Morgunblaðið - 20.02.1975, Side 18

Morgunblaðið - 20.02.1975, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975 FH og Grótta sigruðu í gær TVEIR leikir fóru fram I gær- kvöldi í fyrstu deild tslandsmóts- ins f handbolta. Úrslit urðu þannig aó Grótta sigraói IR með 19 mörkum gegn 16 og var staðan í hálfleik 8—10 fyrir Gróttu. Leik FH og Hauka lauk með sigri FH sem skoraði 23 mörk á móti 17. Hjá FH og Haukum var staðan í hálfleik 17—12 fyrir FH. Tvö innbrot TVÖ innbrot voru tilkynnt til rannsóknarlögreglunnar í gær- morgun. I Verðandi við Tryggva- götu'hafði verið stolið 15 lengjum af vindlingum og skiptimynt. Þá var brotizt inn í súturnarverk- smiðju Sláturfélagsins við Grensásveg sömu nótt og stolið þaðan skiptimynt og reiknivél ofan af búðarkassa. — Landnáma Framhald af hls. 32 mjög fágæt bók, en í nokkrum tilfellum hefur hún verið bund- in inn með öðrum veraldlegum bókum frá Skálholtsprent- smiðju nema Olafs sögu Tryggvasonar, sem er tvö bindi í stóru broti. — Elztu hús Framhald af bls. 5 vetrum þegar hækka tekur sól mikill skíðahugur í mönnum og ekki dregur það úr að Islandsmót- ið verður haldið hér um páskana. ísfirzkir skíðamenn æfa af kappi og hafa fengið hingað þjálfara frá Austurríki í vetur. Þann 25. janúar var sólardagur hjá okkur ísfirðingum með til- heyrandi pönnukökum og rjóma. Sama dag hélt Sunnukórinn ár- lega skemmtun sina og stjórnaði þar i fyrsta skipti nýr söngstjóri kórsins Hjálmar Helgi Ragnars- son. Þetta var í 31. skipti sem Sunnukórsfélagar fagna sólar- komunni, en kórinn var stofnaður árið 1934 og hefur starfað óslitið síðan. Fyrsti stjórnandi kórsins LEIKNIR, Xdcildar liðið í hand- knattleik, sem sló KR-inga út í fyrstu umferð keppninnar hafði heppnina með sér er dregið var í átta-liða úrslitin. Mun liðið keppa við Breiðablik, liðið, sem er við botninn í 2. deildar keppninni, þannig að Leiknir ætti að eiga góða möguleika á að komast í f jögurra liða úrslitin. Einum leik er enn ólokið í fyrstb umferðinni: KA á eftir að keppa við Þrótt, en sá leikur fer var Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði en síðan var hann undir stjórn Ragnars H. Ragnars sem lét af starfi sem söngstjóri á síðastliðnu ári, en Hjálmar sem nú hefur tekið við stjórn kórsins er sonur Ragnars. — Sigurður. — Sovét Framhald af bls. 1 rutt á braut með jarðýtum og öðr- um stórvirkum vélum, en viku síðar var svo sýningin leyfð. Meðal þeirra sem eiga verk á þessari innisýningu nú eru Oskar Rabin, Lidia Masterkova, Otari Kandaurov og Anatoli Sverev. Síðast var haldin sýning á sovézkri nútimalist í Moskvu árið 1962, þegar Nikita Krúseff var við völd. Hann lét þá hafa eftir sér um sýninguna, að engu væri lík- ara en myndirnar væru málaðar með asnahölum. Sýningin nú hefur ekki verið auglýst í fjölmiðlum, en engu að síður var aðsókn mikil að henni eftir að hún var opnuð eins og 1 upphafi er frá greint. — Loðnubátarnir Framhald af bls. 32 bátur og með fullar lestar af loðnu lá hann nokkuð þungt í að sögn Ólafs, enda var lunningin svo til á kafi. Ólafur sagði að þeir yrðu að halda kyrru fyrir í Eyjum í sólarhring, því sjór