Morgunblaðið - 20.02.1975, Page 32
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1975
% ©m pytfta txmn ap
5{i.ne«íCffíUJH?*
1 .
jp
I B?£TAf
S ZEMi
Kct'W.
tia *
ty*<ttriVt,ftr, *rrf</A. Mr-rLXXXvni.
Leki að Skaftafellinu:
Frosinn fiskur fyrir
40 milljón krónur um-
flotinn sjó í lestinni
FRYSTISKIPIÐ Skaftafell kom
til Húsavíkur um kl. 21 í gær-
kvöldi, en fyrr um daginn hafði
orðið vart mikils leka f einni af
þremur lestum skipsins, lest 3.
Var skipið á leið til Rússlands
fullfermt frystum sjávarafurð-
um.
Dælum skipsins varð fljótlega
komið við og hafðist undan að
dæla, en skipinu var strax snúið
við til Húsavíkur í ágætu veðri.
Þegar skipið kom þangað var
strax byrjað að losa lest þrjú. Tal-
ið var að undirlestin í lest 3 væri
full af sjó, en þar eru um 250 tonn
af fiski. Verðmæti þess varnings
er um 40 millj. kr.
I dag verður lestin losuð til
fulls og kannað hvað lekanum
olli.
Vísitala
framfærslu-
kostnaðar
372 stig
Samkvæmt fréttatil-
kynningu frá Hagstofu íslands
var vísitala framfærslukostn-
aðar komin upp í 372 stig þann
I. feb. s.l., en þá hafði hún
hækkað um 30 stig frá 1. nóv.
sl. er hún var 342 stig.
Ríkisstjórnin hafði lýst þvi
yfir að launajöfnunarbætur
myndu hækka ef og þegar vísi-
tala framfærslukostnaðar færi
yfir 358 stig.
Hættulegt skot í um-
ferð í HAFNARFIRÐI
TÖLUVERT hefur verið um inn-
brot f fyrirtæki f Hafnarfirði að
undanförnu. Er þetta svo magnað
að nálgast faraldur. Eiga innbrot-
in sér oftast stað á nóttunni.
í fyrrinótt var t.d. brotizt inn í
byggingarvörudeild Kaupfélags
Hafnfirðinga við Reykjavíkurveg.
Þaðan var stolið skiptimynt og
nokkrum þúsunda skota í Hilti-
naglabyssur. Slík skot geta verið
stórhættuleg í meðförum ungl-
inga sem ekki kunna með þau að
fara, og eru það því eindregin
tilmæli rannsóknarlögregiunnar í
Hafnarfirði, að hver sá sem verð-
ur var við börn eða unglinga með
slík skot í fórum sínum hafi strax
samband við lögregluna.
Ljósmynd Sigurgeir.
! HÖFN MÓÐURSKIPSINS — Það er sjaldan sem ekki er líflegt athafnalíf við
Vestmannaeyjahöfn og þessi mynd sýnir einmitt dæmigert ástand þar á þessum
tíma þegar bátarnir flykkjast til hafnar með loðnu í bak og fyrir. Fréttir um
loðnuveiðarnar eru á bls 2 og 32 og m.a. eru þar frásagnir af bátum sem lentu í
vandræðum vegna veðurs út af suðurströndinni. En þeir leituðu vars í höfn
„móðurskipsins" Vestmannaeyja.
Til umræðu hjá Seðlabanka og viðskiptabönkum:
Hækkun vaxta - aukin binding
- takmörkun útlánaaukningar
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér, eru
nú til umræðu hjá bankastjórum
Seðlabankans og viðskiptabank-
anna mjög róttækar aðgerðir f
peningamálum. Aðgerðir þessar
eru enn á umræðustigi og hafa
engar ákvarðanir verið teknar um
Kaupmannahöfn:
Landnáma Skálholts-
prentsmiðju boðin á
585 þúsund krónur —
Fyrsta prentun úr ís-
lendingasögunum 1688
EINTAK af Landnámabók
prentaðri í Skálholti 1688 er nú
til sölu hjá bóksölunni Rosen-
kilde og Bagger f Kaupmanna-
höfn fyrir 585 þús. kr. fsl., en
bók þessi er mjög fágæt og því
dýrgripur eins og reyndar
flestar þær bækur sem
prentaðar voru í Skálholts-
prentsmiðju á þessu timabili,
en þar var þá rekin prent-
smiðja f 18 ár frá 1685—1703.
Þar voru prentaðar 5 verald-
legar bækur auk kirkjulegra
bóka, en veraldlegu bækurnar
voru: Landnáma, Schedæ Ara
prestz Fróda, Cristendomssaga
hliodande um það hvornenn
Cristen tru kom fyrst á Island,
Gronlandia Edur Grænlands-
saga og Olafs saga Tryggva-
sonar.
