Morgunblaðið - 20.02.1975, Síða 28

Morgunblaðið - 20.02.1975, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen líf systur sinnar. Þaö var eina nótt, aö Björg var mjög þunglega haldin og talaöi næstum því alla nóttina í óráöi og fékk engan blund á augu fyrr en rétt undir morgun, þá rann á hana svefnhöfgi nokk- ur. Sigríöur sat allajafna viö sængurstokkinn og flaut í tárum, því hún sá þegar, að ekki mundi langt aö bíða skilnaðar þeirra systra. Loksins hné hún út af úrvinda af svefni og lagði höfuðið á koddann fyrir framan systur sína, og rann á hana mók nokkuð; og vaknaði hún þá við það, að farið var hóglega með hendi um vanga hennar; þaö var systir hennar, sem vaknað hafði og lagt höndina á kinn hennar. Þá var kominn ljómandi dagur, og skinu fyrstu morgun- sólargeislarnir inn um allt húsið. Björg var þá með öllu ráði og segir við Sigríði: Þú svafst, elskan mín. Mér varö það óvart, að ég HÖGNI HREKKVÍSI vakti þig, komdu nú til mín og kysstu mig. — Sigríður gjörói það. — Þetta skal vera okkar skiln- aðarkoss, sagði Björg. Vertu blessuð, svo lengi þú lifir. Berðu þig að vera góð og guðelskandi, bljúg og barnsleg í huga, eins og þú nú ert; vertu foreldrum þínum hlýðin og auðsveip; en biddu nú fyrir mér, að ég megi deyja; það er svo unaðsamt, er guð sendir manni geisla sinnar sólar í andlátinu. Eftir að Björg hafði þetta mælt, hallaðist hún aftur að svæflinum, og sé að henni hægt mók, og úr því vaknaði hún ekki aftur til þessa lífs. Allir, sem þekktu Björgu, hörmuðu mjög andlát hennar, en Sigríður þó mest; samt stóð hún fyrir greftrun hennar og leysti þaó vel af hendi og skörulega, og síðan annaóist hún um búió á V.. . það eftir var vetrarins, en byggði jörðina um vorið með ráðum og tilstyrk beztu bænda þar í sveitinni. Ekki undi Sigríður sér norður þar eftir andlát systur sinnar; ritaði hún nú fööur sínum til og bað hann að sækja sig, og fór hún þá að Tungu, og tók faðir hennar við fjárforráðum hennar. Meðan Sigríður var í Skagafirði, ólst Indriði upp með föður sínum á Hóli; var hann nú orðinn hinn mesti atgjörvismaður til munns og handa, og þótti mönnum sem fáir væru hans jafningjar þar um sveitir, og fyrir því töluðu það margir, að mjög væri ákomió með þeim Sigríði í Tungu, því hún þótti og einhver hin ágætasti kostur þar í héruóum. Sigríður var allrakvennafríðust; hún var vaxin vel og meðal- lagi há, þéttvaxin og mittisgrönn; hún var fagurhent og fótsmá, eygð vel og allra kvenna fegurst hærð; hárið ljóst og svo mikið, að í beltisstað tók; hverri konu var hún sléttmálari; rómurinn hreinn og snjall- ur og tilgerðarlaus; hún var vitur kona og vel stillt. Þegar Sigríður hafði verið einn vetur í Tungu eftir andlát systur sinnar, tók faðir hennar sótt þá, er hann leiddi til bana. Sigríður harmaði föður sinn mjög, en bar þó vel harm sinn. Ingveldur móðir hennar bjó í Sigríðartungu eftir bónda sinn og réð mann fyrir búið, og kvaðst hún ekki vilja sleppa búskap, fyrr en Ormur sonur hennar kvongaðist; hann var á þessum missirum kominn í Bessastaða- FEROIIMAINIO Það er ástæðulaust fyrir yður, lögregluþjónn, að hvæsa á manninn minn — bara bókið hann — ég skal sjá um hitt. Hefur það komið fyrir þig að vita ekki hvar þú ert er þú vaknar? Við skulum forða okkur — ég þoli ekki að sjá blóð. Ég kem eins og skot þegar ég er komin í gömlu fötin, Óli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.