Morgunblaðið - 20.02.1975, Page 22

Morgunblaðið - 20.02.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975 + Maðurinn minn, GUNNAR EINARSSON prentsmiðjustjóri, lézt I Landakotsspitala að morgni 1 9. febrúar. Jónína Jónsdóttir. Eiginmaður minn, GEIR GUÐLAUGUR JÓNSSON, vélstjóri, Stórholti 47, lézt 1 8 febrúar á Landspítalanum Fyrir hönd vandamanna, Signý Þ. Óskarsdóttir. t Eiginmaður minn, ÁGÚST ODDSSON, netagerðarmeistari, Framnesveg 21, Reykjavík, andaðist 1 9. febrúar ingibjörg Guðmundsdóttir. + Eiskuleg eiginkona mín, ELÍNBORG HALLGRlWISDÓTTIR, andaðist að morgni 1 9 þ m að Sólvangi i Hafnarfirði Eirikur Þ. SigurSsson. Faðir minn, + JAKOB BENEDIKTSSON fyrrv. vegaverkstjóri frá Þorbergsstöðum, andaðist þriðjudaginn 1 8 febrúar Sigurður Jakobsson. + Útför móður okkar. RAGNHEIÐAR HJ. SIGURÐSSON. Flókagötu 5, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21 febr. kl. 1 3 30 Guðrún Þorvarðsson, Ingibjörg Gfslason, Grímur Jónsson, Bergljót Jónsdóttir. + Útför móður okkar, MARlU B. EINARSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 21 febrúar kl. 1 4 Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Kristjana Kristjánsdóttir. + Útför eiginkonu minnar og móður ARNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Norðurbyggð 1 5, Akureyri, verður gerð frá Víðimýrarkirkju, Skagafirði laugardaginn 22. febrúar kl. 2 e.h Vigfús Sigurðsson. Sigurlaug Vigfúsdóttir. + SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Norðurbrún 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21 febrúar kl. 3 e.h. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Hallgrímskirkju njóta þess Fyrir hönd vandamanna, Jón Hermanníusson. Baldur Hermanniusson, Guðmundur Hermanniusson, Áslaug Hermanniusdóttir Burawa, Hafsteinn Hjaltason og Sigriður Hjaltadóttir. Minning: Ólafur Sigurðs- son yfirvélstjóri Laugardaginn 8. febrúar s.l. var jarðsettur frá Neskirkju Ólafur Sigurðsson, fyrrum yfirvélstjóri, en hann lézt 2. febrúar. Ólafur var fæddur 31. okt. 1901 í Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru merkishjónin Guðrún Magnúsdóttir og Sigurður Sigurðsson, bóndi þar, en síðar starfsmaður Áfengisverzlunar ríkisins. Ólafur ólst upp í Flatey til 17 ára aldurs, en hélt þá til Reykjavikur og hóf járnsmíða- nám í vélsmiðjunni Héðni sam- hliða námi í Iðnskólanum og lauk prófi í þeirri iðn árið 1927. Að loknu járnsmíðanámi hélt Olafur í Vélstjóraskólann og lauk þaðan prófi 1929. Á milli bekkja í Vél- stjóraskólanum var hann á ýms- um skipum, en árið 1930 gerðist hann vélstjóri á skipum Skipaút- gerðar ríkisins og Landhelgis- gæzlunnar þar sem hann var til ársins 1948 er hann réðst til Eim- skipafélags Reykjavíkur sem yfir- vélstjóri á m/s Kötlu. Á m/s Kötlu var Ólafur til ársins 1966, er það skip var selt úr landi. Þá ræðst Ólafur sem yfirvélstjóri á síldarflutningaskipið Haförninn og er þar til ársins 1971. Eftir það er Ólafur við ýms störf í landi. Síðasta árið var hann yfirvélstjóri á togaranum Maí frá Hafnarfirði. Eins og sjá má á þessu stutta yfirliti um æviferil Ólafs Sigurðs- sonar, hefur ævistarf hans verið viðamikið, þó Ólafur væri að jafnaði fámáll um það. 1 Flatey sleit Ólafur barnsskónum og liggja ábyggilega mörg spor hans í f jörunni þar, bæði við leik og að fylgjast meö störfum sjómann- anna við vinnu sína. Og þar hefur hann andað að sér sjávarseltunni og í huga hans hafa greipzt hand- tök sjómannanna. Ólafur var stoltur af að vera Breiðfirðingur og minntist oft á fallegu eyjuna í Breiðafirði. Fyrir nokkrum árum hélt hann á fund