næstir uðru nemendur Verzlun-
arskólans með pólskt ádeiluverk,
„Kerfið", og innan tíðar hefur
herranótt Menntaskólans i
Reykjavik sýningar á tveimur ein-
þáttungum eftir Bertold Brecht.
Auðvitað standa stóru leikhúsin
þessar atlögur af sér, en ekki er að
efa að margir munu fagna þvi að
fá þessa tilbreytingu i leikhúslifið i
höfuðborginni. Leikhúsunum hef-
ur nokkuð verið legið á hálsi fyrir
að hafa „kassann" of mikið i huga
við verkefnaval, m.a. með tilliti til
„öruggra" gamanleikja eins og
„Flóá skinni" og „Hvaðvarstu að
gera i nótt". En á timum, þegar
krónan skreppur saman með degi
hverjum, er skiljanlegt, að leik
húsin treysti sér ekki til að taka
mikla áhættu i verkefnavali.
f samtalinu við Hrafn Gunn-
laugsson um sýningu verzlunar-
skólanemenda á „Kerfinu" bendir
hann m.a. á það hlutverk, sem
skólarnir geti gegnt í leiklistarlifi
hér á landi: „Þeir geta kynnt á
sinn hátt það sérstæða í leikritun-
inni á hverjum tíma."
Ekki er hægt að segja, að Gisl
sé sýnishorn þess nýjasta i leikrit-
uninni, en hins vegar má hiklaust
segja það um „Kerfið". Og ein-
þáttungar Brechts hafa ekki oft
verið á boðstólum fyrir islenzka
áhorfendur.
Slagsiðan óskar nemendum
framhaldsskólanna velgengni á
sviðinu og vonar, að undirtektir
áhorfenda verði góðar og hvatning
til frekari dáða.
— sh.
Nemendur M.H,
sýna„Gísl”
NEMENDUR Menntaskólans við
Hamrahlið hafa nýverið tekið til
sýningar leikritið Gisl eftir Brend-
an Behan, en það var fyrst sýnt
Herranótt sýnir tvo
einþáttunga Brechts
HERRANÓTT nemenda Mennta-
skólans i Reykjavik sýnir að þessu
sinni tvo einþáttunga eftir Bertold
Brecht. Nefnist annar „Smáborg-
arabrúðkaup", en hinn „Spæjar-
inn". Auk þess flytja tveir leikend-
ur Ijóð eftir Brecht. Þorsteinn Þor-
steinsson þýddi verkin, en Kjartan
Ragnarsson er leikstjóri.
Ólöf Einarsdóttir er formaður
Herranætur — eða ætti heldur að
segja forstöðukona? — og sagði
i - . t___c*i________________ „X
stefnt væri að þvi að frumsýna
einþáttungana i byrjun næstu
viku. Yrðu tvær sýningar fyrir
nemendur MR, en síðan væri ætl-
unin að halda tvær aukasýningar
fyrir almenning. Sýningarnar
verða i Austurbæjarbiói.
Smáborgarabrúðkap tekur um
50 minútur i sýningu og er mjög
létt ádeila. gamanleikur, að sögn
Ólafar, en Spæjarinn tekur hins
vegar um 20 minútur i sýningu og
er hörð ádeila á nasismann, gerist
fyrir rúmum áratug i Þjóðleikhús-
inu. Leikritið var frumsýnt á
mánudagskvöldið, en ætlunin er
að sýningar verði a.m.k. fjórar.
Einnig munu leikendurnir fara
með stutta kynningardagskrá um
verkið i ýmsa skóla i borginni.
Leikstjóri er Stefán Baldursson,
en þýðinguna gerði Jónas Árna-
son. Leikendur eru átján og hljóð-
færaleikarar fjórir, þvi að mikil
tónlist er i leikritinu. Voru nokkur
laganna úr því raunar meðal vin-
sælustu dægurlaga á íslandi um
skeið eftir að Þjóðleikhúsið sýndi
verkið um árið.
Leikritið er kunnasta verk frans
Brendans Behans og það fjallar
um málefni, sem enn er efst á
baugi þar i landi: Átökin um
stjórnarfarsskipan.
hún i samtali við Slagsiðuna, að i Þýzkalandi árið 1935.