Morgunblaðið - 19.04.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975
3
Fundur um heilbrigðis-
og félagsmál aldraðra
REYKJAVlKURDEILD Rauða
kross lslands efnir á laugardag-
inn til almenns fundar um vissa
þætti félags- og heilbrigðismála
aldraðra. Verður fundurinn hald-
inn í Domus Medica.
Á fundinum verða flutt fjögur
stutt framsöguerindi. Rætt
verður um þjónustumiðstöðvar
fyrir aldraða, skýrt frá félagslegri
aðstoð við aldraða og félagsstarfi
þeirra i Reykjavik, sagt frá könn-
un á högum aldraðra, rætt um
vandamál í sambandi við ellilíf-
eyrisaldurstakmörk, fjallað um
hugsanlegar úrbætur i sambandi
við atvinnumál aldraðra og loks
skýrt frá vinstunarrými fyrir
aldraða á sjúkrahúsum.
Hvert framsöguerindi verður
15 minútur og á eftir verður orðið
gefið frjálst og framsögumenn
svara fyrirspurnum.
Listamannaþing fjallar
um stjórnun menningar
Listamannaþing verður á
sunnudag í Tjarnarbúð f fram-
haldi af aðalfundi Bandalags
listamanna. Verður aðalfundur-
inn kl. 10 um morguninn, en
þingið verður sett klukkan tvö.
Viðfangsefni þingsins verður
stjórnun menningar, það í
Fundur með flugmönn-
um ekki boðaður enn
SAMNINGAFUNDUR flugfélag-
anna og fulltrúa Félags íslenzkra
atvinnuflugmanna var haldinn í
fyrradag. Hefur deilunni enn
ekki verið vísað til sáttasemjara
og i gærkveldi hafði ekki verið
boðað til nýs samningafundar.
Verkfall flugmanna, sem standa á
í fjóra sólarhringa, kemur til
framkvæmda á miðnætti næst-
komandi þriðjudag, hafi samn-
ingar ekki tekizt.
Samningafundur með flug-
freyjum hefur ekki verið boð-
aður, en þeirri kjaradeilu hefur
verið vísað til sáttasemjara rikis-
ins. Þá má geta þess að viðræður
við flugvirkja og flugvélstjóra eru
ekki hafnar, en búast má við þvi,
að þær hefjist bráðlega. Viðræður
standa yfir við fulltrúa flugum-
sjónarmanna.
nokkurs konar framhaldi af ráð-
stefnu sveitarstjórna um menn-
ingarmál fyrir skömmu og eru
gestir þingsins Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra og Páll Lindal, formaður
Sambands sveitarstjórna.
Á aðalfundinum um morguninn
verður kosinn formaður Banda-
lags listamanna. Vitað er að
Hannes Daviðsson, sem verið hef-
ur formaður siðan haustið 1966,
gefur ekki kost á sér til endur-
kjörs, og að tveir verða í kjöri,
auk þess sem stinga má upp á
fleirum á fundinum. Eru það
Thor Vilhjálmsson rithöfundur
og Edda Scheving ballet dansari.
Aðildarfélög bandalagsins skipa
einn mann í stjórn félagsins.
Þátttaka i þinginu er heimil öll-
um meðlimum aðildarfélaga
bandalagsins, sem eru 8 talsins,
þ.e. Arkitektafélag Islands, Rit-
höfundarsamband Islands, Tón-
skáldafélag Islands, Félag fsl. tón-
listarmanna, Félag ísi. ieikara,
Félag ísl. listdansara, Félag isl.
myndlistarmanna og Félag ísl.
kvikmyndagerðarmanna.
Á listamannaþinginu nú er
ætlunin að ræða almennt viðhorf
i stjórnun menningar og þá fyrst
og fremst það sem að listamönn-
um snýr, listanna sjálfra.
Queen Elizabeth II
til Islands í sumar
BREZKA skemmtiferðaskipið
Queen Elizabeth II kemur til
Reykjavíkur í sumar, í júlí eða
ágúst. Er hér um að ræða lang-
stærsta skemmtiferðaskip sem
til tslands hefur komið.