Þegar Gfsli biskup Þorláks
son lézt f Skálholti 1684 tók
bróðir hans Þórður við biskups-
embætti og fékk hann einka-
leyfi konungs til þess að prenta
úr fornritunum og var braut-
ryðjandi f þeirri ritgrein.
Byrjaði hann á Landnámu 1688
og var Henrik Kruse prentari
þeirrar bókar. Titilsíðan á
Landnámu var prentuð í rauðu
og svörtu og í .bókinni er m.a.
mynd af hafguðinum Ægi og
heilsíðu andlitsmynd af Ingólfi
Myndin sýnir titilblað Land-
námabókar þeirrar sem er til
sölu i Kaupmannahöfn um
þessar mundir.
Arnarsyni, en Landnáma
fjallar um „Fyrstu bygging Is-
lands af Nordmönnum", eins
og segir í bókaskrá um eintakið
sem nú er til sölu í Kaup-
mannahöfn og er I. útgáfa af
Landnámabók á prenti.
Eins og fyrr getur er Land-
náma Skálholtsprentsmiðju
Framhald á bls. 18
hvort þær koma til framkvæmda
eða ekki.
Þær aðgerðir í peningamálum,
sem um er rætt, eru aðallega þess-
ar:
# Hækkun vaxta og hefur þá
verið rætt um að útlánavextir
fari upp í 21 %
0 Aukin innlánabinding.
0 Mjög veruleg takmörkun í út-
lánaaukningu bankanna.
0 Verði af þessum ráðstöfunum
öllum eða einhverjum þeirra
er hugmyndin að þær verði
tímabundnar og standi jafnvel
aðeins i þrjá mánuði.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem Morgunblaðið hefur, voru
hugmyndir þessar settar fram og
ræddar á fundi bankastjóra
Seðlabankans og viðskiptabank-
anna, sem haldinn var í fyrradag.
I dag munu bankastjórar við-
skiptabankanna koma saman til
fundar og ræða þessar hugmyndir
og væntanlega mun bankaráð
a.m.k. einhverra bankanna ræða
þessi mál á föstudag, en síðan
mun nýr sameiginlegur fundur
bankastjóra Seðlabankans og við-
skiptabankanna verða haldinn á
þriðjudag í næstu viku. Jafnframt
mun ríkisstjórnin væntanlega
ræða þessar hugsanlegu ráð-
stafanir í peningamálum næstu
daga.
Loðnubátarnír í vand-
ræðum vegna veðurs
„VIÐ erum að nálgast Vest-
mannaeyjar og erum nú að kom-
ast í var við Eyjarnar," sagði örn
Erlingsson skipstjóri á Erni RE f
talstöðvarsamtali við Morgun-
blaðið f gær, „það hefur verið
öskrandi rok, hreint helv.... og
bátarnir eru búnir að eiga f mikl-
um erfiðleikum og hasli við að
sigla á móti þessum suðvestan
9—10 vindstigum, sem eru hér.
Við urðum að slóa f fjóra tfma f
nótt vegna veðursins og 10—20
500 krónur fyrir tvöfaldan vodka og gosið
SAMBAND veitinga- og gistihúsa-
eigenda hefur nú lokið við gerð
nýrrar verðskrár, vegna þeirrar
hækkunar, sem varð á áfengi eftir
helgina. Morgunblaðið fékk það
upplýst hjá skrifstofu sambands-
ins í gær, að eftirleiðis myndi
tvöfaldur Wiskey í vatni kosta
430 krónur.
Ekki verður verðið lægra ef
menn ætla að fá sér rússneskan
vodka, en tvöfaldur vodki með
gosi kostar nú 500 kr. íslenzkt
brennivín, 6 cl, kosta nú 400 kr.
með gosi. Þá kosta 6 c) af Campari
175 krónur.
Sem dæmi um verð á dýru
koníaki má nefna að einfaldur
sjúss af dýrustu tegund af
Hennessy kostar nú 665 krónur.
mflum á eftir okkur eru 4 bátar á
vesturleið til Vestmannaeyja. Þar
er nú allt fullt svo við erum ekki
lausir við vandræðaganginn þótt
við séum komnir f höfn. Það hafa
brotnað einhverjar grindur og
annað smávegis á þilfarinu hjá
okkur, svona eins og gengur f
slfkum rosa. Við erum nú búnir
að vera sólarhring á leiðinni til
Eyja, leið, sem venjulega er farin
á 11—12tímum.“
1 síma við Vestmannaeyjahöfn
náðum við sambandi við Ölaf
Sigurðsson skipstjóra á Reykja-
nesinu. Hann kvaðst vera að
landa 230 tonnum, en þeir lentu í
nokkrum vandræðum í stormin-
um og fengu halla á skipið.
Einnig komst nokkur sjór niður i
lúkarinn f gegn um loftventla á
þilfarinu. Reykjanes er lengdur
Framhald á bls. 18