hefði komist í mótor, sem knýr spildælu og væri verið að gera við tækið, en síðan yrði haldið hið snarasta á miðin. í Djúpavogi náðum við sam- bandi við Pétur Sæmundsson skipstjóra á Óla Tóftum. „Við lentum nú ekki í neinum sérleg- um vandræðum," sagði hann, „þetta hefur verið snarvitlaust veður, ógeðslegt í einu orði sagt. I nótt fengu bátarnir á sig vitlaust veður og þegar það er sótt eins hart og raun ber vitni má auð- vitað búast við einhverjum vand- ræðum. Loðnu? Við erum að landa hérna 80 tonnum og hér er einnig annar bátur, Sæunn, en hún mun landa á morgun.“ fram á Akureyri. Er enn ekki ákveðið hvenær hann verður, en erfiðleikar með húsnæði þar nyrðra virðast vera svipaðir og á höfuðborgarsvæðinu. Liðið sem sigrar í þeim leik á að keppa við Hauka i Hafnarfirði í átta-liða úrslitunum, en síðan drógust saman IR og Fram og Valur og FH, þannig að búast má við miklum spennuleikjum þegar i þessari umferð bikarkeppn- innar. — Kýpur Framhald af bls. 1 að vera kominn til Bandaríkjanna til að fylgjast með þeim. Búizt er við því að Glafkos Klerides leið- togi Kýpur-Grikkja leggi fram formlega kæru vegna þeirrar ákvörðunar Kýpur-Tyrkja að lýsa hluta eyjarinnar sjálfstætt ríki. Fundur Öryggisráðsins um Kýpurmálið verður fyrsti fundur þess á árinu. Er gert ráð fyrir mjög harðorðum yfirlýsingum af hálfu Kleridesar vegna ákvörðun- ar Tyrkja á Kýpur. — 8500 manns Framhald af bls. 3 um áramótin og um miðjan janúar voru komin tilboð f þá, sem reyndust vera 10% undir kostnaðaráætlun. Samt sem áður telur Hitaveitan sér ekki fært að leggja út í framkvæmdir á meðan mál hennar liggja ekki klár fyrir. í þessum fyrirhuguðu fram- kvæmdum er um að ræða Mið- bæjarhverfið 1 Hafnarfirði, Öld- urnar og Kinnarnar, en á þessu svæði búa um 3000 manns. Það eru vissir hlutir i þessu sambandi, sem við þurfum sjálfir að gera og það er búið að koma mestöllu af þvi í verksamninga og mun þvi ekki standa á því. Við biðum því spenntir eftir að úr rætist varð- andi þessar mikilvægu fram- kvæmdir." — Ný stífla Framhald af bls. 3 arinnar. Með hliðsjón af þessu kemur manni undarlega fyrir sjónir, að svona hugmyndir skuli vera settar fram og það í fjölmiðl- um þjóðarinnar til þess að koma af stað nýjum viðsjám og óánægju í deilumáli, sém hlotið hefur end- anlega afgreiðslu. Eg vil ekki ætla, að hér sé að ferðinni hið sama og gerðist í vatnsvélamáli Laxár 3, þegar vél Gljúfurvers- virkjunar, sem svo var nefnd og smíðuð var fyrir 57 metra stíflu, varð að setja niður við Laxá hvað sem það kostaði þrátt fyrir mót- mæli landeigenda og hagkvæmis- útreikninga sem sýndu að hæfileg vél er þjónaði óbreyttu falli gæti aukið afköst virkjunarinnar veru- lega. Þær grunsemdir munu þó vera til meðal landeigenda, að með þessari níu metra stífluhug- mynd búi annað og meira bakvið, þ.e.a.s. að þessi stífla eigi að verða áfangi að öðru meiru siðar. Segj- um að þetta yrði leyft eða um það samið, sem aldrei verður, og reynslan leiddi i ljós í samræmi við álit framkvæmdastjóra Laxár- virkjunar 1969, að framkvæmdin skapaði aukið öryggisleysi og aukna áhættu f rekstri virkjunar- innar í