Upplýsingar þessar fékk Mbl.
hjá Geir H. Zoéga í gær, en
skipið kemur hingað á vegum
ferðaskrifstofu Zoéga. Geir
sagði að með skipinu kæmu um
2000 farþegar. Aðspurður hvort
ekki þyrfti mikinn viðbúnað tii
að taka á móti skipinu sagði
Geir: „Við erum orðnir svo van-
ir því að taka á móti stórum
hópum, en það þarf auðvitað
fleiri bíia í þetta sinn.“
Félag guðfrœðinema:
Andstaða við
fóstureyðingar
„Aðalfundur Félags guðfræði-
nema. haldinn 16. apríl 1975, lýsir
yfir fullri andstöðu sinni við
frjálsar fóstureyðingar. Fundur-
inn beinir þeirri áskorun til hæst-
virts Alþingis, að það samþykki
enga þá breytingu á löggjöf um
fóstureyðingar, sem feli í sér, að
móðir geti haft ótakmarkaðan
ákvörðunarrétt um örlög fösturs
síns. Með slikri lagasetningu væri
tilveruréttur fóstursins einskis
virtur, um leið og konunni væri
gefið óskert vald yfir lífi og
dauða, vald sem er i þversögn við
náttúrulegan tilgang lífsins og
boðskap kristinnar trúar," þannig
hljóðar samþykkt sem gerð var á
aðalfundi Félags guðfræðinema. 1
frétt frá félaginu segir, að enn-
fremur hafi verið samþykkt, að
beina því til háttvirtra alþingis-
manna, að þeir felli inn i frum-
varp til laga um fóstureyðingar
o.fl. nýja grein, er kveði svo á, að
fóstrið sé mannlegt líf, sem eigi
sér einhvern tilverurétt. Slíkt
ákvæði mundi setja nokkrar
hömlur við gerræðisfullri beit-
ingu fóstureyðinga.
Þá vekur fundurinn athygli á
þvi, að ef löggiltar verða fóstur-
eyðingar af félagslegum ástæð-
um, sem unnt er að bæta úr, þá er
skorazt undan þeirri ábyrgð, sem
hvílir á hinu opinbera, að koma í
veg fyrir félagslega neyð. Frum-
skylda þjóðfélagsins er nú að
tryggja borgurum sínum félags-
Framhald á bls. 31
Fjórir japanskir tog-
arar nota nú svartolíu
— sá fimmti bœtist fljótt í hópinn
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
unnið að því að koma fýrir tækj-
um til svartolíubrennslu við aðal-
vélar japanskra skuttogara og
Fá vangefn-
ir sérstaka
tannlækna-
þjónustu?
DANSKUR sérfræðingur í
tannlækningum vangefinna,
Björn Russell, er hér í Reykja-
vfk um þessar mundir á vegum
Tannlæknafélags tslands og
Styrktarfélags vangefinna.
Hann hefur flutt fyrirlestra um
sérgrein sfna fyrir tannlækna,
en f dag, laugardag, heldur
hann fyrirlestur f Bjarkarási
við Stjörnugróf kl. 2 e.h., og er
almenningi heimill aðgangur
að fyrirlestrinum.
Björn Russell var um skeið
aðstoðarprófessor við Tann-
læknaháskólann í Kaupmanna-
höfn, en starfar nú eingöngu að
tannlækningum í sjúkrahúsi
fyrir vangefin börn i Vengede.
Hann var fyrsti danski tann-
læknirinn, sem gerði tann-
lækningar vangefinna að sér-
grein sinni, en slíkir læknar
eru nú 11 að tölu í Danmörku.
Tannlækningar og viðgerðir
vangefinna eru að verulegu
leyti frábrugðnar venjulegum
tannlækníngum, m.a. að því
leyti að þær eru 3—4 sinnum
tímafrekari og i mjög mörgum
tilvikum er þörf sérstakrar að-
stöðu og sérþekkingar. Van-
gefnir eru einnig mun næmari
fyrir ýmsum munn- og tann-
sjúkdómum en þeir, sem
heilbrigðir eru, þannig að enn
nauðsynlegra er að fylgjast
Björn Hussell, Gunnar Þormar og Magnús Kristinsson, formadur Styrktarfölags van-
gefinna, gera grein fyrir nauösyn sérstakrar tannlæknaþjónustu fyrir vangefna.
náið og stöðugt með ástandi
tanna þeirra, til að tryggja að
þeir geti nærzt eðlilega og
hindra vanlíðarv Björn Russell
sagði á fundi með blaðamönn-
um í fyrradag, að auk alls þessa
væri það oft svo, að vangefnir
gætu ekki sagt frá vanlíðan
sinni, þannig að ástandið væri
ekki vitað fyrr en alltof seint,
auk þess sem gervitennur koma
þeim að litlu haldi, bæði vegna
þess að vöðvar þeirra eru oft
vanþroskaðir og eins af því að
þeir skilja hreinlega ekki
hvernig þeir geta haft not af
gervitönnunum.
í nágrannalöndunum, t.d.
Danmörku, er sérstök tann-
læknaþjónusta á þessu sviði
talin sjálfsögð, bæði fyrir þá,
sem dveljast í stofnunum fyrir
vangefna, og þá, sem dveljast í
heimahúsum.
