Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 4
4 im 2* tim LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Fa jl níl. x /,/ 7M V 'AIAJR? 22 022 RAUOARÁRSTÍG 31 Félagslif Verkamannafélagið Fram- sókn Félagskonur fjölmennið á aðal- fundinn i Iðnó kl. 14.30. á morg- un. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin. Kvennadeild Víkings Fundur verður i félagsheimilinu við Hæðargarð mánudaginn 21. apríl kl. 20.30. Mætum allar. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Skrifstofa félags einstæðra foreldra er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 3 — 7. Aðra dag kl. 1—5. Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir félagsmenn fimmtudaga kl. 10—12, sími 1 1822. K.F.U.M. — Reykjavík Samkoma annað kvöld kl. 20.30 í húsi félagsins við Amtamnnsstíg. Séra Jónas Gíslason talar. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ISLANDS Sunnudagsgöngur20/4 kl. 9.30. Keilir, Sog, Krisuvik, Verð 700 krónur. kl. 13.00. Fiflavellir — Krisuvik, Verð 400 krónur. Ferðafélag íslands. UTIVISTARFERÐIR Laugardaginn 19/4.: Helgafell — Valahnúkar, sunnan Hafnarfjarðar. Leiðsögumaður Friðrik Danielsson. Sunnudaginn 20/4.: Sauðadalahnúkar — Eldborgir, sem Svinahraunsbrunar runnu frá um miðja 14. öld. Leiðsögumaður Jón I. Bjarnason. Brottfararstaður B.S.I. (vestanverðu), brottfarartími kl. 13, verð 500 kr. Útivist Lækjargötu 6, simi 14606. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 1 1 helgunarsam- koma. Kl. 14 sunnudagaskóli Kl. 20.30 hjálpræðissamkoma. Dr. Theol. David Lagergren form. Babtista- kirkjunnar i Svíþjóð talar. Söngur og vitnisburður. Hermenn beðnir að mæta vegna myndatöku. Velkomin. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðinsgötu 6a á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1975 STAKSTEINAR Sumarbústaðalönd Allmiklar umræður fara nú fram um eignar- og afnotarétt af landi, um landvernd og land- nytjar. Inn í þessar umræður kemur sú eðlislæga tilhneig- ing, sem blundar I hvers manns brjósti, að hafa aðgang að óspilltri náttúru landsins og að landsspildu, þar sem þeir geti byggt sér sumarhús og dvalizt í frfstundum. Þörfin á samneyti við náttúru landsins segir ekki sfzt til sín f huga borgarbúans, sem fer á mis við margt það, sem manninum er eðlislægt að njóta. Þessi löngun og nauðsyn borgarbúans stangast f sumum tilfellum á við hagsmuni og rétt sveitafólks, sem á og rækt- ar drýgstan hluta byggilegs lands í dreifðum byggðum landsins og sinnir þar þjóð- nytjastörfum. Deilur þær, sem sprottið hafa upp um afnotarétt lands, að- gang að ónytjuðu landi, hafa kallað fram þá viðleitni, að sætta sjónarmiðin á þann veg, að allir geti unað sínum hlut. 900 ríkisjarðir Eyjólfur Konráð Jónsson o.fl. þingmenn, úr öllum stjórn- málaflokkum, hafa nú flutt til- lögu til þingsályktunar, þess efnis, að rfkisst jórnin hefji undirbúning að þvf, að skipu- lögð verði sumarbústaðalönd á rfkisjörðum, til afnota fyrir þéttbýlisfólk, og láti semja frumvarp að lögum um það efni, sem lagt verði fyrir næsta Alþingi. Rfkið á nú um 900 jarðir, sem margar hverjar eru lftt eða ekki nytjaðar. Vfða á þessu landi eru hin ákjósanlegustu skilyrði til útivistar og sumar- dvalar, sem eðlilegt er að heim- ila fólki að hagnýta. Tillaga þessi miðar að þvf, að lands- mönnum öllum verði gert kleift að hafa til einkaafnota nokk- urt land, en jafnframt kynni að fylgja slíkum afnotum nokkrar kvaðir, svo sem að leigutakí tæki þátt f rækt- un nærliggjandi lands- svæða, gróðursetningu trjáplantna, fiskirækt o.s.frv. Að sjálfsögðu þyrfti að hafa samráð við Náttúruvernd- arráð og samtök landbúnaðar- ins um þetta efni. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu stemma stigu við óhóflegri hækkun verðlags sumarbústaðalanda, sem ýmsum vex þegar f augum. Hér er þvf um að ræða aðgerðir til þess annars vegar að auð- velda þjóðinni allri afnot landsins og hafa jafnframt hemil á hækkun jarðaverðs, þar sem svo hagar til, að sóst er eftir Iöndum fyrir sumarbú- staði. Er þess þvf að vænta að þingsályktunartillaga þessi fái skjóta afgreiðslu á þingi og að ríkisstjórnin fylgi henni eftir með viðeigandi ráðstöfunum. Höfn, sem sett er hjá Reykjavíkurhöfn gegnir óumdeilanlega veigamiklu hlutverki f þjóðarbúskapnum sem stærsta inn- og útflutnings- höfnin. Þessi