eyjarinnar með sonum sínum og dvöldust þeir í tjaldi í nokkrar vikur. Ólafur byggði fjölskyldu sinni sumar- bústað á fögrum stað við Þing- vallavatn og dvaldist þar löngum er hann átti frí frá sjónum, og var það þá hans mesta yndi að kasta fyrir silung í vatninu. Þegar Ólafur gerðist vélstjóri á sjónum má segja að hann hafi sameinað tvennt sem virtist renna í blóði hans, sjómanninn og þúsundþjalasmiðinn. Sjómanns- blóðið rann i æðum Ólafs, hann var góður vélstjóri og það ber öllum saman um það sem til Ólafs þekktu að hann hafi verið list- rænn í höndunum, enda bera smíðagripir hans þess vott. Og teppin á heimili hans, sem hann sjálfur óf, bera merki um fagurt handbragð og listrænan smekk. Tvennt var það sem Ólafur mat öðru fremur en það var heimilið og starfið. Hann var ástríkur eiginmaður og faðir og störfum sínum þjónaði hann af alúð og samviskusemi og fyrir það naut hann trausts og virðingar. Má í því sambandi benda á að þrátt fyrir 73ja ára aldur var hann yfir- vélstjóri á togaranum Maí, þar sem stjórnendur útgerðarfyrir- tækisins sýndu honum mikið traust. Ólafur var ern þrátt fyrir aldurinn, og kom því mörgum, sem hann þekktu, á óvart hið skyndiiega fráfall hans. Ólafur var dagfarsprúður mað- ur í framkomu, en hann gat verið + Hugheilar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar og fósturmóður okkar, INGIGERÐAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Sigurður Ó. Lárusson, Sigurður Reynir Pétursson, Bragi Jósepsson. + Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR SIGVALDADÓTTUR, Grænugötu 4, Akureyri. Ari Jóhannesson, Sverrir Jóhannesson, Sigurður Jóhannesson, Gunnar H. Jóhannesson, tengdadætur og sonabörn. + Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og útför, MARGRÉTAR ÞORGEIRSDÓTTUR, frá Djúpadal, Ennfremur þökkum við læknum og hjúkrunarliði Vífilsstaðaspítala fyrir góða hjúkrun er hún naut þar. Fyrir hönd vandamanna, .. . _. Alexander Sigursteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS SIGURÐSSONAR, yfirvélstjóra, Melabraut 49. Þuriður Guðmundsdóttir, Hrafnhitdur Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Örn Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Bjarni Ólafsson, og barnabörn. Eggert Ólafsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir, stífur á meiningunni og' fastur fyrir. Ólafur var gæfumaður í hjóna- bandi. Hann giftist 27. maí 1939 eftirlifandi konu sinni Þuríði Guðmundsdóttur og eignuðust þau 6 mannvænleg börn. Þau eru: Hrafnhildur, flugfreyja, Sigrún gift Jóhanni Sveinbjörnssyni full- trúa, Eggert, vélstj., Örn, þjónn, giftur Halldóru Guðmundsdóttur, Sigurður, vélstjóri, giftur Ingi- björgu Hjartardóttur og Bjarni, járnsmiður, giftur Sjöfn Ingólfs- dóttur. Nú er Ólafur Sigurðsson, einn af sonum Breiðafjarðar, fallinn í valinn. Drottinn gaf og Drottinn tók. Megi Drottinn gefa eigin- konu, börnum og öðrum ástvinum styrk í sorg sinni. Ég sendi þeim mína dýpstu samúð. Blessuð veri minning Ólafs Sigurðssonar. Helgi Hallvarðsson. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. + Maðurinn minn, SIGURÐUR JÓNASSON, fyrrv. ritsimavarðstjóri, Stóragerði 1 7, andaðist að Vífilsstöðum að morgni 19. þ.m. Fyrir hönd að- standenda. Júlía Guðnadóttir. + Útför eiginmanns míns, HELGA KR. HELGASONAR, vélstjóra, Langholtsvegi 75, verður gerð frá Fossvogskirkju, laugardaginn 22. þ.m. kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Magnea G. Magnúsdóttir. Útfaraskreytingar blómouol Gróðurhúsið v/Sigtún sími 36770

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.