stað aukins öryggis I raf- orkumálum svæðisins. Er þá ekki rökrétt að álykta, að formaður Laxárvirkjunar komi á ný i fjöl- miðla til þess að kref jast hækkun- ar á sinni níu metra stíflu, t.d. i 23 metra og síðar 57 metra. Grun- semdir af þessu tagi geta átt rétt á sér ef menn í ábyrgðarstöðum reyna það i alvöru, að enn sé lagaheimild fyrir hendi til áfram- haldandi virkjunarframkvæmda í Laxá. þrátt fyrir gerða samninga og nýsett náttúruverndarlög og láta jafnvel að því liggja, að samn- ingar við opinbera aðila og ríkis- stjórn séu marklaus pappírsgögn. Og þrátt fyrir niðurstöður vísindalegra rannsókna, að ekki megi gera stíflu 1 Laxá. Satt að segja hélt ég, að allir væri búnir að fá nóg af ritdeilum og margra ára málaferlum í sambandi við þetta mál, þótt ekki væri verið að gera leik til þess að hrinda af stað nýrri óánægjuöldu, allra síst datt mér það 1 hug um núverandi for- mann Laxárvirkjunarstjórnar, að hann skyldi vilja eiga hlut að því. Bætt samvinna milli Laxáreig- enda og landeigenda væri heilla- drýgri og meira I samræmi við sáttasamninginn um lausn Laxár- deilu, þar sem hver aðili um sig gæti unað við sitt og sinn hlut á grundvelli gerðra samninga, sem báðir aðilar hafa gengist undir að virða. 2. Varðandi verðútreikninga Vals Arnþórssonar á olíu til raf- orkuvinnslu hygg ég, að slegin séu flest ef ekki öll fyrri met í frjálslegri meðferð talna harð- svíruðustu stjórnmálamanna. Þessar tölur sem formaðurinn set- ur fram eiga að sýna þjóðhagslega hagkvæmni níu metra stíflu í Laxá, er gæti gefið 5 megawatta grunnorku og nýtingin á ekki að vera minni en 100%. Verðið sem fundið er út er hvorki meira né minna en 9 krónur á kílówatt- stund, eða um sex sinnum hærra en núverandi heildsöluverð Lax- árvirkjunar er nú og nálægt 12 sinnum hærra en ráðgert er að selja raforku til stóriðju frá Sig- ölduvirkjun frá áætluðum seljanda raforku til Norðurlands á þessu eða næsta ári. Valur gefur I skyn, að viðbótarorkan frá Laxá komist í gagnið strax og nýtist að fullu yfir sumar jafnt sem vetur. Auðvitað er þetta fráleitt. Bæði er, að núverandi orkuframleiðsla Laxárvirkjunar fullnægir að iang- mestu leyti þörfum svæðisins á sumrin án keyrslu dieselvéla og að varanleg stifla í Laxá yrði vart tilbúin fyrr en rafmagnið frá Sigöldu yrði komið til Norður- lands. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég hef aflað mér um olíukostnað Laxárvirkjunar reyndist hann um 10 milljónir árið 1973 og u.þ.b. 23 milljónir árið 1974. Ég held að hvorki Valur né ég geti áætlað olíukostn- aðinn á þessu ári. Þó finnst mér ekki óraunsæ bjartsýni að hann verði ekki stórlega miklu meiri en á sfðasta ári með tilkomu nýju svartoliustöðvarinnar, sem bráð- lega verður tekin 1 notkun á Akureyri, en svartolía er nærfellt þriðjungi ódýrari en venjuleg dieselolia og ef dreifikerfið á Lax- ársvæðinu yrði styrkt og gert öruggara. Samt gerir formaður Laxárvirkjunar ráð fyrir 170 milljón króna ollukostnaði á þessu ári, 260 milljón króna kostnaði 1976 og hugsanlega 360 milljón króna kostnaði 1977, en auðvitað á kostnaðurinn við stífl- una að vera óbreyttur alltaf