Hér á landi hefur engin
þjónusta af þessu tagi verið fyr-
ir hendi en Gunnar Þormar
tannlæknir hefur kynnt sér
þessa þjónustu erlendis. Heil-
brigðisráðuneytið fól honum að
gera skýrslu um tannlækningar
vangefinna, og var hún tilbúin
á sfðasta ári. Gert er ráð fyrir
þvi, að hér á landi séu nú
1500—2000 einstaklingar, sem
þurfa á þessari þjónustu að
halda, og telja islenzkir tann-
læknar, að nauðsynlegt sé að
gera ráð fyrir sérstakri stofnun
I þessu skyni hið bráðasta. Þess
má geta, að svæfingum hefur
nokkuð verið beitt i sambandi
við tannlækningar vangefinna,
en Björn Russell telur þær afar
óheppilegar, vegna þeirra
hliðarverkana, sem þær hafa
oft haft á sjúklingana.
Björn Russell er ritstjóri
timarits sem gefið er út af tann-
læknum, er einkum fást við
tannlækningar vangefinna á
Norðurlöndum, en Gunnar
Þormar á einnig sæti í stjórn
samtaka þeirra.
þegar eru fjórir togarar komnir
með þennan útbúnað, sem eins og
kunnugt er sparar milljónir í
olíukostnað á ári. Þau skip, sem
búið er að koma þessu kerfi fyrir
í, eru Rauðinúpur, Vestmannaey,
Hvalbakur og nú síðast Bjartur
frá Neskaupstað, en togarinn fór
frá Reykjavík i gærkvöldi eftir að
hann hafði verið þar í vikutima, á
meðan svartolíutækin voru sett i
hann.
Sigurður Brynjólfsson hjá AsíUr
félaginu sagði þegar Morgun-
blaðið hafði samband við hann í
gær, að allt benti til þess að svart-
oliutæki yrðu komin í alla jap-
önsku skuttogaranna eftir
skamman tima. Togararnir væru
vel undir þetta búnir, því þeir
hefðu allir komið með tveimur
skilvindum, en það sem fyrst og
fremst þyrfti að setja i þá til þess
að þeir gætu brennt svartoliunni
væru fleiri hitarar. — Ennfremur
Framhald á bls. 31
99
„Stórkostlegur
stuðningur
— segja verkfallsmenn á Selfossi
um yfirlýsingu miðstjórnar ASI
MIÐSTJÖRN Alþýðusambands
lslands hefur fordæmt aðfarir
Kaupfélags Árnesinga gegn
starfsmanni þeim, er vikið var úr
starfi og hefur gefið 100 þúsund
krónur til verkfallsmanna á Sel-
fossi.
„Þetta er stórkostlggur stuðn-
ingur," sagði Snorri Sigfinnsson,
einn af forsvarsmönnum verk-
fallsmanna í samtali við Morgun-
blaðið. „Engin hreyfing er þó i
málinu, þeir hafa ekkert samband
haft við okkur ennþá en þeir
hljóta nú að fara að sjá að sér. Ef
þeir eru ekki farnir að skilja að
þetta ,,Kolbeins-mál“ er ekkert
samningsmál af okkar hálfu,
hljóta mennirnir að vera stein-
runnir“. Morgunblaðið hafði sam-
band við Odd Sigurbergsson,
kaupfélagsstjóra, til að forvitnast
um hlið kaupfélagsins i þessari
vinnudeilu en hann kvaðst ekkert
vilja um málið segja.
Fréttatilkynning frá Alþýðu-
sambandinu fer hér á eftir:
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands i dag var til
umræðu brottvikning Kolbeins
Guðnasonar úr störfum hjá Kaup-
félagi Arnesinga.
Voru miðstjórnarmenn einhuga
í fordæmingu sinni á þeim aðför-
um að vikja úr starfi manni með
áratugastarfsferil að baki i þjón-
ustu fyrirtækisins fyrir það eitt
að gagnrýna með bréfi breyt-
ingar, sem einhliða voru
ákvarðaðar af stjórnendum fyrir-
tækisins. Taldi miðstjórnin þetta
mikinn álitshnekki fyrir sam-
vinnuhreyfinguna.
Miðstjórnin samþykkti að
leggja fram krónur 100.000,00 til
stuðnings verkstæðismönnum á
Selfossi.
Beintáslysamrð-
stofuna aftur...
HARÐUR árekstur varð í gær
á mótum Grensásvegar og
Skeifunnar. Tveir fólksbílar
lentu saman. I öðrum bílnum
meiddist piltur, sem sat i
framsæti, og var hann fluttur
beint á slysavarðstofuna og
lagður þar inn. Ekki var pilt-
urinn ókunnur húsakynnum
þar, því hann var einmitt að
koma þaðan þegar hann lenti í
árckstrinum. Var þá verið að
gera að mciðslum sem hann
hafði hiotið daginn áður.