Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 19.04.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. APRlL 1975 5 Góður hagur Alþýðubankans AÐALFUNDUR Alþýðubankans h.f. var haldinn slðastliðinn laug- ardag og kom fram á fundinum að vöxtur bankans hefur verið „markviss og öruggur" á þessu fjðrða starfsári hans. Heildarinn- lán bankans nema nú nærri ein- um milljarði króna og hafa sjö- faldazt frá opnun hans 1971. Rekstrarafgangur á árinu varð fyrir afskriftir 22 milljónir króna. Heildarútlán f árslok námu 669 milljónum króna. Aðal- fundur ákvað að greiða hluthöf- um 12% arð. 1 fréttatilkynningu frá bankan- um segir: Fundarstjóri var Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi félags- málaráðherra en fundarritarar þeir Snorri Jónsson varaforseti Alþýðusambandsins og Þórunn Valdimarsdóttir, formaður verka- kvennafélagsins Framsóknar. Formaður bankaráðs Alþýðu- bankans, Hermann Guðmunds- son, flutti skýrslu um starfsemi bankans á síðastliðnu ári. 1 skýrsl- unni kom fram að vöxtur bankans á þessu 4. starfsári hans var sem fyrr markviss og öruggur. Nema heildarinnlán bankans nú um 1 milljarði króna og hafa sjöfaldazt frá opnun bankans árið 1971. Þá kom og fram í skýrslu formanns, að rekstrarafkoma bankans hefur batnað mjög á s.l. ári. Rekstraraf- gangur, fyrir afskriftir, nam 22 millj. króna. Skýrt var frá því að bankaráð hefði ákveðið að nota heimild sið- asta aðalfundar um aukningu á hlutafé bankans, þannig, að nú hefur verið boðinn út hlutafjár- auki að fjárhæð 30 millj. kr. og gildir forgangsréttur hluthafa til 15. maf n.k. Síðar verður ákveðið um útboð eftirstöðva hlutafjár- auka að sömu fjárhæð, en stemmt er að því að auka hlutafé í heild úr 40 millj. króna í 100 millj. kr. Á s.l. ári tók til starfa við Alþýðubankann veðdeild sam- kvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum bankans árið 1973. Var veðdeildinni heimilað að gefa út bankavaxtabréf að fjar- hæð 25 millj. kr. og liggja nú fyrir bókanir á þeirri fjárhæð allri. Hlutverk veðdeildarinnar er að styðja menningarlega og félags- lega starfsemi verkalýðshreyfing- arinnar m.a. með lánveitingum til stéttarfélaga og samtaka þeirra í sambandi við byggingu orlofs- heimila og annarrar félagslegrar starfsemi. Hafa fyrstu lánin þeg- ar verið afgreidd í þessu skyni. I skýrslu bankaráðs kom fram að bankinn hefur leitað hófanna um leyfi til að opna útibú, bæði utan Reykjavíkur svo og í hinum nýju borgarhverfum. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki séð sér fært að heimila opnun útibús PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða Bifvélavirkja nú þegar. Nánari upplýsingar verða veittar í starfs- mannadeild Póst og sima. Feröaskrifstofan ÚTSÝN ÚTSÝNARKVÖLD „ÍTÖLSK hAtið” Endurtekin vegna hinna mörgu, sem ekki komust að síðast í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 20. apríl kl. 19.00. ★ Kl. 19.00 — Húsið opnað — Svaladrykkir og lystaukar. Kl. 19.30 — Hátíð hefst: Ljúffengir ítalskir réttir. Verðaðeins kr. 895.-. h Skemmtiatriði: Hinn frábæri tenór Hreinn Líndal syngur vinsæl ítölsk lög. Kl. 20.30 Kvikmyndasýnding — Nýjar Útsýnarmyndir. ★ Fegurðarsamkeppni: Ungfrú ÚTSÝN 1975. Loka- keppni. Glæsileg ferðaverðlaun: 60 þús. 30. þús. og 20 þús. kr. auk þess fá allir þátttakendur afslátt í Spánar- eða Ítalíuferðum Útsýnar. h Férðabingó: 3 Útsýnarferðir til sólarlanda. it Dans — Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Missið ekki af þessari óvenjulegu, glæsilegu en ódýru skemmtun. Ath. að veizlan hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 1 9.30. Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á frá kl. 1 5.00 í síma 20221. VERIÐ VELKOMIN — GÓÐA SKEMMTUN Ferðaskrifstofan ÚTSÝN úti á landi. Hins vegar standa vonir til að Alþýðubankinn geti i náinni framtíð hafið starfsrækslu útibús í austurhluta Reykjavikur- borgar, en í því er orðin mikil nauðsyn m.a. vegna umferðar- þunga á Laugavegi, þar sem bank- inn er nú til húsa. Jón Hallsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans, ásamt skýrslu banka- stjórnar, og skýrði hvorttveggja. I skýrslu bankastjórnar er rak- in þróun efnahagsmála á árinu 1974 og gerð grein fyrir spám um horfur á árinu 1975 með sérstöku tilliti til áhrifa á kjör launafólks, og atvinnuöryggi hérlendis. Innborgar hlutafé nám í árslok 37 milljónum króna. Til afskrifta var varið 5,1 milljón, sen til vara- sjóðs tæplega 13 milljónum króna. Framhald á bls. 22 ÆGISGATA 10, SÍMI 15522, RVÍK MÓK-RECORDS. Plata sem enginn má missa af ÞRUMA OG ELDING GUNNI OG DÓRI eru nú í 3. sæti á 10 á toppnum með lagið „LUCKY MAIM" ging SJuVA bœHr ötl utanaökomandi tatin tjón of vokíum hruns, sigsvfoks SUÐURLANDSBRAUT 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.