sömu 100 milljónirnar þótt verðlag hafi margfaldast siðan þessi 100 milljón króna kostnaðarút- reikningur var fundinn. Og ekki skal gleymda því, að framkvæmd- skuli vera varanleg við stífluna. Eg held að það hefði verið rétt- ara fyrir formann Laxárvirkjunar að fara varlegar með tölur i sam- bandi við Laxármál og nær af fenginni reynslu að byrja á því fyrst að semja við landeigendur um óuppgerð mál áður en hann fer að biðla til Alþingis og ríkis- stjórnar um nýtt Laxárævintýri sem hann virðist vera reiðubúinn að steypa sér út i þrátt fyrir gerða samninga.“ — Ferðafélagið Framhald af bls. 2 starf hefði að langmestu leyti ver- ið leyst af hendi af sjálfboðalið- um. „Fyrir þetta starf nýtur Ferðafélagið líka mikillar al- mennrar velvildar bæði hjá stjórnvöldum og almenningi, og t.d. erum við skattfrjáls eins og önnur félög sem starfa á svipuð- um grundvelli," sagði Sigurður. „En viðhorfin hljóta að breytast um leið og við förum að reka ferðaskrifstofuviðskipti í nokkr- um teljandi mæli og þá er naum- ast hægt að ætlast til að það fáist sjálfboðaliðar til að þjóta með er- lenda ferðahópa þvert og endi- langt um landið, likt og ferða- skrifstofurnar gera á venjulegum viðskiptagrundvelli. Þetta tvennt fer ekki saman þegar til lengdar lætur — við getum ekki rekið þetta sem sjálfboðaliðsstarf á áhuga og skilningi almennings ef við jafnframt rekum harða ferða- skrifstofustarfsemi i samkeppni við aðila sem raunverulega starfa á öðrum grundvelli." Ágreiningurinn hefur aðallega staðið um franska ferðamanna- hópa frá þarlendu ferðafélagi eða ferðaklúbbi, sem Ferðafélagið hefur tekið að sér að skipuleggja þriggja vikna ferðir fyrir yfir sumarmánuðina. Hefur verið far- ið með þá á Snæfellsnes og á Kjöl, svo og lítillega í Landmannalaug- ar. Að sögn Einars Guðjohnsen hafa þessir frönsku hópar verið algjörlega út af fyrir sig og með eigin tjöld og fæðu, svo að Ferða- félagið skipuleggur aðeins ferð- irnar fyrir þá og leggur þeim til fararstjóra. Ferðafélagið gæti þó af þeim sökum haft þessa hópa á þeim svæðum á landinu sem þvi sjálfu hentaði bezt hverju sinni. Ferðafélagið hefur að sögn Einars verið með þessa frönsku hópa á sínu snærum allt frá 1970. „Þetta hefur gefizt mjög vel og ör aukning orðið í þessari starf- semi,“ sagði Einar. „Við vorum þannig á sl. ári með 11 slíka hópa og ég vil taka það fram, að þetta hefur ekki þýtt aukið álag á mig persónulega. Þetta þýðir miklu meiri vinnu fyrir mig en það er auðvitað mitt mál hvort ég legg af einskærum áhuga fram meiri störf en ég er beinlinis skyldugur til. Þessi fyrirgreiðsla Ferða- félagsins hefur aftur á móti gefið af sér mjög góðar tekjur fyrir Ferðafélagið og á sl. ári námu tekjurnar af þessum 11 hópum um 1,4 milljónum kr. og á næsta ári eru horfur á að ferðunum geti fjölgað upp í 18, sem mundi þýða um 2,5 milljónir I hreinar tekjur fyrir félagið. Ég held því þannig fram, að við höfum hreinlega ekki efni á að visa þessum ferðum frá okkur. Þær lenda þá aðeins annarstaðar, því að þessir hópar hætta ekki að koma til landsins meðan Loftleiðir beinlínis kynda undir þessar ferðir af öllum