aðstaða hefur og skapað höfninni nokkra sér- stöðu í tekjuöflun. Engu að síð- ur er nú svo komið, að tekjur Reykjavfkurhafnar hrökkva hvergi nærri til að mæta nauðsynlegum viðhalds- og nýframkvæmdum. Réykjavfkurhöfn er eina höfn landsins, sem stendur utan löggjafar um stofnkostn- aðaraðild rfkisins f hafnar- framkvæmdum. Og Reykja- vfkurhöfn er eina höfnin, sem ekki hefur notið lánveitinga úr Hafnarbótasjóði til fram- kvæmda sinna. Þetta réttlættist á sinni tfð með nokkrum um- framtekjum hafnarinnar. En f ljósi breyttra viðhorfa og annarrar og verri fjárhagsstöðu hafnarinnar en áður var, er sjálfsagt réttlætismál að hlutur Reykjavíkurhafnar f löggjöf og lánsfjárfyrirgreiðslu verði leið- réttur. Jafnframt þarf að stefna að þvf, svo sem víða erlendis hefur verið gert, að stofnkostnaður fiskihafna, sem útgerð, fisk- vinnsla og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar grundvallast að verulegum hluta á, en hafa mjög takmarkaðar tekjur af vöruflutningum, verði að öllu greiddur úr rfkissjóði. Sú hafnargerð, sem nauðsynleg hefur verið og er f flestum sjávarplássum, hefur reynst mörgum sveitarfélögum fjár- hagslega ofviða, og tekur fjár- magn frá öðrum framkvæmd- um og þjónustu við borgarana, sem af þessum sökum búa við lakari aðstæður en þau byggðarlög bjóða, er ekki þurfa að rfsa undir hafnargerð. Þórarinn Jónsson 219 Armann Helgason — Jóhann Helgason 218 Meðalskor 216. Spilað er í tveimur riðlum og raðað í þá eftir hvert kvöld án þess að miðað sé við árangur paranna — þ.e. dregið í riðlana. BRIDGEFÉLAG KVENNA: Aðalsveitakeppni félagsins er nú lokið, sveit Hugborgar Iljartardóttur sigraði með 235 stigum. Auk Hugborgar eru í sveitinni, Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Steingrfmsdóttir, Osk Kristjánsdóttir og Vigdfs Guðjónsdóttir, næstar f röðinni urðu svo eftirtaldar sveitir:stig. Gunnþórunn Erlingsdóttir 212 Elín Jónsdóttir 176 Guðrún Bergsdóttir 170 Aðalheiður Magnúsdóttir 151 Margrét Ásgeirsdóttir 147 Sigríður Ingibergsdóttir 140 Guðrún Einarsdóttir 123 Margrét Margeirsdóttir 121 Alda Hansen 116 Mánudaginn 21. apríl, mun verða keppni við Bridgefélag Hafnarfjarðar, og munu 10 sveitir frá hvoru félagi keppa, en keppt verður í Skiphól, Hafnarfirði. Mánudaginn 28. apríl hefst svo síðasta keppni félagsins á þessu starfsári, en það er parakeppnin. Þátttaka óskast tilkynnt til formanns félagsins frú Margrétar As- geirsdóttur í síma 1-42-18, sem allra fyrst, en keppt verður i Domus Mediea að venju. XXX Frá Bridgefélagi Akureyrar THULE-tvfmenningskeppnin er nú vel á veg komin og er aðeins einni umferð ólokið og verður hún spiluð á þriðjudag- inn kemur. Eins og undanfarin ár gaf SANA verðlaunabikara til keppninnar. Röð efstu para: Frímann Frímannsson — Mikael Jónsson 267 Gunnlaugur Guðmundsson — Magnús Aðalbjörnsson 257 Guðjón Jónsson — PállJónsson 243 Dísa Pétursdóttir — Rósa Sigurðardóttir 237 Júlíus Thorarensen — Sveinn Sigurgeirsson 228 Stefán Ragnarsson — Haki Jóhannesson 224 Gunnar Berg — X % X Norðurlandsmótið f bridge fer fram í Reynihlíð við Mý- vatn að þessu sinni og er búist við miklum fjölda þátttakenda og má t.d. nefna að hið nýstofn- aða félag á Ólafsfirði ætlar að senda eina sveit til keppninnar — en ekki hefur enn borist til þáttarins vitneskja um aðrar þátttökutilkynningar. A.G.R. Myndin er úr sýningu Þjóð- leikhússins á leikritinu Pabbi, sem gert er eftir skáldsögu Clarence Day. Á myndinni eru Inga Þórð- ardóttir og Al- freð Andrés- son f hlutverk- um sfnum. „Pabbi” í sjónvarp- inu á laugardaginn SJÓNVARPIÐ sýnir næstkomandi laugardag bandarfsku kvik- myndina „Life with Father“ með William Powell og Irene Dunne f aðalhlutverkum. Kvikmyndin er byggð á samnefndu leikriti, sem Þjóðleikhúsið sýndi á öðru leikari sfnu og frumsýnt var f október 1950. Naut leikritið mikilla vinsælda og var sýnt 36 sinnum, sem þótti mikið í þá daga. Aðalhlutverk léku Alfreð Andrésson (pabbi) og Inga Þórðardóttir (mamma). Leikritið er upphaflega samið upp úr skáldsögunni „1 föður- garði" eftir Clarence Day, en bókin kom út f íslenzkri þýðingu árið 1948. Leikritið var fyrst frumsýnt i Bandaríkjunum 1939 og var sýnt í sama leikhúsi í New York í 8 árs samfellt eða 3.183 kvöld, sem þá var algjört Ameríkumet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.