Morgunblaðið - 20.02.1975, Qupperneq 21
Konur á
alþingi
og fóstur-
eyðingar
VEGNA þess að fimm nafngreind-
ir menn og konur (Björg Einars-
dóttir o.fl.) hafa síðustu daga sent
frá sér stuttar hugleiðingar, sem
birzt hafa í flestum dagblöðum,
varðandi sjónvarpsþáttinn Þing-
vikuna hinn 1. febr. s.l., vilja und-
irritaðir taka eftirfarandi fram:
I Þingvikunni er að jafnaði
skýrt frá öllum nýframkomnum
þingsályktunartillögum og laga-
frumvörpum á alþingi með frá-
sögnum og viðtölum við flytjendur
þeirra séu þeir aðalþingmenn.
Ekki mun unnt að segja, að við
höfum sniðgengið þær fáu konur,
er á þingi sitja, í viðtölunum, því
að þær munu allar einhvern tíma
hafa komið fram í þættinum.
I vetur hefur vegna bættrar upp-
tökutækni reynzt unnt að birta f
þættinum þó nokkur kvikmynda-
sýnishorn frá umræðum í þingsöl-
urtí. Tilviljanir ráða oft helzt til
miklu um, hvaða mál eru til um-
ræðu, þegar komið er í Alþingis-
húsið með upptökubúnað og nauð-
synlegan liðskost til upptökunnar.
Við umræðuna um fóstureyðingar-
frumvarpið 1. febr. þótti rétt að
taka upp kafla úr framsöguræðu
Matthíasar Bjarnasonar heilbrigð-
isráðherra, úr því að við vorum
þarna staddir með tæknibúnaðinn,
og á sama hátt þótti rétt að taka
upp pósta úr ræðu Magnúsar
Kjartanssonar fyrrverandi heil-
brigðisráðherra (það er ekki okk-
ar sök að engin kona skuli hafa
verið heilbrigðisráðherra), sem
vitað var að myndi hafa ýmislegt
við frumvarpið að athuga. Ljóst
var, að ekki væri unnt eða heppi-
legt vegna lengdar þáttarins
(Þingvikunnar) í heild að taka
upp kafla úr ræðum margra ann-
arra ræðumanna, og þegar Sverr-
ir Hermannsson tók til májs lét-
um við spyrjast fyrir um það hjá
viðkomandi þingforseta, hvort
fleiri væru á mælendaskrá. Svo
var þá ekki, og því var líka tekinn
upp kafli úr ræðu Sverris, en þá
var kvikmyndafilman, sem fyrir
hendi var, alveg á þrotum. Það er
ekki okkar sök, að Sigurlaug
Bjarnadóttir og Bjarnfríður Leós-
dóttir skyldu kveðja sér hljóðs
svo seint sem raun ber vitni.
I fyrrgreindri blaðagrein er full
komlega látið í veðri vaka, að Sig-
urlaug og Bjarnfríður hafi tekið til
Framhald á bls. 23
K.F.U.M. — A.D.
Fundur i kvöld kl. 20.30. Kvöld-
vaka. Veitingar. Allir karlmenn vel-
komnir.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur árlega samkomu sina fyrir
aldrað fólk sunnudaginn 23. febr-
úar kl. 3 siðdegis i félagsheimili
Hallgrimskirkju. Magnús Jónsson
óperusöngvari syngur við undir-
leik Ólafs Vignis Albertssonar og
Róbert Arnfinnsson leikari les upp.
Hátiðarkaffi verður borið fram.
Árshátið Farfulgadeildar
Reykjavíkur
verður haldin að Siðumúla 11,
föstudaginn 28. febrúar og hefst
með borðhaldi kl. 19.30.
Aðgöngumiðar á skrifstofunni
Laufásveg 41, simi 24950,
mánudag, miðvikudag og föstu-
dag kl. 4-6.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1975
21
Verkamenn óskast
nú þegar. Ákvæðisvinna.
Steypustöðin h.f..
sími 33603.
SLOTTSLISTEN
glugga- og dyraþéttingar
Þéttum opnanlega glugga úti og svalahurðir
með SLOTTSLISTEN innfræstum varanlegum
þéttilistum, nær 100% þétting.
Ný þjónusta. þér getið komið með lausa opnan-
lega glugga og svalahurðir til okkar og við
setjum SLOTTSLISTEN á samdægurs, fyrir
lægra verð.
ATH. SLOTTSLISTEN þéttikerfið er byggt á 14
mismunandi löguðum listum sem við notum til
þéttingarvið mismunandi aðstæður.
Ólafur Kr. Sigurðsson og Co
Tranavog 1. Simar 83484 — 83499.
Sölumenn
Munið kynningarf^.nd deildarinnar í Leifsbúð á
Hótel Loftleiðum, föstudaginn 21. þ.m. kl.
6—8 eh. Fjölmennið allir á fundinn.
Sölumannadeild V.R.
Heimdallur.
Stjórnmálafræðslan.
í kvöld er þar, SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN.
Leiðbeinandi: Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra.
Mætið stundvíslega kl. 20.30. i Miðbæ við Háaleitisbraut.
Nýir þátttakendur velkomnir.
Upplýsingar i sima 17102.
Gunnar
Thoroddsen. Heimdallur.
AUGLÝSING
um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heil-
brigðisþjónustu fyrir árið 1976.
Evrópuráðið mun á árinu 1976 veita læknum
og öðru starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til
kynnis- og námsferða í þeim tilgangi að styrk-
þegar kynni sér nýja tækni í starfsgrein sinni í
löndum innan ráðsins.
Styrktartímabilið hefst 1 . janúar 1 976 og lýkur
31. desember 1976.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu landlæknis
og I heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
og eru þar veittar nánari upplýsingar um styrk-
ina.
Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir 15.
apríl n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. febrúar
1975.
Félag
járniðnaðarmanna
AÐALFUNDUR
verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar 1975
kl. 1 3.30 í Domus Medica v/Egilsgötu
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Reglugerðir styrktarsjóða
3. Önnur mál
Ath: Reikningar félagsins liggja frammi í skrif-
stofu félagsins föstud. 21. febr. kl. 16.00 til
18.00 og laugard. 22. febr. kl. 10.00 til
12.00.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn
Félags jániðnaðarmanna.
óskar eftir starfsfólki
í eftirtalin störf:
Blaðburðarfólk:
AUSTURBÆR
Óðinsgata, Sóleyjargata, Laufás-
vegur 2 — 57. Skipholt
54 — 70, Skúlagata.
ÚTHVERFI
Hluti af Blesugróf, Fossvogsblettir,
Selás, Ármúli, Laugarásvegur
1 —37, Skipholt 35 — 55.
VESTURBÆR
Nýlendugata, Tjarnargata I og II.
Upplýsingar í síma 35408.
SELTJARNARNES
Barðaströnd.