kröft- um með auglýsingum. Um sam- keppni er þó varla að ræða, því að hver ætti að taka við þeim. Ekki Ulfar Jacobsen — hann hefur sjálfur sagt mér að þetta sé ekki hópur sem myndi koma til hans auk þess sem hann hafi engan möguleika á að annast hann. Frönsku hóparnir gætu e.t.v. lent hjá Farfuglum en það er heldur ekkert ósennilegt að Frakkarnir sendu eigin umboðsmann hingað til að annast þetta sem ekkert mælir á móti, og Islendingar misstu töluverðar gjaldeyristekj- ur fyrir bragðið. Nú er því haldið fram, að ég hafi gengið of langt í þessum efnum án samráðs við stjórnina. Eg held þvi aftur á móti fram, að stjórnin hafi fylgzt með þessari þróun nákvæmlega, enda erum við búnir að stefna að þessu markvisst í mörg ár." Sigurður Jóhannsson kvað ekki vaka fyrir stjórn félagsins að stöðva þessar ferðir útlendinga heldur vildi hún hafa þennan þátt starfsemi félagsins innan tiltölu- lega þröngra marka. „Það hafa alltaf annað slagið komið smá- hópar útlendinga og ekkert hefur verið við því sagt þótt þeir keyptu sig inn í hinar auglýstu ferðir félagsins, eins og alltaf hefur verið eitthvað um, sagði Sigurður. „En um leið og við erum farnir að auglýsa og gera tilboð í hópferðir útlendinga til Islands, erum við komnir inn á annan starfsgrund- völl og erum þá að þrengja okkar eigin fólki að verulegu marki út úr húsunum. Það sem kom þessu máli i brennidepil nú var að fram- kvæmdastjórinn gerði tilboð i svona ferðir án heimildar stjórnar félagsins en það fól í sér 50% aukningu ferða frá sl. ári. Við töldum þá fyllilega tímabært að fá úr þvi skorið hver skyldi verða stefna og markmið félags- ins í framtíðinni." Einar Guðjohnsen var spurður álits á sjónarmiðum meirihluta núverandi stjórnar og svaraði hann því til að nú væru einatt farnar að heyrast raddir úr ýms- um áttum á þá leið að Island ætti að vera fyrir Islendinga eina og við mættum ekki opna landið um of fyrir útlendingum til að eiga ekki á hættu að verða önnur Mall- orka. „Þessi sjónarmið eiga vist að vera á þjóðlegum grundvelli en ég held aftur á móti að þetta sé algjör misskilningur og ástæðu- laus ótti. Lif og tilvera okkar byggist þvert á móti á því að við eigum vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir — og við verðum að kynna land og þjóð til að geta selt vörur okkar erlendis." Sigurður Jóhannsson, formaður Ferðafélagsins, kvað hins vegar grundvallarspurninguna í þessu máli vera hliðstæða þeirri spurn- ingu hvort Slysavarnafélag Is- lands gæti rekið t.d. björgun skipa á viðskiptalegum grund- velli, líkt og Björgun hf. gerir — með sjálfboðaliðum sínum. Skíðafólk Munið þorrablótið í R.R. félagsheimilinu við Elliaár föstudags- kvöld. Tilkynnið þátttöku í síma 81181. Allsherjar atkvæðagreiðsla um kosningar stjórnar, varastjórnar, trúnaðar- ráðs og endurskoðenda Starfsstúlknafélagsins Sóknar fer fram dagana 22. og 23. febrúar 1975. Kosning hefst kl. 10 og lýkur kl. 20 báða dagana. Kosið verður á skrifstofu Iðju, félags verk- smiðjufólks, Skólavörðustíg 16. Kjörstjórn Sóknar. Leiknir fékk UBK og Valur leikur við FH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.